Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Mánudagur 3. október 2011 Þ að þarf engan snilling til að sjá að reykurinn hefði getað valdið miklum skemmdum ef eldurinn hefði fengið að glæðast betur,“ segir Tómas Beck, faðir Tristans Arnars Margrét- arsonar, sem vann hetjudáð á laug- ardagskvöldið þegar hann slökkti eld sem farið hafði úr böndunum í kamínu heima hjá sér. Logaði út að aftan Tristan var heima með litlu systur sinni og ömmu þegar atvikið varð. Þau voru að horfa á sjónvarpið í stof- unni. „Við vorum bara heima að hafa það kósí og ég var að horfa á eldinn. Svo kom allt í einu mikill eldur og það var ekki hægt að minnka hann. Hann byrjaði svo að loga út úr kam- ínunni að aftan,“ segir Tristan í sam- tali við DV þegar hann er beðinn að lýsa því sem gerðist. Hann var fljótur að hugsa, hljóp fram á gang og sótti slökkvitæki. „Ég fór með tækið inn í stofu og kippti varnarlæsingunni út. Svo sprautaði ég á eldinn með tækinu,“ segir hann en á meðan fór amma hans með litlu systur út fyrir. Hann viðurkennir að hann hafi orð- ið örlítið skelkaður við þessar að- stæður en hann lét það ekki stoppa sig. Tómas segir ástæðu þess að reyk- urinn og eldurinn magnaðist í kam- ínunni megi rekja til þess að hann hafi lokað fyrir loftinntakið áður en hann fór til útlanda, vegna óveðurs- ins sem var í vændum á föstudaginn. Tristan var búinn að slökkva eld- inn þegar slökkviliðið bar að garði, að sögn Tómasar, en fréttamiðillinn Víkurfréttir greindi fyrst frá málinu. Í frétt þeirra segir að þegar slökkvi- liðið hafi komið á staðinn hafi lít- ið verið annað að gera en að reyk- ræsta húsið. Engum varð meint af en að sögn Tómasar var Tristani gefið súrefni fyrst á eftir. Hann hafi hóst- að svolítið en sem betur fer sloppið og ekki fengið reykeitrun, að því er virðist. Forvarnarstarfi að þakka Tómas, sem fékk fréttirnar þegar þau hjónin komu heim frá útlöndum snemma á sunnudagsmorgun, seg- ir að slökkviliðsmennirnir hafi verið ánægðir með strákinn og viðbrögð hans. „Hann er rosalega áhuga- samur þegar slökkviliðsmennirnir koma í skólann og segja frá. Það má kannski þakka þetta forvarnarstarfi í skólanum. Það er kannski ástæð- an fyrir því að hann vissi hvað hann átti að gera,“ segir Tómas og bætir við í léttum dúr að Tristan hafi síð- astliðið haust verið gerður að sér- stökum brunaverði hússins. Því hafi viðbrögð hans ef til vill ekki komið á óvart. „Hann fékk klapp á bakið hjá slökkviliðsmönnunum og okkur líka.“ Tristan segir sjálfur að hann fylg- ist vel með þegar slökkviliðsmenn- irnir komi í skólann auk þess sem hann hafi séð þætti í sjónvarpinu þar sem menn slökkvi elda. Hann er ekki í neinum vafa um hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. „Ég ætla að verða slökkviliðs- maður,“ segir hann ákveðinn. n Tristan Arnar hljóp eftir slökkvitæki og slökkti eld í kamínu heima hjá sér n Bjargaði húsinu frá skemmdum n Ætlar að verða slökkviliðsmaður Níu ára hetja bjargar húsinu „Ég ætla að verða slökkviliðsmaður.Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Snar í snúningum Tristan Arnar hljóp til og slökkti eld í kamínu heima hjá sér. Mynd SigTryggur Ari „Hverjir eru það sem berjast með kjafti og klóm fyrir því að verðtrygg- ingin verði ekki afnumin? – Jú, það eru fjármálastofnanir, fjárfestar og síðast en ekki síst lífeyrissjóðselít- an. Lífeyrissjóðirnir hafa hagnast vegna verðbóta á verðtryggðum fast- eignalánum heimilanna um rúma 140 milljarða frá 1. janúar 2008,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness, meðal annars í ræðu sinni á Austurvelli á laugardag. Vilhjálmur flutti ræðu fyrir fram- an þúsundir mótmælenda sem komnir voru saman við þingsetningu Alþingis. Tók Vilhjálmur sérstaklega fram að hann væri ekki tengdur nein- um stjórnmálaflokki. Vilhjálmur fór víða í ræðu sinni en lagði áherslu á verðtrygginguna. „Öll höfum við séð hvernig höfuðstóll á fasteignaskuld- um okkar hefur stökkbreyst á síðustu árum en 20 milljóna verðtryggt hús- næðislán hefur hækkað um tæpar 8 milljónir frá 1. janúar 2008 og það bara vegna verðtryggingarinnar.“ Enn fremur sagði Vilhjálmur í ræðu sinni: „Ég vil að það komi skýrt fram að almenningur í þessu landi er ekki að biðja um neina ölmusu, einung- is þá sanngjörnu kröfu að bankarnir skili að fullu til heimilanna þeim af- skriftum sem þeir fengu við flutning- inn á milli gömlu og nýju bankanna og að forsendubrestur lána heimil- anna verði leiðréttur í eitt skipti fyrir öll, við annað mun þjóðin ekki una.“ hanna@dv.is Vilhjálmur Birgisson á Austurvelli: Vill verðtryggingu burt Forsendubrestur Vilhjálmur segir al- menning ekki biðja um neina ölmusu. Ofurhagnaður kröfuhafanna Þegar upphæðin 65 milljarðar króna, sem kröfuhafar tveggja af stóru bönkunum þremur hagnast á árið 2010, er sett í samhengi við aðrar stærðir sést glöggt hversu há upphæðin er. Í þessu samhengi má benda á að heildarniðurskurður íslenska ríkisins vegna fjárlaga þessa árs nemur þrjátíu milljörðum króna. Til að átta sig betur á samhengi upphæðarinn- ar má hér sjá nokkur dæmi um kostnað sem hið opinbera stendur undir: n Laun allra leikskólakennara árið 2010: 6,7 milljarðar n Niðurskurður hjá Landspítalanum 2010: 3,4 milljarðar n Kostnaður við byggingu Hörpu: um 30 milljarðar n Kostnaður ríkisins vegna barnabóta 2011: 9,2 milljarðar Tvöfalt á við niðurskurð Bankarnir sterkari Pétur H. Blöndal segir hagnað bankanna ekki fara úr landi nema hann sé greiddur út sem arður. Ákveðnar hömlur séu á því vegna gjaldeyrishafta. Hagnaðurinn sitji eftir og geri bankana sterkari fyrir vikið. „Þetta gerir þeim kleift að standast þau áföll sem dynja yfir og munu gera í framtíðinni. Þetta gerir þá öfluga og gefur þeim meiri burði til að geta lánað,“ segir hann. Það sem vanti hér á landi sé viljinn til að fjárfesta. Það sé vandinn og ekki að peningar séu að fara úr landi. Hann bendir á að Íslendingar hafi skuldað kröfuhöfum 12 þúsund milljarða og þeir hafi tapað helmingi þess fjár. Til að koma í veg fyrir áratuga löng málaferli hafi því nýju bankarnir verið settir undir þá gömlu og digrir afskriftarsjóðir bankanna komi kröfuhöfum til góða núna. Siðferðileg krafa „Eigendur bankanna eru að hluta til erlendir kröfuhafar og sam- kvæmt lögmálum eignarréttar rennur arðurinn þangað, eins dapurlegt og það nú er,“ segir Ögmundur Jónasson. Ögmundi finnst Íslendingar hafa þá siðferðilegu kröfu á bankana að þeir ráðstafi fjármunum sínum vel og af sanngirni þannig að peningarnir renni til þeirra sem mest þurfa á að halda. „Peningarnir ættu að fara til þeirra sem hefur verið oftekið af vegna hárra vaxta og verðtryggingar sem hefur fyrst og fremst bitnað á lántakendum. Svo eru aðrar kröfur sem rísa um kjaramál allra þeirra sem koma að stjórnun bankakerfis- ins,“ segir hann. Ögmundur bendir á að veruleikinn sé á stöðugri hreyfingu og allir þeir sem hafi einhver áhrif á stefnu fjármálastofnana verði að hafa sanngirnis- sjónarmið að leiðarljósi. „Ég mundi vilja fá þessa peninga í hendur þeim sem oftekið hefur verið af áður en farið er að greiða arð, hvort sem það er innanlands eða utan.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.