Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 36
H
öskuldur fæddist í Hofs-
gerði á Höfðaströnd í
Skagafirði og ólst upp við
öll almenn sveitastörf á
Bæ í Hofshreppi í Skaga-
firði hjá fósturforeldrum sínum,
Jóni Konráðssyni, bónda þar,
og k.h., Jófríði Björnsdótt-
ur húsfreyju. Foreldr-
ar Höskuldar voru Sig-
urður Sveinsson, bóndi
á Mannskaðahóli og
Hólakoti á Höfðaströnd
og trésmiður á Sauðár-
króki, og k.h., Guðbjörg
Sigmundsdóttir hús-
freyja.
Höskuldur fór sextán ára
að Korpúlfsstöðum í Mosfells-
sveit þar sem hann var útimaður
og fjósamaður í eitt og hálft ár, lauk
gagnfræðaprófi í Reykholti, starfaði
hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, stund-
aði nám við Leiklistarskóla Lárus-
ar Pálssonar í tvo vetur og var jafn-
framt verslunarmaður hjá KRON.
Hann fór síðan til Kaupmanna-
hafnar þar sem hann stundaði leik-
húsnám í einkatímum hjá Thorkel
Rose.
Eftir að Höskuldur kom heim,
1952, var hann leikari hjá Þjóðleik-
húsinu í fjóra vetur og síðan einn
vetur hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Hann fór síðan vítt og breitt um
landið á vegum Bandalags íslenskra
leikfélaga sem leikstjóri fyrir stað-
bundna leikhópa. Hann setti upp
fjörutíu og átta leikverk alls á þess-
um ferðum sínum.
Þá fór Höskuldur með Sigfúsi
Halldórssyni og Soffíu Karls-
dóttur víða um landið með
kabarettinn Litlu flug-
una sem gerði mikla
lukku á þeim tíma,
fór með kabarett-
hópnum Litla fjarkan-
um víða um landið
ásamt Skúla Halldórs-
syni, píanóleikara
og tónskáldi, Sigurði
Ólafssyni söngvara og
Hjálmari Gíslasyni gam-
anvísnasöngvara. Höskuld-
ur var auk þess í starfi hjá Ríkis-
útvarpinu um árabil með upplestur
og eigin þáttagerð, m.a. ásamt Guð-
rúnu Þór leikkonu. Þá lék Höskuld-
ur í þremur kvikmyndum.
Árið 1997 kom út ævisaga og
endurminningar Höskuldar, ásamt
ættartöflu hans sem tekin var sam-
an af Jóni Val Jenssyni. Bókin heit-
ir Frá kúarektor til leikstjóra. Þar er
að finna marga skemmtilega fróð-
leiksmola og gamanmál um líf og
störf þeirra sem stunduðu „sjóbiss-
ness“ á Íslandi á árunum um og eftir
miðja síðustu öld.
L
jósbjörg Petra María Sveins-
dóttir fæddist að Bæjarstöð-
um við norðanverðan Stöðv-
arfjörð. Hún varð húsfreyja,
búsett í Sunnuhlíð í Stöðvar-
firði lengst af.
Petra safnaði steinum frá tvítugs-
aldri en steinasöfnun hennar hófst
þó fyrir alvöru árið 1946. Langflest-
ir steinanna eru frá nágrenni Stöðv-
arfjarðar og annars staðar úr fjórð-
ungnum. Hún leitaði nær ekkert
að steinum í öðrum landshlutum.
Steinunum safnaði Petra í bakpoka
og gjarnan voru börnin hennar,
barnabörn og vinir með í för.
Þá safnaði hún ýmsu öðru, s.s.
pennum og lyklakippum. Hún hafði
einnig mikinn áhuga á fótbolta og
fór á landsleiki ef færi gafst.
Petra missti mann sinn árið
1974 er hann var aðeins fimmtíu
og tveggja ára. Sama dag og eigin-
maður hennar var borinn til graf-
ar ákvað Petra að opna heimili sitt
á Stöðvarfirði, Sunnuhlíð, gest-
um og gangandi, sem vildu skoða
steinasafnið hennar. Upp frá því
hefur húsið verið safn og lengi það
fjölsóttasta á Austurlandi. Þangað
koma mörg þúsund manns á hverju
ári og Petra var oft í sambandi við
erlenda steinafræðinga. Húsið var
þó áfram einkaheimili Petru allt til
ársins 2007 þegar hún flutti á hjúkr-
unarheimilið Uppsali. Hún fylgdist
áfram vel með safninu sem nú er
rekið af börnum hennar og barna-
börnum.
Petra hlaut ýmsar viðurkenn-
ingar fyrir söfnun sína og safnastarf,
m.a. riddarakross hinnar íslensku
fálkaorðu og hvatningarverðlaun
Þróunarfélags Austurlands.
Fjölskylda
Petra giftist 6.8. 1945 Jóni Ingi-
mundarsyni (Nenni), f. á Beru-
fjarðarströnd 1922, d. 1974, sjó-
maður. Foreldrar hans voru Anna
María Lúðvíksdóttir og Ingimundur
Sveinsson.
Börn Petru og Nenna eru Ingi-
mar, Elsa Lísa, Sveinn Lárus og Þór-
katla. Þau eru öll fjölskyldufólk og
niðjarnir orðnir margir.
Petra var yngst í sínum systkina-
hópi en systkini hennar voru Björg-
ólfur, Margrét og Elsa Jóna, þau eru
látin.
Foreldrar Petru voru Sveinn
Björgólfsson, útvegsbóndi og Svan-
hvít Lára Sigríður Pétursdóttir hús-
freyja.
36 Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað
L
ára Margrét fæddist í Reykja-
vík. Hún lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1967, viðskipta-
fræðiprófi frá Háskóla Ís-
lands 1977, stundaði framhaldsnám
við Verslunarháskólann í Björgvin
frá 1979 og lauk þaðan prófum 1981.
Hún varð Eisenhower Fellow 1990.
Lára Margrét var skrifstofustjóri
hjá Læknasamtökunum 1968–72,
ráðgjafi í sjúkrahússtjórn hjá Arthur
D. Little í Boston í Bandaríkjunum
1982–83, forstöðumaður áætlana- og
hagdeildar Ríkisspítalanna 1983–85,
framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags
Íslands 1985–89, forstöðumaður þró-
unardeildar Ríkisspítalanna 1989–91
og var alþm. Reykvíkinga fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn frá 1991–2003 og
vþm. 2003, 2004, 2005 og 2006. Þá
var hún kennari í heilsuhagfræði við
Hjúkrunarskólann 1985–86 og Nýja
hjúkrunarskólann 1986–89.
Lára Margrét sat í heilbrigðis-
nefnd Sjálfstæðisflokksins 1983 og
var formaður hennar 1990–92, sat í
stjórn Steinullarverksmiðjunnar á
Sauðárkróki 1986–89 og frá 1990 og
stjórnarformaður hennar 1991–96,
sat í fulltrúaráði Sólheima í Gríms-
nesi frá 1987 og í aðalstjórn Sólheima
1990–92, í stjórn Íslensku óperunnar
1987–2000, í stjórn Íslensk-ameríska
félagsins 1987–96 og var formaður
þess 1991–96, var formaður Skál-
holtsnefndar 1991–93, sat í nefnd um
endurskoðun heilbrigðisþjónustu
1991–93, var formaður nefndar um
umferðaröryggismál 1994–95, for-
maður nefndar um endurskoðun á
lögum um helgidagafrið 1995 og sat í
nefnd um fjölskyldustefnu 1995.
Lára Margrét sat í nefnd um
áhrif EES-samningsins á lyfjakostn-
að 1994–95, sat í Íslandsdeild Evr-
ópuráðsþingsins 1991–2003 og var
formaður hennar 1995–2003, var
varamaður fastanefndar Evrópu-
ráðsþingsins um tengsl milli þjóð-
þinga og almannatengsl 1993–94 og
formaður hennar 1994–97, var vara-
formaður félags-, heilbrigðis- og fjöl-
skyldunefndar Evrópuráðsþingsins
1997–2000 og formaður frá 2000, sat
þing Vestur-Evrópusambandsins
1995–99 og var formaður Íslands-
deildar þess 1995–99, var varaforseti
Evrópuráðsþingsins 1998–2000 og
sat í stjórn International Institute for
Democracy frá 1999.
Lára Margrét sat í utanríkismála-
nefnd Alþingis 1991–2003, í um-
hverfisnefnd Alþingis 1991–99 og í
heilbrigðis- og trygginganefnd Al-
þingis 1991–2003.
Lára Margrét fór fjölda ferða og
sinnti margvíslegum rannsóknar-,
eftirlits- og upplýsingastörfum í hin-
um ýmsu löndum Austur-Evrópu og
löndum fyrrverandi Sovétríkja, s.s.
eftirliti með almennum kosningum í
fjölda landa.
Fjölskylda
Maður Láru Margrétar var Ólafur
Guðmundsson, f. 26.2. 1946, augn-
læknir. Þau skildu.
Börn Láru Margrétar og Ólafs eru
Anna Kristín, f. 26.3. 1966, stjórn-
málafræðingur og laganemi og starfs-
maður í umhverfisráðuneytinu, var
gift Sigurði Böðvarssyni lækni en þau
skildu og eiga þau þrjú börn, Lísu
Margréti, f. 9.7. 1987, Eystein, f. 14.12.
1991, og Bjarka, f. 13.1. 1997, en seinni
maður Önnu Kristínar er Hjörleifur
Kvaran lögmaður; Ingvi Steinar, f.
24.3. 1973, veitingastjóri á Kex en eig-
inkona hans er Sigrún Guðný Mark-
úsdóttir og eru dætur þeirra Anika
Embla, f. 12.5. 2003, og Salvör Íva, f.
18.10. 2007; Atli Ragnar, f. 14.3. 1976,
sölumaður og innanhúshönnuður en
kona hans var Elín Valgerður Margr-
étardóttir en þau skildu og eru börn
þeirra Auður Ísold, f. 15.8. 2008, og
Katrín Rán, f. 19.3. 2010.
Systkini Láru Margrétar eru Krist-
ján Tómas, f. 15.11. 1943, yfirlækn-
ir og prófessor í Mount Sinai í New
York í Bandaríkjunum en kona hans
er Hrafnhildur Ágústsdóttir skurð-
hjúkrunarfræðingur og glerlista-
kona og eiga þau fjórar dætur; Árni
Tómas, f. 19.1. 1951, gigtarlæknir
í Reykjavík en fyrrv. kona hans er
Selma Guðmundsdóttir píanóleikari
og eignuðust þau fjögur börn; Ásta
Kristrún, f. 25.8. 1952, framkvæmda-
stjóri NemaForum en maður hennar
er Valgeir Guðjónsson, félagsráðgjafi
og tónlistarmaður, og eiga þau þrjú
börn; Hallgrímur Tómas, f. 25.1. 1961,
viðskiptafræðingur og framkvæmda-
stjóri í Hafnarfirði en kona hans er
Anna Haraldsdóttir íþróttafræðingur
og eiga þau þrjú börn.
Foreldrar Láru Margrétar voru
Ragnar Tómas Árnason, f. 13.3. 1917,
d. 3.3. 1984, útvarpsþulur og söngv-
ari í Reykjavík, og k.h., Jónína Vigdís
Schram, f. 14.6. 1923, d. 28.3. 2007,
læknaritari.
Ætt
Ragnar var sonur Árna, stórkaup-
manns Benediktssonar, hreppstjóra
í Selárdal Kristjánssonar. Móðir
Árna var Ragnhildur Þórðardóttir,
b. í Neðra-Bæ, bróður Árna, langafa
Ragnhildar, móður Kristjáns Bersa
skólameistara og ömmu Ólafs Harð-
arsonar stjórnmálafræðings. Þórður
var sonur Gísla, pr. í Selárdal, bróður
Ísleifs, dómstjóra í Reykjavík (byggði
Austurstræti 22 árið 1801, sem nú er
nýendurbyggt eftir bruna) og síðar á
Brekku á Álftanesi, og bróður Guð-
nýjar, ömmu Guðrúnar Klængsdótt-
ur í Melkoti (Brekkukoti) og Guð-
nýjar Klængsdóttur, ömmu Halldórs
Kiljan Laxness. Gísli var sonur Ein-
ars, Skálholtsrektors Jónssonar.
Móðir Gísla var Kristín Einarsdóttir,
lrm. á Suður-Reykjum í Mosfellssveit
Ísleifssonar. Móðir Þórðar var Ragn-
heiður eldri, systir Benedikts á Stað-
arfelli, langafa Sigríðar, langömmu
Geirs Hallgrímssonar forsætisráð-
herra. Ragnheiður var dóttir Boga, í
Hrappsey Benediktssonar, langafa
Sigurðar Breiðfjörð.
Móðir Ragnars var Kristrún, fyrsti
langskólamenntaði píanóleikari á Ís-
landi Tómasdóttir, læknaskólakenn-
ara og yfirlæknis Farsóttarhússins í
Reykjavík Hallgrímssonar, b. í Hólm-
um, bróður Benedikts, afa Geirs
Hallgrímssonar forsætisráðherra.
Systir Hallgríms var Solveig, móðir
ráðherranna Péturs og Kristjáns
Jónssona, og amma Haralds Guð-
mundssonar ráðherra, og langamma
Jóns Sigurðssonar, fyrrv. viðskipta-
og iðnaðarráðherra. Solveig var auk
þess móðir Jóns Gauta, stofnanda
og framkvæmdastjóra Kaupfélags
Norður-Þingeyinga, langafa Hjálm-
ars Jónssonar dómkirkjuprests og
fyrrv. alþm. Hallgrímur var sonur
Jóns, ættföður Reykjahlíðarættar
Þorsteinssonar. Móðir Tómasar var
Kristrún Jónsdóttir frá Grenjaðar-
stað, systir Guðnýjar frá Klömbrum.
Móðir Kristrúnar yngri var Ásta, sem
söng fyrst kvenna einsöng opinber-
lega við útför Jóns forseta og Ingi-
bjargar Einarsdóttur í Dómkirkjunni.
Ásta var dóttir Guðmundar Thor-
grímssonar, í Húsinu á Eyrarbakka.
Jónína Vigdís var dóttir Kristjáns
Schram, skipstjóra í Reykjavík, bróð-
ur Björgvins, fyrrv. stórkaupmanns,
föður Ellerts, fyrrv. alþm., fyrrv. rit-
stjóra DV og fyrrv. forseta Íþrótta- og
Ólympíusambands Íslands sem er
faðir Höskuldar Schram fréttamanns
og Örnu Schram, blaðamanns og
fyrrv. formanns Blaðamannafélags
Íslands. Kristján var sonur Ellerts
Schram, skipstjóra í Reykjavík Krist-
jánssonar Gunthers Schram, timb-
ursmiðs í Innri-Njarðvík Ellertsson-
ar Christofers Schram, formanns í
Vestmannaeyjum, sonar Christians
Gunthers Schram á Skagaströnd,
ættföður Schramættar á Íslandi.
Móðir Kristjáns var Magda lena Árna-
dóttir, fræðimanns í Reykjavík Hann-
essonar, lyfjasveins í Nesi Árnasonar,
pr. á Hálsi í Hamarsfirði Skaptasonar.
Móðir Magdalenu var Margrét Gests-
dóttir.
Móðir Jónínu Vigdísar var Lára
Jónsdóttir, skipstjóra í Reykjavík
Þórðarsonar, vitavarðar í Gróttu.
Móðir Láru var Vigdís Magnúsdótt-
ir, útvegsb. í Miðseli Vigfússonar, b.
á Grund í Skorradal Gunnarssonar,
bróður Jóns á Eyri, afa Jóns Bald-
vinssonar, formanns ASÍ, og afa Jóns
Auðuns alþm., föður Auðar Auðuns,
ráðherra og borgarstjóra, og Jóns
Auðuns dómprófasts og forseta Sál-
arrannsóknarfélags Íslands. Móðir
Magnúsar var Vigdís Auðunsdóttir,
pr. á Stóruvöllum á Landi Jónsson-
ar, bróður Arnórs, langafa Hannibals
ráðherra, föður Jóns Baldvins, fyrrv.
utanríkisráðherra. Móðir Vigdísar
var Guðrún Jónsdóttir, frá Hlíðar-
húsum í Reykjavík.
Útför Láru Margrétar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudag-
inn 10.2. og hefst athöfnin kl. 13.00.
Félagið Við erum Litháar mun minn-
ast Láru Margrétar við messu í Krist-
kirkju í Landakoti, laugardaginn
11.2. kl. 18.00.
Lára Margrét
Ragnarsdóttir
Fyrrv. alþingismaður f. 9.10. 1947 – d. 29.1. 2012
Andlát
Andlát
Merkir Íslendingar
Petra Sveinsdóttir
Steinasafnari f. 24.12. 1922 – d. 10.1. 2012
Höskuldur Skagfjörð
Leikari og leikstjóri f. 11.2. 1917 – d. 7.4. 2006