Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 8. febrúar 2012 Miðvikudagur Læknafélagið fær á baukinn n Mátti ekki birta upplýsingar úr sjúkraskrám P ersónuvernd hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að siðanefnd Læknafélags Ís- lands hafi verið óheimilt að birta upplýsingar úr sjúkraskrám Páls Sverrissonar í úrskurði nefnd- arinnar sem birtist í Læknablaðinu síðastliðið haust. Þar kom fram að hann væri með vitræna skerðingu F07.9, en Páll hafði sjálfur aldrei heyrt á það minnst. Hann greindi frá forsögu máls- ins í DV í september síðastliðn- um. Páll fékk veður af úrskurðin- um í gegnum kunningja sinn sem benti honum á frétt á vefmiðlinum Pressunni. Þar var greint frá deilum tveggja lækna, en annar þeirra var kærður til siðanefndarinnar fyrir að kalla hinn „fyllibyttu frá Borg- arnesi“. Tenging Páls við málið var sú að hann heyrði ummælin og kom þeim á framfæri. Greining úr sjúkraskýrslum hans rataði því inn í úrskurð nefndarinnar. Páll benti sjálfur á það í bréfi til Persónu- verndar að hann kæmi umræddu máli í raun ekkert við. Honum var þó eðlilega brugðið við að lesa um það í fjölmiðlum að hann væri með vitræna skerðingu. „Vitræn skerðing, hvað er það? Eru það sjóntruflanir? Þefskyn? Eða hvað? Vitræn skynjun mín hlýtur að vera skert ef ég finn ekki lykt. Ég vil fá úr því skorið hvað felst í þessum orðum og fyrst það er búið að gera þetta opinbert þá hlýt ég að geta fengið aðgang að þessum gögnum. Ég vil vita hvað þetta þýðir,“ sagði Páll í samtali við DV. Í svarbréfi til siðanefndar Læknafélagsins frá Persónuvernd kemur fram að fyrrgreindi aðilinn beri fulla ábyrgð á því að láðst hafi að afmá persónuupplýsingar um Pál úr úrskurðinum. Siðanefndin benti þó að ef Páll hefði sjálfur ekki stigið fram hefði enginn getað vitað með vissu að hann væri umræddur einstaklingur. Páll var þó ekki sammála því. „Það er hægt að lesa það úr gögn- unum um hvern er verið að ræða. Það vita allir hver ég er.“ Siðanefndinni er gert að eyða upplýsingunum um Pál úr vefút- gáfu úrskurðarins í Læknablaðinu. solrun@dv.is Kletthálsi 7 - Reykjavík Fuglavík 18 - Reykjanesbæ Furuvöllum 15 - Akureyri Pallettu tjakkur EP Pallettu-tjakkur 2 tonna lyftigeta 31.990,- Þ ó gæti komið til mála að leggja ríkari refsiábyrgð á forsætisráðherra sem hefur vissa eftirlitsskyldu gagnvart samráðherrum sínum. Hér hefur þó ekki verið horfið að því ráði,“ segir í greinargerð frumvarps að lög- um um ráðherraábyrgð frá 1963. Þetta hyggst Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, nýta við vörn hans. Í greinargerð verj- anda segir að þótt forsætisráðherra sé sá ráðherra sem fer fyrir ríkisstjórn á hverjum tíma sé ríkisstjórn Íslands ekki fjölskipað stjórnvald. „Heldur vettvangur fyrir pólitískt samráð og samhæfingu starfandi ráðherra.“ Bent er á að ráðherrar eru æðstu embættismenn stjórnsýslunnar hver á sínu sviði og bera ábyrgð á sínum málahóp óháð öðrum ráðherrum. Þessu til stuðnings er vitnað til fjór- tándu greinar stjórnarskrárinnar en þar segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. „Þó að forsætisráðherra fari fyrir ríkisstjórn hefur hann þannig ekki heimild til að ganga inn á verksvið annarra ráðherra,“ segir Andri sem þó bætir við að vegna stöðu forsæt- isráðherra sé ekki hægt að útiloka aðstæður þar sem forsætis ráðherra beri að taka til málefna sem heyri beint undir aðra ráðherra. Davíð undanskilinn eftirliti Andri bendir á að þótt mál er vörð- uðu hagstjórn almennt, Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn, hafi samkvæmt reglugerð um Stjórnarráð Íslands heyrt undir for- sætisráðherra sé Seðlabankinn samkvæmt lögum sjálfstæð stofn- un. Helsta verkefni Seðlabankans hafi verið að stuðla að stöðugu verðlagi og sinna viðfangsefn- um líkt og að varðveita gjaldeyris- forða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Seðlabankastjórar í forsætisráðherra tíð Geirs voru þeir Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson. Vörn Geirs mun benda á að þar sem kveðið sé á um sjálfstæði Seðla- bankans séu bankastjórarnir um leið undanskildir yfirstjórnunar- og eftir- litsheimildum forsætisráðherra. Það þýði jafnframt að gjörðir eða van- gjörðir bankans falli ekki undir ráð- herraábyrgð forsætisráðherra enda sé honum ekki heimilt að hafa af- skipti af störfum þeirra. Björgvin með fjármálamarkað Málefni fjármálamarkaðsins heyrðu undir Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra samkvæmt greinar- gerð Andra. Þó er bent á að opin- bert eftirlit með fjármálastarfsemi er og var á því tímabili sem lands- dómsákæran nær til í höndum FME, sem einnig er sjálfstæð stofnun með sama hætti og Seðlabankinn. Að hengja bakara fyrir smið Ljóst er af þessu að Geir H. Haarde telur sig ákærðan fyrir gjörðir eða skort á gjörðum annarra. Í greinar- gerðinni er einkum vitnað til þeirra ákæruliða sem lúta að Icesave og skorti á aðgerðum til að draga úr stærð bankakerfisins. Í vörn Geirs kemur fram að Fjármálaeftirlitið hafi farið með mál er varða eignir ríkisins, skatta og aðrar ríkistekjur, lánsfjármál og ríkisábyrgðir. „Af hálfu ákærða er á því byggt að honum verði ekki gerð refsing vegna atriða sem heyrðu beinlínis undir verksvið og lagalega ábyrgð annarra ráðherra. Í öllu falli verði að gefa þeirri staðreynd verulegt vægi við mat á sök ákærða.“ Nánar verður fjallað um vörn Geirs H. Haarde fyrir landsdómi á næstu dögum. DV hefur undir hönd- um hluta þeirra gagna sem vörn Geirs hefur lagt fram en þau telja mörg þúsund blaðsíður. Í skrá yfir framlögð skjöl verjanda Geirs má finna allt frá ríkisreikningum ársins 2007, Rit Seðlabanka Íslands um fjár- málastöðuleika til frétta í erlendum tímaritum. „Þó að forsætis­ ráðherra fari fyrir ríkisstjórn hefur hann þannig ekki heimild til að ganga inn á verksvið annarra ráðherra. Leiðrétting Í umfjöllun DV á föstudag sem bar yfir- skriftina „Ákæruvaldið sanni hættuna“ kom fram að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis væri lögð fram sem gagn í mál- inu. Hið rétta er að í greinargerðinni segir að „skýrslur“ teknar vegna rannsóknar- skýrslunnar séu lagðar fram í málinu. Gat ekki hróflað við Davíð n Geir segist ákærður fyrir verkleysi annarra ráðherra Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Bar ábyrgð Björgvin G. Sigurðsson fór með málefni fjármálamarkaðsins sem við- skiptaráðherra. Undanskilinn eftirliti Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, ásamt Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrr- verandi seðlabankastjóra. Páll Sverrisson Las um það í fjölmiðlum að hann væri með vitræna skerðingu. Frávísunarbeiðni hafnað: Framhald á máli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá frávísunarkröfu Ingunnar Gyðu Wernersdóttur, eins af fyrrverandi eigendum Milestone, og verður riftunar- máli þrotabús félagsins vegna meintra ólöglegra hluthafal- ána upp á 2,5 milljarða því fram haldið. DV fjallaði ítarlega um dóms- málið í síðasta mánuði þar sem Ingunn fór fram á að stefnu þrotabúsins yrði vísað frá á þeim forsendum að birting stefnunnar gegn henni hefði verið ólögleg. Lögmaður þrotabús Mile- stone sagði meðal annars í dómsal að Ingunn hefði flúið land til að komast hjá því að hægt væri að birta henni stefnu í málinu og hart var tekist á um málið. Málið snérist um að þann 12. nóvember 2010 tókst þrota- búinu að birta Ingunni stefnu fyrir utan lögheimili hennar í Fossvogi, rétt áður en fyrningar- frestur til málshöfðunar rann út. Ingunn dvaldi á þessum tíma í Bandaríkjunum og því var ekki hægt að birta henni stefnuna persónulega. Lögmaður þrota- búsins fór því þá leið að kalla til mann að nafni Kristján Ólafs- son, hæstaréttarlögmann og stefnuvott í Kópavogi, að heimili hennar í Fossvogi þar sem bók- að var að henni hefði verið birt stefnan löglega. Hún var síðan sett inn um bréfalúg- una á heim- ili hennar þar sem hún fannst í blaða- bunka á gólf- inu nokkru síðar. Sig- urður G. Guðjónsson, lögmaður Ingunnar Gyðu, vildi meina að þessi gjörningur væri ólöglegur. Lögmaður þrotabús Mile- stone, Grímur Sigurðsson, var þessu vitanlega algjörlega ósammála og taldi stefnubirt- inguna lögmæta. Nú hefur hér- aðsdómur komist að niðurstöðu og er dómari málsins sammála lögmanni þrotabúsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.