Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Síða 22
Á Super Bowl í boði Reebok n Annie Mist og kærastinn skemmtu sér vel Þ etta var rosa flott og gaman að sjá þetta,“ segir íþróttakonan Annie Mist Þórisdótt- ir um Super Bowl leikinn sem fram fór á sunnudaginn í Indianapolis í Bandaríkj- unum. Super Bowl leikurinn er stærsti einstaki íþróttavið- burður í heiminum og þegar mest lét horfðu 117 milljónir Bandaríkjamanna á leik- inn og þá eru ekki taldir með þeir sem horfðu utan Banda- ríkjanna. Annie Mist horfði á leikinn ásamt kærastanum sínum. Hún segir þetta hafa verið skemmtilega upp- lifun. Reebook sem er einn helsti styrktaraðili Annie Mist bauð þeim á leikinn og þau ákváðu með viku fyrirvara að láta slag standa. „Ree- bok er einn helsti styrktarað- ili Super Bowl og gaf okkur miða á leikinn. Ég hef farið á amerískan fótboltaleik áður en ekki á Super Bowl. Þetta var rosastórt og skemmti- legt. Daginn fyrir leikinn var svona leikur þar sem ýmsir frægir spiluðu og það var gaman að fylgjast með því. Síðan var Madonna að syngja í hálfleik og Kelly Clarkson söng þjóðsönginn.“ Parið sat á besta stað. „Við vorum í röð númer tvö á öðrum enda vallarins hjá öðru markinu og það voru bara ljósmyndarar sem sátu fyrir framan okkur. Þetta var sjúkt sko, þeir voru bara upp við mann allan tímann,“ segir Annie Mist. Það er nóg um að vera hjá Annie en nýlega flutti hún sig yfir í Cross Fit Reykjavík þar sem hún er orðinn meðeigandi og æfir þar og kennir á fullu. „Það er allt á fullu hjá mér. Ég færði mig yfir og það gengur bara ofsalega vel. Þetta er flott fyr- irtæki og við höldum áfram að vera með flotta uppbygg- ingu.“ 22 Fólk 8. febrúar 2012 Miðvikudagur Hitti frænku í hjálpar- tækjabúð Hin eina sanna Vala Grand skellti sér í hjálpartækjabúð- ina Adam og Evu á dögunum og lenti í heldur óheppilegri uppákomu sem hún greinir frá á Facebook-síðu sinni. „Fór í Adam og Evu í dag að versla mér eitthvað nammi,“ segir hún og tekur fram að það neyðarlegasta sem hafi komið fyrir hana á þessu ári hafi hent hana í búðinni. „Þegar ég var að fara borga kom frænka mín inn á stað- inn með kallinum sínum,“ segir hún og tekur fram að það hafi verið nokkuð vand- ræðalegt að rekast á ættingja sína á þessum stað. Leggöng en ekki Vaðla- heiðargöng Hallgrímur Helgason er ekk- ert vanur að spara við sig stóru orðin. Í nýlegri Face- book-stöðufærslu leggur hann til að hætt verði við Vaðlaheiðargöng og í stað- inn verði boruð leggöng í Davíð Þór Jónsson. „Legg til að hætt verði við Vaðlaheið- argöng og í staðinn boruð leggöng í Davíð Þór Jónsson. Myndi stytta leiðina að jafn- rétti á Íslandi um allt að 200 km. Fá Möllerinn í málið, hann klárar það hratt og vel. Einkaframkvæmd með ríkis- ábyrgð en reyndar nokkuð háum vegtollum.“ Madonna mæmaði Söngatriði Madonnu í hálf- leik á Ofurskálarleiknum hefur vakið mikla athygli um allan heim. Hún hefur fengið misjafna dóma en flestir eru þó á einu máli um að atriðið hafi verið magnað. Söngvar- inn Stefán Hilmarsson var þó ekki jafnhrifinn. „Mjög vel að verki staðið og magnað tækni- og sjónarspil. Ég fékk þó ekki betur séð og heyrt en að Madonna mæmaði söng- inn meira eða minna. En það er kannski aukaatriði þegar boðið er upp á svona flotta búninga, bolvindur og koll- hnísa,“ skrifaði söngvarinn dáði á Facebook-síðu sína. Sátu á besta stað Annie og kærastinn sátu í annarri sætaröð á leiknum og sáu því vel það sem var um að vera á vellinum. É g ætla aldrei að æfa skíði aftur, ég ætla að finna mér önnur markmið í lífinu og ég ætla að vinna að þeim af sama krafti,“ segir Fanney Þorbjörg Guðmunds- dóttir, tæplega tvítug fyrrver- andi landsliðskona í skíða- íþróttum. Fanney slasaðist alvarlega á skíðum á aðfangadag og brotn- aði meðal annars á hrygg og hálsi og bati hennar þykir með ólíkindum. Slysið átti sér stað í bænum Geilo í Noregi þar sem Fanney æfði skíðaíþróttina af miklu kappi. Aðgerð sem hún fór í heppnaðist afar vel en ljóst er að skíðaferill hennar er á enda. „Ég hlakka til að finna mér önn- ur markmið. Get hugsað mér að fara að æfa fótbolta og fara oftar á hestbak. Hingað til hafa skíðin verið mér allt, ég flutti 17 ára gömul að heiman frá Ís- landi hingað til Noregs til að stunda skíði. Mér gekk afar vel en ég ætla ekki að leiða hugann að því frekar. Mig langar ekki að fara í þennan pakka aftur. Það er að hluta til vegna slyssins, það tekur svo langan tíma að þjálfa sig til þess að taka þátt í toppbaráttu. Ég vil frekar njóta þess að fara á skíði þegar ég loks kemst á þau aftur. En fyrst um sinn ætla ég að taka því rólega og leyfa þessu öllu saman að gerjast hægt og rólega.“ Byrjuð í skólanum aftur Fanney var farin að hreyfa útlimi aðeins viku eftir slysið. Tveimur vikum eftir slysið stóð hún fyrst upp. Hún er nú á end- urhæfingarsjúkrahúsi í tveggja mánaða prógrammi og hefur tekið gríðarlega miklum fram- förum. Það er ljóst að Fanney gefur ekkert eftir, þrátt fyrir að hafa lent í alvarlegu slysi er hún byrjuð í skólanum aftur. „Ég hef nóg að gera, ég er í sjúkra- og iðjuþjálfun á daginn og stunda skólann líka. Ég fæ þá kennara hingað til mín á sjúkra- húsið fjórum sinnum í viku. Ég á það til að fara geyst. Ég fékk örlítið bakslag í dag, meiðsli í hnakka. En ég læt það ekki á mig fá.“ Flytur heim í vor Hún ætlar að klára skólann úti í Geilo í vor og flytja svo aftur heim. „Ég tók stúdentsprófið hér úti. Þegar ég kem heim þá hugsa ég að ég sæki um í há- skólanum. Ég hlakka til að koma aftur heim,“ segir hún glöð í bragði. Aðspurð hvað hafi skilað henni svo góðum bata segir hún keppnisskapið hafa fleytt sér áfram. „Ég hugsa aldrei: Ég get þetta ekki. Ég hugsa í mark- miðum. Ég held að ég gefist aldrei upp, það er vegna þess að ég hef stundað íþróttir svo lengi. Þetta hugarfar er innbyggt í íþróttafólk.“ Gefst aldrei upp n Fanney Þorbjörg hefur náð ótrúlegum bata eftir alvarlegt skíðaslys Ætlar aldrei að æfa skíði aftur Fanney var landsliðskona í skíðaíþróttinni en getur ekki hugsað sér að æfa skíði aftur. „Ég vil frekar njóta þess að fara á skíði þegar ég loks kemst á þau aftur.“ Flytur heim í vor Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir er farin að ganga og stefnir á að flytja heim í vor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.