Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 37
Viðtal | 29Helgarblað 6.–8. janúar 2012 stelpa. Ég elska að fara á jet ski og snjóbretti og er algjör adr- enalínfíkill. Þótt ég hafi gaman af því að kíkja út af og til er ég alls ekki þessi djammari eins og fjölmiðlar hafa lýst mér. Ég hef ekki kíkt út á lífið síð- an í sumar! Þessi partí sem við stelpurnar héldum voru bara djók frá a til ö. Fyrst og fremst til að hafa gaman af og hlæja. Ég er mjög litríkur karakt- er. Hef alltaf verið öðruvísi, bæði í klæðaburði og öðru, og hef alltaf verið hálfofvirk. Ég ætla ekki að hætta að vera ég og reyna að vera eitthvað öðruvísi fyrir annað fólk. Hins vegar ýki ég oft ljóskuna í mér þegar ég er beðin um að koma í viðtöl enda er hvort sem er búið að stimpla mig sem ljósku. Og það er bara gam- an. Fjölskyldan og þeir sem þekkja mig best vita hvernig ég er í rauninni. Við erum öll miklir húmoristar og erum ekkert að pæla í hvað öðrum finnst.“ Hrífst af eldri mönnum Hildur Líf er ekki á föstu og segist ekki hafa tíma fyrir kær- asta. „Ég hef engan tíma fyrir svoleiðis. Ekki fyrr en í sumar í fyrsta lagi,“ segir hún en viður- kennir svo að hún eigi þó einn góðan vin. Hún segist hríf- ast af sjálfstæðum, eldri karl- mönnum. „Þeir verða að vera metn- aðarfullir því sjálf er ég með mikla fullkomnunaráráttu. Svo verða þeir að vera góð- hjartaðir og hreinskilnir. Margar stelpur lenda í mönn- um sem eru að þykjast vera eitthvað meira en þeir eru sem verður til þess að þeir ljúga og svíkja. Þá held ég að það sé betra að vera einn heldur en með svoleiðis manni,“ seg- ir hún en bætir við að útlitið skipti hana litlu máli. „Ég veit að það er væmið, en ég er hvort sem er væmin, en ég hrífst ekki af útlitinu fyrr en ég hef kynnst manngerð- inni. Þá fyrst verða þeir falleg- ir fyrir mér,“ segir hún og bæt- ir við að íslenskir strákar hafi gjarnan útlitið með sér. „Mér finnst íslenskir strákar líka oft duglegri en aðrir og ekki jafn ágengir, sem er fínt. En auðvi- tað er ekki hægt að segja eitt um alla. Þeir eru jafn ólíkir og þeir eru margir.“ Elskar bíla og hjól Þrátt fyrir að henni sé sama um að hún sé á milli tann- anna á fólki vill Hildur Líf halda mörgu út af fyrir sig. Hún segist til dæmis ekki vilja draga fjölskyldu sína inn í umræðuna og neitar að ræða um þau verkefni sem hún vinnur að þessa dagana. Varðandi áhugamálin seg- ist hún vera með bíladellu. „Ég hef alltaf haft rosalega mikinn áhuga á bílum og verið í kringum bíla og hjól síðan ég man eftir mér. Ég elska flotta, kraftmikla bíla og draumabíll- inn er mjög dýr. Hann kemur seinna. Ég er al- veg viss um það enda rætist flest það sem ég tek mér fyrir hend- ur. Ef það rætist ekki strax legg ég harðar að mér þar til það tekst,“ segir hún en hik- ar þegar hún er spurð um fram- tíðardrauma og markmið. „Ég er enn svo ung. Það á margt eftir að rætast. Ég er með gott fólk í kringum mig og er fljót að læra.“ „Ég er bara ég“ Árið 2011 hefur verið hálfgerð- ur rússibani fyrir Hildi Líf. Nafni hennar skaut fram á sjónarsviðið í upphafi árs og hafa netheimar logað síðan. Hún segist þó sátt og ekki sjá eftir neinu. „Í kjölfar- ið hef ég kom- ist að því hverjir eru mínir raun- verulegu vinir og hverjir ekki. Ég hef engan áhuga á að breytast og mun alltaf vera bara ég. Ég stend með mínum vin- um og veit núna hverjir þeir eru – þessir sönnu vin- ir sem hafa verið við hlið mér frá æsku. Svo á ég líka marga eldri vini því einhverra hluta vegna næ ég betur til eldra fólks og þá sérstaklega karlmanna. Ég hef aldrei hrifist af strákum á mínum aldri,“ segir hún og bætir við að síðasta ár hafi einnig kennt henni að þekkja svarta sauði sem leynist inni á milli. „Ég er orðin góður mann- þekkjari og er ekki lengi að ýta fólki frá mér sem er ekki við hæfi. Ég tek mér líka allt- af góðan tíma til að kynnast fólki enda er hægt að telja vini mína á fingrum ann- arrar handar. Að sama skapi verð ég ekki svo auðveldlega skotin. Það þarf oftast langan tíma.“ Ótrúleg grimmd á netinu Aðspurð um ráð handa þeim sem eiga eftir að verða næsti skotspónn Gróu á Leiti seg- ist hún mæla með því að fólk hangi ekki á netinu að lesa óhróðurinn um sig. „Mín ráð eru þau að vera ekki að pæla í því sem fólk hefur að segja um þig. Ég les þetta ekki en fæ símtöl og SMS þar sem mér er sagt hvað er verið að skrifa. Það er hins vegar orðið minna um það þar sem fólk er farið að átta sig á því að ég hef engan áhuga á að vita þetta. Þeir sem stunda það að skrifa neikvæð komment um fólk sem þeir þekkja ekki eru bara biturt fólk sem hefur ekkert annað að gera en að hanga á þessum síðum og gjósa hatri. Það er bara ótrú- legt hvað grimmdin getur verið mikil.“ Er ekki athyglissjúk Mörgum þykir Hildur Líf ef- laust minna á Paris Hilton. Hún þvertekur þó fyrir að bandaríska stjarnan sé í upp- áhaldi hjá henni. „Paris er alls engin fyrirmynd hjá mér þótt ég elski bleikt eins og hún. Í rauninni á ég mér enga fyrir- mynd en met marga eintak- linga sem mér finnst vera að gera góða hluti og eru góð- ar persónur. Ellý Ármanns er til dæmis ein yndisleg- asta manneskja sem ég hef kynnst. Ég horfi upp til fólks sem er duglegt að koma sér áfram án þess að vera athygl- issjúkt. Fólk heldur eflaust að ég sé athyglissjúk en ég er það ekki. Ég fór til dæmis bara í fjögur viðtöl á síðasta ári og þau voru öll gerð í gríni. Aðr- ar svokallaðar fréttir voru bara orðrómur sem blaða- menn slógu upp sem fréttum. Annars held ég að maður eigi ekki að hafa of margar fyrir- myndir heldur bara treysta á sjálfan sig.“ Alsátt með lífið Aðspurð segist hún hafa já- kvætt álit á athafnakonunni og fyrirsætunni Ásdísi Rán en bætir við að Ásdís sé þó ekki hennar fyrirmynd. „Ásdís er einstaklega duglegur einstak- lingur. Falleg, metnaðarfull og dugleg. Hún er bara í allt öðrum hlutum en ég,“ segir Hildur sem hefur ekki áhuga á fyrirsætustörfum. „Ég hef þroskast upp úr því að vilja sitja fyrir og hef engan áhuga á að vera einhver „trophy“. Ég ætla að taka mér góð- an tíma til að velja það sem ég tek mér fyrir hendur. Ég er líka svo ung og það liggur ekkert á,“ segir hún og bæt- ir við að fólkið sem þekkir hana bestum f verði líklega að svara því hvaða mann hún hafi í raun og veru að geyma. „Innst inni er ég ekki þessi ljóska en þar sem ég hef til- einkað mér ýmsa skondna takta verð ég víst að taka því að ég er orðin eitthvert ljós- kutromp. Ég er bara rosalega lífsglöð manneskja og hef sjálf langmest gaman af öllu saman. Ég sé ekki eftir neinu! Síðasta árið hefur kennt mér margt. Nú veit ég hverj- um ég get treyst og framtíðin er spennandi,“ segir hún en vill lítið tjá sig ramtíðarplön- in. „Þau eru fyrir mig og mig aðeins. Ef maður kjaftar frá draumunum rætast þeir ekki. Ég trúi að maður eigi að halda sumu út af fyrir sig. Hins veg- ar gæti ég ekki verið sáttari með lífið.“ n „Ég er ekki þessi ljóska“ „Ég var kurteis en þeir komu fram við mig eins og ég vissi meira. Ég kom bara þarna inn í þessar aðstæður og ákvað að spyrja sem minnst. „Ég hef þroskast upp úr því að vilja sitja fyrir og hef engan áhuga á að vera einhver „trophy“ Enginn tími fyrir karlmenn Hildur Líf hrífst af sjálfstæðum karlmönnum með metnað. Hún segir útlitið e kki skipta máli. Húmoristi Hildur Líf hafði gaman af áramótaskaupinu og segir leikkonuna Önnu Gunndísi hafa náð sér ótrúlega vel. M Y N D ir E Y þ Ó r Á r N A so N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.