Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Síða 17
Fréttir 17Helgarblað 2.–4. desember 2011 Njótum aðventunnar saman Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772 og á ostabudin.is Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Jólatilboð Falleg olíumálverk í úrvali á einstökum verðum Allt orginal málverk Svona sekkur Ísland Höfn í Hornafirði Á þessum slóðum er landið að rísa vegna þess að jöklarnir léttast. loftmyndir eHf. Þorlákshöfn og nágrenni Ljóst er að margar jarðir myndu tapast ef ekki tækist að hemja hafið við suðurströndina. loftmyndir eHf. Ísafjörður Byggðin á Ísafirði færi nánast öll í kaf ef yfirborð sjávar hækkar um sex metra, eins og sjá má á þessari mynd frá Loftmyndum ehf. Íbúar bæjarins þyrftu að færa sig í auknum mæli upp í hlíðarnar. loftmyndir eHf. Skagafjörður Sjórinn myndi ganga hátt á land í Skagafirði ef spár vísindamanna ganga eftir. Lesendur ættu að hafa hugfast að þetta mun ekki gerast á meðan þeir lifa. Tómas segir að spár geri ráð fyrir að yfirborð sjávar hækki um einn metra á þessari öld, sem ný er hafin. Óvissa er þó uppi um hversu hröð bráðnun jöklanna verður. loftmyndir eHf. kynið geti gert komi í veg fyrir hlýn- un næstu 100 til 200 árin. Sú hlýnun sem leiði af þeirri losun koltvísýrings sem þegar hafi átt sér stað eigi eftir að koma fram að miklu leyti. „Það er talið að aðeins helmingur hlýnunar- innar, sem samsvari þeirri losun sem þegar er orðin, sé komin fram,“ út- skýrir hann og líkir losuninni við ofn í húsi sem hækkað er á. Húsið hitni ekki strax. „Mannkynið er þegar búið að leggja inn fyrir hálfrar gráðu hlýn- un til viðbótar.“ Ef fer sem horfir verður Ísland jöklalaust innan tiltölulega skamms tíma. Aðspurður segir Tómas að í jarðsögulegu tilliti hafi Ísland áður verið jökullaust, jafnvel í milljónir ára. Rannsóknir bendi til þess að síð- ast fyrir sex til átta þúsund árum hafi engir jöklar verið á landinu. Sex metra hækkun á nokkur hundruð árum Á myndunum hér til hliðar má sjá hvernig sjórinn myndi flæða upp á land við nokkrar af byggðum lands- ins ef yfirborð sjávar hækkaði um sex metra en sú hækkun yrði ef Græn- landsjökull myndi í heild sinni bráðna einn og sér. Tómas segir að á síðasta hlýskeiði, fyrir 120 þúsund árum, hafi yfirborð sjávar verið fimm til sjö metrum hærra en það er í dag. Verði áfram miklar breytingar á lofts- lagi gæti yfirborðið hækkað svo mik- ið á nýjan leik. Spurður innan hvaða tímaramma það geti gerst, miðað við hve hratt hefur hlýnað undanfarin fimm eða tíu ár, nefnir hann nokkur hundruð ár. „Ef þetta fer frekar illa og það heldur áfram að hlýna þá mun hraði sjávarborðshækkunarinnar fara vaxandi. Það er ómögulegt að segja hvort þetta gerist á 200 árum eða 600 árum,“ segir hann og tekur skýrt fram að nánast ómögulegt sé að spá til um þetta með nákvæmum hætti. Hlýnun undanfarinna ára hafi sett reiknilíkön úr skorðum og hafi komið mönnum rækilega á óvart. „En það er engu logið, í þessu ástandi sem þú sýnir þarna að þetta endurspeglar ástand í tiltölulega ný- liðinni jarðsögulegri fortíð. Það er ekkert ólíklegt að á nokkur hundruð árum muni þetta gerast aftur.“ reykjanesbær Þrátt fyrir að Reykjanesbær standi langt út á nesinu er byggðin að miklu leyti óhullt, jafnvel þó yfirborð sjávar hækki umtalsvert. Margar aðrar byggðir á Íslandi yrðu verr úti. Þess má geta, eins og kemur fram í greininni að síðustu fimm til tíu ár hafa sett allar spár um hlýnun jarðar úr skorðum. loftmyndir eHf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.