Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 32
4 Heilsa 6.–8. janúar 2012 Helgarblað
ÍþróttastuðningshlífarÍþróttabrjóstahaldarar
Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is
V
eturinn er sá tími sem um-
gangspestir og kvef ganga á
milli manna eins og eldur
í sinu. Til eru hin ýmsu ráð
til að verjast flensu og kvefi
svo sem að þvo sér vel um hendur,
drekka ríflega af vatni, stunda reglu-
bundna hreyfingu, nota handspritt,
borða hollan mat og fá nægan svefn.
DV ræddi við Vilhjálm Ara Arason
lækni um flensurnar og kvefin og
spurði hvort hægt væri að varast
þessum hvimleiðu vetrargestum.
Sýkingar í kjölfar flensu
„Það sem ber alltaf höfuð og herðar
yfir allt annað er inflúensan og hún
er að ganga núna. Hún er af stofni
A og þeir sem eru bólusettir fyrir
henni eru varðir. Inflúensan er ekki
að gera neinn rosalegan usla núna,
ekki enn sem komið er en hún getur
verið mjög slæm og fólk getur fengið
sýkingar í kjölfarið, “ segir Vilhjálm-
ur Ari en bætir við að ýmsar aðrar
bestir séu í gangi. svo sem kvef-
og magapestir. Það séu þó yfirleitt
veirusýkingar.
„Það þarf að sýna aðgát og fyrir-
hyggju þegar kemur að inflúensu
því það hefur sýnt sig að margir
fara illa út úr inflúensunni. Ekki
bara veikindunum sem slíkum
heldur afleiðingum þeirra en sem
dæmi má nefna hjartaáföll,“ segir
hann.
Bólusetning mikilvæg
Vilhjálmi finnst mikilvægt að full-
orðið fólk láti bólusetja sig og bendir
á að í Bandaríkjunum sé nú farið
að hvetja foreldra að láta bólusetja
einnig ungabörn sín gegn inflúens-
unni. „Það er algengt að ungabörn
fái sýkingar í kjölfar inflúensunnar,
svo sem eyrnabólgur og annað slíkt.
Það þarf að sýna mikla fyrirhyggju
og það er hugsunarverð að bólu-
setja ung börn við inflúensu.“ Hér á
landi sé mikið vandamál sem tengist
sýklalyfjaónæmi en börn séu stærstu
neytendur sýklalyfja. „Þegar for-
eldrar spyrja hvernig sé best að verja
börnin sín þá ráðlegg ég þeim að fá
bólusetningu. Barn sem fær inflú-
ensu er gjarnt að fá sýkingu í kjöl-
farið sem leiðir til að það fær sýklalyf
og bólusetningin ver það því gegn
þeim sýkingum.“ Hann segist aldrei
hafa skilið hvað almenningur og
fjölmiðlar hafi látið sýklalyfjaónæmi
sig litlu varða. Hann sjái þetta sem
mikla ógn við nánustu framtíð nema
gripið verði til róttækra aðgera. Það
sé hægt með bólusetningum því fólk
fær ekki alvarlegar veirusýkingar
sem kalla á sýklalyfjagjöf í kjölfarið.
Hann hvetur einnig þá sem eru veik-
ir fyrir að láta bólusetja sig.
Hollt mataræði og góð hvíld
Vilhjálmur segir að besta ráðið til að
verjast smiti er að fara vel með sig og
börnin. Hafi börnin fengið inflúensu
er mikilvægt að þau fái nægan tíma
til að jafna sig heima. „Það ætti að
vera forgangsverkefni að foreldrar
fái að vera heima hjá veiku barni
því það er þjóðhagslega mjög mikil-
vægt.“ Hann nefnir einnig gott mat-
aræði sem forvörn sem og vítamín.
D-vítamínskortur getur til dæmis
haft áhrif á sýkingartilhneigingu.
Handþvottur sé einnig mikilvægur
og hreinlæti skiptir máli gagnvart
sýkinginum almennt. „Svo hefur
einnig stress og streita áhrif og veikir
ónæmiskerfið hjá okkur. Fólk þarf að
gefa sér tíma til að slaka á og fá góð-
an nætursvefn,“ segir Vilhjálmur.
gunnhildur@dv.is
Varnir gegn flensu
n Tími flensu og kvefapesta er í hámarki n Það er ýmislegt hægt að gera til
að brynja sig gagnvart smiti n Snúðu vörn í sókn og berstu gegn flensunni
Ávextir og grænmeti
Rífleg neysla grænmetis og ávaxta er
talin minnka líkur á hjarta- og æða-
sjúkdómum auk þess að geta dregið úr
hættu á ýmsum tegundum krabba-
meina, sykursýki
og offitu.
Ætihvönn
Ætihvönn
eða
Angelinca er sögð auka
þrek og kjark, dregur úr
streitu og vægu þunglyndi
auk þess sem hún styrkir
forvarnir gegn kvefi og
flensu. Hún er talin sér-
staklega góð fyrir þá sem eru að ná sér upp
úr veikindum.
Blóðberg
Blóðbergið er mest notað gegn flensu
og kvefi, sérstaklega lungnakvefi og
öðrum lungnasjúkdómum þar sem þarf
að eyða sýklum og losa um slím. Blóðberg
er einnig talið gott við ýmsum meltingar-
sjúkdómum eins og maga- og garnabólgu.
Kjúklingasúpa
Kjúklingasúpa hefur
verið kölluð náttúrulegt
pensílín og lengi verið
sögð allra meina bót.
Heit kjúklingasúpa er
sögð hreinsa stíflaðan
öndunarveg og sökum
mikilla næringarefna
hleður hún líkamann af orku.
Kryddaður matur
Kryddaður matur, sérstaklega kryddaður með hvítlauk
og chilli, losar um stíflur. Indverskir réttir og mexíkanskir
eru oft uppfullir af sterkum kryddum sem talin eru góð.
Radísur eru einnig taldar góðar.
Gulrætur
Efni í gulrótum er talið minnka hættu á
því að fólk fái krabbamein, samkvæmt
breksri rannsókn. Í gulrótum er mikið af
litarefninu karóten en það ummyndast
yfir í A-vítamín í líkamanum en A-vítamín
er meðal annars mikilvægt fyrir sjónina
og húðina.
Hvítlaukur
Hvítlauksneysla er sögð styrkja ónæmiskerfið. Margt
bendir til að hann hafi einnig vírusdrepandi áhrif og er
því tilvalinn í baráttunni gegn kvefi og inflúensu. Hann
er mjög virkur gegn eyrnabólgum. Samhliða neysla
steinselju dregur úr lyktinni.
Glutathione
Sumar rannsóknir gefa vísbendingar um
að þeir sem neyta Glutathiones hafa
færri veirur í líkamanum en aðrir. Þetta
er andoxunarefni sem finna má í
öllu kjöti, flestu grænmeti og
ávöxtum.
Safar og heitir drykkir
Ferskir nýpressaðir ávaxta- og
grænmetissafar eru uppfullir af vítam-
ínum og næringarefnum. Mikilvægt
er að drekka mikinn vökva á meðan
á veikindum stendur. Á meðal heitra
drykkja má nefna grænt te, kamillu-,
piparmyntu- og engiferte.
C-vítamín
Stórir skammtar af C-vítamíni eru taldir geta dregið
úr einkennum kvefs og stytt þann tíma sem fólk er
veikt. C-vítamín fæst meðal annars úr sítrusávöxtum,
kartöflum og grænum paprikum og jarðarberjum.
D-vítamín
Við þurfum á því að halda til að styðja ofnæmiskerfið og
við fáum ekki nægilegt magn af því á veturna. Jafn-
vel þótt við borðum hollan og góðan mat þá er
vítamínið í örfáum fæðutegundum en við borðum ekki
nægilega mikið af þeim. Við ættum að borða meira af
feitum fiski ásamt því að taka lýsi og neyta D-vítamín-
bættra mjólkurvara eins og Fjörmjólk og Stoðmjólk.
Einnig D-vítamínbætt smjörlíki og töluvert er af
því í eggjarauðum.
Engifer
Engiferte er talið gott gegn hósta og
kvefi á byrjunarstigi. Fersk rótin er
töframeðal gegn hósta og hita sem
oft eru fylgifiskar kvefs og flensu.
Bæði má úr engiferi útbúa drykki,
súpur og jafnvel grænmetisrétti.
Sólhattur
Sólhattur er sagður vinna gegn kvefi og flensu og
hefur einnig gefist vel gegn hálsbólgu og eyrnabólgu
hjá börnum. Hann er sagður styrkja ónæmiskerfið
og vinna á sýklum án þess að skaða gerlagróður
meltingarfæranna.
Sink
Talið er að sink komi í veg fyrir að veirur
valdi sýkingum í öndunarfærum og
getur stytt þann tíma sem flensa varir.
Sink er helst að finna í lambakjöti,
svínakjöti, hveitikími, ölgeri, eggjum,
ostum, hnetum, fræjum, sjávarfangi,
sojabaunum og grænmeti.
Grænt grænmeti
Því grænna sem grænmetið er því meira inniheldur
það af kalki og járni. Kalk er gott fyrir beinin en
járn bindur súrefni í blóðinu og flytur það til vefja
líkamans. Járn er talið sérlega mikilvægt fyrir konur á
barneignaraldri.
Olíulaufþykkni
Olíulaufþykkni hefur fengið viðurnefnið pensilín
nú-
tímans
fyrir það
hversu vel það virkar á
líkamann. Það er talið koma í veg fyrir fyrir kvef
og flensur. Það er einnig virkt gegn streptókokkum og
síþreytu og er talið styrkja ónæmiskerfið.
Eplaedik
Hefur lengi verið talið töfralyf við
ýmsum kvillum. Til dæmis gegn bjúg.
Ein matskeið að morgni er að margra
mati ómissandi fyrir líkama og sál. Eini
ókosturinn er að eplaedik er ekki sérlega
ljúffengt á bragðið.
Húsráð gegn flensu og kvefi
Vörn gegn umgangspestum
Mataræði og góður svefn er eitt af því
sem getur haldið flensunni í skefjum.
Mynd: SigTryggur Ari JóHAnnSSon
„Það þarf
að sýna
aðgát og fyrir-
hyggju þegar
kemur að inflú-
ensu því það
hefur sýnt sig að
margir fara illa út
úr inflúensunni