Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 13
n Vatnið er einangrað í 15 milljónir ára R úmlega 100 manns hafa lát- ist í linnulausum sprengju- árásum sýrlenska stjórnar- hersins á óbreytta borgara síðan á mánudaginn. Meðal þess sem stjórnarherinn hefur ráð- ist á að undanförnu er sjúkrabyrgi fyrir slasaða í borginni Homs. Þetta eru mannskæðustu árásir í landinu síðan Bashar-al-Assad hóf að beita hernum fyrir sig til að brjóta á bak aftur mótmælaöldu sem hófst með arabíska vorinu í fyrra. „Þetta er algjör harmleikur“ Stjórnin lýsti því yfir í á þriðjudag að hún hygðist halda árásunum áfram. Uppreisnarmenn og mótmælendur séu hryðjuverkamenn sem ógni ör- yggi borgara í Homs. Utanríkisráð- herra Rússlands, Sergey Lavrov, kom til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, á þriðjudag ásamt fjölmennri sendi- nefnd. Tilgangurinn var að hefja við- ræður við Assad forseta um ofbeldið í landinu. Homs hefur orðið einna verst úti í sprengjuárásum sýrlenska stjórn- arhersins, en borgin er miðstöð sýr- lenska frelsishersins sem vill steypa Assad af stóli. Talið er að mörg hundr- uð sprengjum hafi rignt yfir borgina á meðan uppreisnarmenn höfðu ekk- ert annað en riffla og skammbyssur til að verja sig með. „Við getum ekki talið öll líkin úti á götunum og hjá byggingunum sem hafa hrunið. Það eru leyniskyttur alls staðar. Ef við förum út á götu erum við skotnir. Gömul kona sem reyndi að hlúa að særðum syni sínum úti á götu var líka skotin,“ segir talsmaður frels- ishersins. Sýrlenski stjórnarherinn hefur umkringt borgina og er talið að fót- gönguliðar verði sendir inn í borg- ina á næstu dögum. „Þetta er algjör harmleikur. Borgin er umkringd. Eng- inn fer inn í hana og enginn fer út úr henni. Þetta er umsátur og fólk getur ekki einu sinni flúið. Fólk er að deyja á heimilum sínum,“ segir talsmaðurinn við breska blaðið The Telegraph. Assad eflist Mohammed Saleh býr í nágrenni Homs. Hann reyndi að komast til Khalidiya, sem er svæði í borginni, í gær. Hann gat ekkert farið og náði engu sambandi við ættingja sína. „Þeir hafa eyðilagt símalínur, landlínur og farsímanet. Ég hef farið 25 kílómetra frá sprengjuregninu en ég heyri samt enn hvellina,“ segir hann við breska blaðið. Sérfræðingur í málefnum Sýrlands segir að nokkuð ljóst sé hvers vegna sýrlenski herinn sýnir þessa miklu hörku nú. Assad hafi eflst eftir að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna neitaði að samþykkja harðorða ályktun um ofbeldið í landinu. Það voru Rússar og Kínverjar sem beittu neitunarvaldi sínu í ráðinu, en hefði ályktunin náð í gegn hefði SÞ krafist þess að hann segði af sér sem forseti. Það hefði einn- ig aukið líkurnar á því að Assad myndi mæta sömu örlögum og Muammar Gaddafi í Líbíu. Önnur ástæða fyrir aukinni hörku er að í kjölfar synjunar Kínverja og Rússa í öryggisráðinu, hafi nágranna- ríki Sýrlands skaffað uppreisnarmönn- um meiri vopn og hergögn. Assad hafi því ákveðið að ráðast gegn uppreisnar- mönnum áður en þeir ná frekari styrk. „Taugaveiklaðir“ ráðamenn Sergey Lavrov var ánægður að loknum fundi sínum með Assad á þriðjudaginn. Utanríkisráð- herrann fékk konunglegar mót- tökur þegar hann kom til landsins enda nýlega búinn að beita neit- unarvaldi sínu fyrir hönd Rússa. Sýrlenska ríkissjónvarpið sýndi myndir af mannfjölda veifandi rússnesku og sýrlensku fánun- um. „Allir leiðtogar ættu að þekkja ábyrgð sína. Þú þekkir þína,“ sagði Lavrov við Assad. „Það er okkur í hag að allir íbúar Arabaríkja lifi saman í sátt og samlyndi,“ sagði Lavrov við fréttamann rússneska ríkissjónvarpsins. Hann skaut einnig föstum skotum að leiðtog- um Vesturlanda sem hafa gagn- rýnt synjun Kínverja og Rússa í öryggisráðinu. „Þeir eru tauga- veiklaðir,“ sagði hann. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is n Bashar-al-Assad efldist eftir að Rússar og Kínverjar beittu neitunarvaldi sínu„Gömul kona sem reyndi að hlúa að særðum syni sínum úti á götu var líka skotin. Ráðamenn funduðu Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti Bashar-al-Assad á fundi í Damaskus á þriðjudag. Ráðherrann sagði vestræna leiðtoga vera taugaveiklaða. „FÓLK ER AÐ DEYJA Á HEIMILUM SÍNUM“ Uppreisnarmenn Verjast af veikum mætti með rifflum og skammbyssum gegn loftárásum og skriðdrekaárásum sýrlenska stjórnarhersins. Þeir hafa verið stráfelldir undanfarna daga. Erlent 13Miðvikudagur 8. febrúar 2012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.