Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Page 14
E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 229,9 kr. 244,7 kr. Algengt verð 229,7 kr. 243,7 kr. Algengt verð 229,6 kr. 243,6 kr. Algengt verð 229,9 kr. 243,9 kr. Algengt verð 231,9 kr. 244,7 kr. Melabraut 229,7 kr. 243,7 kr. 14 Neytendur 21. nóvember 2011 Mánudagur Lækningarmáttur brenninetlunnar n Líklega ein vanmetnasta lækningarjurt veraldar B renninetlan er hin ágætasta lækningarjurt. Ef fólk þekkti eiginleika hennar mundi það fylla garða sína af jurt- inni auk þess sem allar geymslur væru fullar af þurrkaðri brenni- netlu svo landsmenn ættu nægar vetrarbirgðir. Þessu er haldið fram á heimasíðu Heilsuhússins en þar segir að jurtin sé líklega vanmet- nasta lækningarjurt veraldar og að horft hafi verið fram hjá henni allt of lengi. Öll jurtin, stilkurinn, blöðin, ræturnar og blómin, búi yfir miklum lækningarmætti. Þar segir einnig að Grikkir til forna hafi notað jurtina til hreins- unar en brenninetlan sé bæði þvagræsandi og örvandi fyrir melt- inguna. Nú sé því einnig haldið fram að hún geti unnið á sykursýki og jafnvel komið í veg fyrir ein- hverjar tegundir krabbameina. Það er þó vitað að brenninetlan hafi bólgueyðandi eiginleika og hún vinni gegn þvagfærasýkingum. Best sé að neyta hennar fyrst á morgnana eða eftir fyrstu máltíð dagsins. Mælt er með að fólk drekki bolla á dag en það framkalli mikla orku og geri fólki kleift að takast á við lífið sem aldrei fyrr. Aðrir eiginleikar jurtarinn- ar eru að hún vinnur gegn blóð- leysi, er notuð gegn margs konar gigt, svo sem liðagigt. Hún dregur úr exemi, astma, ennis- og kinn- holuvandamálum og nefkvefi. Auk þess vinnur hún á margs konar húðvandamálum og hreinsar bris- kirtilinn. gunnhildur@dv.is Sanngjarnt verð n Macland á Klapparstíg á lof skilið fyrir frábæra þjónustu. Lesandi DV lýsti ánægju sinni með starfsmenn verslunarinnar og segir þá vera með mikla þjónustu- lund og vilji allt fyrir mann gera. Lesandinn fór með tölvuna sína í við- gerð, fékk hana fljótt til baka og segist hafa borgað mjög sann- gjarnt verð fyrir. Tilboðin búin n Lastið að þessu sinni fær Bakara- meistarinn. Lesandi blaðsins lýsti yfir óánægju sinni með svokallað tilboð mánaðarins. Hans reynsla er sú að bestu tilboðin séu yfirleitt búin upp úr hádegi. „Það lítur út eins og þeir séu að lokka fólk til að koma og kaupa. Þegar varan er svo ekki til þá endar fólk á að kaupa dýrari vöru sem er ekki á tilboði,“ sagði umræddur lesandi. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Leitin taki hámark 30 sekúndur Neytendastofa sendi verslunum á fimmtudag nánari leiðbeiningar um túlkun reglna um verðmerk- ingar og einingarverð við sölu á vörum. Í þessum leiðbeiningum kemur meðal annars fram að stofnunin telji að verðleit neyt- enda við notkun verðskanna skuli að hámarki taka 30 sekúndur. Tak- ist það ekki megi líta svo á að var- an sé óverðmerkt að því er fram kemur í umfjöllun um málið á vef Neytendastofu. Eins og komið hef- ur fram var verslunum leyft frá og með 1. júní síðastliðnum að upp- lýsa neytendur um verð vöru með verðskönnun. Á það við um þær vörur sem eru óverðmerktar og forpakkaðar, til dæmis kjötvörur. Fjölmörg góð áhrif Brenninetla er sögð hafa bólgueyðandi eiginleika og þá er hún sögð vinna gegn þvagfærasýkingum. L eikföng úr plasti og þau sem innihalda ilmefni menga barnaherbergin með óæski- legum efnum. Í herbergj- um eldri barna bætast við sjónvörp, farsímar og leikjatölv- ur við þá hluti sem senda hættuleg efni út í andrúmsloft herbergisins. Neytendastofa upplýsir reglulega á heimasíðu sinni um hættulegar vörur á markaði í Evrópu og þar á meðal leikföng. Foreldrar ómeðvitaðir Flestir foreldrar eru afar samvisku- samir þegar kemur að öryggi og heilsu barnanna sinna en á sama tíma fylla þau herbergi barnanna af skað- legum efnum og efnasamböndum. Flestir eru ómeðvitaðir um að sjón- vörp, tölvur, leikjatölvur og DVD-spil- arar gefa frá sér efni sem geta valdið krabbameini og breytt hormónastarf- semi barnanna. Efni eins og þalöt hafa verið bönnuð í leikföngum en samt er enn möguleiki á að þau finn- ist í barnaherbergjum. Þalöt og PAH Danskir fjölmiðlar hafa fjallað um þessi skaðlegu efni í nokkur ár og sem dæmi má nefna að á vef blaðs- ins Politiken eru fjölmargar greinar um hvar þessi efni er að finna. Þalöt eru efni sem finnast í fjölmörgum barnaleikföngum en einnig hefur ver- ið rætt um PAH-efni sem eru með- al algengustu mengunarefna heims. Sum þeirra eru þekktir krabbameins- valdar á meðan önnur eru sögð valda krabbameini eða öðrum sjúkdómum. Skaðlegri en gúmmídekk Síðastliðið sumar gerði Umhverfis- stofnun Danmerkur rannsókn á 20 leikföngum, allt frá blöðrum til gúmmíanda og kom í ljós að skaðleg efni voru í hverju einasta leikfangi. Benda má á að Evrópusamband- ið leyfir þúsund sinnum meira af krabbameinsvaldandi efnum í leik- föngum en í gúmmídekkjum. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Hættulegasti staðurinn fyrir börnin á heimilinu n Skaðleg efni finnast í auknum mæli í barnaherbergjum n Þalöt finnast í leikföngum n Raftæki gefa frá sér krabbameinsvaldandi efni Þalöt eru notuð til að mýkja sveigjan- legt efni, til dæmis plastið utan um rafmagnsvíra, en þau eru talin skaðleg heilsu fólks þar sem þau eru afar lík hormónum í líkamanum og geta því haft hormónatruflandi áhrif. Sér- staklega er þetta varasamt fyrir börn þar sem þau eru að vaxa og þroskast og hormónatruflanir geta haft áhrif á vöxt og þroska þeirra í framtíðinni. Hvað eru þalöt? Þalöt eru efnasambönd sem hafa þá eiginleika að gefa plasthlutum mýkt og er algengast að þau séu notuð með PVC-plasti. Þalöt hafa verið notuð í efnaiðnaði síðan snemma á 20. öld og sem mýkingarefni í plast fljótlega eftir að það fór að koma á markað upp úr 1950. Vitað er að viss þalöt geta dregið úr frjósemi manna og verið skaðleg ófæddum börnum í móðurkviði. Þessi efni eru talin sérstaklega hættuleg yngstu börnunum sem eiga eftir að taka út mikinn þroska. Þalöt í fatnaði Barnaföt geta innihaldið þalöt en þetta kom í ljós í athugun sem Um- hverfisdeild Gautaborgar stóð fyrir. Þar voru skoðaðar 5 gerðir stuttermabola fyrir börn, og reyndust allir bolirnir innihalda þalöt. Þalötin leynast helst í myndum og letri á bolunum, einkum í upphleyptum eða háglansandi áletrunum, sem gjarnan eru gerðar úr PVC-plasti með þalöt sem mýkingar- efni. Í löndum Evrópusambandsins er bannað að nota tiltekin þalöt í leikföng og smábarnavörur. Fatnaður fellur hins vegar ekki undir þessar skilgreiningar, og því eru engin takmörk á notkun þalata í slíka framleiðslu. Upplýsingar af nattura.is Þalöt eru varasöm fyrir börn Barnaherbergi Mörg leik- föng innihalda hættuleg efni sem geta haft slæm áhrif á heilsu fólks. MYND PHOTOS.cOM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.