Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 20
Skorti aldrei metnað
n Kimi Raikkonen þreyttur á sömu spurningunni
F
inninn Kimi Raikkon-
en fékk þann heiður
að svipta hulunni af
keppnisbíl Lotus Ren-
ault um síðastliðna helgi.
Hann snýr aftur í Formúl-
una í ár eftir tveggja ára hlé
þar sem hann einbeitti sér
að keppni í heimsmeistara-
mótinu í rallakstri. Raikkon-
en, sem varð heimsmeistari
í Formúlu 1 árið 2007, verð-
ur liðsfélagi Romains Grosj-
ean í ár en Grosjean keppti í
GP2-mótaröðinni í fyrra.
Á blaðamannafundi á
mánudaginn var Raikkonen
enn og aftur spurður hvort
hann hefði skort metnað og
áhuga til að keppa í Formúlu
1 árið 2009 og þess vegna
hætt. „Það var bara ykkar
skoðun. Ég hefði klárlega
hætt miklu fyrr ef mér hefði
ekki fundist gaman,“ svaraði
Raikkonen sem var á ein-
hverjum hæsta launasamn-
ingi sem sést hefur í Form-
úlunni þegar hann hætti.
„Það vantaði aldrei metn-
að né áhuga hjá mér. Þetta
kemur ekki frá mér. Ég lít
ekki á Formúluna öðruvísi
en ég gerði áður en ég hætti.
Núna er bara nýtt ár og nýir
hluti en ég þekki íþrótt-
ina og veit hvernig hlutirnir
virka. Ég býst ekki við nein-
um stórkostlegum breyting-
um. Vissulega verður öðru-
vísi að keppa í Formúlunni
núna en síðast vegna breyt-
inganna en meira og minna
verður þetta eins,“ segir Ra-
ikkonen.
Bæði Raikkonen og
Grosjean snúa nú aftur í
Formúlu 1 eftir smá hlé
en Lotus Renault ákvað að
segja upp samningum Ro-
berts Kubica og Vitalis Pet-
rov. Kimi Raikkonen verð-
ur ökumaður númer eitt en
Grosjean og Belginn Jerome
d’Ambrosio berjast um ann-
að ökumannssætið.
20 Sport 8. febrúar 2012 Miðvikudagur
ÍR heldur í
Hólminn
Iceland Express-deild karla
í körfubolta heldur áfram á
fimmtudaginn eftir bikarhelgi
en þrír leikir fara þá fram í
15. umferð deildarinnar. ÍR-
ingar halda til Stykkishólms
og mæta þar Snæfelli en bæði
lið eru í baráttu um betra sæti
í úrslitakeppninni. Nýliðar
Þórs frá Þorlákshöfn taka á
móti unglingahreyfingunni frá
Njarðvík og botnlið Vals reynir
að krækja í sín fyrstu stig
þegar það tekur á móti Fjölni
í Vodafone-höllinni. Allir leik-
irnir hefjast klukkan 19.15.
Kann þetta Raikkonen hefur litlar
áhyggjur af endurkomunni. Mynd ReuteRs
Verður að
sanna sig
Markvarðarstaðan hefur
reynst Manchester United
erfið viðureignar á tíma-
bilinu eftir að Edwin Van der
Saar lagði skóna á hilluna í
sumar. Hollendingurinn var
í viðtali við Sky Sports um
helgina þar sem hann var
spurður út í David De Gea
sem hefur engan heillað.
„Það er erfitt fyrir menn að
koma inn í ensku úrvals-
deildina. Hún getur verið
mönnum erfið. De Gea verð-
ur samt að vinna fram úr því.
United borgaði mikinn pen-
ing fyrir hann og því verður
De Gea að sanna sig,“ segir
Van der Saar sem sjálfur úti-
lokar að snúa aftur líkt og
Paul Scholes gerði.
Aftur
metáhorf
Super Bowl-leikurinn á
sunnudaginn þar sem NY
Giants lagði New England
Patriots að velli fékk mesta
áhorf allra sjónvarpsútsend-
inga í sögu Bandaríkjanna.
Litlu munaði þó á tölunum
í ár og í fyrra en 111.300.000
manns horfðu leikinn á
sunnudaginn, 300.000 fleiri
en fyrir ári. Þegar mest var
horfðu 117.700.000 manns
á leikinn og var horft á hann
á 47 prósentum heimila í
Bandaríkjunum. 114 millónir
horfðu á hálfleikssýningu
Madonnu sem er einnig met.
V
ið viljum sjá hvað
og hvernig dómar-
arnir eru að skrifa
þetta niður,“ segir
Jón Rúnar Halldórs-
son, formaður knattspyrnu-
deildar FH, um athyglisverða
ályktunartillögubreytingu
sem FH ásamt tólf öðrum fé-
lögum hefur lagt fyrir árs-
þing KSÍ sem haldið verður
á laugardaginn. Hún felur í
sér að dómarar leikja á Ís-
landsmótinu í fótbolta þurfi
að opinbera skýrslu sína eft-
ir leiki, líka það sem þeir rita
til aganefndar komi upp at-
vik í leik sem verður til þess
að leikmanni sé vísað beint af
velli. Lengi hafa félögin ver-
ið ósátt við ósamræmi í leik-
bönnum leikmanna og vilja
þau breyta því með þessari
tillögu.
Liðin vilja samræmi
„Það er oft ósamræmi í
hvernig menn túlka atburðina
og meiningin með þessu er sú
að það náist fram að svipað
verði tekið á öllum málum,“
segir Jón Rúnar. Félögin geta
í dag sóst eftir því að fá að sjá
skýrslur dómara um leikinn
en Jón Rúnar telur að vand-
virknin verði meiri með gegn-
sæu regluverki. „Við erum
ekkert að eltast við dómarann
sem slíkan en menn vanda sig
betur þegar þeir vita að allt
verður birt. Það getur verið
að við höfum rangt fyrir okkur
en við teljum að þetta sé góð
lausn,“ segir Jón Rúnar.
Önnur ályktunartillögu-
breyting frá sömu liðum fel-
ur í sér að eftirlitsmenn leikja
birti skýrslu um framkvæmd
leiksins á innri vef KSÍ. Ekki
er verið að ræða um frammi-
stöðu dómarans, heldur fram-
kvæmd liðanna á leikjunum.
„Við erum að opna okkur fyrir
gagnrýni ef við stöndum ekki
nægilega vel að hlutunum.
Þarna erum við líka að leita
eftir samræmi í aðfinnslum
og auðvitað hrósi líka. Það má
ekki gleyma því að mönnum
er oft hrósað. Þetta er svona
hugsunin á bak við þetta allt,“
segir Jón Rúnar Halldórsson.
Formanninum líst illa á
„Skýrsla dómara til aganefnd-
ar er ekki hluti af leikskýrslu,“
segir Gylfi Þór Orrason, for-
maður dómaranefndar KSÍ
og varaformaður sambands-
ins. Honum líst ekki á að orð
dómara til aganefndar verði
birt fyrir alla að sjá á opin-
berum vettvangi. „Þetta er
bara ekki framkvæmanlegt að
mínu viti. Sá texti sem dómari
skrifar til aganefndar er ekki
partur af leiknum og hann á
ekki að vera birtur á netinu
fyrir alla að gúggla um all-
an heim. Liðin geta sóst eft-
ir því að sjá skýrslurnar til
aganefndar og það á frekar
að vera vinnuregla hjá félög-
unum að sækjast eftir þeim.
Þetta þekkist ekki hjá þjóðum
í kringum okkur,“ segir Gylfi.
Líklegra en ekki er þó að til-
lögubreytingin fari í gegn því
bæði standa að henni þrettán
lið og þá hafa mörg áhuga á
að sjá skýrslur dómara. Æðsta
vald KSÍ er einmitt félögin.
Gylfa líst aftur á móti mjög
vel á að skýrsla eftirlitsmanns
KSÍ um framkvæmd leikja
verði opinberuð fyrir liðin að
sjá á innri vef sambandsins.
„Ég sé ekkert athugavert við
það. Það verður ekkert mál að
samþykkja hana og mun ég
hvetja til þess,“ segir Gylfi.
engin tæknileg
atriði breytast
Eina lagabreytingartillagan
sem mun liggja fyrir á árs-
þinginu um helgina felur í sér
fjölgun deilda. Það eru Breið-
holtsliðin Leiknir og KB sem
leggja það til að gerð verði ný
deild sem yrði á milli 2. og 3.
deildar. Þau vilja nýja, tíu liða
3. deild og 4. deild verði því
lægsta deildin. Í rökstuðningi
segja liðin að of mikill getu-
munur sé á liðunum í 3. deild
og oft sé of mikill „utandeild-
arbragur“ á sumum liðanna.
„Ég hef ekkert verið að
mynda mér neina skoðun
á þessu. Breytingar á móta-
fyrirkomulagi eru í höndum
þingsins og ég tek því sem
að höndum ber,“ segir Birk-
ir Sveinsson, mótastjóri KSÍ.
„Þetta felur ekki í sér neina
fjölgun leikja heldur bara til-
færslur á leikjum milli deilda.
Þetta hefur því engin áhrif á
dómarafjölda eða neitt slíkt.
Það eru engin tæknileg atriði
varðandi mótafyrirkomulag-
ið sem hindra þetta. Þetta er
bara spurning um hvað fé-
lögin vilja,“ segir Birkir.
En er ekki hætta á að mikil
fjölgun verði í nýrri 4. deild og
þar raðist inn lið úr utandeild-
inni sem vilja komast í Ís-
landsmótið? „Það getur vissu-
lega haft þau áhrif. En aftur á
móti getur þetta haft fælingar-
áhrif líka því ferðalögin gætu
hugsanleg lengst mikið. Það
er margt í þessu og því vil ég
sem minnst um þetta segja,“
segir Birkir Sveinsson.
Orð dómara ekki
fyrir alla að sjá
n Þrettán félög vilja opinbera skýrslur dómara á ársþingi KSÍ
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Fótbolti
Vilja sjá skýrsluna Liðin vilja sjá orð
dómara til aganefndar en formanni
dómaranefndar líst ekkert á það. Mynd GG
Liðin 13
Breiðablik, FH, Fram, Fylkir,
Keflavík, KR, ÍA, ÍBV, Valur, Vík-
ingur R., Selfoss, Stjarnan, Þór A.