Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 8. febrúar 2012 Miðvikudagur
Lýtalæknar græða á tá og fingri
n Hagsmunir hvers lýtalæknis um 14 milljónir króna
S
amþykkt var á fundi ríkis-
stjórnarinnar á þriðjudag
að bjóða öllum þeim kon-
um sem eru með PIP-silí-
konfyllingar í brjóstum sínum að
þær verði fjarlægðar með aðgerð á
Landspítalanum.
Þá var gerð grein fyrir því í til-
kynningu frá velferðarráðuneytinu
að konurnar hefðu ekki kost á því
að fá grædda í sig nýja púða í sömu
aðgerð.
Þær konur sem DV hefur rætt
við eru mjög ósáttar við þetta fyrir-
komulag, enda er krafa þeirra ekki
sú að ríkið greiði fyrir nýja púða.
Þær vilja eingöngu að aðgerðin
verði nýtt og að brjóst þeirra verði
ekki afskræmd.
„Almenningur virðist halda að
krafan sé sú að ríkið borgi púð-
ana. Það er enginn að fara fram á
það. Það er bara verið að fara fram
á að þær geti greitt fyrir púðana og
að í aðgerðinni verði þeir púðar
sem þær eru búnar að kaupa settir
í brjóstin á þeim,“ útskýrir Saga Ýrr
Jónsdóttir, lögmaður kvennanna
sem leita nú réttar síns gagnvart
Jens Kjartanssyni lýtalækni, sem
bæði flutti inn púðana og græddi þá
í brjóst kvennanna.
Í tilkynningu ráðuneytisins segir
að ísetning nýrra púða geti aðeins
farið fram utan hins opinbera heil-
brigðiskerfis, sem þýðir að læknar
með einkastofur munu stórgræða á
púðaskiptunum.
„Miðað við að þetta séu þrjú
hundruð konur og að meðalaðgerð
sé á 535 þúsund og við deilum heild-
arupphæðinni á þá 12 lýtalækna
sem starfandi eru á landinu. Þá eru
hagsmunir hvers lýtalæknis í kring-
um 14 milljónir.“ Þá bendir Saga á að
málið snúist ekki eingöngu um pen-
inga, heldur sé það óþarfa áhætta
að láta konurnar gangast undir tvær
svæfingar.
Um áttatíu prósent þeirra kvenna
sem þegar hafa farið í ómskoðun
eru með leka eða rofna púða.
Á
n þess að leggja út krónu eign-
aðist eignalaust félag óklárað-
an 55 íbúða blokk við Mánatún
í Reykjavík. Arion banki seldi
félaginu blokkina en útborg-
unin, 630 milljónir króna, var fjár-
mögnuð af Sameinaða lífeyrissjóðn-
um.
Veð í húsinu sjálfu
Það var árið 2010 sem Arion banki
seldi eignalausu fyrirtækinu, Skugga-
byggð ehf. í eigu Kristjáns G. Rík-
harðssonar, fjölbýlishús við Mánat-
ún 3–5 á 965 milljónir króna. Í mars
2011 fjármagnaði Sameinaði lífeyris-
sjóðurinn 630 milljóna króna fyrstu
útborgun á kaupverðinu til Arion
banka með kaupum á tveimur veð-
skuldabréfum sem útgefin voru af
verðbréfafyrirtækinu Virðingu. Virð-
ing tók veð í fjölbýlishúsinu í Mána-
túni í kjölfarið. Þar að auki lánaði
lánaði Arion banki Skuggabyggð
360 milljónir króna í apríl 2011 til að
ljúka við byggingu fjölbýlishússins.
Arion banki leysti fjölbýlishúsið
til sín eftir efnahagshrunið þegar fé-
lagið eignaðist verktakafyrirtækið Ár-
mannsfell sem vann að byggingu
hússins. Ármannsfell var dótturfélag
Íslenskra aðalverktaka sem var eitt
af dótturfélögum Arion banka. Síð-
ar, í árslok 2010, var byggingin seld til
Skuggabyggðar.
Ekkert eiginfjárframlag
fyrr en haustið 2011
Þegar þarna var komið sögu, í apríl
2011, hafði Skuggabyggð ekki reitt
fram neitt eigið fé vegna viðskiptanna
en var orðið þinglýstur eigandi að
að fjölbýlishúsi sem selt hafði verið
á nærri einn milljarð króna. Sá sem
gerði þessi viðskipti möguleg með
fjármögnun sinni var Sameinaði líf-
eyrissjóðurinn þar sem 630 milljón-
irnar sem greiddar höfðu verið upp í
965 milljóna króna kaupverðið komu
frá sjóðnum í gegnum Virðingu.
Samkvæmt kaupsamningnum
að Mánatúni 3–5, sem dagsettur er
2. desember 2010, kemur hins veg-
ar fram að 1. september og 1. októ-
ber 2011 skuli Skuggabyggð reiða af
hendi tvær greiðslur upp á 125 millj-
ónir hvora til Arion banka, samtals
250 milljónir króna. Bankaábyrgð upp
á 125 milljónir króna var fyrir hendi út
af greiðslunni þann 1. október. Þá átti
félagið að greiða 70 milljónir króna til
Arion banka þann 1. desember 2011.
DV hefur ekki heimildir fyrir því hvað-
an Skuggabyggð fékk peninga til að
greiða þessa fjármuni til Arion banka.
Samtals námu þessar greiðslur 320
milljónum króna. Þær áttu hins vegar
ekki að greiðast fyrir en tæpu ári eftir
undirritun kaupsamningsins.
Allar íbúðirnar seldar
Það sem gerðist í millitíðinni, frá
því Skuggabyggð keypti eignirnar
af Arion banka og þar til félagið átti
að standa skil á fyrstu greiðslunni
til bankans sem ekki var tilkomin
frá Sameinaða lífeyrissjóðnum, var
að félagið seldi nær allar íbúðirn-
ar í húsinu. Í frétt í Morgunblaðinu
í september í fyrra var greint frá
því að 50 af 55 íbúðum í húsinu
hefðu selst á síðustu fjórum mán-
uðum þar á undan, frá maí og fram
í september. Skuggabyggð seldi
því bróðurhluta íbúðanna í hús-
inu áður en og um það leyti sem
félagið átti að hefja afborganir af
þeim hluta kaupverðsins til Arion
banka sem ekki var fjármagnaður
af Sameinaða lífeyrissjóðnum.
Í viðtali við Morgunblaðið
sagði Brandur Gunnarsson, sölu-
maður fasteignasölunnar Stak-
fells sem sér um að selja íbúðirnar
fyrir Skuggabyggð, að sala íbúð-
anna hefði gengið vonum fram-
ar. „Við áttum ekki von að þetta
myndi ganga svona vel. Miðað
við söluáætlun erum við komnir
fram í júlí-ágúst 2012, eins og lagt
var upp með í byrjun. Það hefur
vantað á markaðinn nýjar flott-
ar íbúðir og verðið er gott þarna,“
sagði Brandur. Söluverð íbúðanna
var umtalsvert hærra en kaupverð
hússins en Brandur lét þess getið í
viðtalinu að sumar íbúðirnar, 200
fermetrar að stærð, hefðu verið
seldar á 60 milljónir króna. Meðal
þeirra sem keyptu íbúðir í húsinu
voru Afl - Starfsgreinafélag Austur-
lands sem keypti 14 íbúðir og Félag
verslunar- og skrifstofufólks á Ak-
ureyri sem keypti fjórar. Fjölmarg-
ir einstaklingar keyptu svo einnig
íbúðir í húsinu.
Íbúðir á silfurfati
Myndin af viðskiptunum sem liggur
fyrir út af staðreyndum málsins er
því sú að Skuggabyggð virðist hafa
fengið afar hagstæða fyrirgreiðslu
frá bæði Sameinaða lífeyrissjóðn-
um og Arion banka til að fjárfesta í
fjölbýlishúsinu í Mánatúni. Fyrir-
greiðslan var þannig að félagið þurfti
ekki að greiða neitt fyrir íbúðablokk-
ina fyrr en eftir að búið var að selja
flestar íbúðirnar í henni. Kaupverð-
ið á blokkinni var því að hluta fjár-
magnað með söluverði íbúðanna í
henni.
Eignalaus fékk risa-
lán frá lífeyrissjóði
„Það hefur vantað
markaðinn nýjar
flottar íbúðir og verðið er
gott þarna.
Virðing og Sameinaði lífeyrissjóðurinn
Í skýrslunni um starfshætti lífeyrissjóðanna sem kom út í síðustu viku er um-
fjöllun um tengsl verðbréfafyrirtækisins Virðingar og Sameinaða lífeyrissjóðsins.
Þar kemur fram að Sameinaði lífeyrissjóðurinn hafi fjárfest í Veðskuldabréfa-
sjóðum Virðingar í apríl 2008. Sjóðurinn skuldbatt sig til að leggja tvo milljarða
króna í sjóðinn. Í skýrslunni kemur fram að framkvæmdastjóri sjóðsins, Kristján
Örn Sigurðsson, hefði borið því við á fundi með nefndinni sem vann skýrsluna að
fjárfestingin í sjóðnum hefði komið sér vel fyrir lífeyrissjóðinn. Þar fyrir utan var
lífeyrissjóðurinn í eignastýringu hjá Virðingu. Tengsl lífeyrissjóðsins og Virðingar
eru því nokkur. Tekið skal fram að Virðing á 1. veðrétt í húsinu í Mánatúni.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Ábatasöm fjárfesting Arion banki seldi
eignalausu félagi fjölbýlishús í Mánatúni
fyrir milljarð og lífeyrissjóður lánaði fyrir
stærstum hluta kaupverðsins. Eiginfjár-
framlag kaupandans var greitt eftir söluna
á flestum íbúðum hússins. Mynd sigtryggur Ari
n Félagið lagði ekkert út n Kaupverðið greitt eftir söluna á á íbúðunum
PiP-púðar fjarlægðir:
Kostar 90 til
150 milljónir
Áætlaður kostnaður ríkisins vegna
brottnáms PIP-brjóstapúðafyllinga
er á bilinu 90 til 150 milljónir króna.
Ríkisstjórnin samþykkti á þriðju-
dag tillögu velferðarráðherra um
að bjóða öllum konum sem fengið
hafa ígrædda PIP-brjóstafyllingar
hér á landi að þeir verði fjarlægðir
með aðgerðum á vegum Land-
spítalans. Ákvörðunin er tekin í
samræmi við faglegt mat embættis
landlæknis.
Í tilkynningu sem velferðarráðu-
neytið sendi frá sér vegna málsins
kemur fram að breytileiki kostn-
aðarins ráðist af umfangi einstakra
aðgerða og því hve margar konur
nýti sér boð stjórnvalda. Samkvæmt
fyrirliggjandi upplýsingum eru um
400 konur sem hafa fengið ígræddar
PIP-brjóstafyllingar hér á landi á
árunum 2000 til 2010. Ætla má að
fyllingarnar hafi þegar verið fjar-
lægðar úr hluta þeirra, einhverjar
þeirra séu ekki sjúkratryggðar hér
á landi og greiði því sjálfar kostnað
vegna aðgerða að fullu og eins er
óvíst hvort allar kvennanna muni
nýta sér boð stjórnvalda þótt þær
eigi rétt á því.
Fyrri ákvörðun um að konum
með PIP-brjóstafyllingar verði
boðin ómskoðun hjá Leitarstöð
Krabbameinsfélags Íslands stendur
óbreytt enda mun hún nýtast til
að forgangsraða konum í aðgerð
vegna brottnáms fyllinganna kjósi
þær það. Er miðað við að þær kon-
ur njóti forgangs sem finna til ein-
kenna vegna lekra púða eins og
fram kemur í erindi embættis land-
læknis til ráðuneytisins vegna máls-
ins.
Í tilkynningu frá velferðarráðu-
neytinu kemur fram að allar að-
gerðir vegna brottnáms PIP-brjósta-
púða samkvæmt boði stjórnvalda
verði framkvæmdar á vegum Land-
spítala. Samkomulag er milli vel-
ferðarráðuneytisins og spítalans um
að þær annist einungis læknar sem
eru í fullu starfi á sjúkrahúsinu og
ekki með sjálfstæðan stofurekstur.
Ísetning nýrra brjóstapúða verð-
ur ekki framkvæmd í aðgerð vegna
brottnáms PIP-brjóstafyllinga á
vegum Landspítala. Landspítalinn
áætlar að unnt verði að fjarlægja
PIP-brjóstafyllingar úr konum sem
þangað leita innan sex mánaða.
Miklir hagsmunir Konur sem vilja fá nýja silíkonpúða í stað PIP-púða þurfa að fara á
einkastofur.
Hópur stúlkna
réðst á eina
Stúlknahópur réðst á eina stúlku
í Ármúla í hádeginu á þriðjudag.
Lögreglu barst tilkynning um málið
en árásin mun hafa verið harkaleg.
Stúlkan virðist hafa getað veitt
upplýsingar um þær stúlkur sem
stóðu að árásinni því lögreglan veit
hverjar þær eru. Fórnarlambið ætlar
að kæra verknaðinn.
Annars stöðvaði lögreglan þrjú
hundruð ökumenn í miðborginni
um helgina við hefðbundið um-
ferðareftirlit. Einn af þessum öku-
mönnum reyndist vera ölvaður
við stýrið og á hann ökuleyfissvipt-
ingu yfir höfði sér vegna brotsins.
Þremur öðrum ökumönnum var
gert að hætta akstri þar sem þeir
höfðu neytt áfengis. Enginn þeirra
var hins vegar búinn að drekka svo
mikið að það mældist yfir leyfileg-
um mörkum.