Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 28
28 | Viðtal 6.–8. janúar 2012 Helgarblað É g er alltaf síðust til að heyra slúðrið um mig enda hef ég margt ann- að að gera en að vera að pæla í því sem aðr- ir eru að tala um,“ segir Hildur Líf Hreinsdóttir sem kom eins og stormsveipur inn í íslenska umræðu á síðasta ári. Umdeilt VIP-partí hennar og vinkvenna hennar vakti til að mynda mikla athygli en á gestalista voru helstu stjörnur landsins auk hóps vafasamra einstak- linga en Hildur Líf segir partíið hafa verið grín af þeirra hálfu. Frægir eru jarðaðir „Eftir þetta varð vinsælt hjá blaðamönnum að nota mig sem ljóskubrandara. Auð- vitað voru sumir fjölmiðla- menn almennilegir en langt því frá allir. En það sem skipt- ir mig máli er hvað mér finnst um það sem ég er að gera. Ég les ekki mikið af netmiðlun- um en ég veit hvað umræð- an getur verið ljót. Þeir allra fúlustu eru að skrifa um fólk sem þeir þekkja ekki neitt. Ég veit að ég er ekki sú eina sem lendir í þessu. Það er verið að jarða fleiri en mig,“ segir Hild- ur Líf og tekur dæmið um Egil „Gillz“ Einarsson. „Fólk veit samt ekkert hvort hann sé sekur eða ekki. Umræðan er orðin svo ýkt og þótt ég sé ekkert að velta mér upp úr því sem fólk er að segja um mig þá veit ég að fólkið í kringum mig tekur þetta stundum inn á sig. Ég skil bara ekki hvað er að. Sjálf hef ég ekki tíma til að pæla svona mikið í öðrum. En það hefur alltaf verið til slúður og einstaklingar sem gefa lífinu lit verða fyrir því að um þá er talað. Ég geri mér alveg grein fyrir því og get alveg haft gam- an af.“ Ekki í félagsskap ofbeldis- manna Hildur komst aftur í um- ræðuna þegar í ljós kom að hún hafði farðað fórnar- lamb handrukkara áður en farið var með fórnarlambið inn á hárgreiðslustofu. Þó þvertekur hún fyrir að vera í félagsskap með ofbeld- ismönnum. „Alls ekki. Ég þekki þessa menn ekki neitt og veit ekkert hvað þeir eru að gera. Ég var bara beðin um að farða þennan mann og ég vil bara fá að gleyma þessu máli. Þetta var allt út í hött. Hvernig átti ég að svara spurningum í dómssal um mál sem ég vissi ekkert um? Ég var kurteis en þeir komu fram við mig eins og ég vissi meira. Ég kom bara þarna inn í þessar aðstæður og ákvað að spyrja sem minnst.“ Ánægð með skaupið Létt grín var gert að Hildi í áramótaskaupinu enda lík- lega ein óvæntasta og um- talaðasta stjarna ársins 2011. Sjálf var hún í símanum þeg- ar skaupið byrjaði en hljóp að sjónvarpinu eftir að fjöl- skylda hennar kallaði á hana í ofboði að koma og sjá. „Margir vinir mínir höfðu sagt mér að það yrði pott- þétt gert grín að mér í skaup- inu og mér fannst þetta bara gaman. Mér fannst leikkon- an ná mér mjög vel og pabbi hafði orð á því að hún léki ljósku enn betur en ég,“ segir hún hlæjandi og bætir við að hún hafi bara haft gaman af því að vera hluti af skaupinu. „Þetta var ýktur, svartur húmor sem er ekta fyrir mig. Atriðið, þegar hún var að taka viðtal við forsetann og fór svo að kalla á Ladda, er alveg ég. Svona get ég dottið út upp úr þurru. Við grenjuðum úr hlátri. Þetta var alveg frábært,“ segir Hildur létt í bragði. Ýkir ljóskuna í viðtölum Hildur Líf verður 22 ára á sunnudaginn. Hún þótti efni- leg í handbolta á yngri árum og virtist eiga framtíðina fyrir sér í boltanum en varð að gefa íþróttina upp á bátinn sökum liðagigtar. „Það fór mjög illa í mig að þurfa að hætta í handbolt- anum en ég er ennþá íþrótta- Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal „Ég er ekki þessi ljóska“ Um fáa var rætt jafn mikið á síðasta ári og Hildi Líf Hreinsdóttur. Hildur Líf skaust fram í sviðsljósið eftir umdeilt VIP-partí og eftir að hafa komist óvænt inn í ógnvænlegan heim handrukkara. Hún segist ekki kippa sér upp við kjaftasögurnar en furðar sig á grimmdinni í netheimum. Hún gengst við ljóskustimplinum en segist ýkja taktana upp á húmorinn. Hildur Líf, sem var ein af stjörnum áramótaskaupsins, segir síðasta ár hafa kennt henni margt. Hún er þó alsátt við lífið og tilveruna og sér ekki eftir neinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.