Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 14
E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 245,7 kr. 253,3 kr. Algengt verð 245,5 kr. 253,1 kr. Höfuðborgarsv. 245,4 kr. 253,0 kr. Algengt verð 245,7 kr. 253,3 kr. Algengt verð 247,5 kr. 253,3 kr. Melabraut 245,5 kr. 253,1 kr. 14 Neytendur 8. febrúar 2012 Miðvikudagur Fékk ekki að greiða n Lofið fær Pfaff á Grensásvegi en ánægður viðskiptavinur vildi koma þessu á framfæri: „Ég fór á verkstæði Pfaff með Petra-kaffi- púðavél sem var með brot- inn sleða. Afgreiðslumað- urinn brá sér á bak við með vélina stundarkorn og kom síðan með hana end- urbætta með nýjum sleða og takka. Þegar ég ætlaði að borga tók hann í höndina á mér og sagði mér að eiga góðar stundir. Það var ekki við það komandi að ég fengi að borga. Þetta kallar maður þjónustulund.“ Þorskur í stað kola n Lastið fær Kolabrautin í Hörpu en DV fékk eftirfarandi sent: „Við fórum þangað hópur saman síð- ustu helgi til að fá okkur að borða. Við veltum fyrir okkur hvað við ættum að panta og fengum þau svör að mælt væri með kolanum svo við pöntuðum öll hann. Það leið og beið og loksins kom maturinn. Það var þá einn í hópnum sem tók fljótlega eftir því að ekki var um kola að ræða held- ur þorsk. Við fengum þó enga afsökunarbeiðni vegna þessa.“ DV hafði samband við Leif Kolbeinsson, framkvæmdastjóra Kolabrautarinnar, sem kannaðist við þetta. „Þetta hefur líklega verið á sunnudaginn en þá var staðan þannig hjá okkur að við fengum miklu fleiri gesti til okkar en við bjuggumst við og seldum mun meira af kola og hvítu sem við höfum verið að auglýsa og kynna. Það kom upp sú staða að við átt- um ekki kola fyrir alla. Mér skilst að það hafi þó einungis verið 4 af 120 manns sem fengu ekki kolann og að það hafi verið rætt við þá alla og þeim bætt þetta upp,“ sagði Leifur. Aðspurður hvað staðurinn hefði gert fyrir þann sem sendi lastið sagði Leifur að hann hefði einfaldlega boðið þeim matinn frían eða að koma aftur um næstu helgi. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Sparnaðarráð atvinnubílstjóra „Það er þessi hraða inngjöf sem eyðir miklu bensíni en bensínið er orðið svo skelfilega dýrt. n Bensínverð hefur aldrei verið hærra B ensínverð náði sögulegu hámarki fyrir skömmu og kostar nú lítrinn rúmar 245 krónur. Eldsneytishækkan- ir koma einna verst niður á leigubílstjórum og öðrum atvinnu- bílstjórum. DV heimsótti kaffistofu Hreyfils við Grensásveg og ræddi við nokkra bílstjóra um eldsneyt- isverð, verðhækkanir og leiðir til sparnaðar. Almenningssamgöngur Í janúar fyrir tveimur árum kostaði ódýrasti bensínlítrinn 191,5 krónur og fyrir ári var hann kominn í 212,7 krónur. Bílstjórarnir hjá Hreyfli voru sammála um alvarleika málsins fyrir atvinnu þeirra en einn sagði að í raun væri hann bara að vinna fyrir kostnaði. Auk þess hefði þetta áhrif á verðlag leigubíla og að gjaldskrá þeirra myndi hækka. Einn þeirra vildi taka fram að leigubílar ættu að vera hluti af almenningssam- göngum. „Við þyrftum að fá borgar- yfirvöld og ríkið til að viðurkenna okkur sem hluta af almenningssam- göngum. Það er alltaf verið að tala um að gera bílaflotann vistvænni og ef við gætum fengið grænna elds- neyti á lægra verði kæmi á móti lækkun á verðskrá leigubíla. Til dæmis er Strætó niðurgreiddur um hundruð milljóna og á Selfossi eru leigubílar niðurgreiddir,“ sagði einn bílstjóranna. Annar sagði að það mætti jafnvel fækka bensínstöðv- um í Reykjavík og lækka eldsneytis- kostnaðinn á móti. Leigubílstjórarnir ræddu við blaðamann um bensínhækkanir og gefa hér lesendum nokkur góð bensínsparnaðarráð. Metanið er töluvert ódýrara en bensín: Verð á íslensku metani 6. febrúar 2012 Verð á íslensku metani = 126 kr. / Nm3 Verð á íslensku metani miðað við orkujafngildi 95 oktan bensíns ~ 120 kr/l. Miðað við jafngildi orkuinnihalds: Einn Nm3 af 100% metani = 1,12 l af 95 oktana bensíni. UppLýSINgAR AF METAN.IS Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Gunnlaugur Óskarsson „Mitt ráð er að keyra metanbíl. Ég var einn af þeim fyrstu til að fá mér þannig bíl en ég og svili minn fluttum tvo inn. Nú eru þó nokkuð margir bíl- stjórar komnir á metanbíla. Ég er mjög ánægður með útkomuna, bíllinn virkar alveg súper hjá mér og hefur ekki slegið feilpúst. Þetta gerir reksturinn minn hagkvæmari en með því að nota metan þá spara ég um það bil 700.000 krónur á ári. Það miðast náttúrulega við að ég er atvinnubílstjóri og ef þú ert á einkabíl er sparnaðurinn að sjálfsögðu ekki eins mikill. Ég myndi ráðleggja fólki sem hefur hug á að fara yfir í metan að kaupa sér nýjan metanbíl í stað þess að breyta bílnum. Mér skilst að það þurfi sterkari ventla og annan búnað því það er meiri hiti sem myndast við bruna metans. Breyttir bílar virðast því aðeins bila, en ekki allir þó. Metan- og rafmagnsbílar eru framtíðin.“ Lúther Pálsson „Ég nota hraðastillinn mikið til að fylgjast með og passa upp á bensín- eyðsluna. Þetta gengur vel innanbæjar þegar þú ert kominn yfir 30 kílómetra hraða. Tökum sem dæmi að ég keyri á 70 kílómetra hraða og stoppa. Þegar ég tek af stað aftur og ætla að ná aftur sama hraða þá set ég hraðastillinn á þegar ég er kominn yfir 30 kílómetra hraða og þá sér tölvan um að nýta eldsneytið sem best upp að 70. Það margborgar sig að vera með svona í bílnum sínum.“ Hvar kaupir þú bensín? „Hjá N1 því þar er ég með mánaðarreikn- ing og fæ afslátt.“ Hefur þú íhugað að láta breyta bíln- um í metanbíl? „Nei, ég lít ekki á það sem góðan kost eins og er. Ekki á meðan svona fáar stöðvar eru hérna. Oftar en ekki eru þeir svo að bila, heyrist manni.“ Runólfur Óðinn Sigurðsson „Mitt sparnaðarráð er að hægja á sér og minnka bensíngjöfina. Það er þessi hraða inngjöf sem eyðir miklu bensíni en bensínið er orðið svo skelfilega dýrt. Svo er ég einnig með vetrarstöð og kemst því hjá því að vera með bílinn í lausagangi. Það sparar mér heilmikinn pening. Þetta er olíumiðstöð sem er í gangi og þótt ég hafi drepið á bílnum er funheitt inni hjá mér. Annars finnst mér að í rauninni ættu allir að taka sig saman og mótmæla þessu. Ef allir atvinnubíl- stjórar myndu sleppa því að keyra einn dag myndi allt stöðvast í þjóðfélaginu. Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða og ég hvet menn til að hugsa um þetta.“ Hvar kaupir þú bensín? „Hjá N1 þar sem ég er með afsláttar- kort.“ Hefur þú íhugað að láta breyta bíln- um í metanbíl? „Nei, mér skilst að þetta metan sem notað er hér heima sé ekki nógu hreint og meira að segja nýir bílar hafi verið að bila mikið. Ég held það tengist eitthvað vinnslunni á metaninu. Nú bíð ég bara eftir rafmagnsbílunum, þeir eru fram- tíðin.“ Jón Stefánsson „Bara hætta að keyra. Þetta er mjög einfalt. Það er engin samstaða hér á landi. Erlendis væri fólk fyrir löngu búið að leggja bílnum fyrir fullt og allt. Fólk á ekki einu sinni að taka strætó, bara labba. Þetta eru engar vegalengdir hérna hjá okkur.“ Hvar kaupir þú bensín? „Ég er hjá Orkunni og er með afslátt þar. Hann er samt lítill miðað við hvað þetta er dýrt. Ég held að afslættirnir séu svipaðir alstaðar. Þetta verð á olíunni er bara út úr öllu korti. Maður verður svo reiður þegar maður fer að hugsa út í þetta, hvað olíufélögin eru frjáls með sína álagningu.“ Hefur þú íhugað að láta breyta bílnum í metanbíl? „Nei, það er búið að sýna það og sanna að þetta er blekking. Í fyrsta lagi heyrir maður að breytingar á sumum bílum hafa verið misheppnaðar því metanið er ekki nógu hreint. Í öðru lagi munu þeir bara hækka verðið á þessu um leið og þetta verður algengara.“ Guðmundur Aðalsteinsson Stundar þú sparakstur? „Nei, maður á að nota það sem er undir húddinu.“ Hvar kaupir þú bensín? „Ég versla við Atlantsolíu. Þar er ódýrast og ég fæ góðan afslátt hjá þeim þar sem ég er atvinnubílstjóri. Ég held að allir atvinnubílstjórar fái slíka afslætti.“ Hefur þú íhugað að láta breyta bíln- um í metanbíl? „Nei, það hef ég ekki gert. Ég er á svo eyðslugrönnum bíl.“ Vilhelm Sverrisson „Ég spara bensín með sama hætti og Lúther.“ Hvar kaupir þú bensín? „Ég kaupi það hjá N1. Það er nú eiginlega komið til vegna þess að það er hag- stæðara úti á landi. Þegar ég fer út á land kaupi ég tvö 10.000 króna kort sem ég nota í sjálfsölum hér. Ég fer líka mikið norður og finnst gott að vera ekkert háður því hvort stöðin sé opin eða ekki.“ Bárður Örn Bárðarson Hvernig er að þínu viti best að spara bensínið? „Það er ósköp einfalt. Leggið bílnum og takið leigubíl.“ Hvar kaupir þú bensín? „Ég kaupi bensín hjá Olís og er með afsláttarkort þar. Annars finnst mér við öll vera höfð að fífli alla dag. Við erum með sama afsláttinn og við erum með þegar bensínlítrinn var í 140 krónum. Hann hefur ekkert hækkað.“ Hefur þú íhugað að láta breyta bíln- um í metanbíl? „Nei, það hef ég ekki gert.“ 5 ráð til að spara bensín 1. Vertu á góðum dekkjum Hafðu í huga að hægt er að fá hjólbarða sem draga úr núningsmótstöðu vegar. Minni núningsmótstaða, minni bensíneyðsla. 2. Aktu á jöfnum hraða Hraðakstur eykur bensíneyðslu og veldur umhverfisspjöllum. Sparaðu inn- gjöfina og forðastu snögghemlun. Með því sparar þú eldsneytið og dregur úr mengun. Stöðvaðu mótorinn ef bíllinn er í hægagangi í meira en eina mínútu. Hægagangur í eina mínútu er bensín- frekari en gangsetning. 3. Hafðu réttan loftþrýsting í hjólbörðum Hafðu loftþrýsting í hjólbörðunum sem næst því hámarki sem framleiðandi gefur upp. Það dregur úr bensíneyðslu og eykur endingu hjólbarðanna. Loftþrýstingstöflu finnur þú undir bensínlokinu. 4. Ekki vera með aukaþunga í bílnum Aktu ekki með óþarfa hluti sem auka þyngd bílsins. Hvert aukakíló í bílnum þýðir aukna bensínnotkun. Forðastu að aka um með tóma farangursgrind eða opna glugga, það eykur verulega loftmótstöðu og þar með bensíneyðslu og mengun. Ef sumarfríið er búið skaltu taka niður tóma farangursgrind eða „tengdamömmubox“ og ekki aka með opna glugga nema þörf krefji. Slíkt eykur loftmótstöðu og þar með bensíneyðslu og mengun. 5. Rafdrifinn búnaður Notaðu rafdrifinn búnað í bílnum aldrei meira en þörf krefur. Hiti í afturrúðum, miðstöðvar og sætahitarar í framsætum taka mjög mikinn straum. Talið er að miðað við 100 kílómetra akstur geti mikil notkun á rafbúnaði aukið eyðsluna um lítra eða jafnvel meira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.