Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 70
70 Sport 2.–4. desember 2011 Helgarblað T sjetsjeninn Bulat Chagaev yfirtók svissneska knatt- spyrnufélagið Neuchatel Xamax um miðjan maí. Liðið var á kafi í skuldum og fyrri eigandi, heimamaður úr byggingageiranum, var búinn að fá nóg. Tilboð Chagaevs var hið eina á borðinu. Hálfu ári og fimm þjálfur- um síðar er það hann sjálfur sem er í mestu vandræðunum. Yfirtakan olli strax mikilli ólgu meðal stuðningsmanna sem fannst liðinu sínu hafa verið rænt. Yfirlýs- ingar hans um að rússneska orðinu Vainakh yrði bætt við nafn félagsins til að minna hann á uppruna sinn voru óvinsælar. „Mér finnst að nýr eigandi eiga fullan rétt á að endur- nefna félagið,“ sagði Chagaev. Því hafnaði svissneska knattspyrnu- sambandið. „Ég drep ykkur alla“ Chagaev tók strax til óspilltra málanna og rak þjálfarann Didier Olle-Nocolle fyrsta daginn. Í stað hans var ráðinn Bernard Challandes, reyndur sviss- neskur þjálfari. Hann hafði þrjá leiki til að bjarga liðinu frá falli, sem tókst. Challandes tókst hins vegar ekki að bjarga sér frá fallöxi Chagaevs og fékk varla að stýra liðinu í friði. Þegar lið- ið var 0–2 undir í hálfleik gegn Sion í úrslitaleik bikarkeppninnar birtist Chagaev í búningsklefanum og flutti einfalda hvatningarræðu: „I’ll kill you all!“ (Ég drep ykkur alla.) Chagaev hét fé til leikmanna- kaupa enda markmiðið að komast í Meistaradeildina. Til sögunnar voru nefndir menn eins og David Tre- zeguet og Gabriel Heinze. Þótt minni spámenn væru keyptir komu þeir frá stórliðum, eins og Barcelona og Val- encia, sem telst gott á svissneskan mælikvarða. Brasilíumaðurinn Sonny Ander- son tók sæti Challandes. Framherj- inn er þekktur fyrir feril sinn með Barcelona, Lyon og Mónakó en ekki fyrir þjálfun, enda kom á daginn að hann hafði ekki tilskilin réttindi. Anderson var því gerður að fram- kvæmdastjóra og Francois Ciccolini ráðinn sem þjálfari. Ciccolini stýrði því liðinu í fyrsta deildarleiknum. Í byrjunarliðinu var brasilískur markvörður, Rodrigo Ga- latto. Sá kom til Xamax tveimur dög- um fyrr og hafði aldrei spilað á gervi- grasi. Það varð líka hans fyrsti og eini leikur fyrir Xamax því gestirnir í Lu- cerne unnu 3–0. Vandræðin voru ekki minni utanvallar. Chagaev rak nefni- lega allt starfsfólk félagsins, skrifstofu- menn og þjálfara, eftir bikarúrslitin. „Miðarnir“ voru því pappírssnifsi sem verðið hafði verið krotað á. Kaus sjálfan sig Liðinu gekk ekki betur í annarri um- ferð og tapaði 0–2 fyrir meisturunum Basle. Chagaev taldi þá tíma kom- inn á að taka til meðal leikmanna og þjálfara. Ciccolini og Anderson voru báðir reknir og allir þeirra aðstoðar- menn. Miðjumaðurinn Gilles Binya, sem skoraði sjálfsmark, og framherj- inn Carlao fóru sömu leið. Forsetinn, Andrei Rudakov, slapp ekki heldur. Chagaev boðaði til auka- aðalfundar, sem hann mætti ekki á heldur sendi fulltrúa sinn með um- boð. Chagaev kaus sjálfan sig sem for- mann félagsins og vin sinn, Islam Sa- tujev, sem varaformann. Fleiri sitja ekki í stjórn félagsins, en þar hafa alla jafna setið um tíu manns. Satujev kom til Sviss árið 2002 frá Tsjetsjeníu og sótti þá um pólitískt hæli. Höfuð Marcs Imwinkelried var það síðasta sem fauk í þessari tiltekt. Hann hafði verið forstjóri félagsins í viku. Imwinkelried sætir rannsókn vegna brota í fyrra starfi sem borgarstjóri Sa- int-Blaise. Inn í klefa í fylgd vopnaðra varða Við þjálfarastarfinu tók Joaquin Caparros, sem í fyrra kom Athle- tic Bilbao í sjötta sæti spænsku úr- valsdeildarinnar. Chagaev kom yf- irlýsingaglaður fram í fjölmiðlum, sagði illt umtal um sig vera vegna þjóðernis síns og að Anderson hefði hagnast persónulega á leikmanna- kaupum félagsins. Hann bætti því einnig við að Xamax yrði meist- ari 2013 og þjálfarinn myndi halda starfinu út leiktíðina. „Ég er baráttuhundur,“ sagði Caparros þegar hann tók við starf- inu í lok júlí. Liðið vann fjóra fyrstu leikina undir hans stjórn en eftir þann fimmta, 2-2 jafntefli við botn- lið Lausanne, mætti eigandinn aft- ur inn í klefa með hvatningarræðu. Honum fylgdu vopnaðir verðir. Að þessu sinni var þó bara einum leik- manni, Kamerúnanum Bikaner, hótað lífláti. Chagaev neitar reyndar að hafa sent lífverðina. „Ég þarf ekki vopn til að hræða leikmenn mína.“ Viðbrögð leikmannanna, sem flestir reyndu að komast í veikindaleyfi, styðja ekki endilega þá fullyrðingu og Caparros hvarf á braut. Aðrir ypptu öxlum. „Við erum farnir að venjast svona upp- ákomum,“ sagði einn þeirra. „Ég treysti herra Chagaev,“ sagði arftaki Caparros, Victor Munoz, þegar hann tók við. Hann þjálfar liðið enn þótt Xamax hafi tapað nokkrum leikj- um illa og sé aðeins í sjötta sæti af tíu í svissnesku deildinni. Munoz þekk- ir líka hvernig lífið gengur fyrir sig í Tsjetsjeníu þar sem hann þjálfaði áður Terek Grozny. Það gerði hann í eitt ár áður en hann steig til hliðar fyrir Ruud Gullit. Chagaev er varaforseti Terek en forsetinn heitir Ramzan Kadyrov. Sá er forsætisráðherra Tsjetsjeníu og vinur Vladimirs Pútin Rússlandsforseta. Vona að hann fái leið á félaginu Það kann að skipta Munoz máli að síðustu vikurnar hefur Chagaev haft um annað að hugsa. Svissneska lög- reglan yfirheyrði hann fyrir viku vegna gruns um skjalafals og peningaþvætti. Við húsleit í byrjun mánaðarins gat hann ekki framvísað gildu dvalarleyfi. Venjulega vegabréfsáritun til Sviss þarf að endurnýja á sex mánaða fresti og má viðkomandi þá ekki vera í landinu. Lögreglan hefur leitað á skrif- stofum Chagaevs í Genf, heimili hans í nágrenni Lausanne og skrifstofum Neuchatel Xamax. Meðal þess sem vakti athygli lögreglunnar var bréf frá Bank of America til svissneska knatt- spyrnusambandsins. Undir það skrif- aði Tomas Milller – með þremur l-um! Lögreglan er einnig með yfirlýsingu frá bankanum um að Chagaev eigi þar 35 milljónir dollara inni á bók. Stuðningsmenn Neuchatel og bæj- aryfirvöld hafa áhyggjur af liðinu. Þau vonast til að eigandinn fái fljótt leið á nýja leikfanginu sínu og selji það. Reyndar hefur Chagaev lýst því yfir að hann sé tilbúinn að selja félagið linni sífelldum árásum fjölmiðla ekki. Stuðningsmennirnir vonast jafnvel til að félagið verði gjaldþrota þannig að hægt verði að byggja það aftur upp frá grunni, eins og gert hefur verið með fleiri slík lið í Sviss með ágætum ár- angri. Og fótboltinn heldur áfram, að sinni, því um helgina tekur Xamax á móti Lausanne í næstsíðasta leik sín- um fyrir vetrarfrí. Gunnar Gunnarsson n Fimm þjálfarar á hálfu ári n Hvetur leikmennina áfram með því að hóta þeim lífláti í hálfleik n Hirtur án gilds dvalarleyfis, grunaður um peningaþvætti og skjalafals„Chagaev kaus sjálfan sig sem formann félagsins og vin sinn, Islam Satujev, sem varaformann. Eigandinn sem enginn þjálfari vill Stórfurðulegur Bulat Chagaev er eigandi sem enginn vill hafa yfir sér. Rekinn Þjálfarinn Ciccolini var rekinn eftir tvær umferðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.