Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 45
37Helgarblað 6.–8. janúar 2011 „Vísanir í hómóerótík eru skemmtileg afþreying“ „Ómögulegt að hætta að spila hann“ Sherlock Holmes: A Game of Shadows Skyrim á PS3 Hver var uppáhaldsjólagjöfin þín? „Axlar-Björn á að eiga um 20 þúsund afkomendur á lífi. Það er hægt að fara á Íslendingabók og fletta honum upp. Axlar-Björn Eflaust má til sanns vegar færa að ef Axlar-Björn, eini raðmorðingi Íslandssögunnar, hefði verið uppi á okkar tímum hefði hann orðið viðfang fjölda lærðra greina um mannseðlið, geðsýki og áhrif samfélagsins þar á. Á tímum Axlar-Bjarnar var ekki búið að upphugsa marga þeirra sjúkdóma sem nú er skírskotað til þegar um glæpi af þeirri stærðargráðu sem Axlar-Björn gerðist sekur um er að ræða. Axlar-Björn var sennilega á sínum tíma einfaldlega álitinn illmenni af verstu sort, hrakmenni sem Ísland væri betur komið án en með. Eða andsetinn og þá skyldi særa út djöflana innra með honum með hverjum þeim ráðum sem tiltæk voru. Um forfeður Axlar-Bjarn- ar er lítið vitað, en séra Sveinn nokkur Níelsson skráði um Axlar-Björn frá- sögn „eptir gömlum manni og greindum, innlendum“, eins og þar er skrifað og samkvæmt þeirri frásögn átti Axlar-Björn ættir að rekja í Hraunhrepp á Mýrum; faðir hans hét Pétur en móðir hans var úr Breiðuvík á Snæfells- nesi. Þess má geta að frásögn séra Sveins liggur til grundvallar sögu Axlar-Bjarnar í Íslenskum þjóðsögum Jóns Árnasonar. Axlar-Björn er kenndur við bæinn Öxl, ekki langt frá Búðum á Snæfellsnesi, og um hann sagt að djöfullegt eðli hans hafi komið fram strax í móðurkviði. Þegar hann eltist var ekki gefið að þeir sem leið áttu um hlaðið hjá honum þyrftu að kemba hærurnar. Sú varð raunin með tvo vinnumenn auðugs bónda, vel útbúna með væna klára. Þeim bauð Axlar-Björn ekki til stofu, eins og sagt er, heldur í fjósið… Fórnarlömb Axlar-Bjarnar eru alla jafna talin vera átján talsins og komst hann upp með ódæði sín allt þar til annað tveggja systkina slapp með skrekkinn og sagði til hans. Reyndar er til önnur frásögn um lyktir morðferils Axlar-Bjarnar; að förukona með þrjú börn hafi komið til hans. Börnin lokkaði Björn til sín eitt í senn og fyrirkom þeim, en móðirin komst undan og sagði til hans. Eiginkona Bjarnar, Þórdís, ku, samkvæmt einni heim- ild, hafa veitt eiginmanni sínum liðveislu við morðin. Í Setbergsannál segir: „Þegar honum varð aflskortur, þá veitti kona hans honum lið. Hún hafði brugðið snæri um háls þeim og rotað þá með sleggju, stundum kyrkt þá með hálsklæði sínu.“ Öll fórnarlömb Axlar-Bjarnar, nema eitt, fengu vota gröf því þeim sökkti hann í Íglutjörn fyrir neðan túnfótinn á Öxl. Fyrsta fórnarlamb sitt dysjaði hann hins vegar í flórnum á Knerri. Árið 1596 svaraði Axlar-Björn fyrir syndir sínar en áður en hann var tekinn af lífi var hann beinbrotinn á útlimum með sleggju, að því loknu var hann hálshöggvinn og að lokum brytjaður niður og líkamshlutar hans settir á stangir. Þórdís var ekki líflátin með Birni, enda bar hún barn undir belti þegar þar var komið sögu. Þegar hún varð léttari var hún aftur á móti hýdd óvægilega, svo skinnið flettist af. Svo virðist sem illt eðli, eða hvaða greining sem menn vilja viðhafa, hafi gengið í erfðir því sonur hans, Sveinn skotti, var hengdur árið 1648. Aðdragandi þess var að Sveinn hafði gert sér ferð í Rauðsdal á Barðaströnd. Þangað kominn reyndi hann að nauðga húsfreyjunni á bænum en hún kom á hann böndum og í hendur rétt- vísinnar. Einn sonur Sveins skotta var Gísli hrókur og til að gera langa sögu stutta þá endaði hann ævi sína með sama hætti og faðir hans. Nálgun leikhópsins Vesturports byggir á vangaveltum um úrræði kerfisins í málefnum geðsjúkra glæpa- manna í dag og er þeirri spurningu varpað fram hvort nútímasamfélagið sé komið lengra áleiðis í úrlausnum geðrænna vandamála en raunin var á tímum Axlar- Bjarnar og hvort réttarkerfið sé í stakk búið að taka á málefnum geðsjúkra afbrotamanna, aðstandenda þeirra og fórnarlamba. Alblóðugur Axlar-Björn Atli Rafn Sigurðsson í hlutverk illvirkjans Axlar-Bjarnar. Ertu mEð raðmorðingjagEn? Bjarni Snæbjörnsson leikari: „Besta jólagjöfin í ár var inneign í sumarfrí frá foreldrum mínum. Ég strengdi ára- mótaheit um að fara í gott sumarfrí í ár því ég hef ekki gert það í langan tíma vegna vinnu og skemmtilegra verkefna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.