Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 19
und konur hafi verið beittar ofbeldi í nánu sambandi á Íslandi einhvern tíma á ævinni. Um það bil 20 prósent þeirra höfðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu aðila sem þær voru í nánu samandi við eða um tuttugu þús- und konur, en rúm sex prósent höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu maka. Hlutfallið er hærra þar sem stundum er um sömu konur að ræða sem verða fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Flestar konur sem beittar eru of- beldi í nánum samböndum, skilja eða fara úr þessum ofbeldissam- böndum. Algengast var að konurnar yrðu fyrir ofbeldinu meðan á sam- bandinu stóð en tæp þrjú prósent kvennanna urðu fyrir einhvers kon- ar ofbeldi eftir að sambandinu lauk og rúm tvö prósent þurftu að þola ofbeldi bæði á meðan sambandinu stóð og eftir að því lauk. Morð tengd ástarsamböndum Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni eru fjörtíu til sjötíu pró- sent allra morða á konum í heimin- um framin af mökum þeirra og oft eftir ofbeldissamband. Hins vegar er aðeins lítill hluti þeirra karla sem eru myrtir drepnir af maka þeirra, og þegar það gerist er það yfirleitt vegna þess að konurnar eru að verjast eða rísa upp gegn ofbeldisfullum mönn- um. Líkt og DV greindi frá í byrjun vik- unnar lést kona í Hafnarfirði þann 6. febrúar síðastliðinn. Ungur mað- ur gaf sig fram við lögregluna og er grunaður um að hafa verið valdur að andláti hennar. Málið hefur vakið óhug á meðal þjóðarinnar en á síð- asta ári var Axel Jónsson dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun eftir að hann banaði barns- móður sinni í Heiðmörk. Þá var Gunnar Rúnar Sigþórsson dæmd- ur í sextán ára fangelsi fyrir að bana sambýlismanni stúlku sem hann var haldinn þráhyggju gagnvart. Þriðji maðurinn, Ólafur Donald Helgason, var einnig færður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hann hefði orð- ið valdur að dauða eiginkonu sinn- ar, Hallgerðar Valsdóttur. Áverkar á Hallgerði og aðkoman í íbúð þeirra þóttu benda til að eitthvað óeðli- legt hefði átt sér stað. Ólafur Donald var saklaus af þessum ásökunum en harmurinn var mikill og hann lést skömmu síðar. n Opið á sunnudaginn 12. febrúar frá 12-16. Fréttir 19Helgarblað 10.–12. febrúar 2012 Makinn Myrðir oftast n Flestar konur sem eru myrtar eru myrtar af maka n Sterk tengsl á milli áfengisneyslu og ofbeldis n Ofbeldi gegn konum er alheimsvandi Ísland 42% kvenna, 44–49 þúsund, hafa sætt ofbeldi einhvern tímann frá sextán ára aldri. Þar af 2.600–4.400 á síðustu tólf mánuðum. Þá hafa 22% kvenna sætt ofbeldi í nánu sambandi. Danmörk 22% kvenna hafa verið beitt ofbeldi í nánu sambandi. Tékkland 37% kvenna hafa verið beitt ofbeldi í nánu sambandi. Rússland 36 þúsund kvenna eru daglega lamdar af eiginmönnum sínum eða sambýlismönnum, samkvæmt niðurstöðum óháðra samtaka. Hong Kong 9% kvenna hafa sætt ofbeldi í nánu sambandi. Filippseyjar 10% kvenna hafa sætt ofbeldi í nánu sambandi. Ástralía 27% kvenna hafa sætt ofbeldi í nánu sambandi. Indland 22 konur voru drepnar á hverjum degi árið 2007 vegna heimamunds. Egyptaland 35% kvenna hafa tilkynnt um barsmíðar af hálfu eigin- manna sinna. Í sumum tilfellum eiga barsmíðarnar sér stað í sjálfri hjónavígslunni Spánn Árið 2000 var kona myrt af sambýlismanni sínum á 5 daga fresti. Kanada Kostnaður vegna heimilisofbeldis nemur 195 milljörðum króna. Bandaríkin Konu er misþyrmt á 15 sekúndna fresti. Í flestum tilfellum er ofbeldismaðurinn eigin- maður fórnarlambsins eða sambýlismaður. Bólivía 17% kvenna 20 ára og eldri í Bólivíu hafa sætt ofbeldi síðust 12 mánuðina. Perú 52% hafa fengið kinnhest frá eiginmanninum. Gvatemala Að meðaltali eru tvær konur drepnar á dag. Bretland Um það bil 2 konur á viku eru myrtar af sambýlis- manni sínum. Sambía 5 konur á viku eru myrtar af sambýlismanni eða einhverjum úr fjölskyldunni. S-Afríka Kona er myrt á sex klukkustunda fresti af maka sínum. Sviss 10% kvenna hafa verið beitt ofbeldi í nánu sambandi. Ofbeldi gegn konum í heiminum Ofbeldi í nánum samböndum Er alvarlegur vandi á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Samkvæmt rannsókn hefur fjöldi kvenna upplifað bæði líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi í nánu sambandi en flestar þeirra skilja við ofbeldismanninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.