Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 8
F
orseti Íslands gæti svipt Sig-
urð Einarsson, fyrrverandi
stjórnarformann Kaupþings,
fálkaorðunni. Ólafur Ragnar
Grímsson sæmdi Sigurð ridd-
arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
í ársbyrjun 2007 „fyrir forystu í útrás
íslenskrar fjármálastarfsemi“, eins og
það var orðað í Stjórnartíðindum.
Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður
rifjar upp á bloggsíðu sinni viðtal sem
hann tók við Ólaf Ragnar árið 2010,
þar sem hann spurði forsetann með-
al annars út í hvort hann ætlaði að
svipta Sigurð fálkaorðunni. Forsetinn
kom sér undan spurningunni með
því svara á þá leið að það væri á engan
hátt viðeigandi að forsetinn tjáði sig
um það – reglur fálkaorðunnar væru
þess eðlis.
Ekkert bannar forseta að tjá sig
um fálkaorðuveitingar
Orðrétt svaraði Ólafur spurningu
Sölva: „Forseti Íslands tjáir sig ekki
um það hvort einstaklingur sem
fengið hefur fálkaorðuna, hvorki fyrir
nokkrum árum eða áratugum, hvort
það hafi verið mistök. Reglur fálka-
orðunnar eru þannig og fálkaorðan er
þess eðlis, hvort sem á í hlut þessi ein-
staklingur eða ýmsir aðrir sem hefur
fengið fálkaorðuna og kannski gert
ýmislegt eftir það – þá er það á engan
hátt viðeigandi að forsetinn sé að tjá
sig um það.“
Foretinn vísar til reglna um fálka-
orðuna en á vef forsetaembættisins
kemur fram að um hana gilda ákvæði
tveggja forsetabréfa sem vísað er á. Í
þeim er hvergi að finna ákvæði um að
forsetinn tjái sig ekki um fálkaorðu-
veitingar eftir á líkt og Ólafur Ragnar
hélt fram í viðtalinu.
Sem forseti Íslands er Ólafur
Ragnar jafnframt stórmeistari fálka-
orðunnar. Í 13. grein forsetabréfs er
kveðið á um rétt forsetans til þess að
svipta orðuþega orðunni. 13. greinin
hljóðar svo: „Stórmeistari getur, að
ráði orðunefndar, svipt hvern þann,
sem hlotið hefur orðuna en síðar
gerst sekur um misferli, rétti til að
bera hana.“
Meginreglan að menn hafi hlotið
dóm
Í greininni um sviptingu orðunnar
kemur orðið „misferli“ fyrir. Sigurð-
ur Líndal lagaprófessor segir í sam-
tali við DV að sín túlkun á því orði
sé að það sé mikilvæg meginregla
að menn verði að hafa hlotið dóm
til að hafa gerst sekIr um misferli.
Hitt sé þó ekki óhugsandi að nefndin
meti það sem svo að framferði orð-
uhafa sé með þeim hætti að það sé
ekki hægt að una við það. Það sé hins
vegar niðurlægjandi að svipta mann
fálkaorðunni, en slíkt hefur aldrei
verið gert.
Sex manna nefnd ræður málefn-
um fálkaorðunnar. Forsætisráðherra
gerir tillögu um fimm einstaklinga
og það er síðan forsetinn sem skipar
nefndina. Ef svipta á orðuhafa réttin-
um til að bera orðuna þarf forsetinn
því fyrst að fá álit orðunefndar.
Grunaður í viðamikilli rannsókn
Fálkaorðuhafinn Sigurður Einarsson
hefur réttarstöðu grunaðs manns í
rannsókn sérstaks saksóknara á falli
Kaupþings. Rannsókn sérstaks sak-
sóknara á málefnum Kaupþings
fjallar meðal annars um meinta stór-
fellda markaðsmisnotkun og auðg-
unarbrot. Sigurður var eftirlýstur af
alþjóðalögreglunni, Interpol, eftir
að hann neitaði að koma til Íslands
í yfirheyrslu. Hann kom á endan-
um til landsins en var ekki hnepptur
í gæsluvarðhald líkt og Hreiðar Már
Sigurðsson, nánasti samverkamaður
hans hjá Kaupþingi.
Verði Sigurður ákærður og á end-
anum dæmdur, þá hefur forsetinn
að minnsta kosti fulla heimild til að
svipta hann orðunni.
8 Fréttir 6.–8. janúar 2012 Helgarblað
Ósátt við ráðningu
n Ráðning Þorvaldar Lúðvíks gagnrýnd
M
eð ráðningunni eru þeir full-
trúar sveitarfélaga við Eyja-
fjörð sem mynda stjórn AFE
að gera lítið úr störfum sér-
staks saksóknara og ekki síður úr
ábyrgðinni sem við verðum að horfast
í augu við að menn beri vegna banka-
hrunsins. Sú afstaða finnst mér sorg-
leg af hálfu fulltrúa opinberrar stjórn-
sýslu,“ segir Andrea Hjálmsdóttir,
bæjarfulltrúi á Akureyri, í viðtali við
nýjasta tölublað vikublaðsins Akur-
eyrar. Stjórn Atvinnuþróunarfélags
Eyjafjarðar réð í vikunni Þorvald Lúð-
vík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóra
Saga Capital, sem nýjan framkvæmda-
stjóra. 37 sóttu um starfið.
Í frétt Akureyrar kemur fram að
enginn umsækjandi annar en Þor-
valdur Lúðvík hafi stöðu sakbornings
en hann sætir rannsókn hjá sérstökum
saksóknara vegna gruns um stórfelld
fjársvik í fyrri störfum. Andrea segir
ráðninguna „hneyksli“ en Geir Krist-
inn Aðalsteinsson, formaður stjórnar
AFE, ver ráðninguna og segir ekki
hægt að bíða dóms og laga endalaust.
„Jú, það getur vel verið að hún [ráðn-
ingin] verði umdeild, en það er ekki
hægt að láta menn hanga endalaust í
óvissu,“ segir Geir við blaðið.
Heimilisiðnaðarfélag Íslands
Heimilisiðnaðarskólinn
Prjón, hekl, þjóðbúningasaumur, baldýring, útsaumur, orkering, knipl,
jurtalitun, tóvinna, fatasaumur, vefnaður, leðursaumur o.m.fl.
Verslun
Mikið úrval af íslensku prjónabandi og lopa, prjónum,
prjónabókum og blöðum.
Efni og tillegg fyrir þjóðbúningasaum og jurtalitun.
Gjafakort.
Opið alla virka daga kl. 12–18
Verið velkomin.
Nethyl 2e
110 Reykjavík
Símar 551 7800/551 5500
hfi@heimilisiðnaður.is
skoli@heimilisidnadur.is
www.heimilisidnadur.is
n Verði Sigurður fundinn sekur um misferli má svipta hann orðunni n Ekki óhugsandi
að það verði gert án dóms n Forsetinn skýldi sér á bak við reglur sem ekki finnast
má svipta sigurð
fálkaorðunni
„Sigurður Líndal
lagaprófessor segir
í samtali við DV að hans
túlkun á því orði sé að það
sé mikilvæg meginregla
að menn verði að hafa
hlotið dóm til að hafa
gerst sekir um misferli.
Ólafur Ragnar Grímsson Lagapró-
fessor metur það sem svo að það sé ekki
óhugsandi að svipta menn fálkaorðunni án
þess að þeir hafi hlotið dóm. Meginreglan sé
samt sú að þeir hafi hlotið dóm.
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Fálkaorðuhafi Sigurður Einarsson
fálkaorðuhafi var eftirlýstur af Interpol
eftir að hann neitaði að mæta í yfir-
heyrslu hjá sérstökum saksóknara.
Umdeild ráðning Bæjarfulltrúi á Akur-
eyri hefur blandað sér í málið.
Sigmundur Davíð harðorður:
Þurfa aðstoð
við samskipti
„Þessi ríkisstjórn verður að fara
að ráða einhverja til að aðstoða
sig í samskiptum við erlenda fjöl-
miðla.“ Þetta sagði Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, formaður
Framsóknarflokksins, á Facebook-
síðu sinni á fimmtudag. Annars
verði að koma í veg fyrir að ráð-
herrar fari í erlend viðtöl. Tilefni
þessara orða Sigmundar var við-
tal Bloomberg-fréttaveitunnar við
Oddnýju Harðardóttur, nýskip-
aðan fjármálaráðherra. Þar sagði
Oddný að íslenska krónan gæti
þurft að vera í höftum um ókomin
ár og sagðist staðföst í því að Ís-
land tæki upp evru þegar gjald-
miðillinn hefði náð stöðugleika.
Þá sagðist hún í viðtalinu ekki ótt-
ast um evruna, heldur telja mikil-
vægt að evruríkin tækju á fjármál-
um sínum.
Sigmundur Davíð segist ósáttur
við ummæli fjármálaráðherrans
og skrifar: „Nýi fjármálaráðherr-
ann segir í viðtali við Bloomberg
að gjaldmiðill landsins gæti þurft
að vera í höftum um ókomin
ár en þó sé mikilvægt að losna
við meirihluta haftanna því þau
hindri viðskipti og hagvöxt. Á
sama tíma boðar ráðherrann sölu
ríkisskuldabréfa.“
Rúða sprengd
með flugeldi
Lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu barst tilkynning aðfaranótt
fimmtudags um að rúða hefði
verið brotin í Rimaskóla. Reyndust
skemmdarvargarnir á bak og burt
þegar lögreglan mætti á staðinn
en grunur leikur á að flugeldur
hafi verið notaður við rúðubrotið.
Á miðvikudagskvöld var brot-
ist inn á tvo veitingastaði í mið-
bænum. Einn var handtekinn
eftir síðara innbrotið og reyndist
hann ölvaður og vera með þýfi
á sér. Var hann vistaður í fanga-
geymslu lögreglu.
Þá var ungur réttindalaus
ökumaður stöðvaður við akstur
eftir að hafa ekið yfir gatnamót á
rauðu ljósi.