Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 24
Sandkorn
Þ
að er engin tilviljun að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur hátt
í tvöfalt meira fylgi en næsti
flokkur.
Fagmennska Sjálfstæðis-
flokksins sést best þegar hann er bor-
inn saman við Vinstrihreyfinguna -
grænt framboð. Annar flokkurinn ætti
að vera niðurlægður eftir hrunið, en
hinn sigri hrósandi í ríkisstjórn. Veru-
leikinn er þveröfugur. Sjálfstæðismenn
héldu 1.600 manna landsfund í Laug-
ardalshöll fyrr í vetur, sem einkennd-
ist af samstöðu og eldmóði. Lands-
fundarmenn fóru af fundinum með
skýr skilaboð sem þeir dreifðu um
samfélagið, út um allt land. Skömmu
áður héldu vinstri-grænir tæplega
300 manna landsfund. Af hugsjóna-
ástæðum héldu þeir hann á Akureyri.
Á sínum fámenna og daufa landsfundi
lögðust þeir gegn því ákvæði í stjórnar-
sáttmálanum að þjóðin réði um aðild
að Evrópusambandinu. Það var slagur
sem þeir þurftu ekki að taka gegn eigin
ríkisstjórnarsamstarfi og eigin for-
ystu, þar sem þeir gátu vísað til þess að
lýðræðislegur vilji þjóðarinnar myndi
ráða að lokum. Sjálfstæðismenn hylltu
hins vegar sína forsmáðu leiðtoga,
Davíð Oddsson og Geir Haarde, sama
hvað hafði á dunið.
Sjálfstæðisflokkurinn seldi sig út
á „trausta efnahagsstjórn“ árið 2007.
Það reyndist vera svikin vara. Eftir
efnahagshrun hinnar traustu efna-
hagsstjórnar kom ákall eftir óbreyttum
borgurum í stjórnmál – einhverjum
sem ekki væru atvinnumenn í stjórn-
málum. Borgarahreyfingin gerði út á
að vera stjórnmálahreyfing án atvinnu-
stjórnmálamanna. Stjórnmálahreyf-
ing amatöra leystist hins vegar upp og
hristi af sér fylgið á mettíma. Tími at-
vinnumannanna kom aftur.
Sjálfstæðisflokkurinn er eins og
farsælt fyrirtæki. Flokkurinn framleiðir
stefnur, stjórnmálamenn og hugmynd-
ir. Þetta eru vörurnar og markaðurinn
er þjóðin. Á markaðnum sem keypti
Silvíu Nótt og Gillzenegger er takmörk-
uð eftirspurn eftir hógværð, ábyrgð
og lýðræðisumbótum. Hins vegar er
markaður fyrir skattalækkanir. Einstak-
lingar vilja almennt borga minna. En
það er ekki markaður fyrir niðurskurð í
þjónustu og hækkun á sköttum.
Ein hugmyndanna sem Sjálfstæð-
isflokkurinn selur er að hrunið á Ís-
landi hafi verið alþjóðlegt. Önnur er
að formaður Sjálfstæðisflokksins, sem
nú er fyrir landsdómi, hafi bjargað Ís-
landi með því að „leyfa“ bönkunum
að fara í þrot. Enn önnur er að Ísland
standi vel, vegna þess að það standi
fyrir utan Evrópusambandið, en það
standi illa, vegna þess að vinstri-
stjórnin sé við völd. Sjálfstæðisflokk-
urinn býr til slagorð eins og bestu
auglýsingastofur. „Verklausa vinstri-
stjórnin“ er eitt þeirra.
Fleiri þingmenn hafa sagt sig úr
þingflokki Vinstri-grænna en þingflokki
Sjálfstæðisflokksins, þótt sá síðarnefndi
hafi stjórnað landinu í hrun. Reyndar
hefur enginn þingmaður Sjálfstæðis-
flokks verið svo ósáttur við gjörðir
flokksins að hann hafi sagt sig úr hon-
um, þrátt fyrir hrunið. Þingmenn, ráð-
herrar og fylgismenn Vinstri-grænna
hafa gagnrýnt Steingrím J. Sigfússon
mun meira en sjálfstæðismenn hafa
gagnrýnt sína forystu.
Ágreiningur um málefni, til dæmis
aðild að Evrópusambandinu, er ekki
endilega ástæðan fyrir því að vinstri-
grænir tvístrast. Allir flokkar þurfa að
gera málamiðlanir þegar þeir fara í rík-
isstjórn. Ef vinstri-grænir væru í stjórn
með öðrum flokki, til dæmis Sjálfstæð-
isflokki, myndu þeir líkast til tvístrast út
af öðru, til dæmis skorti á áherslu sam-
starfsflokksins á velferðar- og umhverf-
ismál. Hugsjónirnar eru svo sterkar og
egóin hörð að það brotnar úr Vinstri-
grænum þegar þeir þurfa að sveigja sig.
Sjálfstæðismenn setja eininguna
Sjálfstæðisflokkinn í fyrsta sætið.
Þegar Geir Haarde baðst afsökunar,
sem var undarlegt því hann „bjarg-
aði Íslandi“ að eigin mati, bað hann
sjálfstæðismenn afsökunar, en ekki
þjóðina. Þegar meðlimur í eining-
unni lendir fyrir dómi standa flokks-
menn að baki honum eins og fjöl-
skylda ákærðs manns, eins og heyra
mátti af orðum Bjarna til Geirs af
sviðinu á landsfundinum: „Við
stöndum öll með þér.“
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 38,4%
fylgi í síðustu skoðanakönnun. Að-
eins 13,5% gátu hugsað sér að kjósa
Vinstri-græna. Árangur Sjálfstæðis-
flokksins er einstakur. Fyrirtæki sem
ætti viðlíka endurkomu á markaðinn
svo skömmu eftir að hafa stórskað-
að viðskiptavini sína ætti skilið að fá
markaðsverðlaun. Sjálfstæðismenn
eru langbestir í atvinnustjórnmálum
á Íslandi.
Kalt hjá bóksala
n Við ráðherrakapalinn fyrir
áramót lentu fleiri á berangri
en Jón Bjarnason og Árni Páll
Árnason sem
nú mega una
því að vera
óbreyttir
þingmenn.
Bjarni Harðar-
son, upplýs-
ingafulltrúi
í sjávarútvegsráðuneytinu,
var ráðinn af Jóni Bjarnasyni.
Hann mun nú hrökklast það-
an út undan Steingrími J. Sig-
fússyni sem að sögn hefur allt
annað og minna álit á Bjarna
en Jón. Andar því köldu þar.
En bóksalinn frá Selfossi er
þó síður en svo á flæðiskeri
staddur. Hann er önnum kaf-
inn í baráttunni gegn Evrópu-
sambandinu auk þess sem
talsvert er að gera í bókunum.
Gróusögur um sjalla
n Sjálfstæðismenn eru margir
hverjir súrir og reiðir vegna
áramótaskaupsins. Meðal
hinna fúlu er
Bjarni Bene-
diktsson sem
taldi skaupið
vera „háð án
ádeilu“. Smá-
fuglarnir á
amx.is eru
á sömu nótum en þó heldur
meira niðri fyrir og voru þeir
hneykslaðir á því sem þeir
kalla gróusögur. „Ætli Páll
Magnússon telji það boðlegt á
gamlárskvöld að nafngreind-
ir menn séu umbúðalaust
sakaðir um alvarleg refsibrot
í áramótaskaupinu? Þessir
sömu menn eru svo þvingaðir
til þess að greiða árlegt gjald
til RÚV,“ segir á vefnum.
Atvinnuleit Eiríks
n Blaðamaðurinn eftirsótti
Eiríkur Jónsson er væntan-
lega á förum frá Pressu Björns
Inga Hrafns-
sonar. Á Eyju-
bloggi sínu er
Eiríkur með
magnaða yfir-
lýsingu um
léleg laun sín
og hefur hann
uppi áheit um að bæta þar úr.
„Leita að nýrri vinnu svo ég
geti framfleytt mér og mínum
sómasamlega,“ bloggar Ei-
ríkur. Hermt er að vinnuveit-
anda hans sé ekki skemmt og
tíðinda sé að vænta.
Dúsur Jóhönnu
n Líklegt er talið að Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráð-
herra muni gauka embætti
þingflokks-
formanns
að Árna Páli
Árnasyni sem
sárabót vegna
missis á ráð-
herrastól.
Ekki eru allir
hrifnir af þessum pælingum.
Á meðal þeirra sem telja sig
eiga tilkall til dúsunnar er
Björgvin G. Sigurðsson sem
gegndi embættinu með sóma
í eina tíð og á það sameigin-
legt með Árna að hafa misst
ráðherrastól. Jóhanna mun
aftur á móti ekki hafa neinar
sérstakar mætur á Björgvin og
því ólíklegt að molar af borð-
um hennar slæðist til hans.
Ég sakna
hennar
Mjög ánægð
með viðbrögðin
Andri Freyr skilur Gunnu Dís eina eftir í Virkum morgnum næsta mánuðinn. – DV Anna Svava Knútsdóttir, einn handritshöfunda áramótaskaupsins, um eftirmála þess. – DV
Sjálfstæðisflokkurinn er bestur
H
agstofa Íslands birtir á vefsetri
sínu nýjar tölur um fjárhag
heimilanna eftir forskrift evr-
ópsku hagstofunnar Euros-
tat. Tölurnar sýna, að sjöunda hvert
heimili í landinu telur sig eiga mjög
erfitt með að ná endum saman. Við
erum að tala um 16.000 heimili af
123.000, eða 13 prósent af heildinni.
Tölurnar eiga við 2011. Árið áður,
2010, töldu 17.000 heimili sig eiga
mjög erfitt með að ná endum saman.
Til samanburðar telja aðeins um
2-4 prósent heimila annars staðar á
Norðurlöndum sig eiga mjög erfitt
með að ná endum saman. Sama hlut-
fall er 3 prósent í Þýzkalandi, 4 pró-
sent í Frakklandi, og 6 prósent á Bret-
landi 2010. Hlutfallið er hærra en hér
heima í aðeins þrem Evrópulöndum
utan gömlu kommúnistaríkjanna í
Austur-Evrópu, og þau eru Spánn (14
prósent), Portúgal (20 prósent) og
Grikkland (24 prósent). Þetta er ís-
kaldur og ískyggilegur raunveruleik-
inn á bak við biðraðirnar fyrir utan
Fjölskylduhjálpina og Mæðrastyrks-
nefnd og annað góðgerðarstarf m.a. á
vegum Hjálparstofnunnar kirkjunnar
og pólskra nunna.
Misskipting
Þessar tölur þurfa ekki að koma á
óvart. Árið 2004, fjórum árum fyrir
hrun, sagðist tíunda hvert heimili á
Íslandi eiga mjög erfitt með að ná
endum saman borið saman við 3-4
prósent annars staðar á Norðurlönd-
um. Takið eftir þessu: hér heima hefur
þeim heimilum fjölgað, sem eiga mjög
erfitt með að ná endum saman, en
þeim hefur fækkað í Finnlandi, Noregi
og Svíþjóð. Hér gætir áhrifa hrunsins
á skuldabyrði heimilanna. Umtals-
verðar fjárhagsþrengingar lágtekju-
fólks fyrir hrun (t.d. 2004) virðast stafa
af þeirri stefnu íslenzkra stjórnvalda
fram að hruni að flytja skattbyrði af
herðum efnafólks yfir á herðar fólks
með lágar tekjur og miðlungstekjur.
Af þessu leiddi aukna misskiptingu
svo sem algengt er í aðdraganda fjár-
málahruns. Heimskreppan 1929-1939
fylgdi í kjölfar aukins ójafnaðar í tekju-
skiptingu í Bandaríkjunum. Sama á
við um margar aðrar fjármálakreppur
á fyrri tíð.
Hvert er orsakasamhengið? Er auk-
in misskipting sjálfstæður kreppuvald-
ur? Varla. Hitt virðist líklegra, að aukin
misskipting og fjármálakreppur eigi
sér sameiginlega undirrót eins og t.d.
rangsleitna stjórnarstefnu, sem mylur
undir auðmenn á kostnað venjulegs
fólks, svo að auðmennirnir kunna sér
ekki læti og keyra bankana í kaf líkt og
gerðist hér heima og víðar.
Þegar heimilin voru spurð, hvort
þau geti mætt óvæntum útgjöldum
upp á 160.000 krónur 2011, sögðust 40
prósent heimilanna ekki geta það 2011
borið saman við 36 prósent 2004 og 30
prósent 2007. Vandinn er mestur með-
al ungs fólks. Í aldurshópnum undir
30 ára aldri segjast nærri 60 prósent
ekki geta mætta óvæntum útgjöldum.
Þegar spurt var, hvort heimilin eigi erf-
itt, nokkuð erfitt eða mjög erfitt með
að ná endum saman, sögðust nærri
63.000 heimili eiga í erfiðleikum 2011,
eða meira en helmingur allra heimila í
landinu. Þessar tölur skerpa myndina
af misskiptingunni, sem Stefán Ólafs-
son prófessor hefur ásamt samverka-
mönnum sínum kortlagt og skýrt og
einnig varað við mörg undangengin ár.
Meiri hlutinn er skuldlaus
Stundum er sagt, að þjóðin hafi tapað
áttum í aðdraganda hrunsins. Ekki
renna tiltækar hagtölur stoðum undir
þá fullyrðingu. Í Tíund, tímariti ríkis-
skattstjóra, er að finna tölur, sem sýna,
að meira en helmingur allra heim-
ila í landinu var í árslok 2008 svo að
segja skuldlaus. Þetta fólk – meiri hluti
þjóðarinnar – tók ekki þátt í darraðar-
dansinum. Á hinn bóginn skulduðu
244 fjölskyldur 150 milljónir króna eða
meira hver fyrir sig á núgildandi gengi
krónunnar og áttu ekki fyrir skuld-
um. Um 1.400 fjölskyldur áttu eignir,
sem námu 150 milljónum króna eða
meira. Tæpur helmingur allra heim-
ila átti eignir, sem nema 5 milljónum
króna eða minna. Þessar tölur vitna
um ójafna skiptingu eigna og skulda
og ríma vel við skýrar vísbendingar
um aukinn ójöfnuð í tekjuskiptingu ár
eftir ár fram að hruni. Eftir hrun hefur
misskiptingin minnkað, þar eð fjár-
magnstekjur efnafólks hrundu með
bönkunum.
Að ná endum saman
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
jontrausti@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
24 6.–8. janúar 2012 Helgarblað
„ Í Tíund, tímariti
ríkisskattstjóra, er
að finna tölur, sem sýna,
að meira en helmingur
allra heimila í landinu var
í árslok 2008 svo að segja
skuldlaus.
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason
„Árangur Sjálfstæðis-
flokksins er einstakur