Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 4
Fékk ekki tryggt vegna gjaldþrots 4 Fréttir 8. febrúar 2012 Miðvikudagur Reykjavík rukkar meira n Fasteignagjöld fyrir hesthús miklu hærri í borginni en annars staðar Í nágranna sveitafélögum Reykja- víkur eru hesthús einnig flokkuð í C-flokk fasteignagjalda sem þýðir að húsin eru skattlögð hærra en ef þau væru í A-flokki líkt og þau voru áður. Þessi fasteignagjöld eru miklu hærri í Reykjavík en í öðrum sveit- arfélögum. Í Reykjavík voru hesthús færð úr A-flokki fasteignagjalda í C- flokk um síðustu áramót. Við það hækkuðu fasteignagjöldin af hest- húsum úr 0,22 prósentum af fast- eignamati upp í 1,65 prósent. Þetta er hækkun upp á 750 prósent og hefur það í för með sér að eigandi hesthúss á Fákssvæðinu í Víðidal, sem borg- aði áður 56 þúsund krónur í þenn- an skatt á ári, borgar eftir hækkunina 426 þúsund krónur á ári. Þessi gífur- lega hækkun hefur vakið upp mikla reiði hjá hestamönnum. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, hefur skýlt sér á bak við að borginni hafi ekki verið í sjálfs- vald sett að gera þessar breytingar. Borgin hefur hins vegar sagt að hún vilji breyta þessum reglum þannig að gjöldin á hesthús lækki aftur. Það er hins vegar á forræði Alþingis að gera lagabreytingar til þess að það sé hægt. Í Mosfellsbæ eru fasteignagjöld á hesthús 0,45 prósent af fasteignamati eða nærri fjórfalt lægri en í Reykjavík. Í Garðabæ eru þessi gjöld 0,50 pró- sent af fasteignamati og í Kópavogi og Hafnarfirði eru þau 0,63 prósent af fasteignamati. Þetta þýðir að hest- húsaeigendur í Reykjavík greiða að jafnaði tugum þúsunda króna meira í fasteignagjöld á ári en aðrir. valgeir@dv.is Hestamenn Margfalt dýrara er að eiga hesthús í Reykjavík en nágrannasveitarfélögunum. B ara af því að ég er gjaldþrota vilja þeir ekki tryggja bílinn minn,“ segir kona um fimm- tugt með áratugareynslu sem atvinnubílstjóri. Hún komst að því fyrir rælni á dögunum að hún væri á ótryggðum bíl sem hún hafði eignast fyrir þó nokkru. Og hafði því ekið óafvitandi á ótryggð- um bíl í nokkra mánuði. Ástæðan var sú að Tryggingamiðstöðin vildi ekki tryggja bílinn. Hún segir hins vegar að hún hafi aldrei verið látin vita af því eftir að hafa gengið frá kaupum á bílnum að hún hefði fengið höfnun á bifreiðatryggingu. Það var síðastliðið haust sem kon- an var lýst gjaldþrota en eftir að hafa skipt um bíl skildi hún ekkert í því að henni barst ekki rukkun fyrir bif- reiðatryggingunni á heimabankann. Bara rukkun fyrir bifreiðagjöld. Hún fór að grennslast fyrir um málið og byrjaði á að hafa samband við fyrri eiganda og spyrja hvort hann hefði ekki gengið almennilega frá þessu. Sjálf skráði hún TM sem trygginga- félag sitt í viðskiptunum. Tryggja ekki gjaldþrota fólk „Ég kom við á bifreiðastöð á föstu- daginn til að athuga hvað væri í gangi. Ég vissi að ég þyrfti að fara að borga því ég var komin fram yfir greiðsludaga og í sekt. Sektin kom upp í kerfinu þar og einnig þær upplýsingar að bifreið- in væri með öllu ótryggð,“ segir kon- an sem baðst undan því að vera nafn- greind. Hún varð að vonum steinhissa og leitaði til TM á mánudaginn. „Þar fékk ég þau svör að ég væri á afskrá, eða eitthvað þvíumlíkt, og því væri ekki hægt að tryggja mig. Þeir virðast því hafa fengið þessa beiðni þegar gengið var frá sölusamningnum en létu mig ekki vita að mér hefði verið hafnað eða að ég gæti ekki tryggt bíl- inn hjá þeim.“ Aftur á byrjunarreit Konan kveðst hafa verið með trygg- ingar hjá TM í mörg ár, verið með fullan bónus en nú sé komið fram við hana eins og nánast ótíndan glæpa- mann bara af því að hún hafi orðið gjaldþrota. Hnípin leitaði hún umsvifalaust til tryggingafélagsins Varðar þar sem hún fékk að vísu að tryggja bílinn sinn. En þar fær hún þó engan bónus og þarf að borga hámarksgjöld, eða eins og hún orðar það, eins og hún sé 17 ára, nýkomin með bílpróf. Þó sé hún búin að vera tjónlaus atvinnu- bílstjóri í rúmlega 20 ár. „Ég er bara að byrja upp á nýtt. Ég fæ engan bónus, þarf að borga mik- ið meira bara af því að ég er á hausn- um. Og það liggur við að ég þyrfti að borga alla trygginguna út bara til að tryggja bílinn.“ Hún veltir fyrir sér hvort ein- hverjir af þeim fjölmörgu í hennar sporum á Íslandi í dag séu kannski óafvitandi í sömu stöðu. „Það er liggur við helmingur þjóðarinn- ar á hausnum, svo hún hlýtur að keyra hér um á ótryggðum bílum. Kannski það sé þess vegna sem verið var að klippa á 160 númera- plötur á dögunum?“ spyr konan hvumsa. Meta hvert tilvik fyrir sig Ragnheiður Agnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri einstaklingsþjónustu og samskipta hjá Tryggingamiðstöð- inni, segir alla nýja viðskiptavini fara í gegnum ákveðið áhættumat. Ann- ars vegar hvað varðar vátryggingalega áhættu sem fyrirtækið tekur og einn- ig sé greiðslugeta viðskiptavinarins metin. Ragnheiður segir það ekki vera stefnu Tryggingamiðstöðvarinnar að tryggja ekki einstaklinga sem hafa far- ið í gegnum gjaldþrotameðferð eða lent í vanskilum. Hún segir þá sem eigi viðskiptasögu hjá fyrirtækinu almennt fá áframhaldandi tryggingu. „En auðvitað vegum við og metum hvert tilvik fyrir sig, en það er alls ekki nein stefna hjá okkur að tryggja ekki aðila sem hafa lent í því að fara í van- skilaferli.“ Aðspurð hvernig geti staðið á því að konunni hafi ekki verið tilkynnt um að bílatrygging hennar væri fallin úr gildi segist Ragnheiður ekki þekkja þetta tiltekna mál og því ekki geta svarað fyrir það. Hún sagði jafnframt ferlið vera þannig „… að menn þurfi staðfestingu á að ökutækið sé tryggt til að geta ekið því og ef sú staðfesting liggi ekki fyrir þá beri vátryggingataka að kanna hvort að ökutækið sé tryggt. En yfirleitt liggja einhverjar skýringar að baki, við erum einmitt þekkt fyrir það að leggja okkur fram við að reyna að aðstoða okkar viðskiptavini í svona vanda og finna lausnir sem gætu mögulega hjálpað fólki yfir erfiðasta hjallann.“ „Ég fæ engan bón- us, þarf að borga mikið meira bara af því að ég er á hausnum. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is n Tryggingafélagið lét hana ekki vita n Ók ótryggðum bíl um tíma Hættulegt í umferðinni Konan hefði verið í vondum málum ef hún hefði lent í óhappi. Meirihlutaviðræður í Kópavogi: Ómar er bjartsýnn „Ég er bjartsýnn,“ segir Ómar Stef- ánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins í Kópavogi, um meiri- hlutaviðræður sem staðið hafa yfir á milli Framsóknar, Sjálfstæðis- flokks og Lista Kópavogsbúa að undanförnu. Í samtali við DV á þriðjudag vildi hann ekki staðfesta neitt um hvernig viðræðurnar stæðu né hver hefði verið nefndur sem bæjarstjóri nýs meirihluta. Heimildir DV herma að Ár- mann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórninni, geri tilkall til bæjarstjórastólsins en Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í bæjarstjórninni með fjóra kjörna fulltrúa af ellefu. Ómar vildi ekki staðfesta þetta í samtali við DV en hann viður- kenndi að auðvitað hefðu bæjar- stjóramálin verið rædd. „Ég veit það ekki, ég ætla bara að halda áfram að vera bjartsýnn þangað til að það er búið að skrifa undir,“ sagði Ómar þegar hann var spurður hvenær hann teldi að við- ræðum yrði lokið. Ofsaakstur í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri var stað- inn að ofsaakstri á Reykjanes- braut í Garðabæ um síðustu helgi. Bíll hans mældist á 151 kílómetra hraða en manninum var veitt eftirför uns hann nam staðar í Hafnarfirði. Þá kom jafnframt í ljós að ökumaðurinn var í annar- legu ástandi en lögreglan fann enn fremur fíkniefni í fórum hans. Maðurinn, sem hefur alloft áður gerst sekur um umferðarlaga- brot, var handtekinn og færður á lögreglustöð. Í tilkynningu frá lögreglu kem- ur fram að talsvert hafi verið um hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina og voru nokkrir tugir ökumanna stöðvaðir vegna þessa. Hefur þú rek- ist á svona lyftara? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vinnuvél sem var stolið var úr Kjalarvogi við Vogabakka í Reykjavík sl. fimmtudagsmorgun. Um er að ræða tæki af gerðinni JCB 540-70T með vinnuvélanúmerið JF- 0349. Vinnuvélin var innan öryggis- hliðs Faxaflóahafna þegar þjófurinn lét til skarar skríða. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar tækið er niðurkomið eru vinsamlegast beðn- ir um að hafa samband við lög- regluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á netfangið abending@ lrh.is. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá lögreglunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.