Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 17
Dómstóll götunnar Þetta er sögulegur samningur Þau eru jafnaldrar Össur Skarphéðinsson vill að Ísland gerist aðili að alþjóðlegum samningi gegn misnotkun barna. – DVSnjóbrettakappinn Halldór Helgason er kominn með nýja kærustu. – DV Rökleysur Gylfa „Já, mér fyndist það gott mál. Þær vinna gott starf og ættu að fá greitt fyrir það til þess að geta keypt betri tæki.“ Nanna Kristjánsdóttir 18 ára atvinnuljósmyndari „Það væri svo sem allt í lagi, en fólk sem á ekki pening gæti kannski ekki greitt fyrir þetta.“ Heiðrún Þórarinsdóttir 17 ára nemi í Menntaskólanum við Sund „Mér fyndist það allt í lagi. Við þurfum alveg á þeim að halda. Mér finnst þetta annars í lagi eins og er – að geta bara styrkt þá.“ Anna Margrét Karlsdóttir 17 ára nemi í Menntaskólanum við Sund „Mér finnst að maður eigi ekki að borga fyrir þær. Mér finnst að það eigi frekar að styrkja þær.“ Rebekka Rut Pedersen 17 ára nemi í Menntaskólanum við Sund „Það ætti frekar að styrkja þær meira.“ Gunnhildur Íris Ólafsdóttir 17 ára nemi í Menntaskólanum við Sund Eiga björgunar- sveitir að rukka fyrir þjónustu? S itt sýnist hverjum um tap líf- eyrissjóðanna á bankahruninu og nær túlkun þeirra frá aðeins 8 milljörðum til 500 milljarða samkvæmt skýrslu sem lífeyrissjóðirn- ir létu vinna fyrir sig. Gylfi Arnbjörns- son æðsti doninn í verkalýðsmafíunni og einn helsti varðhundur lífeyriskerf- isins telur tapið aðeins 8 milljarða. Útgáfa Gylfa á tapi lífeyrissjóð- anna er líklega eitt versta leikritið sem hann hefur sett á svið hingað til og er þó mikið sagt eftir stórkostlega leiktil- burði í samningalotum síðustu kjara- samninga. Gylfi notar gengishagnað erlendu eignanna í þessu samhengi án þess að minnast á þá staðreynd að sjóðirnir komu í veg fyrir sama gengishagnað með gerð gjaldmiðlasamninga „til að draga úr gengissveiflum vegna skuld- bindinga í íslenskum krónum“ og eru að mestu óuppgerðir í sjóðunum. Tap á þessum samningum getur num- ið allt að 70 milljörðum til viðbótar við tapið sem orðið hefur og liggur 33 milljarða óvissa bara hjá Lífeyris- sjóði verslunarmanna. Þegar Gylfi er svo spurður um óskiljanlega áhættu- sækni sjóðanna við gerð slíkra samn- inga telur hann þá hafa verið eðlilegar varnir til að draga úr áhættu, á meðan sjóðirnir standa í málarekstri um upp- gjör þeirra. Innihaldslaus rök Maður verður oft hálfringlaður á mál- flutningi Gylfa enda ekki gott að gera sér grein fyrir því hvar við hring- borðið hann situr þegar hann opnar á sér munninn. Inni í hagnaðartölum Gylfa er einnig að finna verðbætur á fasteignalánum almennings en líf- eyrissjóðirnir hafa eignafært yfir 170 milljarða í verðbætur frá heimilum landsins frá ársbyrjun 2008. Einnig má finna í útreikningum hans verðbætur á verðlausum kúlul- ánaskuldabréfum stórfyrirtækja eins og N1 sem féll í fyrra og fleiri félögum tengdum útrásinni sem eru í grátbros- legum nauðasamningum eða á leið- inni í slíka. Svo innihaldslaus eru rök Gylfa að ég velti fyrir mér stöðu hans sem tals- manns og foringja alþýðunnar. Ég hef einhverra hluta vegna haft hvata til að rýna í ársreikninga sjóð- anna sem aðgengilegir eru á svoköll- uðu interneti og er þar að finna tölur meira en áratug aftur í tímann. Hagn- aður sjóðanna í aðdraganda hrunsins nær varla að vinna upp tapið á net- bólunni sem sprakk 2001 en sjóðirnir dreifðu þeim ósköpum jafnt og þétt nokkur ár á eftir. Við getum farið nán- ar út í kerfisbundin áföll á innlendum og erlendum mörkuðum frá 1997 en það er efni í heila grein. Eitt er víst að eignabólan í aðdraganda hrunsins dugði ekki einu sinni til að vinnu upp sukkið árin á undan, hvað þá að rétt- læta gríðarlegt tap þeirra á hruninu. Ef tapið var svona lítið af hverju þurfa sjóðirnir að hækka iðgjaldið úr 12% í 15,5% á næstu árum? Síðast var iðgjaldið í lífeyrissjóðina hækkað um 20% árið 2006 eða úr 10 í 12%. Ekki nóg með hækka iðgjöldin til að geta staðið við vonlaus loforð heldur hafa kóngarnir lækkað réttindaávinnsl- una sem var um 1.650 kr. fyrir hvern 10.000 kall í 1.293 kr. og jafnvel minna hjá sumum sjóðum. Semsagt hærri ið- gjöld, lægri réttindi, meira tap, enda- lausar skerðingar áunninna réttinda sem er partur af feluleik smákóng- anna sem stýra kerfinu og gera allt til að skrumskæla sannleikann í þágu valda sinna yfir eftirlaunasjóðum al- múgans. Til að átta sig á rauntapi sjóðs- félaga og skattgreiðenda þurfum við einnig að taka með í reikninginn að lífeyrissjóðirnir hafa samkvæmt sam- tölum frá Seðlabanka Íslands eigna- fært yfir 170 milljarða í verðbætur á fasteignalánum almennings frá árs- byrjun 2008. Kerfið er skrímsli Í árslok 2010 voru eignir lífeyrissjóð- anna í fasteignalánum almennings og skuldabréfum útgefnum af ríki og sveitarfélögum 1.155 milljarðar af meintum 1.900 milljarða eignum kerfisins. Kerfið byggir þar af leiðandi eignir sínar og háa ávöxtunarkröfu á skuldum almennings sem þarf að standa undir 3,5% raunávöxtunar- kröfu sjóðanna og greiða að lágmarki 115 milljarða í vexti og verðbætur í ár miðað við 6,5% verðbólgu. Við þetta bætist annað eins í iðgjöldum til kerf- isins. Kerfið er orðið að skrímsli sem étur upp innviði samfélagsins í stað þess að styrkja það. Ef tap sjóðanna er skoðað í stærra samhengi og með heilbrigðri skyn- semi er yfirlýst 500 milljarða tap sjóð- anna aðeins lítill hluti af sannleik- anum. Ef staða kerfisins er skoðuð út frá framtíðarhagsmunum launafólks, lífeyrisþega og skattgreiðenda eru vandamál dagsins í dag einungis smá- munir miðað við það sem koma skal. Þó skýrslan sé ákveðinn áfellis- dómur yfir kerfinu er hún líka hvít- þvottur og getur aldrei talist óháð. Ekki aðeins fyrir það að sjóðirnir sjálfir höfðu frumkvæði á að skoða sjálfa sig heldur stóðu þeir straum af kostnaði, notuðu millistykki ASÍ/ SA „ríkissáttasemjara“ til að skipa fulltrúa, sömdu fyrirfram erindis- bréf og setja þannig „óháðum“ rann- sóknarfulltrúum skorður sem síðan réðu starfsmann og útgáfustjóra sem er eiginmaður hagfræðings ASÍ og skrifaði á sínum tíma ritgerð sína um fjárfestingastefnu lífeyrissjóðanna undir væng Landssambands lífeyris- sjóða. Umræða 17Miðvikudagur 8. febrúar 2012 1 Nýtt ofurpar Halldór Helgason snjóbrettakappi er byrjaður með Stef- aníu Ingadóttur fegurðardrottningu. 2 Slasaðist á sjó og fær ekki laun Albert slasaðist um borð í bátnum Ástu B í Noregi fyrir tæpu ári þegar hann rakst utan í hlífðarlausan rafal. 3 Manndráp í Hafnarfirði: Mað-urinn vel þekktur hjá lögreglu Var í miklu uppnámi og annarlegu ástandi þegar hann leitaði til lögreglu og átti mjög erfitt með að gera sig skiljanlegan. 4 Sandkorn: Björn Ingi frímúrari Björn Ingi Hrafnsson hefur verið með- limur í Frímúrarareglunni um margra ára skeið. 5 Biblían bjargaði lífi hennar: Las fyrir árásarmanninn Biblían bjargað lífi 32 ára einstæðrar móður, Lindsay Wood, í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum þegar þjófur braust inn heima hjá henni. 6 Hrotur eða knús eftir kynlíf? Vísindamenn rannsaka það sem gerist eftir kynmök. 7 Þáðu boðsferðir og keyptu svo Starfsfólk lífeyrissjóða þáði boðsferðir frá fyrirtækjum og fjárfesti svo í þeim. Mest lesið á DV.is Gylfzilla kemur! F ólk á Íslandi er ringlaðra en fólk í öðrum löndum þegar kemur að þjóðfélagsmálum. En það er ekki fólkinu sjálfu að kenna. Hér er gott dæmi. Þegar sannleikurinn um lífeyris- sjóðina hafði loksins verið rannsak- aður og ítarlegar niðurstöður birtar í skýrslu um málið kom fram í fréttum að sjóðirnir hefðu tapað 480 millj- örðum króna. Næstu fréttir voru að lífeyrissjóðirnir sögðu að tapið hefði raunverulega verið hundrað milljörð- um minna. Því næst steig fram Gylfi Arnbjörnsson, fulltrúi verkalýðsins á Íslandi, og sagði að tapið hefði raun- verulega bara verið átta milljarðar. Þannig gat tæplega 500 milljarða króna tap íslensks almennings gufað upp á þremur dögum í þjóðfélagsumræð- unni. Það er ekki skrítið að fólk sé ringl- að. Það væri skrítið ef fólk væri ekki ringlað. En hér er ástæðan fyrir því að lífeyrissjóðirnir töpuðu bæði 480 milljörðum og svo líka bara átta millj- örðum: Krónan. Þegar menn vilja láta sjálfan sig líta betur út geta þeir alltaf borið saman upphæðir án þess að gera ráð fyrir verðbólgu. Krónan er nefni- lega ekki vísindalegur mælikvarði. Hún verður fyrir svokallaðri verðbólgu og breytist stöðugt. Ein króna árið 1920 er virði tvö þúsund króna árið 2012. Og þegar 480 milljarða eignir lífeyrissjóð- anna gufuðu upp, hækkuðu erlendu eignirnar í krónum talið. En þetta er eins og að segja að flugvélin hafi ekki raunverulega brotlent, því ef fall henn- ar er talið í metrum en ekki fetum er hún ennþá fljúgandi. Ef metrakerfið væri eins og krón- an gæti einn metri árið 2007 verið 1,5 metrar árið 2012. Þá gæti Gylfi Arnbjörnsson mælt mittismálið í 2007-metrum og hæð sína og upp- handleggi í 2012-metrum. Og slegið í gegn á stefnumótasíðu. Innan nokk- urra ára væri Gylfi orðinn ígildi The Hulk, eða Gulk. Það er bara byrjunin. Með krónunni getur hann auðveld- lega3 magnað sig upp í tvöþúsund- falda stærð sína. Ef við trúum honum áfram endar hann sem Gylfzilla og leggur heimsmynd okkar algerlega í rúst. Þetta verðbólgna skrímsli mun éta sneiðar af heimilunum okkar og rústa bílum, þannig á endanum eigum við ekkert í húsinu okkar og engan bíl. En það er svo sem búið og gert. Og samt vill fólk krónuna. Þótt hún opni gáttir vítis. Svarthöfði Ég er voðalega lítill bótakall Albert Þór Jónsson slasaðist á sjó og fær ekki laun. – DV „Svo innihaldslaus eru rök Gylfa að ég velti fyrir mér stöðu hans sem talsmanns og for- ingja alþýðunnar. Aðsent Ragnar þór Gylfason stjórnarmaður í VR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.