Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað
600 milljónir afskrifaðar
n Dótturfélag eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga gjaldþrota
T
æplega 609 milljónir króna af
skuldum eignarhaldsfélags-
ins AB 89 ehf., sem var í eigu
Björgólfs Thors Björgólfs-
sonar og Björgólfs Guðmundssonar,
hafa verið afskrifaðar. Skiptum lauk
á þrotabúinu þann 31. janúar síðast-
liðinn. Lýstar kröfur námu nærri 610
milljónum króna. Upp í þær fékkst
hins vegar ekki nema rúm milljón
króna.
Félagið var í eigu eignarhalds-
félagsins Hansa sem aftur var í eigu
félaganna Bell Global Investments,
Monte Cristo Capital og Björgólfs
Guðmundssonar. Tilgangur AB ehf.
er sagður vera heildverslun í upp-
lýsingum um starfsemi félagsins hjá
Lánstrausti. Hansa var aftur á móti
þekktast fyrir að halda utan um hlut
Björgólfs Guðmundssonar í enska
knattspyrnuliðinu West Ham Uni-
ted. Hansa var úrskurðað gjaldþrota
í fyrra.
Björgólfur Guðmundsson gaf bú
sitt upp til gjaldþrotaskipta um sum-
arið 2009. Um var að ræða stærsta
gjaldþrot einstaklings hér á landi,
tæplega 100 milljarða þrot. Björgólf-
ur Thor Björgólfsson hefur hins vegar
sloppið við persónuleg gjaldþrot þrátt
fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélaga sem
tengjast honum og heldur hann verð-
mætum eignum eins og hlut sínum
í samheitalyfjafyrirtækinu Actavis,
símafyrirtækinu Nova, hlut í CCP auk
fleiri eigna. ingi@dv.is
linis
Ómissandi með laxinum
Vörur frá Ópal Sjávarfangi fást í: Fjarðakaupum, Hagkaupum, Inspired by Iceland, Kaskó, Krónunni,
Melabúðinni, Nettó, Nóatúni, Samkaupum Strax, Samkaupum Úrval, Sparversluninni og 10-11.
B
Dótturfélag Hansa Eignarhaldsfélagið var dótturfélag Hansa sem var í eigu Björgólfs-
feðga. Félagið skilur eftir sig tæplega 609 milljóna skuldir.
R
íkisendurskoðun hefur
til skoðunar tugmilljóna
króna bótagreiðslu utan-
ríkisráðuneytisins til Skafta
Jónssonar og Kristínar Þor-
steinsdóttur. Þau fengu 78 milljóna
króna greiðslur eftir að hluti búslóð-
ar þeirra skemmdist í sjóflutning-
um frá Íslandi til Bandaríkjanna. Þar
af var langstærsti hlutinn greidd-
ur beint úr ríkissjóði. Flutningarnir
stöfuðu af því að Skafti, sem starfar
í íslensku utanríkisþjónustunni, var
gerður að sendiráðunaut í íslenska
sendiráðinu í Washingtonborg. DV
hefur fjallað ítarlega um málið en
það hefur verið sveipað leyndar-
hjúp.
Vakti athygli í þinginu
Sveinn Arason ríkisendurskoð-
andi staðfestir að hann hafi málið
til skoðunar. Aðspurður segir hann
ástæðuna fyrir því að málið sé kom-
ið til hans vera umræðu sem spratt
upp í kjölfar þess að fimmtíu millj-
óna króna aukaframlag til utan-
ríkisráðuneytisins var samþykkt í
fjáraukalögum fyrir síðasta ár. „Við
höfum skoðað þetta en erum ekki
komnir með neina niðurstöðu í því.
Allir þættir eru skoðaðir, bæði kerf-
isþættir og svo líka málið sem slíkt,“
segir Sveinn um málið. „Þetta eru
útgjöld sem ríkissjóður hefur lagt í
og við viljum vera með það á hreinu
að allar forsendur séu eðlilegar fyrir
greiðslu úr ríkissjóði.“
Heimildir DV herma að nefnd-
armenn í fjárlaganefnd Alþingis
hafi margir hverjir furðað sig mikið
á þessari bótagreiðslu sem var lítið
kynnt fyrir stjórnarmönnum fyrr en
þeir spurðu sérstaklega um hana.
Leyndarhjúpurinn enn til staðar
Enn er mörgum spurningum ósvar-
að um gámamálið. Vigdís Hauks-
dóttir, þingkona Framsóknar-
flokksins, lagði þó fram fyrirspurn
í þinginu þar sem nokkrum mikil-
vægum spurningum var svarað eins
og nákvæmlega hvers virði gámur-
inn var. Fram að því hafði utanríkis-
ráðuneytið ekki viljað upplýsa um
hversu háar heildargreiðslur vegna
gámsins voru og vísaði ráðuneytið í
upplýsingalög þar sem segir að rétt-
ur til upplýsinga takmarkist þegar
upplýsingar geta gefið hugmynd um
persónulega hagi þriðja aðila.
Greiðslunum var skipt í þrennt.
Fyrsta greiðslan var greidd strax 6.
júlí 2011 en þá greiddi tryggingar-
félagið hjónunum fjórar milljónir en
félagið tryggði lítinn hluta innihalds
gámsins. Þann 16. ágúst sama ár
fengu þau greiddar fimmtán millj-
ónir króna frá ríkinu og 16. nóvem-
ber fengu þau 59 milljónir króna til
viðbótar, einnig frá ríkinu.
„Þetta eru útgjöld
sem ríkissjóður
hefur lagt í og við viljum
vera með það á hreinu að
allar forsendur séu eðli-
legar fyrir greiðslu úr ríkis-
sjóði.
n Kanna allar forsendur 74 milljóna króna bótagreiðslu ríkisins
RíkisenduR-
skoðandi
skoðaR
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Leyndarmál Málið allt hefur verið sveipað leyndarhjúp og hafa litlar upplýsingar fengust
um það hjá ráðuneytinu. MynD Eyþór Árnason
allt í rúst Svona var umhorfs í gámnum þegar hann var opnaður í Bandaríkjunum. Myndin
er úr skýrslu sem gerð var fyrir tryggingarfélagið sem tryggði gáminn upp á fjórar milljónir.
Með málið í skoðun
Sveinn Arason ríkisendur-
skoðandi segir allt málið
vera í skoðun.
gámamálið
nýr meirihluti í Kópavogi:
Ármann verð-
ur bæjarstjóri
Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í Kópavogi, verður
bæjarstjóri í sveitarfélaginu þegar
nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Lista Kópa-
vogsbúa tekur við á fundi bæjar-
stjórnar á þriðjudag. Gunnar I.
Birgisson verður formaður fram-
kvæmdaráðs bæjarins.
Ómar Stefánsson, oddviti Fram-
sóknarflokksins, verður forseti
bæjarstjórnar en Rannveig Ásgeirs-
dóttir, oddviti Lista Kópavogsbúa,
verður formaður bæjarráðs. Þetta
þýðir að Rannveig hafi í meirihluta-
viðræðunum vikið frá áður ófrávíkj-
anlegri kröfu um að bæjarstjórinn í
Kópavogi komi utan raða kjörinna
fulltrúa. Það var meðal þeirra mála
sem komu í veg fyrir að flokkurinn
vildi vinna með Samfylkingu og
Vinstri grænum í bæjarstjórninni.
Ekki hefur verið starfhæfur
meirihluti í bæjarstjórn Kópavogs
síðan fyrir rúmum þremur vikum
síðan en þá sagði Hjálmar Hjálm-
arsson, fulltrúi Næst besta flokks-
ins, sig úr meirihlutasamstarfi við
Samfylkinguna, Vinstri græna og
Lista Kópavogsbúa. Var það vegna
ósættis sem kom upp í kjölfar þess
að ákveðið var að segja núverandi
bæjarstjóra Kópavogs upp störfum.
Völd Gunnars
Gunnar I. Birgisson, sjálfstæðis-
maður í bæjarstjórn Kópavogs,
er komin í lykilstöðu í bæjar-
stjórninni eftir að nýr meirihluti
var myndaður.
Hann hefur verið gerður að
formanni framkvæmdaráðs
bæjarins. Ekki er hægt að segja
annað en að störf Gunnars hafi
í gegnum tíðina verið umdeild,
bæði meðal samherja hans og
andstæðinga. Dómsmál hafa
verið höfðuð vegna ákvarðana
sem hann tók sem bæjarstjóri.
Óvíst er hvaða áhrif það hefur á
fyrirhugaða stjórnsýsluúttekt á
bænum sem síðasti meirihluti í
bæjarstjórninni hugðist ráðast í
en Guðrún Pálsdóttir, núverandi
bæjarstjóri, þótti of tengd gamla
tímanum til að ráða við úttektina
samkvæmt heimildum DV.
Nú verður það hins vegar að
koma í ljós hvort Gunnar sé sjálf-
ur of tengdur til að úttektin verði
gerð en samkvæmt heimildum
DV er það mat margra bæjar-
fulltrúa að Gunnar hafi hinn ný-
myndaða meirihluta algjörlega í
hendi sér.