Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 22
Eltir ástina til Stokkhólms n Tónlistarmaðurinn Daníel Óliver É g er að flytja í miðbæ Stokkhólms til að vera hjá nýja kærastanum,“ segir tónlistamaðurinn Daníel Óliver sem er fluttur til Svíþjóðar. Nýi kærastinn hans heitir Simon, er sænskur og vinnur sem fyrirsæta. Daní­ el Óliver hefur sjálfur unnið sem fyrirsæta en segist frek­ ar stefna á að starfa í tónlist­ inni. „Mig langar að prófa nýja hluti og það er ýmislegt sem er í gangi en ekkert sem ég get tal­ að um á þessu augnabliki. Það er margt spennandi fram und­ an og Svíar hafa sýnt tónlist minni áhuga og því langar mig að sjá hvort ég geti ekki gert eitthvað sniðugt þar. Auðvi­ tað væri líka gaman ef ég fengi einhverja vinnu sem módel en það er ekki það sem ég er að stefna að,“ segir Daníel sem er greinilega yfir sig ástfanginn af Simon. „Við kynntumst á Face­ book, ótrúlegt en satt. Í gegn­ um sameiginlegan vin. Þetta er rosalega fallegur og bara alveg æðislegur strákur.“ Aðspurður segir hann for­ eldra sína ánægða fyrir hans hönd. „Þau bjuggu í Stokk­ hólmi áður en ég fæddist og eru bara spennt yfir að ég sé að flytja þangað. Þau vilja auð­ vitað bara að ég sé ánægður.“ Brasilíufangi fær ekki íbúð Brasilíufanginn Karl M. Grönvold er að koma undir sig fótunum á Íslandi eftir fjögurra ára dvöl í erlendum fangelsum. Karli gengur ekki vel að leita að íbúð og segir farir sínar ekki sléttar á Face­ book­síðu sinni. „Ég hef verið að leita mér að íbúð í nokkra mán­ uði núna og hefur ekkert gengið, eins og allir vita er leigumarkaðurinn mjög erfiður og hef ég aldrei séð svona ástand á Íslandi áður.“ Karl fann loks draumaíbúð­ ina í Fossvoginum þar sem hann ólst upp og taldi sig hafa handsalað leigusamn­ inginn. „Mikill léttir að fá loksins íbúð og hringdi ég útum allar trissur til að fá bíl undir húsgögn og fleira.“ En svo fékk Karl símtal þar sem honum var tjáð að hann fengi ekki íbúðina eftir allt saman. Hann spurði hvers vegna og fékk þau svör að það væri vegna sögu hans. Karl varð reiður og sár en sagðist hins vegar ekki ætla að gefast upp. „Það er örugg­ lega fullt af fólki sem að hefur lent í svona dæmum og þykir fyrir því að svo hafi komið fyrir sér í lífinu, en við megum ekki gefa upp öndina og leggjast á bakið og hætta.“ n Björgólfur Thor og Kristín eignuðust dóttur á dögunum n Fæddist fyrir tímann og var tekin með keisaraskurði n Björgólfur skemmti sér á Kaffibarnum í heimsókn á Íslandi Fæddist fyrir tímann Ú trásarvíkingurinn Björgólf­ ur Thor Björgólfsson og Krist­ ín Ólafsdóttir eignuðust sitt þriðja barn á dögunum. Fyrir eiga hjónin tvo drengi, fædda 2005 og 2008. Nú hefur lítil stúlka bæst í hópinn. Samkvæmt heimildum DV fædd­ ist stúlkubarnið nokkrum vikum fyrir tímann og var tekið með bráðakeisara­ skurði á spítala í London. Móðir og dóttir eru þrátt fyrir þetta alhraustar og það staðfestir Ragn­ hildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Novator. „Þeim heilsast öllum vel,“ segir hún. Hjónabandssæla og barnalán Hjónin giftu sig í kyrrþey á borgarskrif­ stofu Rómarborgar í nóvember í fyrra eftir að hafa verið saman í 12 ár og hafa þau unað sér vel þar sem þau búa í fal­ legu húsi í Notting Hill sem metið er á 1,5 milljarða króna. Húsið gerði hann upp með Kristínu. Þótt hjónin búi í London koma þau reglulega til landsins með strákana sína. Þau dvelja þá í húsi sínu í mið­ bænum sem stendur við Óðinsgötu. Kristín ræddi um líf sitt sem móðir í viðtali við Nýtt Líf. Þá sagði hún dreng­ ina tala bæði íslensku og ensku og að sá eldri færi bæði í leikskóla á Íslandi og í London. Í því sama viðtali sagði hún einnig nauðsynlegt að vera með barnfóstru. Stoltur faðir fór út á lífið Björgólfur kom í stutta heimsókn til landsins stuttu eftir fæðingu dóttur sinnar. Hann notaði tækifærið og fagnaði með íslenskum vinum sín­ um. „Hann var hér á landi í einn sólar­ hring,“ segir Ragnhildur og vildi ekki gefa upp hver ástæða heimsóknar­ innar var. Heimildir blaðsins herma að Björgólfur hafi ljómað af stolti og hamingju úti á lífinu í borginni. Nánar tiltekið á Kaffibarnum. 22 | Fólk 3. október 2011 Mánudagur Hjónabandssæla og barnalán Björgólfur og Kristín giftu sig í nóvem- ber. Þau eru lukkuleg hjón og eignuðust sitt þriðja barn á dögunum. Módel og músíkant Daníel Óliver hefur einnig unnið sem fyrirsæta. Sætur kærasti Simon, kærasti Daníels Ólivers, er algjört augnayndi. Nýr tónn á Nýju Lífi Fyrsta tölublað af Nýju Lífi undir ritstjórn Þóru Tómas­ dóttur er komið út en Þóra fagnaði með útgáfuteiti síð­ asta föstudag. Það er athafna­ konan Lilja Pálmadóttir sem prýðir forsíðuna en í blaðinu kveður við annan og alvar­ legri tón en undir stjórn síð­ asta ritstjóra. Veggur Face­ book­síðu Þóru er þakinn hamingjuóskum kvenna sem eru ánægðar með breyting­ arnar. Þóru er meðal annars þakkað fyrir að búa til alvöru blað fyrir konur sem tekur ekki aðeins á tísku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.