Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Side 24
24 Fréttir 2.–4. desember 2011 Helgarblað Heill heimur af pylsum! Hrísateig 47 Pylsur á pönnuna en einnig úrvals jólaskinka og hamborgarhryggur að ógleymdri svínasultunni, beikoninu, áleggspylsunum og ýmsu öðru góðgæti. Gæðapylsur og skinkur án allra auka- og fylliefna og án MSG. Framleiddar eftir uppskriftum frá öllum heimshornum. Gott á grillið, í ferðalagið og veiðina. PIPA R\TBW A • SÍA Búist við ákærum Ólafur segir aðspurður að ekki sé útilokað að gefnar verði út ákærur í einhverjum af þeim málum sem til rannsóknar eru fyrir áramót. Kom- ið hefur fram í fjölmiðlum að búast megi við allt að 10 ákærum fyrir lok ársins. „Já, það er rétt. Við höfum talað um það. Þetta eru mál sem eru komin yfir í saksóknarferli og reynt verður að klára í kringum áramótin. Það er alveg raunhæft og ekki úti- lokað að það muni liggja fyrir nið- urstöður í einhverjum málum. Það eru auðvitað nokkuð mál komin til saksóknara og verður í framhald- inu tekin ákvörðun um hvort ákært verður í þeim eða ekki. Við höfum ekki gefið upp hversu mörg mál þetta eru eða hvað mál um ræðir.“ Ákæruárið 2014 Embætti sérstaks saksóknara hef- ur verið gagnrýnt opinberlega fyr- ir seinagang í rannsóknum sínum. Svo virðist sem hluti almennings telji að rannsóknum embættis- ins hafi ekki miðað nógu hratt og að ekki hafi verið gefnar út nægi- lega margar ákærur í málunum miðað við það fjármagn sem emb- ættið ræður yfir og fjölda þeirra starfsmanna sem sinna þessum rannsóknum. Stundum gleym- ist hversu langan tíma slíkar rann- sóknir á efnahagsbrotum taka, ekki bara á Íslandi heldur annars staðar í heiminum. Eva Joly, franski rann- sóknardómarinn sem aðstoðaði embætti sérstaks saksóknara um tíma eftir hrunið 2008, sagði meðal annars að slíkar rannsóknir tækju að minnsta kosti 5 til 7 ár. Embætti sérstaks saksóknara á því margra ára vinnu fyrir höndum. Þegar Ólafur er spurður að því hvenær hann telji að meirihluti ákæra muni líta dagsins ljós seg- ist hann búast við því að þetta verði eftir nokkur ár. „Miðað við hvernig áætlanir eru teiknaðar upp fyrir embættið verður það að mestu leyti í rannsóknarfasanum á tilteknu tímabili en að svo myndi vigtin færast yfir í saksóknina. Tím- inn sem miðað er við er árið 2014: Þá reiknum við með að vera að mestu komnir yfir í saksóknarferli. En fram að því tímamarki eru mál auðvitað að tínast inn í saksókn. Rannsóknarfaktorinn hefur verið í hámarki síðastliðin tvö ár, og svo væntanlega næsta ár, en mun svo í auknum mæli færast yfir í saksókn- arferlið. Hægt og rólega flyst þung- inn yfir frá rannsóknum og yfir í saksóknir.“ Miðað við þessi ummæli Ólafs Haukssonar munu ákærur frá emb- ætti sérstaks saksóknara byrja að líta dagsins ljós í auknum mæli frá lokum þessa árs. Ólafur segir að rannsóknir á málefnum Glitnis muni halda áfram næstu daga. „En það er ekki þar með sagt að ráð- stöfun fjármuna bank- ans sé eitthvert prívat- mál þeirra. Safnaði bréfunum Í stefnu slitastjórnar Glitnis er Ingi Rafnar Júlíusson sagður hafa safnað hluta- bréfunum sem síðar voru seld inn í huldufélagið Stím. mynd PreSSPHotoS.Biz Kaupþingsrannsóknin Hreiðar már Sigurðsson Var yfirheyrður í tengslum við meinta markaðsmisnotkun Kaupþings, meðal annars Al-Thani-málið. Hnepptur í gæsluvarðhald. Styttist í rannsóknarlok og hugsanlega ákæru í málinu. Sigurður einarsson Sérstakur saksóknari ræddi við hann eftir að Sigurður lét hann bíða eftir sér í langan tíma í fyrra. Sigurður er ekki talinn hafa verið einn af þeim sem skipulagði Al- Thani-snúninginn. Var ekki hnepptur í gæsluvarðhald. Ólafur Ólafsson Hefur verið yfirheyrður í tengslum við Al-Thani-rannsókn- ina. Tengiliðurinn í viðskiptum Al-Thanis og Kaupþings. Tók þátt í viðskiptunum með Al-Thani. ingólfur Helgason Var yfirheyrður í tengslum við rannsóknir á Kaupþingi í fyrra. Ekki hnepptur í gæsluvarðhald. magnús Guðmundsson Var yfirheyrður og hnepptur í gæsluvarðhald vegna rannsóknar- innar á Kaupþingi. Tengist ýmsum málum sem til rannsóknar eru. Steingrímur Kárason Var yfirheyrður í fyrra í tengslum við rannsóknina á Kaupþingi. Ekki hnepptur í gæsluvarðhald. Landsbankarannsóknin Sigurjón Árnason Var yfirheyrður í tengslum við rannsóknir á starfsemi Landsbankans. Var ekki hnepptur í gæsluvarðhald. Ekkert er vitað um stöðuna á rann- sóknunum. Halldór J. Kristjánsson Var yfirheyrður og settur í farbann í tengslum við rannsókn á Landsbankanum. Slapp við gæslu- varðhald. Ívar Guðjónsson Yfirheyrður og settur í gæsluvarðhald vegna rann- sóknarinnar á Landsbankanum. elín Sigfúsdóttir Yfirheyrð. Steinþór Gunnarsson Yfirheyrður. Exeter Holdings-málið Jón Þorsteinn Jónsson Fyrrverandi stjórnarformaður Byrs. Sýknaður í undirrétti af ákæru um umboðssvik. Sakfelldur í sératkvæði. Dómi áfrýjað til Hæstaréttar. ragnar z. Guðjónsson Fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs. Sýknaður í undirrétti af ákæru um umboðssvik. Sakfelldur með sératkvæði. Dómi áfrýjað til Hæstaréttar. Styrmir Bragason Fyrrverandi forstjóri MP Banka. Sýknaður í undirrétti af ákæru um umboðssvik og peningaþvætti. Dómi áfrýjað til Hæstaréttar. Sjóvármálið: Karl Wernersson Fyrrverandi stjórnarformaður Milestone. Til rannsóknar í Sjóvármálinu vegna viðskipta með bótasjóð Sjóvár. Styttist í rannsóknarlok. Guðmundur Ólason Fyrrverandi forstjóri Milestone. Til rannsóknar í Sjóvármálinu vegna viðskipta með bótasjóð Sjóvár. Styttist í rannsóknarlok. Þór Sigfússon Fyrrverandi forstjóri Sjóvár. Til rannsóknar í Sjóvármálinu vegna viðskipta með bótasjóð Sjóvár. Styttist í rannsóknarlok. Mál Baldurs Guðlaugssonar Baldur Guðlaugsson Dæmdur í tveggja ára fangelsi í undir- rétti fyrir innherjasvik. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Þeir sem hafa verið yfirheyrðir Hér að neðan fylgir stutt samantekt um nokkra þá helstu sem hafa verið yfirheyrðir hjá sérstökum saksóknara í tengslum við rannsóknir embættis- ins á síðustu tveimur árum. Listinn er alls ekki tæmandi. Einungis er tæpt á helstu málunum:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.