Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 44
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 7 jan 6 jan 8 jan Vínartónleikar Vinsælustu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Íslands eru hinir árlegu Vínartónleikar, og víst er að margir hlakka til að heyra hljóm- sveitina í léttu og leikandi formi í Hörpu í fyrsta sinn. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 í Eldborg og er miðaverð frá 3.000 krónum upp í 7.500 krónur. Uppistand í Gamla bíói Pétur Jóhann Sigfússon og Þor- steinn Guðmundsson slá saman í uppistandsveislu í Gamla bíói. Með þeim verður tónlistarmaðurinn Helgi Svavar Helgason sem mun halda taktinum gangandi á milli atriða og lífga upp á sýninguna. Sýningin hefst klukkan 22.30 í Gamla bíói. 200.000 naglbítar á Akureyri Týndu synirnir snúa aftur heim með alvöru rokktónleika í farteskinu og halda tónleika að Hofi á Akureyri. Þar munu þeir flytja öll sín bestu lög og kynna nýtt efni. Húsið er opnað klukkan 20.00 og miðinn kostar 2.500 krónur. Skrímsli í leikhúsi Litla skrímslið og stóra skrímslið stíga nú í fyrsta sinn á leiksvið, en leikritið byggist á fyrstu bókunum um þau og þar reynir vissulega á vináttu og hugrekki þeirra félaga. Leikritið um skrímslin er sýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og miðaverðið er 1.800 krónur. Jarðskjálfti í London Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands sýnir Jarðskjálfta í London eftir Mike Bartlett í leikstjórn Halldórs E. Laxness. Sýningin er hressileg umfjöllun um það sem framtíðin ber í skauti sér og þær miklu hamfarir sem ganga yfir samfélög okkar í dag. Sýningin fer fram í Smiðjunni og kostar 1.500 krónur inn. 36 6.–8. janúar 2011 Helgarblað „Tekst ágætlega að gera efnahagsbrot og bankahrun að spennuefni í skáldsögu sinni“ „Helgi hittir í mark“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Samhengi hlutanna eftir Sigrúnu Davíðsdóttur Helgi Björns syngur íslenskar dægurperlur ásamt gestum Í matsal Borgarleikhússins sitja leikstjórinn og leik- skáldið Björn Hlynur Haraldsson og tónskáldið Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós og ráða ráðum sínum. Þeir bjóða upp á lax og salat með sveskjum. Kjartan Sveinsson semur tónlist við verkið Axlar- Björn sem Björn Hlynur frum- sýnir í næstu viku. „Við höfum unnið saman áður,“ segir Björn Hlynur. „Það var þegar ég var enn í leiklistarskóla. Ég var að vinna að verkefni um Shakespeare og þurfti að fá einhvern til þess að vinna tón- list fyrir mig og það var Lára Sveinsdóttir leikkona, bekkjar- systir mín og systir Kjartans sem stakk upp á því að við fengjum hann til liðs við okk- ur. Þetta var áður en hann fór í meikið. Hann var að vinna í leikskóla. Kjartan, myndir þú ekki segja að þetta hafi verið þinn stökkpallur?“ Kjartan glottir. „Það má segja það, jú.“ Í Axlar-Birni segir Björn Hlynur sögu eina raðmorð- ingja Íslandssögunnar. Í verk- inu rekur hann einum þræði sögu morðingjans en með öðrum veltir hann upp spurn- ingum um sjúkleika þann sem veldur því að menn fremja voðaverk. Verkið verður frum- flutt þann 11. janúar á Litla sviði Borgarleikhússins. 20 þúsund Íslendingar afkomendur Axlar-Bjarnar „Axlar-Björn á að eiga um 20 þúsund afkomendur á lífi. Það er hægt að fara á Ís- lendingabók og fletta honum upp. Björn Pétursson frá Öxl lést 1596. Ég er búinn að at- huga,“ segir Björn Hlynur og brosir. „Ég er nefnilega ætt- aður af næsta bæ við Öxl en það er engin tenging á milli okkar.“ Er það vegna tengingar- innar við staðinn sem sagan af þessum morðóða nafna hans fangaði hann svo mjög? „Meðal annars. Ég hef tengingu við þennan stað frá barnæsku en ég held að áhugi minn liggi þó helst í þjóðsögunni. Það skýtur eiginlega skökku við að við höfum ekki unnið meira með sagnahefðina. Við færum gjarnan á svið stórar skáldsögur sem þarf að fella mikið út úr í stað þess að nota þessar stuttu sögur sem bjóða upp á að unnið sé með þær. Ég held reyndar að allir sem tengjast þessari sýningu geri það vegna áhuga á þess- ari þjóðsögu.“ Traffík á Íslendingabók Björn Hlynur segir hugmynd- ina að uppfærslunni upphaf- lega komna frá sambýliskonu sinni, Rakel Garðarsdóttur. „Mér leist afar vel á hugmynd- ina og las þjóðsöguna og las annála frá þessum tíma. Ann- álar eru merkilegt fyrirbæri. Skráðir af mönnum sem voru sendir á milli bæja að spyrja um fréttir. Þjóðsaga Jóns Árna- sonar byggir á þessum ann- álum. Annálarnir eru nokk- urs konar DV árið 1590,“ segir hann og hlær. „Síðan ákvað ég að skrifa leikrit sem er að vissu leyti byggt á þessum ann- álum.“ Saga Axlar-Bjarnar er blóði drifin. En Björn Hlynur leggur áherslu á að hún sé fyrst og fremst saga manns. „Ég er ekk- ert viss um að móðir hans hafi drukkið blóð úr föður hans eins og segir í þjóðsögunni en það skemmir ekkert fyrir góðri sögu. Þetta er bara saga. Lífið okkar er bara saga, þú fæðist og deyrð og inni á milli verður sagan til. Ef einhver man eftir þér, þá man hann eftir sögu þinni og segir hana. Því miður þá lifa oftar sögurnar ef þú ert vond manneskja. það eru ekki til margar sögur af góða bónd- anum. Það er talað um að hann hafi drepið 18 manns. Sonur hans, Sveinn skotti, var líka morðingi og var tekinn af lífi og sonur Sveins líka. Það voru allavega þrír ættliðir morðingja í þessari ætt.“ Björn Hlynur segir það vissulega vekja upp spurningar um þróun gena. „Fjarar þetta alveg út eða liggja þessi gen í dvala einhvers staðar? Eða er þetta í uppeldinu og nánasta umhverfi? Og síðast en ekki síst er mikilvægt að spyrja þeirrar spurningar hvort þessar hvatir búi í okkur öllum.“ „Ég er ekkert skyldur hon- um heldur,“ skýtur Kjartan inn í þar sem hann situr við hliðina á Birni Hlyni og grúfir sig yfir snertiskjá á síma. „Það verður traffík á Ís- lendingabók næstu vikur,“ segir Björn Hlynur og hlær. „Ertu með raðmorðingjagen? Eða ekki?“ Voðaverk í myrkri Björn Hlynur segist hafa nálg- ast verkið með ótal spurningar í huga. „Mér finnst merkilegt að skoða hvað liggur að baki voðaverkum eins og raðmorð- um. Auðvitað er þetta sjúk- dómur í grunninn en oft er eitthvað sem kveikir á honum. Eitthvað sem hefur áhrif á þig, oft þegar þú ert krakki. Kannski höfum við öll þetta sama eðli en sumum okkar er ýtt út í þetta vegna einhvers. Ég vildi komast nær Axlar- Birni. Af hverju hann gerir þetta. Hann er í kolniðamyrkri fyrir 400 árum í einhverj- um útnára hér á þessarri eyju norður í rassi. Hann sér aldrei ljósglætu þarna sem hann dregur fram lífið í moldarkofa á Snæfellsnesi. Ég held að við nútímafólkið sem getum sett gyðingaljós í gluggann til að lýsa upp tilveruna getum ekki ímyndað okkur allt þetta myrkur. Við þurfum á ljósi að halda. Nú fer fólk í þerapíu við þunglyndi og horfir í ljós. Ég held að það hafi verið þannig að margir hafi orðið hluti af myrkrinu og moldinni.“ Tveir karlmenn að tala um tilfinningar Björn Hlynur og Kjartan leiða blaðamann á Litla svið Borgarleikhússins. Á vegg á sviðinu hangir hreindýrshaus og sviðið er lagt dúk sem líkist skákborði. Þar fyrir framan er lítil tjörn með vatni. Líklegast Ígultjörn þar sem Axlar-Björn sökkti fórnarlömbum sínum. Blaðamaður minnist þess að um blóðuga sögu er að ræða og segir frá ráðagerðum um að mæta í plastkápu í leikhúsið til að verjast klístrugu gervi- blóðinu. „Nei, ég er ekkert sér- staklega hrifinn af gerviblóði á sviði,“ segir Björn Hlynur. „Það er gert úr sírópi og klístrast og festist alls staðar. Kynn- ingarmyndin sem sýnir Atla útataðan í blóði ekki endilega lýsandi fyrir sýninguna. Þetta er ekki splatter-verk þar sem blóðið spýtist út um allt. Það er frekar tilfinningunum sem er otað að leikhúsgestunum. Það er mikilvægt að tala um það sem liggur undir niðri.“ Kjartan semur eins og áður segir tónlistina við verkið. Hann hefur nýlokið við að semja spjallþáttastef sem kemur við sögu í þessari upp- færslu sem og martraðarkennt sirkusstef sem hann spilar fyrir Björn Hlyn. Hann brosir breitt þegar hann heyrir sirkusstefið. „Þetta verður skemmtilegt,“ segir hann. „Ein persónan í leikritinu er með trúðafóbíu sem er algengara en maður heldur,“ útskýrir hann fyrir blaðamanni. Þeir hlæja líka dátt að spjallþáttastefinu. „Mér fannst gaman að vinna þetta stef,“ segir Kjartan. „Sér- staklega gítarsólóin í endann.“ Áður en blaðamaður kveð- ur þá félaga sem eru nú djúpt sokknir í ljósapælingar minnir Björn Hlynur blaðamann á að tékka á Íslendingabók. „Rað- morðingjagenin! Þú verður að skoða þau.“ n Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Björn Hlynur Haraldsson frumflytur nýtt leikverk í næstu viku um eina þekkta raðmorðingja Íslands, nafna sinn hann Axlar-Björn. Sonur og sonarsonur Axlar-Björns voru báðir morðingjar og heimildir herma að móðir hans hafi einnig haft annarlegar hvatir. Um tuttugu þúsund Íslendingar eru afkomendur Axlar-Bjarnar. „Ekki ég,“ segir Björn Hlyn- ur eftir stutt tékk á Íslendingabók. Hann settist niður með Kristjönu Guðbrandsdóttur og ræddi um verkið og uppfærsluna, sóðalegt gerviblóð, trúðafóbíu og af hverju karlmenn þurfa að ræða um tilfinningar. Ertu mEð raðmorðingjagEn? Hreindýrshöfuð Björn Hlynur í sviðsmynd verksins undir forláta hrein- dýrshöfði. Karlmenn og tilfinningar „Nei, leikstjórar þola ekki gerviblóð á sviði,“ segir Björn Hlynur. „Það er gert úr sírópi og klístrast og festist alls staðar. Vissulega er verkið hryllingur en það er sálrænn hryllingur. Á sviðinu eru tveir karlmenn að ræða um tilfinningar sínar,“ segir hann og brosir laumulega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.