Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 10
K onan sem fannst látin í húsi við Skúlaskeið 8 í Hafnarfirði á mánudag hét Þóra Eyjalín Gísladóttir. Hún var 35 ára gömul. Hlífar Vatnar Stefánsson, 22 ára Hafnfirðingur, hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 21. febrúar, grunaður um að hafa valdið dauða hennar. Þóra og Hlífar höfðu átt í ástar- sambandi og voru um tíma trúlofuð. „Þetta var svona „haltu mér, slepptu mér“ kærustupar,“ segir vinkona Þóru. Sambandið var stormasamt og erfitt að vita hvenær þau voru saman og hvenær ekki. Vinir Þóru telja líklegt að hún hafi verið búin að missa tökin á fíkninni, hún hefði annars ekki verið stödd á Skúlaskeiði. „Ég held að hún hefði ekki verið þar nema í neyslu,“ segir vinkona hennar. Enginn hefði þó trúað að endirinn yrði svona. Erfitt samband Facebook-síða Hlífars Vatnars ber þess merki að samband hans og Þóru hafi verið erfitt. Í september 2010 skrifaði Þóra á Facebook-vegg Hlífars að þau hefðu ekki góð áhrif hvort á annað og ættu frekar að vera vinir en í ástarsambandi. „Ekki taka þessu nema af ást. Við drögum bara úr hvort öðru. Verum vinir. Núna á ég allt sem hugurinn girnist eftir að þú fórst. Ég vona að þú hafir farið í meðferð því þú skildir ekki neitt hvað ég var að elska þig mikið. N bað mig að sleppa þér og hætta með þér.“ Þau voru þó ekki lengi í sundur því ellefu dögum síðar skrifaði hún: „Ha, ha glætan ég sleppi þér aldrei. Best að drífa mig núna beint í fangið þitt í næsta herbergi. Hi, hi elska þig ástin mín.“ Góð vinkona og yndisleg mann- eskja Vinir Þóru lýsa henni sem elsku- legri stúlku sem hafi átt í erfiðri og langvarandi baráttu við fíkniefni. Hún hafði oft tekið sig á og reynt að snúa baki við fíkniefnaheiminum með misjöfnum árangri, en þeg- ar vel gekk leitaði hún til vina sem reyndu að styðja við bakið á henni. Önnur vinkona Þóru, sem kynnt- ist henni þegar þær voru báðar í neyslu, segir Þóru hafa verið ynd- islega manneskju. „Hún var mjög listræn og hafði gaman af því að mála. Hún teiknaði og málaði mjög fallegar myndir.“ Hún segir Þóru hafa sýnt sér mikinn stuðning fyr- ir tveimur árum þegar hún var að hætta í neyslu. „Hún hjálpaði mér rosalega mikið og studdi mig þeg- ar ég þurfti á því að halda. Hún var góð manneskja og góð vinkona.“ Vinkonan segir að sjálf hafi Þóra verið að reyna að hætta að neyta fíkniefna á sama tíma. „Hún átti erfitt“ Þóra leitaði sér aðstoðar í sumar á meðferðarstofnuninni Vogi eftir erf- ið veikindi en hún hafði fengið heila- blóðfall. „Hún átti mjög erfitt,“ segir vinkona hennar. Þóra hafði verið bú- sett í Mýrinni, stuðningsheimili fyrir konur sem hafa verið heimilislausar og er staðsett í Norðurmýri. Úrræðið er á vegum Reykjavíkurborgar og er nú heimili fimm kvenna sem hafa ver- ið hvað verst settar og erfiðlega hefur gengið að veita þjónustu. Konur sem þar eru búsettar hafa áður leitað at- hvarfs í Konukoti, en Konukot er að- eins hugsað sem tímabundið úrræði. Konurnar mega ekki neyta áfengis eða fíkniefna inni á heimilinu, en ekki er gerð krafa til þess að þær séu hættar neyslu. Ógæfumaður Hlífar hefur ítrekað komið við sögu lögreglu og kom sjálfur á lögreglu- stöðina við Flatahraun í Hafnar- firði um klukkan ellefu á mánudags- morgun og greindi óljóst frá atviki sem hann sagði að hefði átt sér stað á heimili hans. Hann var í annarlegu ástandi og fóru því lögreglumenn strax að Skúlaskeiði og fundu þar konuna látna. Aðkoman mun hafa verið mjög óhugguleg og mikið blóð á vettvangi. Áverkar voru á líkinu og samkvæmt lögreglu er talið að þeir séu eftir eggvopn. Hnífur sem fannst á vettvangi hefur hann verið sendur í rannsókn ásamt öðrum lífsýnum. Talið er að Þóra hafi látist aðfaranótt mánudags. Hlífar Vatnar hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 21. febrúar og mun sæta geðrannsókn. Þekkt hús í Hafnarfirði Hlífar var áður búsettur í húsinu við Skúlaskeið ásamt föður sínum. Þeir feðgarnir höfðu verið búsettir þar í nokkurn tíma en nú er enginn skráð- ur þar til heimilis. Húsið er í eigu Ar- ion banka. Nágrannar staðfesta að Hlífar hafi lengi verið í óreglu og stundum ónáðað nágranna sem oft urðu varir við að hann væri í annar- legu ástandi. „Þetta er bara sorglegt og afar óhugnanlegt,“ sagði íbúi við Skúlaskeið í Hafnarfirði í samtali við DV. Húsið er nokkuð vel þekkt í bæn- um enda sérstakt í útliti og oft kallað „Kastalinn“. Hefur áður beitt ofbeldi Hlífar Vatnar er góðkunningi lög- reglunnar og mun hafa fjármagnað fíkniefnaneyslu sína að miklu leyti með minniháttar afbrotum. Hann hefur einnig verið dæmdur fyrir lík- amsárás. Nú í byrjun janúar hlaut hann dóm fyrir árás sem átti sér stað einu og hálfu ári áður, sumarið 2010, í gistiskýlinu við Þingholtsstræti. Gistiskýlið er rekið af Reykjavíkur- borg og er ætlað heimilislausum karlmönnum. Hann hafði slegið mann þar hnefahöggi í andlitið, með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut sprungna vör og brotnaði upp úr tönn. Fyrir þetta var hann dæmd- ur í sjö mánaða fangelsi í janúar. Dómurinn var skilorðsbundinn og því þurfti hann ekki að sitja í fang- elsi, þrátt fyrir að hann hefði verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi síðasta sumar. Síbrotamaður Í júní í fyrra var hann dæmdur fyrir ellefu misalvarleg og margvísleg brot. Hann stal bíl við bensínstöð N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði haustið 2009, ók undir áhrifum fíkniefna og án öku- leyfis og stal áfengi í verslun ÁTVR í Kringlunni. Auk þess kastaði hann gangstéttarhellu í rúðu á einbýlishúsi í Hafnarfirði og stal tveimur fartölv- um. Þá stal hann fartölvu í Mennta- skólanum í Kópavogi og seðlaskipti- kassa á Landspítalanum í Fossvogi. Árið 2010 var hann farinn að stela sér mat. Hann tók fimm kleinuhringi í 10- 11 án þess að borga. Þeir kostuðu að- eins 495 krónur. Loks gekk hann út úr verslun Krónunnar við Reykjavíkur- veg í Hafnarfirði með matarkörfu að verðmæti sex þúsund krónur, án þess að borga. Hlífar Vatnar fékk vægan dóm fyr- ir afbrot sín vegna þess að hann ját- aði möglunarlaust öll brotin. Ástæð- an fyrir því að Hlífar var ekki dæmdur fyrir að rjúfa skilorð, þegar líkams- árásardómur féll yfir honum í janú- ar, var að hann framdi líkamsárásina áður en hann hafði verið dæmdur fyr- ir hin afbrotin. Samkvæmt frásögn lögreglu gekk Hlífar sjálfviljugur inn á lögreglu- stöðina í Hafnarfirði og greindi frá láti kærustu sinnar. 10 Fréttir 8. febrúar 2012 Miðvikudagur Harmleikur í Hafnarfirði n Þóra Eyjalín var 35 ára þegar hún fannst látin n „Góð manneskja og góð vinkona“ „Ég vona að þú haf- ir farið í meðferð því þú skildir ekki neitt hvað ég var að elska þig mikið.“ 14. október Reykjavík Bústaðavegur Gripinn dópaður á stolnum bíl sem hann hafði tekið við bensínstöð N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði. 22. október Reykjavík Kringlan Tekinn við að stela áfengis- pela í ÁTVR. 2012201120102009 26. nóvember Garðabær Reykjanesbraut við Álftanesveg Tekinn á bíl undir áhrifum eiturlyfja. 16. desember Hafnarfjörður Austurgata 25 Braut rúðu í einbýlishúsi með gangstéttarhellu og stal tveimur fartölvum úr húsinu. 18. desember Reykjavík Landspítalinn í Fossvogi Reif seðlaskipti- kassa og kastaði honum út um glugga. 11. janúar Kópavogur Menntaskólinn í Kópavogi Stal Mitac-far- tölvu og reiknivél að andvirði 80 þúsund krónur. 24. apríl Hafnarfjörður 10-11 við Fjarðargötu Stal fimm kleinu- hringjum fyrir 495 krónur. 16. júní Hafnarfjörður Krónan Gekk með matarkörfu út úr versluninni án þess að borga. 27. júní Hafnarfjörður Gjótuhraun 6 Tekinn af lögreglu með amfetamín. 30. júní Hafnarfjörður Hellisgata 16 Braust inn á skrifstofu við og stal skjávarpa og verðmætum. 9. ágúst Reykjavík Gistiskýlið í Þingholts- stræti Sló mann hnefahöggi í andlitið. 23. júní Hafnarfjörður Héraðsdómur Sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir margvísleg brot. 3. janúar Sjö mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Slapp við að sitja inni. 6. febrúar Hafnarfjörður, Skúlaskeið 8. Grunaður um að hafa banað konu. 7. febrúar Hafnarfjörður Dæmdur í gæsluvarðahald, grunaður um manndráp. Þessi brot framdi Hlífar Vatnar frá 2009 Afbrotaferillinn Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Þóra Eyjalín Gísladóttir f. 1.10. 1976 – d. 6.2. 2012 Grunaður Hlífar Vatnar Stefánsson er 22 ára. Hann hefur verið hnepptur í gæsluvarð- hald, grunaður um að hafa banað kærustu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.