Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 29
Dómstóll götunnar Ég, sem er bara ráð- herra með meðalgreind Ég samgleðst Mugison Það er alltaf gaman að koma til Færeyja Utanríkisráðherrann Össur Skarphéðinsson svarar Guðna Ágústssyni. – DV.isPáll Óskar Hjálmtýsson um plötusölu Mugison. – FréttablaðiðSöngvarinn Jógvan Hansen um ferð sína með Frostrósum til æskustöðva sinna. – DV „Já, í Færeyjum.“ Sólja Av Skarði 20 ára nemi Ætlar þú á jólahlaðborð? „Nei.“ Örn Magnússon 60 ára hópferðabílstjóri „Nei.“ Jóhanna Jóhannsdóttir 65 ára hætt að vinna „Nei, það ætla ég ekki að gera.“ Tinna Ingólfsdóttir 19 ára nemi „Ég er búin að fara. Ég fór á vegum vinnunnar í Gömlu Rúg- brauðsgerðina.“ Oddný Vestmann 56 ára stjórnarráðsfulltrúi Jólasnjór Það var jólalegt um að litast í höfuðborginni á fimmtudag þegar snjónum kyngdi niður. Þessi nýttu sér tækifærið og brugðu sér á leik á frosinni tjörninni. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Umræða 29Helgarblað 2.–4. desember 2011 Gjaldþrota gildismat A ð vísu er mér fyllilega ljóst að við hvern einstakling sem yfir- gefur Framsóknarflokkinn, þá losnar eitt pláss í helvíti. Og nöturlegt er til þess að hugsa, í kulda- kastinu sem núna skekur Skerjafjörð- inn, að einn af grísunum í stíu þess al- ræmda flokks skuli fá arð af kyndingu okkar hinna. En það er akkúrat svona sem siðgæðismat græðginnar virkar. Við pælum í því hvort náunginn sem fann upp Núpó-létt (megrunarduft- ið) megi kaupa fjöll og fiðrildi, einsog kerlingin sagði. Og við tökum öll eftir því að litli framsóknarfurstinn safnar spiki, vegna þess að hann er svo gráð- ugur að hann er á tólf megrunarkúrum samtímis. Hann er meira að segja á vodkakúrnum með feita skaðvaldinum sem eitt sinn var í forystu flokksins. Og á þessu fyrirbæri – Framsóknar- flokknum – sést hvert siðvit vestrænn- ar menningar á síðastliðnum öldum hefur leitt okkur. Við erum einsog múldýr í taumhyggju peningavalds og okkur er uppálagt að gleyma öllum dygðum sem einhverju máli skipta. Allt snýst um stjórnmál og þá einkum efnahagsmál. Svo einblínir fólk á pen- inga, útlit, lög og klæki. Peningaleg- ar skyldur, yfirborðsleg „rétt“ breytni og kjánalegar skuldbindingar eru að draga fífldjarfan lýðinn fram af hengi- flugi heimskunnar. Á meðan við þref- um um það hvort leyfa eigi sölu lands og þjóðar ákveða þjóðkjörnir einstak- lingar að loka líknardeild og skerða réttindi þeirra sem takmörkuðust rétt- indi hafa. Og að hegna þeim sem stálu þjóðarkökunni er sagt vera það sama og að hengja bakara fyrir smið. Við þurfum að endurskoða mat okkar á veraldlegum gæðum; líta inná- við og pæla í því hvort ekki sé kominn tími til að draga aftur fram það fágaða gildismat sem dygðasiðfræði fyrri alda gerði að vöggugjöf vestrænnar menn- ingar. Við þurfum að hlúa að því sem við virkilega eigum og gera okkur ljóst að enginn einstaklingur, engin fjöl- skylda, ekkert samfélag og engin þjóð getur orðið gjaldþrota. Það eina sem getur orðið gjaldþrota, er gildismat okkar; sú hugsun sem segir okkur hvernig okkur farnist best í henni ver- öld. Óréttlát skipting auðæfa, boð og bönn, eilíft þref um skegg þess keisara sem vex ekki grön og endalaust bull um sekt og sakleysi – allt byggt á karpi um krónur og aura. Þetta eru drullu- kökur sem tilheyra litlum börnum í pollagalla á róló. Við hin, sem höfum náð að þroskast eitthvað lítillega, þurf- um að átta okkur á því að við erum hér í heiminum til þess eins að reyna að höndla hamingju. Vinur minn stakk uppá því núna nýverið, í anda þeirrar fyrirhyggju sem helst ber á góma þessa dagana, að nú væri kominn tími til að friða hina ís- lensku konu. Svo akfeit, með forláta fellingar við förum í liggjandi stellingar. Er veröldin kvelst þá verðum við helst að varðveita íslenskar kellingar. Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Vika í lífi ríkisstjórnarinnar ráðalausu Þ að þarf varla stjórnarand- stöðu á íslandi í dag – ríkis- stjórninni verður allt að ógæfu. Síðustu vikuna hafa komið upp þrjú mál sem riðið hefðu öllum venjulegum ríkis- stjórnum að fullu. Fyrst ber að nefna klúðrið í kringum kolefna- skattinn, þá ekki-sölu Grímsstaða á Fjöllum til kínversks auðmanns og að lokum herferðina gegn Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra. Svar forsætisráðherra við spurning- um fréttamanna um þessi mál var að hún hefði ekki miklar áhyggjur af ástandinu á stjórnarheimilinu – ríkisstjórnin væri eins og kötturinn, með níu líf. þúsund störf hefðu tapast Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er boðað að breikka skuli svokall- aðan kolefnaskattstofn. Hefja eigi gjaldtöku vegna notkunar á kolum og koksi. Viðbrögðin við þessum tíð- indum voru ansi skrautleg. Fjárfest- ar í kísilverum sögðust myndu hætta við áform sín um uppbyggingu og forstjóri Elkem á Íslandi kvaðst þurfa að loka verksmiðju sinni vegna þessa. Mat sérfræðinga var að um 1.000 störf myndu tapast ef af skattinum yrði. Þingmenn Samfylk- ingarinnar fóru margir af hjörunum og hótuðu þingmennirnir Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnars- son að hætta jafnvel stuðningi við ríkisstjórnina ef af skattlagningunni yrði. Á mánudaginn síðasta kastaði fjármálaráðherra inn hanskanum og sagði að sérfræðingar hefðu mis- skilið skattinn og því yrði ekkert af honum. Hótuðu að hætta stuðningi Á föstudaginn í síðustu viku skreið Ögmundur Jónasson undan feldi og kvað upp úr um að ekki yrði veitt leyfi fyrir sölu Grímsstaða á Fjöllum til Beijing Zhongkun Investment Group og vísaði hann máli sínu til stuðnings í lög um landakaup útlendinga sem búsettir eru utan EES-svæðisins. Jafn- framt lýsti hann yfir því að undan- þáguheimildir ráðherra yrðu ekki nýttar. Það var eins og við manninn mælt, samfylkingarþingmenn með þá Kristján Möller og Sigmundur Erni Rúnarsson í fararbroddi fengu flog og hótuðu því að hætta stuðningi við ríkisstjórnina. Jafnframt létu ráðherrar nú til sín taka og lýstu miklum von- brigðum með að Ögmundur hefði ekki leitað leiða framhjá lögum. Kepptust við að afneita Jóni Um síðustu helgi birti síðan Jón Bjarnason drög að frumvarpi um nýja skipan í fiskveiðistjórnunarmálum okkar Íslendinga. Eins og fyrri dag- inn fór Samfylkingin í algjört uppnám en nú bar svo við að hluti VG fylgdi á eftir. Ráðherrar kepptust við að afneita Jóni og skipti þá engu hvort um sam- flokks- eða samfylkingarmenn var að ræða. Á miðvikudaginn gerðust síðan þau undur og stórmerki að stuðn- ingsmenn VG keyptu auglýsingar í blöðum til stuðnings Jóni. Hið dreifða lýðræði innan VG er nú komið á það stig að grasrótin þarf að kaupa aug- lýsingar í dagblöðum til að ná eyrum forustunnar. Ekki er vitað enn hvort Sigmundur Ernir og Kristján Möller hafa hótað því að hætta stuðningi við ríkisstjórnina vegna málsins. Tíminn kominn og farinn? Stjórnmálaáhugamenn hafa alla vik- una eytt púðri í að rekja að menn geti ekki hagað sér eins og þeir Jón Bjarna og Ögmundur. Ég sé málið hins vegar þannig að forsætisráðherra sem hefur ekki meiri tök á ríkisstjórn sinni en atburðir vikunnar bera vitni um ætti að hugsa sig vel um og spyrja sig hvort hans tími sé e.t.v. kominn og farinn. En Íslendingar mega þó vera stoltir af einu. Tímaritið Foreign Policy kaus Jó- hönnu Sigurðardóttur sem 87. mesta hugsuð samtímans. Það er heiður sem engum öðrum forsætisráðherra hefur hlotnast hér á Íslandi fyrr! „Mat sér- fræðinga var að um 1.000 störf myndu tap- ast ef af skattin- um yrði Kjallari Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðiprófessor og þingmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.