Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 42
42 Lífsstíll 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað Á pöllunum Sjávargyðjur Á sýningu Chanel söng Flo- rence Welch eftirminnilega úr opinni skel og fyrirsætur liðu áfram á sviðinu í flíkum er minntu í lit og áferð á sjávar- djúpin. Fiskar og kóralrif eru í mynstrum Mary Katrantzou og hjá Versace voru það kross- fiskar og sæhestar. Djarfur leikur Undirföt eru í tísku og eiga að sjást. Brjóstahaldarar og lífstykki sáust hjá Viktor og Rolf og Christopher Kane. Brjáluð mynstur Erdem hélt sig við litrík blómamynstur meðan Victoria Beckham skreytti flíkur sínar með köttum. Hjá Moschino, Dolce & Gabbana og Issa var matur í aðalhlutverki meðan Prada setti bíla í mynstur. Leður er enn í tísku Balmain var í rokkaðri kant- inum og Celine sýndi leðurkjóla og skyrtur með belti. Giles sýndi silfrað leður með út- skornu mynstri sem sló í gegn. The Great Gatsby Tískuheimurinn vinnur með kvikmyndaiðnaðinum og nokkrir hönnuðir eru upp- teknir af hlutverki tískugyðj- unnar Carey Mulligan sem Daisy Buchanan í The Great Gatsby sem sýnd verður á árinu. Ralph Lauren og Gucci voru greinilega undir sömu áhrifum. Á stæðan fyrir því að ég keypti mér prjónavél er sú að ég var búinn með einhver miðannarskil í skólanum og leiddist. Þá fór ég í heimsókn til ömmu sem henti í mig prjónum og garni og sagði mér að prjóna. Mér fannst það ekki nógu skemmtilegt og fór í tölvuna og gúgglaði orðið prjónavél til þess að sjá hvort hún væri til. Fann svo prjónavél og hef ekki stoppað síðan,“ segir Alexand- er Kirchner hönnuðurinn að baki merkinu 2305. Hann hóf nýlega að hanna trefla sem vakið hafa athygli. Treflana byrjaði hann að hanna þeg- ar hann ætlaði að gera peysu fyrir vinkonu sína. „Vinkonu mína langaði svo í peysu sem var mikið gegnsæ þannig að ég ákvað að búa til einn svona gríðarlangan renning úr garni. Úr því kom þessi trefill og þetta endaði á því að ég gaf henni trefil frekar en peysu. Síðan byrjaði þetta að spyrjast út,“ segir Alexander. Treflarnir koma ýmist ein- litir eða í nokkrum litum. „Það er hægt að fá þá einlita, tvílita, þrílita eða fjórlita. Síðan ef fólk hefur einhverjar sérstakar óskir um liti og eða lengd þá er hægt að óska eftir því,“ segir Alexand- er og lýsir treflunum. „Þetta er mjó tíu metra lengja sem er í rauninni vafið í allar áttir. Það er hægt að nota þetta sem trefil, belti og bara á alla vegu. Það er hægt að binda þá saman, lengja og leika sér með þá. Það fer eig- inlega bara eftir hverjum og einum hvernig hentar og hvað hverjum finnst flott.“ Treflana hans Alexanders er hægt að kaupa á vefsíðunni lakkalakk.com og einnig er hægt að finna merkið hans 2305 á Facebook. viktoria@dv.is Prjónaáhuginn kviknaði í heimsókn hjá ömmu n Alexander hannar trefla undir merkinu 2305 Alltaf prjónandi Alexander býr til fallega trefla á prjónavélinni sinni. 2305 Treflarnir hans Alexanders eru í ýmsum litum og einnig er hægt að óska eftir sérstökum litasamsetningum. Vor -og sumartískan 2012 Jackson Pollock-neglur Neglur skreyttar með naglaskrauti og formum í mis- munandi litum hafa verið vinsælar síðustu miss- eri. Nú er í tísku að mála með mismunandi litum fríhendis á hverja nögl í abstraktstíl, Jackson Pollock má vera fyrirmyndin, því óreiðukenndara, því betra. Litasprei í tísku Hársprei í áber- andi litatónum eru vinsæl um þessar mundir. Fléttaðu hárið og festu upp með spennum. Spreiaðu svo hárlitnum yfir fléttuna en láttu þinn náttúru- lega hárlit sjást við ræturnar. Um þessar mundir fást lituð hársprei víða, til að mynda í leikfangabúð- um, enda nálgast öskudagur. Fylgstu með tískuvikunni í New York Nú stendur yfir tískuvika í New York og þeir sem komast ekki þangað geta fylgst með fram- vindu hennar með ýmsum leiðum. Flestar tískuvefsíður gera viðburðum skil en það má líka fylgjast með Twitter-færslum tískuspekinga svo sem Alexu Chung.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.