Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 64
Egill varar
við Twitter
n Reynsla Egils Helgasonar fjölmiðla-
manns af samskiptavefnum Twitter
er býsna óhugnanleg ef marka má
færslu á bloggsíðu hans. Þar segir
að óþekktur einstaklingur úti í bæ
hafi gert sér að leik að falsa færslur
í hans nafni á Twitter. „Það sem
verra er – hann hefur fylgst með
ferðum mínum og fjölskyldu minn-
ar og sett upplýsingar um þær inn
í mínu nafni. Sjálfur hef ég aldrei
skrifað neitt á Twitter,“ segir Egill.
Ekki tók betra við þegar hann kvart-
aði formlega til vefjarins. „Einstak-
lingurinn sem ég náði loks sam-
bandi við hjá Twitter
og svarar seint og um
síðir heitir ekki einu
sinni alvörunafni,
heldur kallar sig @
BillyPilgrim727 –
upp úr skáld-
sögu eftir
Vonne-
gut.“
ferð.is
Ferð.is flýgur til Verona
með Icelandair ferð.is
sími 570 4455
ferð.is er íslensk ferðaskrifstofa sem
einungis er starfrækt í gegnum netið.
Íslendingum gefst með ferð.is kostur á að
kaupa ódýrar ferðir á netinu án þess að
slaka á kröfum um öryggi, þjónustu og
góðan aðbúnað.
Ný ferðaskrifstofa á netinu
Verona 19. janúar
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
F
E
R
1
32
18
80
0
1/
12
Renndu þér
á frábært
skíðatilboð
19. - 28. janúar
júgðu fyrir
minna
Verð frá 99.900 kr.
Flug og gisting
• Pampeago Sport Hotel
• Val di Femme
19. janúar - 9 nætur
Verð á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli með hálfu fæði.
Flug, flugvallarskattar og gisting með hálfu fæði. Verð á mann, flug og flugvallarskattar.
Verona19. janúar
Flug
verð frá 39.900 kr.
Verkaði hún
nokkuð ál?
Harmþrungin
ástarsaga
n Fiðluleikarinn Gréta Salóme Stein-
þórsdóttir er með tvö lög í Söngva-
keppni sjónvarpsins þetta árið.
Þetta er í fyrsta skiptið sem Gréta
Salóme tekur þátt með lagasmíð-
ar sínar. Í viðtali við Eurovision
aðdáendavefinn, ESCDaily.com,
segir Gréta frá lögunum en annað
laganna mun söngvarinn Jón Jósep
Snæbjörnsson flytja og segist Gréta
hafa fengið innblásturinn að því í
gamalli og harmþrung-
inni ástarsögu.
Seinna lagið
flytja
þær
Guð-
rún Árný
Karlsdóttir
og Heiða Ólafs-
dóttir en það lag
segir Gréta vera
mun glaðlegra
og fjalli það um
að komast í
gegnum lífið
hvað sem á
dynur.
Undirbúa
Eurovision
n Söngvarar og lagahöfundar sem
komnir eru áfram í Söngvakeppni
Sjónvarpsins leggja þessa dag-
ana allt kapp á að gera atriðin sín
klár fyrir keppnina. Keppnin hefst
laugardagskvöldið 14. janúar en
þá stíga fyrstu söngvararnir á svið.
Kynnir verður Brynja Þorgeirsdóttir
en þeir Bragi Valdimar
Skúlason og Guðmundur
Kristinn Jónsson krydda
þáttinn með fróðleiks-
molum og Sigtryggur
Baldursson ræðir við
lagahöfunda. Sigur-
vegari söngva-
keppninnar verður
að vanda fulltrúi
Íslands í Söngva-
keppni evrópskra
sjónvarpsstöðva
sem að þessu sinni
fer fram í Baku í
Aserbaídsjan í maí.
Ó
hætt er að segja að Janne Sig-
urðsson, forstjóri Fjarðaáls,
hafi dálítið annan bakgrunn en
margir forstjórar stórfyrirtækja á
Íslandi. Janne, sem er fædd í Álaborg
í Danmörku, var ráðin í starfið frá og
með 1. janúar síðastliðnum. Hún kom
eiginlega alveg óvart til Íslands eftir að
hafa ferðast um heiminn eftir að hafa
lokið menntaskólanámi í Danmörku.
Janne ákvað að sækja um starf í fisk-
vinnslu á Íslandi árið 1988 og fékk starf
við hæfi á Eskifirði. „Ég var með 6 mán-
aða samning við Eskju og fékk bæði að
vera í frystihúsinu og í lönduninni.
Þetta var skemmtilegur tími, alltaf fjör
og gaman,“ segir Janne. Eiginmanni
sínum, Magnúsi Sigurðssyni, kynnt-
ist hún á Íslandi en svo fór þó að þau
fluttu til Danmerkur þar sem Janne fór
í háskólanám til að læra stærðfræði og
tölvunarfræði. Eftir námið fékk hún
gott starf hjá Siemens Mobile Phones.
En hún segir að Ísland hafi alltaf togað
í hana og þau hjónin fluttu til Fjarða-
byggðar hausið 2005 ásamt börnum
sínum. Í kjölfarið fékk hún starf hjá
Fjarðaáli þar sem hún sinnti ýmsum
störfum, meðal annars stöðu fram-
kvæmdastjóra kerskála. Janne var svo
ráðin forstjóri Alcoa Fjarðaáls á dög-
unum.
Aðspurð hvernig henni líki að búa í
Fjarðabyggð segir hún: „Hérna er frá-
bært fólk, sem fylgist með því hvort ná-
grannanum líður vel eða ekki.“
Fiskverkakona varð álforstjóri
n Janne Sigurðsson hefur annan bakgrunn en margir forstjórar
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 6.–8. Janúar 2012 2. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.
Ánægð í Fjarðabyggð Janne kom fyrst
hingað til lands árið 1988. Hún flutti aftur
til Danmerkur en kom svo aftur til landsins
árið 2005.