Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar
smaar@dv.is
sími 512 7004
Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00
BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900
SUBARU FORESTER
06/2007, ekinn aðeins 36 Þ.km, sjálfskiptur.
Verð 2.590.000. Raðnr.284057 - Fjór-
hjóladrifni fákurinn er á staðnum!
FORD EXPLORER LTD 4X4
Árgerð 2006, ekinn 86 Þ.km, sjálf-
skiptur, leður, sóllúga, topp þjónusta. Verð
3.390.000. Raðnr.283890 á www.bilalind.
is - Jeppinn er á staðnum!
SUZUKI GRAND VITARA XL-7
11/2003, ekinn aðeins 97 Þ.km, 7 manna,
sjálfskiptur. Verð 1.690.000. Raðnr. 321783
á www.bilalind.is - Jeppinn er á staðnum!
JEEP GRAND CHEROKEE
NEW STYLE Árgerð 2011, ekinn 4 Þ.KM,
3,6L (nýja vélin) sjálfskiptur, leður,
panorama ofl. ofl. Verð 10.490.000.
Raðnr.117475 á www.hofdahollin.is -
Jeppinn er í glæsilega salnum okkar!
TOYOTA LAND CRUISER 90 VX
50TH ANEVERSERY 8 manna. 07/2001, ek-
inn 239 Þ.km, dísel, 5 gírar. Verð 2.960.000.
Raðnr.118248 á www.hofdahollin.is -
Jeppinn er í glæsilegum salnum!
FORD EXCURSION LTD
4WD 35“ breyttur Árgerð 2003, ekinn
185 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður,
einn eigandi frá 2004. Verð 3.890.000.
Raðnr.134935 á www.hofdahollin.is -
Jeppinn er á risastóra planinu okkar!
TOYOTA COROLLA W/G SOL
06/2005, ekinn 95 Þ.km, sjálfskiptur.
Verð 1.540.000. Raðnr.135507 - Bíllinn
er á risastóru planinu!
TOYOTA HIACE
01/2006, ekinn 108 Þ.km, dísel, sjálfskiptur.
Verð 2.490.000. Raðnr.321930 á www.
bilalind.is - Sendibíllinn er á staðnum!
MAZDA 6
04/2005, ekinn aðeins 62 Þ.km, sjálfskiptur,
sóllúga. Verð 1.790.000. Raðnr.321939 á
www.bilalind.is - Gullmolinn er á staðnum!
M.BENZ E240
Árgerð 1998, ekinn 218 Þ.km, sjálfskiptur,
topp þjónustusaga. Mjög gott verð
990.000. Raðnr. 284060 á www.bilalind.
is - Þýski fákurinn er á staðnum!
Tangabryggja 14-16, 110 Rvk.
S. 567 4840 www.hofdahollin.is
RÝMINGARSALA!
Tangabryggja 14-16, 110 Rvk.
S. 567 4840 www.hofdahollin.is
RÝMINGARSALA!
Ú
tvarpsmaðurinn Sigvaldi
Kaldalóns eða Svali eins
og hann er gjarnan kall-
aður hefur samkvæmt
öruggum heimildum DV ráðið
sig á útvarpsstöðina Kanann
FM 100.5 undir stjórn Einars
Bárðarsonar. DV sagði frá því
á mánudaginn að Svali væri
að yfirgefa útvarpsstöðina
FM957 eftir að hafa starfað
þar í 20 ár. Sagðist hann vera
að skoða önnur tækifæri en
fannst líklegt að hann myndi
snúa sér að crossfit sem hefur
átt hug hans allan undanfarin
ár. Kommentakerfi DV logaði
eftir að fréttin birtist og voru
margir sem hörmuðu hvarf
Svala úr útvarpi.
Heimildir DV fullyrða hins
vegar að Svali sé ekki að hætta
í útvarpi heldur að færa sig um
set, að Einar Bárðarson, sem
nýlega seldi Skjánum Kanann,
sé búinn að tryggja að Svali
komi inn á Kanann í stjórnun-
arstöðu og muni stýra nýjum
morgunþætti sem fari í loftið
á næstu mánuðum. Heim-
ildarmaður DV telur fullvíst
að það eina sem hafi staðið í
vegi fyrir því að Svali byrjaði
um mánaðamótin á Kananum
séu sterkar taugar til FM957 og
þar sem hann eigi marga vini
innan 365 vilji hann ekki yfir-
gefa fyrirtækið með leiðindum
eða látum.
Samkvæmt heimildum
DV hefur Svali verið ósáttur
í einhvern tíma á 365 vegna
bágrar aðstöðu útvarpssviðs-
ins. Þegar rekstur fyrirtækisins
var fluttur frá Lynghálsi niður í
Skaftahlíð hafi útvarpssviðinu
verið komið fyrir til bráða-
birgða í bílageymslum í kjall-
ara hússins en þar sé það enn í
dag, 6 árum síðar.
Svali er líka sagður hafa
verið óánægður með þá
ákvörðun yfirmanna 365 að
leggja hinn vinsæla morg-
unþátt Zúúber af en honum
stýrði hann ásamt Siggu Lund
og Garðari Ólafssyni, Gassa. Í
kjölfar þess minnkaði hlustun
á morgunútvarp FM tölu-
vert. Einar vildi hvorki stað-
festa neitt né neita þegar DV
hafði samband við hann og
ekki náðist í Svala við vinnslu
fréttarinnar.
Fólk 23Miðvikudagur 8. febrúar 2012
Svali yfir á Kanann
n Hættur á FM957 og fer í samstarf með Einari Bárðarsyni
Yfirgefur FM Svali er farinn frá FM957 yfir á Kanann 100.5.
Tryggði sér Svala Einar Bárðar-son hefur ráðið Svala á Kanann. Svali er einn vinsælasti útvarps-maður landsins og því töluverður fengur fyrir útvarpsstöðina.
T
ískuskólinn Fashion
Academy var opn-
aður formlega um
síðustu helgi í glæsi-
lega endurbættu hús-
næði í Ármúla. Af því tilefni
var boðið til gleði. Meðal gesta
var sendiherra Bandaríkjanna,
Luis Arrega og Andrew Glee-
son, einn eigenda og fjármála-
stjóri Elite.
Skólinn er í eigu Jóns Ólafs-
sonar, vatnskóngs og athafna-
manns, sem hefur annars
verið í fréttum nýlega vegna
úrskurðar ríkisskattstjóra um
að hann beri fulla og ótak-
markaða skattskyldu hér á
landi frá árinu1998. Úrskurður
ríkisskattstjóra skyggði þó ekki
á gleðina og fjöldi góðra gesta
mætti á opnunina þar sem
haldin var tískusýning og boð-
ið upp á gómsætan mat.
Meðal gesta var Magnús
Kjartansson, góðvinur Jóns
og uppeldisbróðir úr Kefla-
vík, sem hélt kostulega ræðu.
Sagðist hann halda að gamlir
kennarar Jóns myndu furða
sig á þeim fréttum að hann
ætti skóla í dag. Jón Ólafs-
son segir Magnús einna helst
vita hversu mikið ólíkindatól
hann er. „Við byrjuðum saman
í Júdas og störfuðum saman í
útgáfumálum í fjölda ára, við
höfum verið eins og bræður í
gegnum tíðina. Svo hann veit
sínu viti.“
Ætlar að flytja út fegurð
og tísku
Jón segist vilja gera tískuheim-
inn á Íslandi að sterkum út-
flutningsiðnaði. „Það er sér-
stakt að eiga skóla og gott að
geta lagt til ljós í skammdegið.
Það er svo mikill vaxtarbrodd-
ur í tískuheiminum á Íslandi,
fatahönnun og fyrir utan þá
fegurð sem hér er í ykkur
stúlkunum. Mig langar til þess
að leggja tískuheiminum lið
og vonandi verður hann orð-
inn öflugur útflutningsiðn-
aður áður en langt um líður.
Hingað koma krakkar og finna
sjálfa sig og styrkja sjálfa sig.
Vonandi komast þeir út í lífið
á sterkum grunni, það er það
sem ég er að hugsa um.“
Jóhanna Pálsdóttir, einn
aðstandenda skólans, segir
nemendur streyma til skólans.
„Á milli 50 og 60 nemendur
eru búnir að skrá sig á nokkr-
um dögum og kennsla hefst
hér strax næstu helgi.“
Vill gera út á
fegurð og tísku
n Opnun Tískuskóla Jóns Ólafssonar
Sendiherrann mætti á opnun Jón Óla
fsson og Luis Arrega sendiherra
Bandaríkjanna.
Frá skrifstofu Elite Jóhanna Pálsdóttir og Andrew Gleeson, fjármála-
stjóri Elite.
Strákarnir úr Keflavík Jón Ólafsson og Magnús Kjartansson.