Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 33
Heilsa 5Helgarblað 6.–8. janúar 2012 Pink Fit brennslupakkinn Þrjár vörur sem gera kraftaverk. Eat Control, Ultra Loss Shake og L-Carnitine. Þessi pakki hjálpar þér að ná undra- verðum árangri á aðeins 21 degi. Eat Control kemur jafnvægi á blóðsykurinn og löngun í sykur og sætuefni minnkar! Fæst í Sportlíf í Glæsibæ og á www.sportlif.is Aðeins 6 skref d v e h f. / j ó n i n g i Sterkari ef hjartað ræður för J ákvæðar breytingar á lífs- háttum eru stór hluti af því hvernig heilbrigðiskerfi fram- tíðar mun þróast og þetta taka líkamsræktarstöðvar ytra til sín og hafa síðustu ár lagt sífellt meiri áherslu á andlega heilsu þeirra sem til þeirra leita. Raunin er sú að ef andlegu stoðirnar eru ekki lagi þá verður árangur af heilsurækt lítill. Í dag er heilsurækt miklu meira en þjálfun líkama. Við förum í ræktina markvisst til að bæta eigið líf og and- lega heilsu. Útlitið er aukabónus.“ segir Guðbjörn Gunnarsson heilsu- markþjálfi. „Markþjálfun er skipulögð að- ferð til að mynda kraftmikil mark- mið, uppgötva framtíðarsýn og löngun til að ná settum markmið- um. Ég er farinn að ná meiri árangri en nokkru sinni áður. Það er vegna þess að í heildrænni heilsumark- þjálfun er hugað að andlegum þáttum líka og öllu því sem snertir okkar daglega líf. Það er ótrúlega margt sem fólk veit í hausnum en er ómeðvitað um í hjartanu og sálinni. Þess vegna þarf heilsuræktin að byrja í hjart- anu. Hún þarf reyndar að haldast þar allan tímann. Það gerum við með því að hafa gleðina með í för. Heilsurækt á að vera ánægjuleg og gefandi. Hún á, eins og margt annað í lífinu, að gefa okkur gleði. Við för- um oft á mis við gleði – gleði og það að leyfa ímyndunaraflinu að fleyta okkur áfram í lífinu. Hvort tveggja er ómissandi.“ Rétt skilaboð til undirmeð- vitundarinnar Guðbjörn segir heilsumarkþjálfun vera ferðalag hjá hverjum og einum. Ferðalagið sé aldrei hið sama. „Í við- tölum í markþjálfuninni þá öðlastu vitund. Til þess þarf að fara í svo- lítið ferðalag. Við skoðum allt sem hefur áhrif á manneskjuna. Þetta er ekki sálfræðitími en það er unnið í fullum trúnaði með aðila sem hefur hlotið til þess sérstaka þjálfun. Það er svo margt sem hindrar okkur í að ná árangri. Helst við sjálf og hugar- farið. Við sendum undirmeðvit- undinni okkar skilaboð í sífellu og mjög oft eru þau neikvæð og leiða okkur frá markmiðum okkar í stað þess að færa okkur nær þeim.“ Guð- björn nefnir dæmi: „ Kannski kemur til mín einstaklingur sem glímir við hjónabandserfiðleika, vinnur mikla yfirvinnu og tekur sér ekki tíma til að huga að sjálfum sér. Þegar hann gerir það þá gerir hann það af skyldu við sjálfan sig. Í þessu er lítil gleði. Líðan hans leiðir síðan ef til vill af sér alls kyns venjur og siði sem hann glaður myndi vilja breyta. Hann þarf bara að fá að tjá sig um það, sjá það fyrir sér og fá svo aðstoð við að losa sig úr þessum vítahring. Íslendingar eru lokaðir, þeir fá ekkert að tjá sig en með því að tjá sig, hugsa og tala þá sendir þú rétt skilaboð til undirmeð- vitundarinnar. Þarna hefst ferða- lagið.“ Langar að verða betri faðir Hann tekur sjálfan sig sem dæmi. „Mig langar að verða betri faðir, þá þarf ég að sjá mig fyrir mér vera góða fyrirmynd. Ég reyni því að nota ímyndunaraflið og sjá mig í aðstæðum þar sem ég er tillits- samur faðir. Ég hugsa um hvernig ég er þegar ég er að spila við dótt- ur mína. Hvað ég segi og hvernig ég held samskiptum okkar góð- um. Þetta er eitthvað sem þú lærir ekki á einum fyrirlestri. Þú verður að tileinka þér aðferðirnar. Þetta er heilsurækt sem skiptir máli og hefur mun víðtækari árangur en nokkuð annað. Ég er búinn að stunda hugleiðslu í átta ár og er alltaf að skilja hlutina betur og betur. Hugleiðslan og markþjálf- unin hefur breytt mér mjög mikið. Þegar ég var 10 ára var ég annar tveggja sem þorðu ekki að hoppa yfir hestinn í leikfimi. Ég var allt- af rosalega hræddur, við allt og alla. Myrkfælinn og kvíðinn. Ég er búinn að breytast 180 gráður frá þessum strák sem var 10 ára. Ég ákvað nefnilega að vinna með hræðsluna. Í dag hugsa ég: það sem er erfitt er vinur minn.“ Að hjartað fái að ráða för Guðbjörn byrjar fljótlega með nám- skeið í World Class sem ber yfirskrift- ina Mind & Body. „Þetta er í fyrsta skipti, að ég tel, sem námskeið sem þetta er í boði á Íslandi. Markmiðið er hugarfars- breyting til framtíðar og að þú komir fram við líkamann sem musteri sálarinnar. Í hverjum tíma er gerðar brennslu og styrktaræfingar í 50 mín- útur en eftir tímann er farið í heitan sal, þar eru gerðar teygjur og stunduð hugleiðsla og kennsla. Ég hef þá hug- sjón að það sé hægt að gefa fólki verkfæri sem geri það að lausnamið- aðri manneskju og eins og ég sagði áður þá er eitt frumskilyrði. Að hjart- að fái að ráða för.“ kristjana@dv.is „Þegar ég var 10 ára var ég annar tveggja sem þorðu ekki að hoppa yfir hestinn í leikfimi. Byggðu upp líkama og sál Mikilvægt er að huga að andlegum þáttum og hafa þá hluta af almennri líkamsrækt. n Tilheyrir þú þeim hópi sem reynir ár eftir ár að taka ábyrgð á eigin heilsu? n Gefst upp og reynir aftur n Án árangurs? n Ný viðmið sjást nú í líkamsræktarsölum víða um heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.