Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 34
34 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað S igríður fæddist í Reykjavík en ólst upp í Grundarhverfi á Kjalarnesi en flutti átján ára til Reykja- víkur. Hún var í Klébergsskóla, stundaði nám við Fjölbrauta- skólann í Ármúla og lauk þaðan stúdentsprófum 2002, stundaði síðan nám í félags- ráðgjöf við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-prófi 2008 og MA-prófi 2010. Sigríður sinnti ýmsum aðhlynningarstörfum á námsárunum og starfaði við framreiðslu. Hún var félags- ráðgjafi við þjónustumið- stöð Reykjavíkurborgar frá 2010 og hefur verið félags- ráðgjafi á fjölskyldusviði Mosfellsbæjar frá ársbyrjun 2011. Sigríður situr í stjórn ADHD-samtakanna. Fjölskylda Maki Sigríðar er Árni Björn Guðmundarson, f. 2.9. 1977, vaktformaður við Búðar- hálsvirkjun. Sonur Sigríðar og Árna Björns er Unnar Karl Steph- ensen Árnason, f. 9.7. 2004. Systkini Sigríðar eru Pét- ur Valgarð Pálsson, f. 5.9. 1984; Aldís Bára Pálsdóttir, f. 15.4. 1990. Foreldrar Sigríðar eru Páll Ægir Pétursson, f. 16.7. 1959, skipstjóri, og Helga Bára Karlsdóttir, f. 10.4. 1960, verslunarstjóri. B irna fæddist á Akureyri, ólst upp á Ólafsfirði frá því á fyrsta ári og til 1965, síðan á Akureyri til 1970, þá að Illuga- stöðum í Fnjóskadal þar sem faðir hennar var umsjónarmað- ur orlofshúsa, og síðan að Efri- mýrum í Engihlíðarhreppi þar sem foreldrar hennar stunduðu búskap á árunum 1974–80, er þau brugðu búi og fluttu fyrst til Blönduóss en síðan í Grindavík 1981. Birna var í barnaskóla á Ak- ureyri, að Skógum í Fnjóskadal, í Stórutjarnarskóla og Húna- vallaskóla. Hún hefur síðan sótt ýmis námskeið og stund- aði nám við öldungadeild Fjölbrautaskóla Suðurnesja, stundaði síðan fjarnám í við- skiptafræði við Háskólann á Ak- ureyri og lauk viðskiptafræði- prófi árið 2010. Fjölskylda Birna giftist 26.12. 1981 Jóhanni Þresti Þórissyni, f. 22.11. 1962, vélstjóra, frá Blönduósi. Hann er sonur hjónanna Þóris Heið- mars Jóhannssonar, f. 23.12. 1941, d. 9.2. 2010 og Ingibjarg- ar Kristjánsdóttur, f. 26.6. 1942. Þórir er kjörsonur Jóhanns Teitssonar og k.h., Ingibjarg- ar Sigfúsdóttur en þau bjuggu lengst af á Refsteinsstöðum í Víðidal. Ingibjörg er dóttir Krist- jáns Benediktssonar og k.h., Þorbjargar Björnsdóttur. Þau bjuggu að Hæli í Torfalækjar- hreppi. Börn Birnu og Jóhanns Þrastar eru Þórir Ingi, f. 3.4. 1982, sjómaður en börn Þór- is eru Emma Lív f. 15.6. 2004, móðir hennar er Valgerður Jennýjardóttir og Jakob Hrafn, f. 18.4. 2011 en móðir hans er Hanna Agla Ellertsdóttir; Anna Lilja, f. 22.2. 1983, grunnskóla- kennari, gift Einari Gunnarssyni f. 10.2. 1981, en börn þeirra eru Jóhann Sverrir, f. 21.5. 2008 og Klara María, f. 15.9.2009; Björn Ólafur, f. 25.7.1991, nemi í sam- búð með Öldu Maríu Almars- dóttur f. 21.11.1988. Systkini Birnu eru Ragna Árný, f. 1963, búsett á Blöndu- ósi, gift Birgi Ingólfssyni og eiga þau eina dóttur auk þess sem Ragna missti son af slysförum, Björn Ingvar Pétursson, f. 9.3. 1981, d. 20.1. 1998; Áshildur Eygló, f. 1966, búsett í Njarðvík, hún á fimm syni; Björn Hall- dór, f. 1969, búsettur í Reykjavík, hann á dóttur og tvö stjúpbörn; Aðalheiður Hanna, f. 1976, bú- sett í Njarðvík, gift Halli Krist- mundssyni og eiga þau þrjú börn; Gestur Gunnar, f. 1978, búsettur á Akureyri. Foreldrar Birnu: Björn Gunnarsson, f. 6.7. 1942, nudd- fræðingur, búsettur á Akureyri, og Klara Gestsdóttir, f. 27.11. 1942, d. 4.2. 1993, húsmóðir. Sambýliskona Björns er Sig- ríður Olgeirsdóttir, f. 14.1. 1954, húsmóðir. Ætt Björn er sonur Gunnars, á Ólafsfirði Björnssonar, frá Skeggjabrekku í Ólafsfirði Frið- björnssonar. Móðir Gunnars var Sigfríður Björnsdóttir, b. á Ytri-Gunnólfsá í Ólafsfirði Baldvinssonar, og Kristínar Bjarnadóttur. Móðir Björns er Birna Krist- björg Björnsdóttir, b. í Vík í Héðinsfirði Ásgrímssonar, b. í Hólakoti í Fljótum Björnsson- ar. Móðir Björns í Vík var María Eiríksdóttir, b. á Felli í Sléttu- hlíð Jónssonar. Móðir Birnu var Anna Lilja Sigurðardótt- ir, b. á Vatnsenda í Héðinsfirði Guðmundssonar, b. á Þrasa- stöðum Ásgrímssonar. Móðir Önnu Lilju var Halldóra Guð- rún, systir Ásgríms í Hólakoti. Klara var dóttir Gests, rennismiðs Halldórssonar, b. á Bakka í Öxnadal Jóhanns- sonar. Móðir Gests var Jónína Jónsdóttir, b. á Króksstöðum Jónssonar, og Rósu Sigurðar- dóttur. Móðir Klöru var Hansína Jónsdóttir, skipstjóra Hall- dórssonar og Clöru Bjarna- dóttur, skipasmiðs frá Geirs- hlíð í Flókadal í Borgarfirði Einarssonar. Móðir Clöru var Hansína Zophoníasardóttir, í Hvammi í Eyjafirði Ólafssonar. S veinn fæddist á Selfossi en ólst upp á Drumb- oddsstöðum í Bisk- upstungum. Hann var í Grunnskólanum í Reykholti, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi í rafeinda- virkjun 2008. Sveinn ólst upp við öll al- menn sveitastörf á Drumb- oddsstöðum, starfaði hjá Öss- uri á árunum 2002–2005, var á námssamningi hjá Marel 2007 en hefur starfað hjá Saga Sys- tem ehf frá 2008. Sveinn hefur sungið með kórum frá tíu ára aldri, fyrst með Barnakór Biskupstungna, síðan með Kammerkór Bisk- upstungna, með Skálholts- kórnum, með Karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði og loks með Vox Academica um skeið. Fjölskylda Kona Sveins er Vigdís Rut And- ersen, f. 12.7. 1980, verslunar- maður. Systur Sveins eru Jórunn Svavarsdóttir, f. 18.3. 1971, bóndi á Drumboddsstöðum; Anna Svavarsdóttir, f. 24.10. 1973, húsasmíðameistari í Reykjavík; Dóra Svavarsdóttir, f. 9.3. 1977, matreiðslumeistari í Reykjavík. Foreldrar Sveins eru Svav- ar Ásmundur Sveinsson, f. 6.5. 1942, fyrrv. bóndi á Drumb- oddsstöðum og járnsmiður, búsettur að Gilbrú í Reykholti, og Laufey Eiríksdóttir, f. 16.11. 1944, fyrrv. bóndi á Drumb- oddsstöðum og starfar við hús- hjálp. Ætt Sveinn er sonur Kristjáns, b. í Langholtsparti í Flóa Diðriks- sonar, b. í Kjarnholtum Dið- rikssonar, hreppstjóra í Laug- arási, bróður Þorláks, langafa Önnu, ömmu Björns Bjarna- sonar, fyrrv. ráðherra, Val- gerðar Bjarnadóttur alþm. og Markúsar Arnar Antonsson- ar sendiherra. Annar bróðir Diðriks var Þorsteinn, langafi Sigurðar, föður Egg- erts Hauk- dal fyrrv. alþm. Dið- rik var son- ur Stefáns, b. í Neðradal Þorsteinssonar, b. í Dalbæ Stefánssonar, pr. í Steinsholti Þorsteinssonar. Móðir Þorsteins var Ingibjörg Jónsdóttir, pr. á Ólafsvöllum Erlingssonar, bróður Gísla, afa Eiríks Vigfússonar, dbrm. á Reykjum, ættföður Reykjaætt- ar. Móðir Diðriks í Laugarási var Vigdís Diðriksdóttir, b. á Önundarstöðum Bjarnason- ar og Guðrúnar Högnadóttur, prestaföður á Breiðabólstað í Fljótshlíð Sigurðssonar, langafa Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Stefáns var Guðríður Guðmundsdóttir, b. á Kópsvatni Þorsteinssonar, ættföður Kópsvatnsættar, lang- afa Magnúsar Andréssonar, ættföður Langholtsættar, lang- afa Ásmundar Guðmunds- sonar biskups. Móðir Sveins á Drumboddsstöðum var Guð- ríður Sveinsdóttir. Móðir Svavars var Magn- hildur, dóttir Indriða, b. í Arn- arholti Guðmundssonar, b. í Kjarnholtum, bróður Diðriks í Kjarnholtum. Móðir Indr- iða var Vilborg, systir Gísla, afa Ingveldar, konu Ágústs Þorvaldssonar, alþm., föður Guðna, fyrrv. ráðherra. Systir Vilborgar var Guðrún, amma Vilhjálms skálds frá Skáholti. Vilborg var dóttir Guðmundar, b. á Löngumýri Arnbjörnsson- ar, bróður Ögmundar, föður Salvarar, langömmu Tómas- ar Guðmundssonar skálds. Móðir Vilborgar var Ingibjörg Gísladóttir, b. í Útverkum á Skeiðum Jónssonar. Móðir Magnhildar var Theodóra Ás- mundsdóttir. Laufey er dóttir Eiríks, b. á Eyvindarstöðum í Eyjafjarðar- sveit Elíassonar, og Jórunnar Hrólfsdóttur húsfreyju. S teinar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu og í Vesturbænum. Hann var í Granda- skóla og Hagaskóla, stund- aði nám við Menntaskólann í Hamrahlíð, stundaði nám á blokkflautu og síðar trompet við Tónskóla Sigursveins og síðar við Tónlistarskóla Sel- tjarnarness, stundaði síðan trompetnám við Tónlistar- skóla Reykjavíkur og lauk þaðan 8. stigs prófi árið 2006, stundaði síðan framhalds- nám við Boston Conservatori of Music, Theater and Dance og lauk MA-prófi þaðan árið 2008. Steinar starfaði við sumar- búðirnar við Ástjörn í Keldu- hverfi á unglingsárum, vann auk þess í byggingarvinnu með námi á unglingsárun- um, var vagnstjóri hjá Strætó bs í fjögur ár og ók auk þess langferðabílum og leigubif- reiðum. Steinar er tónlistarkennari við Tónlistarskólann í Garða- bæ og við Tónlistarskólann í Reykjanesbæ. Hann hefur leikið með ýmsum tónlistar- hópum, lék með Lúðrasveit Seltjarnarness á æsku- og unglingsárunum, lék með Lúðra- sveit verka- lýðsins í mörg ár og hef- ur virkur einleikari við ýmis tækifæri um jól og páska, lék með Stór- hljómsveit Seltjarnarness í eitt ár, leikur með Málblást- urssveit Reykjavíkur, er með- limur í Sinfónínuhljómsveit áhugamanna og aukamaður með Sinfónínuhljómsveit Ís- lands, auk þess sem hann hef- ur tekið þátt í margvíslegum tónlistarviðburðum, s.s. upp- töku á afmælislagi RÚV og á jólatónleikum Fíladelfíu. Fjölskylda Bræður Steinars eru Stefán Helgi Kristinsson, f. 6.4. 1979, orgelleikari Njarðvíkurkirkju; Guðbjörn Már Kristinsson, f. 14.5. 1983, nemi í guðfræði við Háskóla Íslands; Gunnlaugur Þór Kristinsson, f. 19.10. 1988, nemi í fjölmiðlafræði við Há- skóla Íslands. Foreldrar Steinars eru Kristinn L. Matthíasson, f. 4.12. 1950, leigubifreiðar- stjóri í Reykjavík, og Droplaug G. Stefánsdóttir, f. 5.1. 1953, hjúkrunarfræðingur. G eir Magnússon fædd- ist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Samvinnu- skólanum 1961. Geir starfaði hjá Fjármála- deild SÍS 1961–84 og var fram- kvæmdastjóri Fjármáladeildar 1976–84. Hann var bankastjóri Samvinnubanka Íslands hf. 1984–91 og forstjóri Olíu- félagsins hf 1991–2001 og síð- an forstjói Kers hf. 2002–2003. Geir hefur átt sæti í fjölda stjórna og félagasamtaka, s.s. Samvinnusjóðs Íslands hf; Vá- tryggingarfélags Íslands hf. og tengdra félaga, Vinnslustöðv- arinnar hf, stjórnarformaður; Samskipa hf, stjórnarformað- ur; Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna; Lindar hf; Kreditkorta hf; Sambands ís- lenskra viðskiptabanka; Sam- vinnulífeyrissjóðsins, stjórn- arformaður, Stjórnunarfélags Íslands; Framsóknarfélags Reykjavíkur og ýmissa félaga á vegum flokksins; Iðnrekstrar- sjóðs; Íslensra aðalverktaka; Sameinaðra verktaka; Starfs- mannafélags Sambandsins; Deildar samvinnustarfsmanna í VR og Ungmennafélagsi- ins Breiðabliks. Þá sat hann í bankaráði Seðlabankans og skólanefnd Samvinnuskólans á Bifröst o.fl. Fjölskylda Geir kvæntist 19.10. 1963 Krist- ínu Björnsdóttur, f. 25.10. 1943, húsmóður. Hún er dóttir Sig- ríðar Rósu Þórðardóttur, f. 28.1. 1915 d. 31.10. 2003, hús- móður, og Björns Markússon- ar, f. 12.4. 1910, d. 26.6. 1991, húsasmíðameistara. Börn Geirs og Kristínar eru Erla Geirsdóttir, f. 23.4. 1964, verslunarmaður, gift Gunn- ari Gunnarssyni framkvæmda- stjóra og eiga þau þrjú börn, Geir Gunnarsson, f. 9.1. 1984 viðskiptafræðingur en sam- býliskona hans er Berglind Guðmundsdóttir, f. 29.7. 1983, Gunnar Gunnarsson, f. 22.9. 1993 og Kristín Eva Gunn- arsdóttir, f.1.1. 1997; Krist- inn Þór Geirsson, f. 27.7. 1966, framkvæmdastjóri, kvæntur Thelmu Víglundsdóttur, þau eiga tvær dætur, Brynju Krist- insdóttur, f. 28.7. 1996, og Krist- jönu Birtu Kristinsdóttur, f. 7.4. 1998; Gunnsteinn Geirsson, f. 2.10. 1980, viðskiptafræðing- ur, kvæntur Gunnhildi Evu Arnoddsdóttur, f. 19.1. 1980, en þau eiga tvær dætur, Júlíu Líf Gunnsteinsdóttur, f. 14.12. 2004, og Ragnheiði Lovísu Gunnsteinsdóttur, f. 30.7. 2007. Systkini Geirs eru: Helgi Magnússon f. 1.11.43, tann- læknir, kvæntur Guðlaugu Guð- jónsdóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn; Sigrún Magn- úsdóttir, f. 17.2. 1951 d. 14.4. 2006, lyfjafræðingur, var gift Jó- hannesi Halldórssyni húsasmið og eignuðust þau fjögur börn. Foreldrar Geirs voru Kristín Þóra Gunnsteinsdóttir, f. í Vest- mannaeyjum 13.8.1919, d. 17.9. 2011, húsmóðir, og Magnús Sig- urvin Magnússon, f. í Hvamms- vík í Kjós 11.3.1918, d. 8.1. 2006, verslunarmaður. Geir Magnússon Fyrrv. forstjóri Sigríður Stephensen Pálsdóttir Félagsráðgjafi, búsett í Reykjavík Birna Kristbjörg Björnsdóttir Viðskiptafræðingur í Grindavík Sveinn Svavarsson Rafeindavirki í Reykjavík Steinar M. Kristinsson Trompetleikari og tónlistarkennari 70 ára á laugardag 30 ára á laugardag 50 ára á sunnudag 30 ára á föstudag 30 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.