Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn S aga íslenskra lífeyrissjóða ein­ kennist af sukki andlitslausra manna sem hafa farið með fjármunina nánast eins og sína eigin. Í áranna rás hafa fjölmargir stjórnarmanna notið boðs­ ferða frá hagsmunaöflum með til­ heyrandi gjálífi. Þeir kalla þetta núna vinnuferðir. Tilgangurinn með boðs­ ferðunum hefur verið sá að fá stjórn­ endur sjóðanna til þess að fjárfesta í hinu og öðru gegn greiðanum. Auð­ vitað á þetta ekki við um alla stjórn­ endur og stjórnarmenn lífeyrissjóða en stór hluti þeirra hefur leyft sér munað vegna þess að hann hafði vald til að ráðstafa lífeyri í alls kyns gælu­ verkefni. Pétur Blöndal alþingismaður hefur verið óþreytandi við að benda á gallana við lífeyriskerfið. Hann hefur notað þá einkunn að þar fari fé án hirðis. Þetta sama sagði hann reyndar um sparisjóðakerfið sem fór á hliðina þegar græðgin gróf um sig á meðal stofnfjárfesta. En líklega er stærsta mein sparisjóðanna sú sjálf­ taka á valdi sem átt hefur sér stað þar sem misvandaðir einstaklingar hafa hrifsað til sín völd. Þetta er það sama og lífeyrissjóðirnir glíma við. Stjórnir lífeyrissjóðanna eru þann­ ig uppbyggðar að gæðingar verkalýðs­ félaganna skipta þar völdum með at­ vinnurekendum. Alkunna er að sumir atvinnurekendanna sem höndla með peninga launþeganna hafa eingöngu verið að sækjast eftir völdum. Furðu­ legar lánveitingar eiga sér skýringar í valdatafli þeirra aðskotadýra sem hafa troðið sér inn í stjórnir sjóða sem þeim eru í raun óviðkomandi. Rót þeirrar spillingar sem er að finna innan lífeyrissjóðanna má rekja inn í koníaksklúbba verkalýðsfélag­ anna þar sem fulltrúar verkalýðs­ ins skenkja sér stjórnarsæti og gæta þess vandlega að halda almenningi áhrifalausum. Áratugum saman sitja sömu mennirnir í stjórnum sjóðanna án þess að taka nokkru sinni ábyrgð á gjörðum sínum eða ákvörðunum. Fæstir þeirra launþega sem greiða tí­ und af launum sínum hafa hugmynd um hverjir hinir andlitslausu hirðar peninganna þeirra eru. Og menn skyldu athuga að þarna eru engar smáupphæðir á ferð. Eign einstak­ lings í lífeyrissjóði getur numið tugum milljóna króna. Og það er sú eign sem hinir andlitslausu og ósnertanlegu eru að braska með. Dæmi eru um að skúrkar í stjórnum lífeyrissjóðanna hafi brennt upp stóran hluta lífeyris umbjóðenda sinna. Sumir sjóðanna eru á barmi gjaldþrots. Í hruninu brunnu upp 480 milljarðar króna án þess að menn ætli sér að axla ábyrgð og hypja sig frá kjötkötlum almennings. Auðvitað má til sanns vegar færa að almenningur sé nú að súpa seyðið af því kæruleysi að láta fé sitt liggja í hirðuleysi fyrir fótum hrægamma og valdabraskara. Afleiðingin blasir við sem stórtap og skert lífskjör þeirra sem héldu að í vændum væri áhyggjulaust ævikvöld. Þeirra bíður í einhverjum tilvikum fátækt sem rekja má til afglapa þeirra sem stjórna sjóðunum. Hver einasti launamaður og eig­ andi lífeyris verður að láta til sín taka og reka hrægammana í burtu. Það ger­ ist aðeins með lagabreytingu sem gerir skylt að kosið verði í stjórnir lífeyris­ sjóða í beinum kosningum þar sem eigendurnir einir hafi atkvæðisrétt. Látum það heyra fortíðinni til að brask og valdatafl eigi sér stað um lífeyrinn. Það er nóg komið. Það verður að moka út úr fjósum lífeyrissjóðanna. Þrídæmdur n Jóni Egilssyni var á dög­ unum gert að greiða 100 þúsund krónur í réttarfars­ sekt fyrir að herma á niðrandi hátt í dóms­ sal eftir fórnarlambi líkamsárás­ ar. Þetta er í annað sinn sem Jón hlýtur svona dóm. Hann hefur í fjölmiðlum gagnrýnt að rifjað hafi verið upp að hann var dæmdur fyrir lík­ amsárás fyrir um 30 árum. Þá braut hann glerflösku á andliti leigubílstjóra sem hlaut af örorku. Á þeim tíma hafi hann verið sölu­ maður, ekki lögfræðingur. Í kjölfar málsins hafi hann fengið áhuga á sakamálum og lögfræði. Minnið virðist svíkja Jón því í sjálfri ákær­ unni er hann titlaður lög­ fræðingur. Dýrmæt dóttir n Jón Egilsson hefur reynd­ ar ekki háð vörn sína einn síns liðs. Honum barst dýr­ mætur liðsauki í Auði Björgu Jónsdóttur hdl: „Jón Egils­ son er góður lögmaður, hann er sáttafús en fylginn sér, hann er afar sannfær­ andi og hefur skemmti­ legan frásagnarstíl,“ skrifar hún í aðsendri grein á Vísi. Þar er atvikið sem leiddi til réttarfarssektarinnar krufið í þaula. Það sem ekki kem­ ur fram í greininni er að Auði er málið skylt. Hún er dóttir Jóns. Gæðingar Egils n Viðskiptablaðið hefur í tvígang birt tölfræði um það hverjir eiga helst inn­ angengt í Silfri Egils á Ríkisút­ varpinu. Það hefur vakið óskipta athygli að helsti gæð­ ingur Egils er Ólafur Arnar- son, einn helsti talsmaður Pálma í Fons og fleiri vík­ inga, sem komið hefur 13 sinnum í þáttinn. Í öðru sæti er Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræð­ ingur sem komið hefur 10 sinnum eins og Lilja Móses- dóttir þingmaður og Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari RÚV í Bretlandi. Til Ömma frá Evu n Samfélagsrýnirinn Eva Hauksdóttir sendi Ögmundi Jónassyni innanríkis­ ráðherra kalda kveðju í formi vísnabálks á bloggi sínu. Hér má sjá eitt erindið þar sem fast er skotið. Þú braskaðir keikur með lífeyri landans og lentir svo mjúklega í ráðherrastól. Og mánuði síðar var fokið til fjandans hvert frækorn af hugsjón sem hjarta þitt ól. Þetta er bara komið gott Það eru blendnar tilfinningar Útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns er hættur á FM957. – DV Hafþór Þórðarson átti að vera um borð í Hallgrími SI sem fórst. – DV Andlitslausir skúrkar Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Furðulegar lánveiting- ar eiga sér skýr- ingar í valdatafli Í innanríkisráðuneytinu er verið að leggja lokahönd á merkilegt laga­ frumvarp um breytingar á lögum um trúfélög. Meginbreytingin í frumvarpinu felur það í sér að staða lífsskoðunarfélaga, eins og Siðmennt­ ar, breytist þannig að slíkum félögum er gert jafnhátt undir höfði í lagaleg­ um skilningi og trúfélögum. Frum­ varpið verður lagt fyrir Alþingi innan skamms. Samkvæmt núgildandi lögum fæð­ ast börn inn í trúfélög mæðra sinna: Barn konu sem er í þjóðkirkjunni fæðist inn í þá kirkju, verður sjálfkrafa meðlimur hennar. Afkvæmi konu sem ekki er í trúfélagi fæðist hins vegar ekki inn í neitt trúfélag. Sóknargjöld barna foreldra sem skráð eru í trúfélög renna sömuleiðis til þess félags sem þeir eru skráðir í. Ef foreldrar, og börn þeirra, eru ekki skráð í trúfélög renna sóknargjöld þeirra til íslenska ríkis­ ins. Samkvæmt þessum lögum gildir ekki það sama um börn foreldra sem er í lífsskoðunarfélögum, börn þeirra fæðast ekki inn í slík félög, þau verða ekki sjálfkrafa meðlimir í þeim við fæðingu. Með lagafrumvarpinu sem lagt verður fram á Alþingi bráðlega er gert ráð fyrir því að börn foreldra sem eru meðlimir í lífsskoðunarfélögum muni einnig fæðast inn í þessi félög líkt og börn foreldra sem eru skráðir í trú­ félög eins og þjóðkirkjuna. Í frum­ varpinu felst einnig að barn fæðist ekki lengur inn í trúfélag móður sinn­ ar heldur inn í trú­ eða lífsskoðunar­ félag foreldra sinna þar sem slíkt á við. Ef foreldrar barnsins eru ekki í sama trú­ eða lífsskoðunarfélaginu geta for­ eldrarnir ákveðið hvað félagi barnið á að tilheyra. Þessar breytingar á lögum um trú­ félög eru góðra gjalda verðar. Með þeim er hins vegar ekki gengið nægi­ lega langt í átt til veraldarvæðingar (e. secularization) íslensks samfélags. Breytingarnar leiðrétta ekki nægilega hratt og örugglega þá skekkju sem er á milli skráðra meðlima í þjóðkirkjunni hér á landi og þeirra meðlima hennar sem tilheyra henni af heilum hug og sannfæringu. Enn eru rúmlega 245 þúsund Íslendingar, af um 320 þús­ und, skráðir í þjóðkirkjuna. Þetta eru tæplega 77 prósent þjóðarinnar. Þessi tala er enn þetta há þrátt fyrir stöð­ uga fækkun í þjóðkirkjunni á liðnum árum. Talan gefur þó engan veginn rétta mynd af því hversu margir myndu skrá sig í þjóðkirkjuna í dag af því þeir vilja tilheyra henni af heilum hug á trúarlegum forsendum. Ég tel að meirihluti þeirra sem eru í þjóðkirkj­ unni séu meðlimir hennar af því þeir hafa ekki haft fyrir því að skrá sig úr henni eftir að hafa fæðst inn í hana af því móðir þeirra var skráð í það trú­ félag. Þetta mat byggi ég á trúarlegum skoðunum þess fólks sem ég þekki og sem enn er skráð í þjóðkirkjuna og al­ mennri vitneskju um trúrækni Íslend­ inga. Líklegt má telja að þau prósent þjóðarinnar sem virkilega vilja til­ heyra þjóðkirkjunni séu nær 20 til 30 eða jafnvel minna. Þá á ég við fólk sem myndi taka ákvörðun um að vilja til­ heyra þjóðkirkjunni og skrá sig í hana. Leiðin til að leiðrétta þessa sögu­ legu skekkju, sem gerir það að verkum að líklega um 50 prósent landsmanna tilheyra þjóðkirkjunni á röngum for­ sendum, er að ganga talsvert lengra en gert er í frumvarpi innanríkisráðu­ neytisins. Einfaldasta leiðin er að breyta því lagaákvæði að börn fæðist inn í trúfélag annars hvors foreldris síns eða beggja, verði sjálfkrafa með­ limur í félagi sem snýst um hugmynd­ ir sem það hefur engar forsendur til að meta. Börn eiga ekki að fæðast inn í tiltekin félög sem aðhyllast ákveðna hugmyndafræði eingöngu af því að foreldrar þeirra tilheyra þessum fé­ lögum. Skoðanir foreldranna eru ekki endilega skoðanir barna þeirra; börn eru ekki framlenging foreldra sinna í hugmyndafræðilegum skilningi; for­ eldrar eiga ekki börn sín: Börn eiga sig sjálf, þó foreldrarnir ali önn fyrir þeim um tíma, og eiga rétt á hugsana­ frelsi (e. freedom of conscience) sem er meðal grundvallarmannréttinda í vestrænum samfélögum. Síðar meir, þegar börnin eru orðin sjálfráða við 18 ára aldur, geta þau tekið ákvörðun um hvort og þá hvaða trú­ og lífsskoð­ unarfélagi þau vilja tilheyra – ef ein­ hverju. Önnur afleiðing sem slík laga­ breyting myndi hafa væri að leið­ rétta stöðu þjóðkirkjunnar í samfé­ laginu og draga úr vægi hennar. Þau árlegu sóknargjöld sem þjóðkirkjan fær vegna aðildar nærri 77 prósenta þjóðarinnar að kirkjunni nema tæp­ um 1.400 milljónum króna, sam­ kvæmt fjárlögum ársins 2012. Upp­ hæð sóknargjaldanna á hverju ári miðast við hversu margir eru í þjóð­ kirkjunni hverju sinni – gjöldin eru hluti af tekjuskattsgreiðslum þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni. Fjárhags­ legur grundvöllur þjóðkirkjunnar, sem er stofnun sem snýst um tiltekna hugmyndafræði og pólitík, byggir því á forsendu sem er í reynd reist á mis­ skilningi: Að þjóðkirkjan fái greitt fyrir aðild fólks að stofnun sem það tók aldrei ákvörðun að skrá sig í. Ís­ lendingar framtíðar myndu í litlum mæli skrá sig í þjóðkirkjuna af sjálfs­ dáðum. Slík lagabreyting myndi því á endanum þýða að þjóðkirkjan yrði ekki lengur nein þjóðkirkja heldur eitt af mörgum trúfélögum í landinu sem frekar fáir tækju þátt; hún myndi enda úti á jaðri samfélagsins, þar sem hún á sannarlega heima í samfélagi okkar í dag, með einungis brotabrot af því fjármagni sem hún ræður yfir í dag. Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 8. febrúar 2012 Miðvikudagur „Einfaldasta leiðin er að breyta því lagaákvæði að börn fæð- ist inn í trúfélag annars hvors foreldris síns eða beggja. Hugsanafrelsi barna í lög Kjallari Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri Ekki í þjóðkirkjunni Hallgrímur Sigrúnar- son Ingason, sonur greinarhöfundar, er ekki í þjóðkirkjunni af því móðir hans skráði sig úr trúfélaginu áður en hann fæddist. Ef móðir hans hefði ekki skráð sig úr þjóðkirkjunni væri hann líka í henni. Hallgrímur hefur því ekkert um það að segja í hvaða trúfélagi hann er. Þessu þarf að breyta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.