Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 6.–8. janúar 2012 Helgarblað Ingólfur vann Fjármálaeftirlitið n Ákvörðun um vanhæfi dæmd ógild I ngólfur Guðmundsson var ekki vanhæfur til að gegna starfi fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verk- fræðinga eins og Fjármálaeftirlitið hafði ákveðið. Ingólfur var stjórnar- formaður Íslenska lífeyrissjóðsins á árunum 2007 og 2008 en Fjármálaeft- irlitið gerði athugasemdir við fjárfest- ingar sjóðsins en eftirlitið vísaði mál- inu til sérstaks saksóknara sem hefur haft það til rannsóknar. Taldi eftirlitið að fjárfestingarnar hefðu farið fram úr því sem lög heimila. Fjármálaeftir- litinu hefur verið gert að greiða Ing- ólfi 1,3 milljónir króna í málskostnað. Héraðsdómur féllst í raun á þau rök Fjármálaeftirlitsins að stjórn Ís- lenska lífeyrissjóðsins hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu við eftirlit með fjárfestingum sjóðsins. Það var hins vegar meðferð eftirlitsins sjálfs á niðurstöðu sinni um hæfi Ing- ólfs sem leiddi til þess að dómurinn sá sér ekki annað fært en að ógilda ákvörðunina. Það var meðal annars vegna þess að dómurinn taldi Ing- ólf ekki hafa fengið andmælarétt eins og honum átti að standa til boða auk þess sem stjórn Fjármálaeftirlitsins hefði ekki haft undir höndum leið- réttar skýrslur um starfsemi sjóðsins sem gætu hafa haft áhrif á mat á hæfi Ingólfs. Athygli hefur vakið að það var fyrr- verandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Jónas Fr. Jónsson, sem rak málið fyr- ir hönd Ingólfs fyrir héraðsdómi. Jón- as stjórnaði Fjármálaeftirlitinu allt til ársins 2009 en hann var leystur frá störfum eftir efnahagshrunið. Frístundakor t Tónheimar - Síðumúla 8 - tonheimar@tonheimar.is Ástvaldur Traustason skólastjóri Tónheima Upplýsingar og skráning á tonheimar.is og í síma 846 8888 Láttu drauminn rætast og lærðu að spila þín uppáhaldslög eftir eyranu á píanó, gítar eða ukulele. Allir aldurshópar, byrjendur sem lengra komnir. Tónlistarnám fyrir þig blús djass sönglögpopp Gengu í skrokk á húsráðanda Þrír menn spörkuðu upp hurð íbúðar í fjölbýlishúsi í Árbæjar- hverfi aðfaranótt fimmtudags og gengu í skrokk á húsráðanda með hnefahöggum og spörkum. Árásarmennirnir voru vopn- aðir skrúfjárni sem þeir notuðu til að hóta fórnarlambinu og öðrum manni sem var gestkomandi í íbúðinni. Hinum síðarnefnda tókst hins vegar að afvopna óboðnu gestina sem lögðu á flótta í kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þekkjast mennirnir allir og var um einhvers konar óút- kljáðar deilur þeirra á milli að ræða. Húsráðandi tilkynnti sjálfur húsbrotið og líkamsárásina til lögreglu og óskaði eftir sjúkrabíl. Áverkar hans reyndust hins vegar minniháttar og fékk hann að- hlynningu á sjúkrahúsi. Árásarmennirnir voru þá horfnir út í nóttina. Mikil aukning í sölu bifreiða Árið 2011 voru 2.547 nýir bílar seldir til almennings. Árið 2010 voru hins vegar aðeins 1.266 nýir fólksbílar seldir til almennings og nemur aukningin árið 2011 frá árinu á undan rétt rúmum 100 prósentum. Alls seldust 5.045 nýir fólksbílar á síðasta ári en hafa ber í huga að um helmingur þeirra var seldur til bílaleiga á landinu. Þeir einstaklingar sem keyptu sér nýjar bifreiðar á liðnu ári keyptu flestir Toyota. Í næstu sætum þar á eftir koma tegundirnar Chevr- olet og Volkswagen. Yfir allar nýjar bifreiðar sem seldust var Toyota einnig vinsælust en í næstu sæt- um á eftir komu Volkswagen og Suzuki. R agna Erlendsdóttir, móðir hinnar langveiku Ellu Dísar, á ekki fyrir leigunni í Lond- on. Hún flutti þangað á dög- unum og hefur búið á hóteli. Ragna fór af landi brott með Ellu Dís og tvær aðrar dætur sínar gegn ráði barnalækna á barnaspít- ala Hringsins. Hún var búin að fá sig fullsadda af Íslandi og sagðist í raun ekki eiga annarra kosta völ en að fara til London með dóttur sína þar sem hún fengi þá læknishjálp sem hún þyrfti. Þá var hún við að missa íbúð- ina sem fjölskyldan bjó í hér á landi. Nú dvelur Ragna tímabundið á íbúðahóteli þar úti ásamt dætrun- um þremur og segist ekki hafa efni á borga leigu af því húsnæði sem hún var búin að finna handa þeim. Ástæðuna segir hún vera svikin lof- orð lækna á barnaspítalanum sem ætluðu að aðstoða hana við að fá sjúkrahúskostnað Ellu Dísar endur- greiddan frá tryggingunum. Hún segist þó vera flutt út. Komst úr landi í annarri tilraun Fulltrúar barnaverndaryfirvalda höfðu stöðvað Rögnu á leið úr landi með Ellu Dís nokkrum dögum áður, með því að framvísa bréfi frá barna- læknum. Þar kom fram að hún væri of veik til að fljúga. Ragna komst þó vandræðalaust úr landi í annarri til- raun. „Það eina var að ég var stoppuð við hliðið að flugvélinni og mér tjáð að flugstjórinn vildi fá vottorð um að barnið væri í ástandi til að ferðast með flugvél og ég var með vottorðið sem ég fékk frá Sverri, lækninum hennar Ellu, og það var tekið gilt,“ út- skýrir Ragna, en Sverrir Bergmann, heila- og taugalæknir, hefur séð um Ellu Dís í rúmt ár. „Ella Dís var fín, eins og ég mat, en það var bara ekki tekið mark á mér.“ Gerði ráð fyrir 20 milljónum Ragna var á hótelherbergi með dæt- ur sínar þrjár þangað til á þriðjudag- inn í þessari viku, en þá fluttu þær sig á íbúðahótel sem er töluvert ódýr- ara. Ragna segir þær þó aðeins geta verið þar í viku. Eftir það veit hún ekki hvað tekur við. Hún segist vera löngu búin að finna draumahúsið fyrir fjölskylduna en hafi hvorki efni á tryggingunni sem leggja þarf fram við gerð leigusamningsins né leig- unni sjálfri. Hún treysti á að fá all- an sjúkrahúskostnað Ellu Dísar, 20 milljónir króna, endurgreiddan frá tryggingunum en þeirri beiðni hef- ur verið hafnað. „Fólk heldur að ég hafi hlaupið út með hvorki pening né samastað en ég var búin að plana allt með endurgreiðsluna í huga.“ Ragna segir að ef hún fengi bara hluta af þessum peningum þá gæti hún hafið nýtt líf. Hún segist þó halda bæði um- önnunar- og örorkubótum þrátt fyrir að vera flutt úr landi. DV reyndi ítrek- að að fá svör frá Sjúkratryggingum Ís- lands um hvort það væri reglan að fólk héldi slíkum réttindum flytti það úr landi, en án árangurs. „Þessi sviknu loforð og öll þessi leiðindi, þetta er að taka orku og pening frá okkur sem við gætum ver- ið að nota til að hjálpa litlu barni. Mér finnst það gleymast burtséð frá því hvað fólki finnst um mig,“ segir Ragna. Aðeins tveggja vikna bið Að sögn Rögnu kemst Ella Dís inn á barnaspítalann við Great Ormond Street þann 12. janúar. „Í öll þau skipti sem ég hef farið á Great Ormond Street þá hef ég aldrei verið kölluð inn með barnið eftir tvær vikur. Ég hef alltaf þurft að bíða í þrjá mánuði. Læknarnir skoðuðu hana og sögðu að þetta væri engan veginn örugg öndun og að það væri hræðilegt að sjá kokið á henni,“ segir Ragna og bendir á að það sýni hve aðkallandi það sé orðið að öndunarvél Ellu Dís- ar verði tengd í gegnum barkann en ekki ofan í kokið á henni sem er mjög þrútið og hálflokað. Hún segir spítal- ann þó krefjast þess að ákveðin eyðu- blöð komi útfyllt frá Íslandi en vonar að það verði engin leiðindi út af því. „Þeir neita henni ekki um aðstoð og ég hef mestar áhyggjur af húsnæðis- málunum. Ég er alveg með kvíðahnút í maganum og þarf hugsanlega að hefja söfnun til að geta haldið húsinu sem ég er búin að finna,“ segir Ragna sem reynir að vera sterk þrátt fyrir að vera hálfráðalaus. ragna Á ekki fyrir leigunni n Ragna Erlendsdóttir er flutt til London með fjölskylduna n Fær ekki 20 milljónir endurgreiddar frá Sjúkratryggingum Íslands n Hefur ekki efni á að leigja draumahúsið „Ég var búin að plana allt með endurgreiðsluna í huga. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Flutt til London Ragna er flutt með dætur sínar þrjár til London. Hún segist ekki hafa átt annarra kosta völ. mynd EyþóR ÁRnASon Greiða yfir milljón í málskostnað Fjármálaeftirlitið þarf að greiða Ingólfi 1,3 milljónir króna í málskostnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.