Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Qupperneq 8
É g byrjaði að nota stera því þeir eru „performance enhan- cer“ [bæta frammistöðu innsk. blm.] því mig langaði til að ná ákveðnu markmiði í kraftlyft- ingum sem ég og gerði. Ég ákvað að taka átta vikna sterakúr til að setja met,“ segir tvítugur háskólanemi sem byrjaði að nota stera á þessu ári. „Svo er ég á mínum öðrum sterakúr núna og það er eiginlega bara til að líta betur út,“ segir háskólaneminn sem vill ekki láta nafns síns getið. Hann segist með steranotkuninni hafa getað létt sig um 20 kíló án þess að tapa vöðvamassa. DV hefur upp á síðkastið fjallað um aukinn innflutning á sterum og áhyggjur lögreglunnar af því mikla magni sem er í umferð. Svo virðist sem sterunum sé einkum haldið að ungu fólki. Samkvæmt heimildum DV er steranotkun töluvert algeng á meðal ungra karlmanna sem vilja auka kraft sinn og bæta útlit. Lögregla telur ríka ástæðu til að vara við steranotkun enda geta aukaverkanir hennar verið alvarlegar. Nota eiginlega allir stera Háskólaneminn er meðlimur í kraft- lyftingafélaginu ÍFK Metal en það er annað stærsta kraftlyftingafélagið á Ís- landi. Ólíkt Kraftlyftingasambandi Ís- lands eru keppendur innan ÍFK Metal ekki lyfjaprófaðir. Hann segist þó vita til þess að einhverjir keppendur innan Kraftlyftingasambandsins noti stera. Hann þekkir mjög marga sem nota stera að staðaldri. „Af þeim sem eru að keppa hjá Metal þá eru þeir margir. Ég æfi í Laugum og það eru allir að gera eitthvað, líka stelpurnar. Maður sér oft kvenfólk sem er mjög augljóslega að nota stera. Þú sérð að andlitið á þeim er ekki í lagi lengur. Þannig að það er nokkuð um óskynsamlega notkun.“ Í hans vinahópi er talað mjög op- inskátt um steranotkun og félagarnir bera saman bækur sínar, hvað virkar og hvað ekki. „Við erum ekkert feimnir við þetta. Ég veit hvað vinir mínir eru að taka og þeir vita hvað ég er að gera.“ Verður að þekkja rétta fólkið Eftir sterakúra tekur hann meðal ann- ars inn efnið hCG til að koma eðli- legri hormónastarfsemi aftur í gang. Þannig getur hann handstýrt horm- ónaframleiðslunni, eins og hann orðar það. Þá þarf hann einnig að taka inn SERM, sem meðal annars er gefið krabbameinssjúklingum. Hann segir þó algengt að steranotendur á Íslandi sleppi þessum lyfjum en vill meina að þá verði aukaverkanirnar meiri. Til að kaupa stera verður maður að þekkja rétta fólkið, að hans sögn. Hann tekur þó fram að salan fari ekki fram inni í líkamsræktarstöðvunum sjálfum. „Ég veit hins vegar að það eru einhverjar fæðubótaefnaverslanir sem selja þetta undir borðið. Persónulega finnst mér þó þægilegra að tala bara við fólk sem ég þekki. Þú vilt vita hvað- an þetta kemur.“ Hann segir að flestir sem selji stera séu viðloðandi lyftinga- bransann en hCG kaupir hann hins vegar af fimm barna móður. Auðvelt að verða háður Vitað er að steranotendur geta orð- ið andlega háðir sterunum. Þung- lyndi og sjálfsmorðshugleiðingar eru algeng fráhvarfseinkenni þeg- ar notkun er hætt. Háskólanem- inn segist hafa velt þessum áhættu- þætti fyrir sér en hann sé tilbúinn að taka sénsinn. „Lífið er betra á sterum. Ekki bara geturðu borð- að eins og þú vilt og fitnar ekkert heldur bætirðu bara á þig vöðvum. Ekki bara líturðu betur út, þú þarft líka að sofa minna og þú ert í betra skapi.“ Þá vill hann einnig meina að námsárangur hans hafi aukist eftir að hann byrjaði að nota stera. Í ljósi þessara breytinga sem hann seg- ist finna á sjálfum sér, skilur hann mjög vel að auðvelt sé að verða andlega háður sterum. Hann segist alveg sjá fyrir sér að eftir að hann hafi eignast börn þá muni hann taka stera inn til frambúðar. Önnur þekkt aukaverkun ster- anotkunar er hækkun blóðþrýst- ings, aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum, þar á meðal heila- blóðfalli. Háskólaneminn hefur þó ekki miklar áhyggjur af því. Hann segir lífsstíl sinn mjög heilbrigð- an; hann hreyfi sig mjög mikið og borði hollan mat. Aukaverkanirn- ar sem hann hefur tekið eftir eru þær að hann verður uppstökkari á ákveðnu efni og er hugsanlega að- eins loðnari. 8 Fréttir 21. nóvember 2011 Mánudagur „Eigum að vera stolt“ n Margrét vill láta þýða rannsóknarskýrsluna yfir á ensku Þ að er ekki einkamál okkar að það varð hérna hrun. Það urðu rosalega margir fyrir þessu,“ seg- ir Margrét Tryggvadóttir, þing- maður Hreyfingarinnar, sem hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um þýð- ingu skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis yfir á ensku. Meðflutningsmenn tillögunnar eru Birgitta Jónsdóttir, Þór Saari og Eygló Harðardóttir. Skýrslan sem fjallar um aðdrag- anda og orsakir falls íslensku bank- anna kom út í apríl 2010. Hún hef- ur ekki verið þýdd á önnur tungumál en hlutar hennar eru aðgengilegir á ensku á vef Alþingis. Flutningsmenn tillögunnar hafa áður farið fram á það við forsætisnefnd Alþingis að skýrslan yrði þýdd, en ekki hefur verið brugðist við því. „Þetta snertir miklu fleiri en bara Íslendinga og svo er það líka það að við erum að horfa á heimskreppu og það er svipuð rót mjög víða. Þannig að ég held að það geti mjög margir lært af þessari skýrslu.“ Margrét fann fyrir því þegar hún var að afla sér meðflutningsmanna að margir svitnuðu við tilhugsunina um þýðingu skýrslunnar yfir á ensku. „Fólk var einhvern veginn spéhrætt. Að allur heimurinn gæti farið að lesa þetta.“ Margrét telur þó að það þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því, enda hafi þeir sem eru að vinna fyrir kröfuhafa væntanlega látið þýða við- eigandi kafla nú þegar. „Það þarf hugrekki til að gera þetta og við sýndum ótrúlegt hugrekki með að fara í þessa vinnu. Þetta heppnaðist svakalega vel og mér finnst að við eig- um að vera stolt af þessu.“ www.omnis.is444-9900 Dell Inspiron veitir þér innblástur. Opnunartilboð í tilefni af nýrri verslun í Ármúla 11, aðeins 109.900 kr. - Við þekkjum tölvur REYKJAVÍK Ármúli 11 REYKJANESBÆR AKRANES BORGARNES Ekki einkamál Margrét segir hrun íslensku bankanna ekki vera einkamál þjóðarinnar. Því beri að þýða rannsóknar- skýrsluna yfir á ensku. Milljarða launa- kostnaður Rekstrarkostnaður gamla Lands- bankans hefur numið tæpum 5,6 milljörðum króna á árinu, sam- kvæmt uppgjöri sem var kynnt á fundi slitastjórnar bankans með kröfuhöfum á fimmtudag. Mestur var kostnaðurinn á öðrum árs- fjórðungi, eða rétt rúmir 2 millj- arðar króna en hann lækkaði um 217 milljónir á þriðja ársfjórðungi.  Mestur kostnaður er vegna launa og launatengdra gjalda, en hann hefur numið 1.600 milljón- um króna það sem af er ári. Inn- lendur lögfræðikostnaður hefur numið 558 milljónum og hefur er- lendur lögfræðikostnaður numið 835 milljónum. Í innlendum lög- fræðikostnaði felast meðal annars greiðslur til þeirra sem sitja í skila- nefnd og slitastjórn. Fá bætur vegna áreitni yfirmanns Plastfyrirtækið Promens, sem áður hét Sæplast, hefur gert samning við fjórar konur sem störfuðu hjá fyrirtækinu um að þær fái greidd- ar 26 milljónir króna í miska- og skaðabætur vegna kynferðislegr- ar áreitni og kynferðislegrar mis- mununar sem þær urðu fyrir af hálfu yfirmanns hjá fyrirtækinu í Chicago í Bandaríkjunum. Business Management Daily greinir frá þessu, en samkvæmt blaðinu kærðu konurnar fyrirtæk- ið vegna áreitni mannsins. Kæran barst á síðasta ári, en áreitnin hófst árið 2007. Maðurinn mun hafa boðið konunum fríðindi inn- an fyrirtækisins gegn kynlífi, en þegar þær höfnuðu tilboði hans voru þær reknar. Promens, sem rekur 45 verk- smiðjur víða um heim, rekur ekki lengur verksmiðjuna í Bandaríkj- unum. Maðurinn sem varð uppvís að hinni ósæmilegu hegðun hefur verið rekinn. Kaupir efni af 5 barna móður n Tvítugur háskólanemi byrjaði að nota stera á þessu ári n Vill ná betri árangri og bæta útlitið n Vinirnir tala opinskátt um steranotkun n Ætlar að taka stera til frambúðar Aukaverkanir stera n Eistu karlmanna geta minnkað n Bólur í andliti n Ofvöxtur á hári. Konum getur vaxið hár í andliti og víðar um líkamann, svo sem á bringu og maga n Karlmönnum geta vaxið brjóst n Árásar- og ofbeldishneigð n Lifrarskemmdir og lifrarkrabbamein n Aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum, þar á meðal heilablóðfalli n Notendur vefaukandi stera geta orðið andlega háðir þeim. Þunglyndi og sjálfsmorðshugleiðingar eru algeng fráhvarfseinkenni þegar notkun er hætt. HEiMild: VísiNdAVEfur HáskólA íslANds Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Aukinn kraftur Steranotkun er mest meðal ungra karlmanna sem vilja auka kraft sinn og bæta útlit. Aukaverkanirnar geta hins vegar verið alvarlegar. MyNd PHoTos.coM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.