Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 35
Um áramót stíga menn gjarnan á stokk og
strengja heit um g öfug markmið og fögur fyrir-
heit. Oft gjarnan um heilbrigt líferni, líkams-
rækt og útiveru. Ferðafélag Íslands hefur nú í
þrjú ár staðið fyrir verkefninu Eitt fjall á viku
sem upphaflega var áramótaheit framkvæmda-
stjóra félagsins Páls Guðmundssonar.
,, Ég lenti í því haustið 2008 að lokast inni á
sjúkrahúsi í Frakklandi í rúma tvo mánuði og
át lítið annað en sjúkrahúsbjúgu og franskt
brauð og var orðinn nokkuð þjakaður af hreyf-
ingarleysi þegar ég komst loks heim í desember
og langaði að strengja eitthvað skemmtilegt
áramótaheit. Þetta varð niðurstaðan; að ganga
á eitt fjall á viku allt árið. Þetta var auglýst upp
sem verkefni hjá Ferðafélaginu og viðtökurnar
voru afar góðar og síðan hefur verkefnið dafnað
vel og haldið áfram i umsjón margreyndra farar-
stjóra. Verkefnið fer nú af stað enn og aftur í
upphafi nýs árs og erum við með sex fararstjóra
í verkefninu og verkefnisstjóri er Páll Ásgeir
Ásgeirsson.“ Í þessu fjallaverkefni er gengið á
Eitt fjall á viku allt árið og endað á gamlársdag
með því að ganga á fjall númer 52. Þá er búið að
vera að ganga á fjöll allt árið og meðal annars á
Hvannadalsnúk í mai sem og farnar helgarferðir
bæði í Þórsmörk og Landmannalaugar þar sem
gengið mörg fjöll yfir hvora helgi. ,,Við höfum
séð miklar framfarir hjá þátttakendum og óhætt
að segja að fjallgöngur eru frábær líkamsrækt.
Um leið og fólk nýtur útiverunnar og félags-
skaparins er það að bæta við þekkingu sína og
reynslu í fjallamennsku og auka þol og styrk um
leið.
Eitt fjall á mánuði
Í kjölfarið á þessu verkefni hafa myndast fleiri
verkefni hjá Ferðafélaginu, til dæmis Eitt fjall á
mánuði þar sem gengið er á Eitt fjall á mánuði
og hentar betur þeim sem vilja ekki eins mikla
skuldbindingu og í Eitt fjall á viku. Þá
hafa einnig orðið til sérstök framhalds-
verkefni þar sem bætt er við erfiðari
fjöllum og um leið meiri fræðslu.
Verkefnið Eitt fjall á mánuði er einnig
að hefjast nú i janúar og fengum við
þá fjallabræður Örvar og Ævar Aðal-
steinssyni, margreynda fjallamenn og
björgunarsveitarmenn til að taka að sér
umsjón verkefnis og hafa þeir
með sér fleiri reynda farar-
stjóra.
FÍ Garpar
Nýjasta verkefnið sem sprottið
hefur úr þessu starfi er verk-
efnið FÍ Garpar. Þá er gengið á
8 – 10 virkilega krefjandi fjöll
og er eingöngu ætlað þátt-
takendum í mjög góðu formi
og með reynslu af fjalla-
ferðum. ,,Við höfum fengið
Einar Stefánsson Everestfara
og verkfræðing og marg-
reyndan fjallagarp og Auði
Kjartansdóttur sem starfar
sem sérfræðingur á ofan-
flóðasviði Veðurstofunnar og
hefur 20 ára reynslu af fjalla-
mennsku og björgunarsveitar-
störfum til að vera fararstjórar
í þessu verkefni. Bæði þessi
verkefni, Eitt fjall á mánuði
og FÍ Garpar verða kynnt á
sérstökum kynningarfundi 10.
Janúar nk. í sal Ferðafélagsins
Mörkinni 6 kl. 20.
Ferðaáætlun 2012
Ferðaáæltun Ferðafélagsins
kemur út 21. Janúar og er þar
að finna ferðaáætlun ársins. Páll segir FÍ bjóða
fjölda áhugaverðra ferða, dagferðir, helgarferðir,
sumarleyfisferðir, allt frá einföldum gönguferð-
um um borgina og upp í krefjandi jöklaferðir.
Um þær megi fræðast í ferðaáætlun félagsins
sem kemur út þann 21. janúar,
sem verður á prentformi og
netinu.
„Þá hefur skíðafólk, jeppa- og sleðamenn ærna
ástæðu til að gleðjast þar sem útlit er fyrir góðan
og snjóþungan vetur, og ætlum við meðal annars
að bjóða upp á skálavörslu í Landmannalaugum
og jafnvel víðar þar sem skálaverðir taka vel á
móti gestum.
Fjallgöngur besta
líkamsræktin
Eitt fjall á viku með FÍ
Á leið á Hvannadalshnúk
Páll Guðmundsson, framkvæm-
dastjóri Ferðafélags Íslands
Kaffipása á leið á Snæfellsjökul
Upp Snæfellsjökul
Ferðafélag Íslands
www.fi.is | sími: 568 2533
d
v
e
h
f.
2
0
12