Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Qupperneq 49
Viðtal 49Helgarblað 2.–4. desember 2011 ár og hún hefur gengið vel. Mis­ tökin sem ég gerði í fyrri sambúð kenndu mér lexíu, ég lærði sem sé af reynslunni, ég verð að tala um það sem kemur upp á og særir. Ég má ekki leyfa því að verða að brún­ um köggli sem vex og veldur á end­ anum þunglyndi. Það var það sem ég gerði, ég leyfði sársaukanum að vaxa innra með mér í stað þess að hleypa honum út og sleppa tökun­ um. Kannski er líka auðveldara að vera heiðarlegur gagnvart tilfinn­ ingunum þegar maður verður eldri og hefur öðlast þroska og frelsi um leið.“ Vináttan er allt Vináttan er allt, segir Vigdís. Það er vináttan sem einkennir ástina. „Blossinn varir bara í skamman tíma, ef hann var þá einhvern tím­ ann einhver. Vináttan varir hins vegar alla ævi. Ef ástríðan hverfur, en þú þráir meiri spennu, þá er það þitt að gera eitthvað í því og búa hana til með makanum. Það gera vinir líka. Þegar þeim er farið að þykja leiðinlegt einhvers staðar hafa þeir orð á því og fara að gera eitthvað skemmtilegra. Ég verð að fá frelsi til þess að vera eins og ég er. Að sama skapi verð ég að veita þeim sem ég elska sama frelsi. Ég get ekki breytt öðru fólki og á ekki að reyna það. Við verðum að fá okkar svigrúm og andrými. Í því felst vináttan. Vinir styðja hver ann­ an og hvetja hver annan áfram til að elta draumana og gera það sem þeir þurfa að gera.“ Hún gæti til dæmis ekki átt maka sem hefði ekki skilning á því að hún tekur tarnir þar sem hún vinnur nánast allan sólarhringinn og lætur sig þá gjarna hverfa út á land í mán­ uð eða tvo. Jafnvel lengur. „Ef ég gæti ekki skrifað þá væri ég bara alls ekki í sambandi. Þá væri ég sam­ bandslaus,“ segir hún og glottir. Þrúgandi einmanaleiki En það var erfiðara áður. Fyrstu árin vann hún sem kennari á daginn og skrifaði á næturnar. Síðan fann hún sinn takt og einbeitti sér að skriftun­ um. „Ég held að þetta fari allt eftir því hvernig karakter þú ert. Ritstörf­ in verða aldrei öðruvísi en þú ert sjálf. Ég verð heltekin af því sem ég er að gera. Mig hefur oft langað til þess að byrja klukkan níu á morgnana og hætta klukkan fimm en mér er það ómögulegt. Ég get það ekki. Ég er ekki sú týpa. Ég verð að fá frið frá öðru fólki, þannig að ég einangra mig og tek tarnir. Þá fer ég oftast út á land. Auðvitað getur það ver­ ið einmanalegt en við skulum ekki gleyma því að það er val. Því skal enginn vorkenna þessum svart­ klædda rithöfundi þótt hann sé stundum einmana, því hann velur það sjálfur,“ segir hún ákveðin. „Auðvitað eru þessar tarnir erfiðar og ég þreytist mun fyrr en ella en þannig vinn ég allar mínar bækur. Þær ná tökum á mér.“ Allar persónurnar sem Vigdís hefur skapað í gegnum árin, með því að blanda saman skáldskap og raunveruleika, búa í brjósti hennar og lifa þar góðu lífi. „Þær hafa sína rödd en ég hleypi þeim ekki upp á yfirborðið,“ segir hún og skenkir sér aftur í bollann. Hún myndi aldrei velja sína uppáhaldspersónu, það væri eins og gera upp á milli barnanna sinna og það gæti hún ekki gert. Mamman sem hvarf Talandi um börnin. Þeirra vegna, meðal annars, þráði hún oft að hætta að skrifa. „Á meðan þú ert að skrifa er bókin alltaf besta barnið þitt. Það er erfitt að viðurkenna það en þú setur hana alltaf í fyrsta sæti. Börnin þín koma þar á eftir. Ég man að sonur minn kom einu sinni heim úr skólanum og varð svo hissa og glaður þegar hann fann ilminn úr eldhúsinu að hann spurði hvort ég væri að elda. Ég hváði og spurði hvort hann fengi ekki alltaf mat. Hann játti því, en ekki svona mat. Ég var að elda kjötbollur! Og fékk fyrir hjartað. Mig langaði til að vera mamma sem bakaði fyrir þau og eldaði góð­ an mat. Alveg eins og mamma mín gerði, hún var mamman sem tók á móti mér þegar ég kom heim úr skólanum og hlúði að mér. Ég var mamman sem hvarf upp í fjall í mánuð eða tvo til að skrifa. Ég var mamman sem var ekki til staðar og börnin söknuðu. Einu sinni sagði dóttir mín að hún saknaði mín allt­ af, líka þegar ég væri heima. Það var sárt en dugði ekki til að ég hætti að skrifa, ég gat það ekki. En ég var alltaf að lofa því og ætl­ aði mér alltaf að standa við það. Og mikið langaði mig oft til að hætta. Svo sá hún alltaf á mér að ég ætl­ aði að svíkja hana og sagði það, mamma, ég veit að þú ert að fara að svíkja mig. Þá var kominn einhver óróleiki í mig og hún sá að það stytt­ ist í að ég færi af stað með næstu bók. Þetta var endalaus togstreita, ég barðist lengi við þetta samvisku­ bit kvenna.“ Féll í yfirlið Hún gat ekki hætt, enda hefur hún skrifað alla sína ævi. Engu að síður var hún orðin 31 árs gömul þegar hún gaf út sína fyrstu bók. Fram að því hafði hún aldrei lokið við neitt, var með handrit hér og þar og heilmargar hugmyndir sem hún fylgdi ekki eftir. Þorði heldur aldrei að sýna neinum það sem hún var að gera. Að lokum varð þráin ótt­ anum yfirsterkari og hún ákvað að láta slag standa, enda hvött áfram af vinum og vandamönnum. „Ég þráði þetta svo heitt að ég varð að gera það, jafnvel þótt kjarkinn vantaði. Ég var meira að segja svo hrædd þegar ég átti að lesa upp úr fyrstu bókinni minni að ég féll í yfirlið. Ég hélt nefnilega að það væru allir að hugsa um hvað ég væri lítilfjörleg og ömurleg þegar ég byrjaði að lesa, ég gerði hugsanir mínar að þeirra. Egóið var svona, allt of stórt og yfir­ þyrmandi að yfirlið var eina leiðin. En auðvitað var enginn að hugsa það sama og ég.“ Hún hafði allavega ekkert að ótt­ ast því bókinni var hlýlega tekið. „Ég var hvergi rökkuð niður. Það var bara fjallað fallega um bókina.“ Ekki að það hefði breytt neinu. Hún var komin af stað og ekkert hefði getað stöðvað hana. „Amma mín var óvenju hreinskilin kona. Þegar ég var fimmtán ára sagði hún við mig að ég ætti aldrei að byrja „Lífið varð betra eftir fimmtugt. Þá varð ég frjáls. Ég get sagt það sem ég meina og gert það sem ég vil.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.