Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 64
Egill varar við Twitter n Reynsla Egils Helgasonar fjölmiðla- manns af samskiptavefnum Twitter er býsna óhugnanleg ef marka má færslu á bloggsíðu hans. Þar segir að óþekktur einstaklingur úti í bæ hafi gert sér að leik að falsa færslur í hans nafni á Twitter. „Það sem verra er – hann hefur fylgst með ferðum mínum og fjölskyldu minn- ar og sett upplýsingar um þær inn í mínu nafni. Sjálfur hef ég aldrei skrifað neitt á Twitter,“ segir Egill. Ekki tók betra við þegar hann kvart- aði formlega til vefjarins. „Einstak- lingurinn sem ég náði loks sam- bandi við hjá Twitter og svarar seint og um síðir heitir ekki einu sinni alvörunafni, heldur kallar sig @ BillyPilgrim727 – upp úr skáld- sögu eftir Vonne- gut.“ ferð.is Ferð.is flýgur til Verona með Icelandair ferð.is sími 570 4455 ferð.is er íslensk ferðaskrifstofa sem einungis er starfrækt í gegnum netið. Íslendingum gefst með ferð.is kostur á að kaupa ódýrar ferðir á netinu án þess að slaka á kröfum um öryggi, þjónustu og góðan aðbúnað. Ný ferðaskrifstofa á netinu Verona 19. janúar ÍS LE N SK A S IA .I S F E R 1 32 18 80 0 1/ 12 Renndu þér á frábært skíðatilboð 19. - 28. janúar júgðu fyrir minna Verð frá 99.900 kr. Flug og gisting • Pampeago Sport Hotel • Val di Femme 19. janúar - 9 nætur Verð á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli með hálfu fæði. Flug, flugvallarskattar og gisting með hálfu fæði. Verð á mann, flug og flugvallarskattar. Verona19. janúar Flug verð frá 39.900 kr. Verkaði hún nokkuð ál? Harmþrungin ástarsaga n Fiðluleikarinn Gréta Salóme Stein- þórsdóttir er með tvö lög í Söngva- keppni sjónvarpsins þetta árið. Þetta er í fyrsta skiptið sem Gréta Salóme tekur þátt með lagasmíð- ar sínar. Í viðtali við Eurovision aðdáendavefinn, ESCDaily.com, segir Gréta frá lögunum en annað laganna mun söngvarinn Jón Jósep Snæbjörnsson flytja og segist Gréta hafa fengið innblásturinn að því í gamalli og harmþrung- inni ástarsögu. Seinna lagið flytja þær Guð- rún Árný Karlsdóttir og Heiða Ólafs- dóttir en það lag segir Gréta vera mun glaðlegra og fjalli það um að komast í gegnum lífið hvað sem á dynur. Undirbúa Eurovision n Söngvarar og lagahöfundar sem komnir eru áfram í Söngvakeppni Sjónvarpsins leggja þessa dag- ana allt kapp á að gera atriðin sín klár fyrir keppnina. Keppnin hefst laugardagskvöldið 14. janúar en þá stíga fyrstu söngvararnir á svið. Kynnir verður Brynja Þorgeirsdóttir en þeir Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Kristinn Jónsson krydda þáttinn með fróðleiks- molum og Sigtryggur Baldursson ræðir við lagahöfunda. Sigur- vegari söngva- keppninnar verður að vanda fulltrúi Íslands í Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem að þessu sinni fer fram í Baku í Aserbaídsjan í maí. Ó hætt er að segja að Janne Sig- urðsson, forstjóri Fjarðaáls, hafi dálítið annan bakgrunn en margir forstjórar stórfyrirtækja á Íslandi. Janne, sem er fædd í Álaborg í Danmörku, var ráðin í starfið frá og með 1. janúar síðastliðnum. Hún kom eiginlega alveg óvart til Íslands eftir að hafa ferðast um heiminn eftir að hafa lokið menntaskólanámi í Danmörku. Janne ákvað að sækja um starf í fisk- vinnslu á Íslandi árið 1988 og fékk starf við hæfi á Eskifirði. „Ég var með 6 mán- aða samning við Eskju og fékk bæði að vera í frystihúsinu og í lönduninni. Þetta var skemmtilegur tími, alltaf fjör og gaman,“ segir Janne. Eiginmanni sínum, Magnúsi Sigurðssyni, kynnt- ist hún á Íslandi en svo fór þó að þau fluttu til Danmerkur þar sem Janne fór í háskólanám til að læra stærðfræði og tölvunarfræði. Eftir námið fékk hún gott starf hjá Siemens Mobile Phones. En hún segir að Ísland hafi alltaf togað í hana og þau hjónin fluttu til Fjarða- byggðar hausið 2005 ásamt börnum sínum. Í kjölfarið fékk hún starf hjá Fjarðaáli þar sem hún sinnti ýmsum störfum, meðal annars stöðu fram- kvæmdastjóra kerskála. Janne var svo ráðin forstjóri Alcoa Fjarðaáls á dög- unum. Aðspurð hvernig henni líki að búa í Fjarðabyggð segir hún: „Hérna er frá- bært fólk, sem fylgist með því hvort ná- grannanum líður vel eða ekki.“ Fiskverkakona varð álforstjóri n Janne Sigurðsson hefur annan bakgrunn en margir forstjórar Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 6.–8. Janúar 2012 2. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Ánægð í Fjarðabyggð Janne kom fyrst hingað til lands árið 1988. Hún flutti aftur til Danmerkur en kom svo aftur til landsins árið 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.