Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Side 11
Fréttir 11Miðvikudagur 8. febrúar 2012 Þriðja leiðin er Samstaða n Nýr flokkur Lilju sækir stefnu sína víða S amstaða á að höfða til kjós- enda sem hafa fengið nóg af spillingunni í íslensku samfé- lagið og misbýður misskipting- in milli þeirra sem eiga og þeirra sem skulda,“ sagði Lilja Mósesdóttir, for- maður flokksins, á kynningarfundi Samstöðu, nýstofnaðs stjórnmála- flokks, sem sótt hefur um listabók- stafinn C. Varaformaður flokksins er Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekkt- ur sem Siggi stormur. „Samstaða stendur fyrir að ná sátt í samfélaginu. Þess vegna erum við ekki til vinstri eða hægri og ekkert miðjumoð. Heldur erum við ný leið, þriðja leiðin getum við kallað það,“ sagði Siggi stormur um flokkinn. Grundvallarstefnuskrá flokks- ins var kynnt á fundinum. Greina má áhrif frá norrænum og bresk- um stjórnmálum auk þess sem sterk tengsl eru í hugmyndabanka jafn- aðarmanna líkt og Frankfurt-yfir- lýsingu alþjóðasamtaka sósíalista, grunnstef demókrata um allan heim. Þar eins og í grunnstefnu Samstöðu er vikið að blönduðu hagkerfi einka- og samfélagseignar. „Löggjöf samfélagsins og skatt- kerfið verði notað til að ná fram jöfn- uði, samstöðu og sameiginlegum velferðargrunni. Frjáls félagasamtök fái aukið hlutverk í velferðarþjónust- unni undir eftirliti hins opinbera,“ segir í stefnu flokksins. Jöfnuður í gegnum skattkerfið hefur með- al annars verið grunnstef í stefnu norrænna vinstriflokka en þeir sem þekkja til breskra stjórnmála ættu að þekkja tilvísun til hugmynda Da- vids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um „stórt samfélag“, hug- myndafræði sem íhaldsflokkurinn lagði fram sem mótafl við stórt ríkis- vald eða ofurvald markaðsins. „Ég vil helst ekki staðsetja mig út frá Samfylkingunni og hennar ráð- andi göngulagi undanfarin ár,“ sagði Lilja Mósesdóttir aðspurð hvort greina mætti kratasmit í stefnu- skránni og hvort flokkurinn ætlaði sér hlutverk í anda Samfylkingar. „Það kemur ekki á óvart að þú skulir finna svona mikinn samhljóm á milli þessarar grundvallarstefnuskrár og þess sem kratar hafa lagt áherslu á. Við viljum öflugt velferðarkerfi þar sem hver og einn einstaklingur skipt- ir máli. Að hann eigi rétt á vinnu og bótum sem duga til framfærslu en jafnframt ber einstaklingnum skylda til að vinna. Það er hugmyndin að norræna velferðarkerfinu sem maður þor- ir varla að nefna á nafn hér á landi,“ sagði Lilja þegar blaðamaður spurði hvort hún væri í reynd krati. Hún sagði flokknum ætlað að tryggja möguleika fólks til að hafa áhrif í stjórnmálum og í atvinnulífinu. „Þetta tvennt þarf til svo hér á landi náist nægjanleg samstaða.“ Samstaða Lilja Mósesdóttir alþingiskona er formaður flokksins til bráðabirgða en formannskjör er boðað á fyrsta landsfundi flokksins. n Oddvitar Framsóknarflokksins orðaðir við framboð Bjartrar framtíðar n Báðar neita Björt framtíð með fra sóknarblæ A lbertína Elíasdóttir frá Ísa- firði og Bryndís Gunnlaugs- dóttir í Grindavík, sem báð- ar eru forsetar bæjarstjórna í nafni Framsóknarflokks, eru orðaðar við nýtt framboð Besta flokksins og Guðmundar Steingríms- sonar, Bjarta framtíð. Þótt hvorug þeirra sé í fjörutíu manna stjórn hins nýja framboðs eru þær báðar sagðar styðja framboðið. Í það minnsta sjö fyrrverandi trún- aðarmenn úr Framsóknarflokknum eru í stjórn hins nýja framboðs, þar á meðal Einar Skúlason, fyrrverandi varaborgarfulltrúi, og Andrés Péturs- son, formaður Evrópusamtakanna. Albertína segist þreytt á stjórn- málum Guðmundur Steingrímsson formað- ur Bjartrar framtíðar segir aðspurður um þá Albertínu og Bryndísi að vinna við framboðslista sé ekki hafin. „Mað- ur hefur enga stjórn á einhverjum kvitti,“ segir hann aðspurður hvort þær tvær séu líklegir oddvitar flokks- ins í þingkosningum. „Nei, ég hef ekki stutt forystu Framsóknarflokksins á landsvísu lengi. Það er ekkert leyndarmál,“ segir Albertína aðspurð hvort rétt væri að hún samsamaði sig ekki stefnu Fram- sóknarflokksins. Albertína sagðist styðja Framsóknarfélagið á norðan- verðum Vestfjörðum og að hún starfi með því. Hún segir ekki rétt að for- svarsmenn Bjartrar framtíðar hafi tal- að við hana. „Akkúrat núna er maður bara þreyttur á stjórnmálum. Marg- ir vinir mínir eru í Bjartri framtíð og ég horfi bara jákvætt til þeirra,“ segir Albertína og bætir við að sem fulltrúi íbúa Ísafjarðarbæjar starfi hún með fólki í öllum flokkum. Aðspurð sagð- ist Albertína ekki hafa setið stofnfund Bjartrar framtíðar á laugardag. Fundarritari og forseti bæjar- stjórnar Athygli vekur að Bryndís Gunnlaugs- dóttir var ritari stofnfundar Bjartr- ar framtíðar en gaf þó ekki kost á sér í stjórn og því kemur nafn hennar ekki fram í fréttatilkynningu Bjartrar framtíðar af stofnfundinum. „Ég er í Framsóknarfélagi Grindavíkur og starfa með því og styð það. Það hef- ur ekki farið framhjá neinum að ég styð flokkinn ekki á landsvísu,“ sagði Bryndís aðspurð um málið. Hún sagðist ekki telja að erfitt yrði fyr- ir hana að starfa með Bjartri framtíð enda stefni sá flokkur ekki framboð á sveitarstjórnarstigi. Hún sagði engan hafa rætt við sig um að fara í framboð fyrir hinn nýstofnaða flokk. Um það hvort erfitt væri að starfa fyrir Framsóknarflokk um leið og unnið er að stofnun nýs stjórnmála- afls sagði hún: „Ég er ennþá skráð í Framsóknarfélag Grindavíkur og lít á mig sem fulltrúa þess félags og starfa með því af heilum hug.“ Áður hefur Bryndís sagt af sér varaþing- mennsku fyrir Framsóknarflokkinn vegna þeirra miklu breytinga sem stefna flokksins tók á flokksþingi árs- ins 2009 en hún er eins og áður sagði forseti bæjarstjórnar í Grindavík fyrir hönd Framsóknarflokksins. Bjartari framsókn? Á stjórn Bjartrar framtíðar, framboðs Besta flokksins og Guðmundar Stein- grímssonar, er nokkur framsóknar- blær, ef svo má segja. Í stjórninni er nokkuð um fyrrverandi trúnaðar- menn Framsóknarflokksins. Í þeim hópi má nefna Einar Skúlason sem skipaði efsta sæti á lista Framsóknar- flokksins fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar en náði ekki kjöri, G. Valdimar Valdimarsson sem var lengi formaður málefnanefndar Fram- sóknarflokksins, Gest Guðjónsson umhverfisverkfræðing og Andrés Pét- ursson, formann Evrópusamtakanna. Þá er Hlini Melsteð Jóngeirsson, fyrr- verandi varaformaður ungra Fram- sóknarmanna, í stjórn hins nýja fram- boðs. Af þessu er ljóst að nýkjörin stjórn Bjartrar framtíðar býr að nokkurri reynslu í stjórnmálum en auk þess að hafa fyrrverandi trúnaðarmenn sem og þingmann frá Framsókn innan stjórnarinnar má nefna að fyrrverandi formaður ungliðahreyfingar Samfylk- ingarinnar á Ísafirði, Þorsteinn Más- son, er í hópnum. Auk þess er fjöldi aðila úr Besta flokknum ásamt vara- og aðalbæjarfulltrúar smærri flokka líkt og Næst besta flokksins í Kópa- vogi og L-listans á Akureyri. Þá má nefna að nokkrir frambjóðendur til stjórnlagaþings hafa boðið fram krafta sína til stjórnar. Þrátt fyrir sterk tengsl við óánægða framsóknarmenn eru áður óflokksbundnir auk fólks tengdu Besta flokknum langstærsti hluti stjórnar Bjartrar framtíðar. Óeðlilegar leikreglur og slæmt siðferði „Þetta sýnir að hér hafa þróast mjög óeðlilegar leikreglur og slæmt siðferði,“ sagði Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, þegar DV spurði um afstöðu hans til þess að starfa sem kjörinn fulltrúi fyrir einn flokk um leið og unnið er að stofnun annars. „Auðvitað er það þannig að ef fólk er kosið fyrir flokk en telur sig ekki geta fylgt stefnu flokksins þá á það að segja af sér. Þó ekki sé nema samkvæmt almennum reglum og hefðum fulltrúalýð- ræðisins. Við búum ekki við persónukosningu, umboð þess fólks er ekki bundið við persónu. Þetta er lýsandi fyrir þau vandræði sem skapast þegar fólk vill fyrst og fremst halda áfram í stjórnmálum. Samkvæmt siðferðis- reglum ætti þetta fólk bara að stíga til hliðar. Það er ekkert sem stoppar að þau stofni eigin flokk og endurnýi þá sitt umboð í kosningu.“ Vandamálið ekki nýtt Svanur segist alls ekki vilja gagnrýna ákveðnar persónur. Vandamálið sé ekki nýtt heldur hafi þessar undarlegu leikreglur skapast hér á landi fyrir nokkrum áratugum. „Ég vil alls ekki beina þessari gagnrýni á þessar konur sem nefndar eru til sögunar. Það hefur lengi tíðkast að fólk fari á milli flokka, stofni nýjan flokk og jafnvel haldið áfram innan sinna flokka. Við sjáum þetta í tilfelli VG og Framsóknar en þetta hefur gengið svo lengi á að til dæmis Jóhanna Sigurðardóttir gerði þetta. Hún sagði sig úr Alþýðuflokknum og stofnaði Þjóðvaka en starfaði enn á þingi,“ segir Svanur. Hann segir íslenska stjórnmálaflokka hafa gagngert verið leysta upp síðustu áratugina. „Það er í tísku að gala eitthvað um flokksræði í hvert skipti sem kjörinn fulltrúi er krafinn um að fylgja stefnu flokksins. Þegar flokkar eru leystir upp og verða bara að frambjóðendabandalagi líkt og íslensku flokkarnir þá hafa þeir ekki möguleikann á að móta stefnu. Í staðinn fyrir stefnu koma þá eiginhagsmunir og sérhagsmunirnir vita alveg hvað þeir vilja.“ Ekki vinstri og ekki hægri DV spurði Svan út í orð Lilju Mósesdóttur sem sagði nýjan flokk sinn hvorki til vinstri, né hægri og ekkert miðjumoð heldur nýja hugsun. „Ég ætla ekki að gagnrýna hana fyrir það. Þetta gæti verið mjög klókt og ef til vill raunsæ leið hjá henni til að ná til fólks,“ sagði Svanur um Samstöðu nýstofnað framboð Lilju. „Í þeirri stöðu sem uppi er í íslenskum stjórnmálum þarf fyrst og fremst stjórnmálaafl sem sýnir hollustu við lýðræðið.“ Svanur sagði dæmi um svipað framboð vera R-listann, sem var sameinað framboð margra flokka. Meginmarkmið þess framboðs hafi verið að brjóta upp ráðandi kerfi þar sem flokksskírteini þurfti til þess að fá vinnu hjá borginni. Mörg fordæmi Svanur Kristjánsson segir flokkaflakk hluta af stjórn- málamenningu. „Nei, ég hef ekki stutt forystu Framsóknarflokksins á landsvísu lengi. Það er ekkert leyndarmál. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Formaður og stjórnarformaður Guðmundur Steingrímsson alþingismaður er for- maður og talsmaður Bjartrar framtíðar en Heiða Kristín Helgadóttir er stjórnarformaður og yfir málefnastarfi flokksins. Ekki verið spurð Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, oddviti Framsóknar í bæjar- stjórn Ísafjarðar, kannast ekki við að hún sé nefnd til sögunnar á lista Bjartrar framtíðar. Ritari stofnfundar Bryndís Gunnlaugs- dóttir er forseti bæjarstjórnar í Grindavík fyrir hönd Framsóknarfélagsins þar um leið og hún aðstoðar við stofnun Bjartrar framtíðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.