Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 8. febrúar 2012 Miðvikudagur Ö gmundur Jónasson innan­ ríkisráðherra var stjórnar­ formaður Lífeyrissjóðs ríkis­ starfsmanna, LSR, árið 2007. Í stjórnarformennsku Ög­ mundar það ár keypti sjóðurinn fyrir milljarða króna í Landsbankanum og Straumi Burðarási, en báðir bankarn­ ir voru að stærstum hluta í eigu Björg­ ólfsfeðga og urðu báðir gjaldþrota. Þetta ár jók LSR einnig hlutabréfa­ eign sína í Glitni banka. Ögmund­ ur bar sem stjórnarformaður höfuð­ ábyrgð á fjárfestingum sjóðsins ásamt öðrum stjórnarmönnum. Tap sjóðs­ ins frá hruni lendir alfarið á skatt­ greiðendum, þar sem lífeyrisgreiðslur úr LSR eru tryggðar af ríkinu. Það eru því ekki iðgjaldagreiðendur sem taka á sig skellinn af misheppnuðum fjár­ festingum heldur almenningur. Keyptu fyrir milljarða í bönkum Í nýútkominni skýrslu úttektar­ nefndar Landssamtaka lífeyrissjóða kemur fram að LSR hafi markað sér fjárfestingarstefnu um að innlend hlutabréfakaup skuli vera 5 til 20% af fjárfestingum sjóðsins. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um fjárfestingar sjóðsins árið 2007, en slíkar tölur eru til fyrir árið 2008. Ef skráð innlend hlutabréfaeign sjóðs­ ins fyrir árin 2006 og 2007, eins og hún birtist í ársskýrslum sjóðsins, er borin saman, þá fæst mynd af hluta­ bréfakaupum í stjórnarformannstíð Ögmundar. Í árslok 2006 átti sjóð­ urinn 1,79% hlut í Landsbankanum sem var metinn á 5.222 milljónir króna. Í árslok 2007 var eignin kom­ in upp í 2,35% og hluturinn metinn á 9.328 milljónir króna. Í árslok 2006 átti sjóðurinn 0,42% hlut í Straumi sem metinn var á 750 milljónir króna. Ári síðar átti sjóður­ inn hins vegar 1,41% hlut sem met­ inn var á rúma 2,2 milljarða króna. Ljóst er að LSR hefur fjárfest veru­ lega í Straumi árið 2007. Sjóðurinn jók einnig hluta­ bréfaeign sína í Glitni árið 2007, úr 1,10% í 1,22% hlut sem metinn var á tæpa fjóra milljarða króna. Það er á forræði eignastýringardeildar LSR að stýra innlendu verðbréfa­ safni sjóðanna. Það eru hins vegar ekki einstaka starfsmenn sem bera ábyrgð á fjárfestingunum. Lífeyrissjóðir byggja á braski Rifjað hefur verið upp að Ögmundur mærði árið 2008 stjórnendur Bakka­ varar, Ágúst og Lýð Guðmundssyni, í bloggfærslu á sama tíma og sjóðurinn var að fjárfesta í félaginu. Í Kastljósi svaraði Ögmundur fyrir þetta. „Ég viðurkenni enn margt gott sem þessir menn gerðu. Það sem við vorum að gera á þessum árum var að reyna að finna mótvægi við fjárfesting­ um í bönkum og fjárfestingarfélögum. Og það voru íslensk framleiðslufyrir­ tæki, til dæmis Bakkavör, sem voru að gera mjög góða hluti í Bretlandi og er reyndar enn,“ sagði Ögmund­ ur sem viðurkenndi þó að að hluta til hafi þetta reynst rangt hjá honum en að uppistöðu hafi það sem í færslunni kom fram verið rétt. Ögmundur sagði enn fremur í við­ talinu að lífeyrissjóðakerfið byggði á braski. Lífeyrissjóðirnir hafi með laga­ breytingum verið settir í braskstöðu með því að þeir ættu alltaf að leita að hámarksávöxtun. Það var einn maður á Alþingi sem andmælti þessu og hann situr hér,“ sagði hann í viðtalinu. Gagnrýndi óhóf bankamanna Óhætt er að segja að árið 2007 hafi hlutverk Ögmundar verið marg­ þætt. Hann var þingmaður VG og á sama tíma stjórnarformaður í sjóði sem stóð í stórfelldum áhættufjár­ festingum fyrir lífeyri ríkisstarfs­ manna. Þá var hann formaður BSRB og barðist fyrir réttindum launa­ fólks. Verkalýðsdaginn 1. maí árið 2007 flutti Ögmundur ræðu á bar­ áttufundi verkalýðsfélaganna á Ak­ ureyri. Þar gagnrýndi hann stjórn­ völd og sakaði þau um dekur við bankana. Hann gagnrýndi einn­ ig lífsstíl útrásarvíkinga. Hann bar saman lágtekjumanninn og útrás­ arvíkinginn og sagði: „Hann heldur ekki upp á afmælið sitt á glæsihót­ elum í útlöndum fyrir tvö hundr­ uð milljónir, hann kaupir sér ekki prívat þotu í Bandaríkjunum eða glæsivillu á Bahamaeyjum.“ Þarna vísaði Ögmundur vafalítið í Björgólf Thor Björgólfsson sem þá var eig­ andi Straums og Landsbankans. Ábyrgðin stjórnarinnar Eins og fram hefur komið í DV er Haukur Haraldsson, framkvæmda­ stjóri LSR, með 1,4 milljónir króna í laun á mánuði, samkvæmt síðustu ársskýrslu LSR. Það eru um fjór­ falt hærri laun en meðallaun starfs­ manna LSR. Það eru líka hærri laun en forsætisráðherra og seðlabanka­ stjóri hafa. Haukur sat í stóli fram­ kvæmdastjóra. Í skýrslu úttektar­ nefndar Landssamtaka lífeyrissjóða, er lítillega vikið að starfsskyldum framkvæmdastjórans. Honum hafa ekki verið settar sérstakar afmark­ aðar starfsreglur. Þrátt fyrir háu launin er ekki að sjá að hann beri neina formlega ábyrgð á stærstu ákvörðunum sjóðsins. Stjórnin fer með æðsta vald í málefnum sjóðs­ ins og skal sjá um skipulag og starf­ semi sjóðsins. Stjórnin hefur eftirlit með reikningshaldi og meðferð fjár­ muna sjóðsins. Þá sér sér hún um n Ögmundur stýrði lífeyrissjóði sem fjárfesti fyrir milljarða í bönkum Björgólfsfeðga Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Fjárfestingar LSR 2006–2007 Tölurnar eru í milljónum króna. Prósentin standa fyrir eignarhlut í fyrirtækjunum. 2006 2006 2006 2006 20062007 2007 2007 2007 2007 Kaupþing Landsbanki Straumur-Burðarás Exista Glitnir 2,6% 1,79% 0,42% 1,05% 1,1%1,07% 2,35% 1,41% 0,53% 1,22% 16 .4 61 19 .8 48 5 .2 22 75 0 2. 55 2 3. 65 6 2. 20 9 3. 38 0 3. 99 1 9. 32 8 „Það er alveg sama hverjir þeir eru. Menn sem bera ábyrgð verða að axla ábyrgð. Það er eins það sé meiri lenska hér á landi að menn vilji bera ábyrgðina en síður axla hana. gagnrýndi bankana en keypti samt í þeim Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra var stjórnarformaður LSR árið 2007 og bar ábyrgð á fjár- festingum þess árs ásamt öðrum stjórnarmönnum. „Með lógó og allt“ „Það kemur svolítið á óvart að hún skuli velja akkúrat þetta nafn án þess að hafa samband við okkur,“ sagði Haukur Már Sigurðsson, for­ maður Samstöðu á Patreksfirði, í samtali við fréttavefinn Vísi. Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur, sem kynnt var á þriðjudag, hefur tekið sér sama nafn. Samstaða á Patreksfirði var stofnuð fyrir fjórtán árum, árið 1998, og hefur boðið fram í sveit­ arstjórnarkosningum síðan. „Ég er svolítið hissa að þau skuli velja þetta nafn án þess að hafa sam­ band. Við erum ekkert tengd þess­ um stjórnmálaflokki,“ hefur Vísir eftir Hauki sem segir næstu skref vera óljós en að hann ætli að hafa samband við Lilju og ræða málið. „Við munum ekki breyta um nafn, þetta er okkar nafn. Við erum með ákveðið lógó og allt.“ Réttindi ekki glamúr „Mannréttindi númer eitt, glam­ úr númer tvö,“ sagði Páll Óskar Hjálmtýsson í samtali við Smug­ una aðspurður hvort Ísland eigi að draga sig í hlé í Eurovision­keppn­ inni vegna frétta af síendurteknum mannréttindabrotum í námunda við höllina  í Baku, höfuðborg Aserbaídsjan þar sem til stendur að halda keppnina. Páll Óskar segir að skoðun hans sé afdráttarlaus. „Það virðist sem sami vibbinn fari fram við undirbúning keppninnar og á Ólympíuleikunum í Kína 2009, þar sem að blóði saklauss fólks var út­ hellt til þess að fegra ásjónu lands fyrir gests augað,“ segir Páll Óskar ómyrkur í máli. „Það er oftast gam­ an að vera glamúröss, en alls ekki í kristalshöll úr blóði.“ Ekið á tvö börn Tvö slys urðu í umferðinni á þriðjudag þegar ekið var á tvö börn á leið í skóla. Annað slysið varð í Garðabæ en hitt í Hafnar­ firði en um var að ræða 10 ára stúlku og 12 ára dreng. Eftir því sem lögreglan á höfuð­ borgarsvæðinu kemst næst sluppu börnin blessunarlega án alvar­ legra meiðsla. Lögreglan hvetur ökumenn til að fara varlega í umferðinni, ekki síst í nágrenni við skóla. Þá brýnir lögreglan fyrir gangandi vegfar­ endum mikilvægi þess að vera sýnilegir í skammdeginu með notkun endurskinsmerkja. „Lögreglan reynir hvað hún getur að fylgjast með umferð við skóla og í og við íbúðagöt­ ur. Hvergi verður slakað á þeim efnum og eftirlitið frekar hert, ef eitthvað er. Næstu daga mega öku­ menn því eiga von á að sjá lögregl­ una jafnvel oftar en þeir eru vanir,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.