Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað É g fékk púðana árið 2000 og 2001 fór ég í fyrsta skipti á þunglyndislyf og geðlyf. Síð- an þá er ég búin að vera að glíma við þunglyndi og sí- þreytu. Ég fór að missa allan kraft, varð ofsalega þreytt og var með lið- verki,“ segir 36 ára kona sem er með PIP-púða í brjóstum sínum. Hún tengir veikindin beint við púðana og er handviss um að þeir séu farn- ir að leka. Það mun hún fá sann- reynt í ómskoðun á næstu dögum. Konan, sem ekki treystir sér til að koma fram undir nafni, var í erfiðu námi sem hún hrökklaðist úr fyr- ir nokkru vegna veikindanna. Hún segist hálfpartinn vera glöð yfir því að í ljós hafi komið að eitthvað væri að silíkonpúðunum og vonast til að endurheimta heilsu sína þegar þeir verða teknir úr. Konan, sem er 75 prósent öryrki í dag, er nú í mikilli endurhæfingu þar sem verið er að byggja hana upp til að hún geti snú- ið aftur í nám í haust. Þessi kona er langt í frá sú eina sem þjáðst hefur af óútskýrðum veikindum frá því hún fékk púðana. Telja heilsu sinni ógnað Yfir fjögur hundruð konur hér á landi eru með svokallaða PIP-púða í brjóstum. Þeir innihalda iðnaðar- silíkon sem meðal annars er ætl- að til framleiðslu á rúmdýnum og snyrtivörum, en ekki til ígræðslu í mannslíkamann. Samkvæmt skýrslu vísinda- nefndar Evrópusambandsins er efnasamsetning púðanna mjög mis- munandi og hylki þeirra gjarnari til að leka en annarra púða. Í kjölfar út- gáfu skýrslunnar var tekin ákvörðun um það í velferðarráðuneytinu að bjóða ætti öllum konum með PIP- púða í brjóstum að láta fjarlægja þá með aðgerð á Landspítalanum. Konurnar hafa þó ekki kost á því að láta setja nýja púða í brjóst sín í sömu aðgerð. Þær eru langflestar mjög ósáttar við þetta fyrirkomulag og telja heilsu sinni jafnframt ógn- að. Yfir sjötíu konur hafa leitað til Sögu Ýrar Jónsdóttur, lögmanns á lögmannsstofunni Vox, sem hyggst sækja mál þeirra á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni, sem græddi púðana í brjóst kvennanna, sem og eiginkonu hans sem flutti þá inn. Jens hefur starfað sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans frá árinu 2000 en samhliða starfi sínu þar hefur hann rekið einka- stofu í Domus Medica þar sem hann framkvæmdi aðgerðirnar á kon- unum. Hann er nú í fjögurra mán- aða veikindaleyfi frá störfum vegna sjaldgæfs augnsjúkdóms, að eigin sögn. Fær mikla brunatilfinningu Blaðamaður settist niður með nokkrum konum sem eru með um- rædda púða í brjóstunum og Sögu lögmanni þeirra. Allar taka þær undir að hafa þjáðst af liðverkjum og þreytu, líkt og konan lýsti hér að framan. Þær hafa verið send- ar á milli lækna, farið í hinar ýmsu rannsóknir út af sjúkdómseinkenn- um og meðal annars farið í MS-próf og gigtarpróf. Þær eru mjög reiðar, bæði Jens og landlæknisembættinu, fyrir skort á upplýsingagjöf. Þá eru þær ósáttar við hvernig staðið hefur verið að málum hjá velferðarráðu- neytinu. „Ég er búin að sjá sjúkraskýrslur frá þessum konum þar sem þær eru að lýsa sömu einkennunum hjá læknum áður en málið komst í fjölmiðla. Þannig að þetta er ekk- ert ímyndunarveikur hópur,“ segir Saga. Hún bendir á að læknar geti yfir- leitt verið nokkuð nákvæmir á það hvenær púðarnir hafi byrjað að leka og það stemmi mjög oft við það hve- nær konurnar fóru að finna fyrir óþægindum. Það geti varla verið til- viljun. Önnur kona um þrítugt segist hafa orðið vör við það mjög fljótlega eftir aðgerðina að það fór að koma olía út um húðina á henni. Þeg- ar það gerist finnur hún fyrir mik- illi brunatilfinningu, og á hársvæði dettur hárið bókstaflega af. Hún vill meina að það sé út af olíunni sem er í púðunum. Konan hefur fengið það staðfest að púðar hennar eru farnir að leka, báðum megin. PIP-púðarn- ir virðast þó vera hannaðir þannig að þeir sem ekki leka blæða engu að síður efnum út um skelina. Tvær hafa misst fóstur „Fyrir utan að við erum mjög marg- ar búnar að ganga með börn í níu mánuði og gefa þeim brjóst í aðra tólf mánuði. Hvaða drullu var ég að gefa barninu mínu? Mér finnst þetta svo hræðilegt og þetta er búið að valda mér svo miklu hugarangri og vanlíðan. Hvort ég hafi verið að útsetja barnið mitt fyrir einhverjum efnum sem kannski munu hafa áhrif á það seinna í lífinu,“ segir konan sem er 36 ára og hefur sjálf eignast börn eftir að hún fékk púðana. Þá segjast konurnar hafa heyrt að fósturlát hjá konum með PIP-púða væru algengari en eðlilegt gæti tal- ist. Tvær af þeim fimm konum sem DV ræddi við hafa misst fóstur. 31 árs kona í hópnum var með barn á brjósti þegar hún heyrði um iðnaðarsilíkonið í fréttum. Hún seg- ir það hafa verið mikið áfall fyrir sig og auðvitað eyðilegt brjóstagjöfina. Konan er með sprungna púða og hefur áhyggjur af því að hafa eitrað fyrir barninu sínu. Hún er búin að frysta mjólk í brúsa sem hún ætlar að láta rannsaka. Stofnuðu Facebook-síðu Þrátt fyrir að konurnar séu allar kvíðnar, þeim líði illa og þær viti ekki hvort eða hvaða áhrif PIP-fyll- ingarnar kunna að hafa á líf þeirra í framtíðinni, þá er létt yfir þeim. Þær reyna að ýta áhyggjunum frá sér til að geta sinnt daglegum störfum sín- um. Þær hafa stofnað Facebook- síðu til að halda utan um hópinn. Þar miðla þær upplýsingum og fá styrk frá hver annarri. Þrátt fyrir að á síðunni birtist margar sorgarsög- ur reyna þær að hafa léttleikann að leiðarljósi og setja reglulega brand- ara þangað inn líka. Það er þeim nauðsynlegt fyrir sálartetrið. Konurnar eru allar sammála um að of létt hafi verið tekið á málinu frá upphafi. Alveg frá því landlæknis- embættið fékk vitneskju um málið í apríl árið 2010. Þá hafði komið í ljós að silíkonið í púðunum væri ekki í samræmi við vottað framleiðslu- ferli. Fullvissuð um að brjóstagjöf væri í lagi Allar fréttu þær af því í fjölmiðl- um rétt fyrir jólin að þær væru með iðnaðarsilíkon í brjóstunum og það kynni að vera skaðlegt heilsu þeirra. Ein þeirra sá þó litla frétt á vefmiðl- inum Pressunni í október 2010 um áhyggjur franskra yfirvalda af mál- inu og hafði í kjölfarið samband við landlæknisembættið í þrígang. Í öll skiptin var hún fullvissuð um að ef eitthvað væri að púðunum yrði haft samband við hana. Á þeim tíma mun embættinu hafa verið full- kunnugt um málið. Jens var kallaður á fund land- læknis skömmu síðar og samkvæmt yfirlýsingu frá embættinu kom það í hlut hans að upplýsa viðskipta- vini sína um stöðu málsins varðandi PIP-púðana. Sjálfur hefur hann lýst því yfir í fjölmiðlum að landlækn- ir hafi lagst gegn því að konurnar fengju upplýsingar um málið fyrr en búið væri að staðfesta að púðarnir væru skaðlegir heilsu þeirra. Konan sem talaði við landlækni var á þeim tíma með barnið sitt á brjósti, en hefði aldrei haldið því áfram ef hún hefði ekki verið full- vissuð um að það væri lagi. Konurnar vilja að landlæknir verði dreginn til ábyrgðar í málinu, enda hafi hann vitað það í lengri tíma að í púðunum væri iðnaðar- silíkon sem ekki væri ætlað í lækn- ingatæki. Þrátt fyrir að það hafi verið sam- komulag á milli landlæknis og Jens að sá síðarnefndi léti konurnar vita telja þær að landlæknisembætt- ið hafi brugðist upplýsingaskyldu sinni. Börnin eru kvíðin og gráta Eftir að málið komst loks á aðgerða- stig hafa konurnar fengið mjög mis- munandi upplýsingar frá hinum ýmsu heilbrigðisstarfsmönnum, sem og ráðuneytinu og landlækn- isembættinu. Þá hefur það viðmót sem þær hafa fengið einnig verið misjafnt, ruddalegt og jafnvel hefur verið hæðst að þeim. „Okkur líður bara þannig, og ég held ég sé að tala fyrir okkur allar, að við skiptum bara akkúrat engu máli. Að þeim sé nákvæmlega sama um okkur konurnar, börnin okkar, maka, foreldra og systkini. Það líð- ur öllum rosalega illa,“ segir Kol- brún Jónsdóttir, sem hefur tekið að sér að vera andlit kvennanna út á við. Hún er með sprungna púða í báðum brjóstum. Kolbrún fékk sér fyrst silíkon árið 1988 en þeir púðar reyndust einnig gallaðir og láku og var skipt út. „Maður er að reyna að tjasla börnunum sínum saman,“ held- ur Kolbrún áfram. „Þau kunna að lesa og eru með hnút í maganum og spyrja: Hvað er að gerast? Ertu að fara að deyja? Svo þarf maður að fara út til að gráta því maður er hræddur og svo þarf maður að tjasla sér sjálfum saman.“ Sú 36 ára gamla tekur undir að þetta sé erfitt fyrir börnin sem kom- in eru til vits og ára. „Sonur minn sem er átta ára, hann var búinn að heyra þetta allt í fréttunum og svo heyrði hann í mér tala í símann. Ég hélt hann væri sofnaður. Og barn- ið mitt grætur yfir því að ég sé með þessa púða. Barnið mitt er orðið kvíðið,“ segir hún ákveðið. Finna fyrir fordómum Þær eru allar sammála um að hafa fundið fyrir fordómum eftir að mál- ið komst í hámæli. Þær eru bara konur með silíkonbrjóst, „hégóm- legar pjattrófur“, eins og Kolbrún orðar það. „Það sem gleymist að taka fram og gleymist í þessari umræðu er hvað þetta er hættulegt. Þetta er mjög lítið rannsakað og við komum allar til með að verða mjög skemmd- ar eftir þetta. Fólk virðist geta hlegið að þessu en staðreyndin er sú að við fórum í þetta til að líta betur út og við förum út úr þessu sem flak, allar. Efnin eru mismunandi eftir hvenær púðarnir eru búnir til. Þetta er allt drasl sem á ekki að fara inn í líkama fólks. Það er iðnaðarleysir í þessu, hann er bannaður í öllum vestræn- um ríkjum. Og fólk hlær að þessu,“ segir sú þrítuga mjög reið. Brjóstin skilin eftir tóm Konurnar eru mjög ósáttar við þá ákvörðun sem tekin hefur verið í velferðarráðuneytinu, í samstarfi við ráðgjafarhóp lækna, að þær geti ekki, á eigin kostnað, látið setja nýja púða í brjóstin á sama tíma og þeir gömlu eru fjarlægðir. Þær hafa áhyggjur af því að þurfa að ganga út af Landspítalanum sem hálfgerð flök, enda sé það læknis- fræðilega á gráu svæði að skilja brjóstin eftir tóm. Þórdís Kjartans- dóttir lýtalæknir hefur látið hafa það eftir sér í fjölmiðlum að konur séu betur settar með að fá nýja púða í sömu aðgerð, annars sé hætta á samvexti með tilheyrandi verkjum. „Mér finnst allt of algengt að fólk hugsi: Þær vilja að púðarnir séu greiddir. En ég meina að það sé sök sér að konur greiði sjálfar púðana og sæki rétt sinn til dreifingaraðil- ans. Það á allavega að veita þeim færi á því. Að leggja tvær svæfingar á konur sem eru illa staddar heilsu- farslega fyrir. Það er ekkert grín, fyr- ir utan kostnaðinn auðvitað,“ seg- ir Saga, en kostnaður við að setja nýja púða í brjóstin á einkastofu er á bilinu 450 til 620 þúsund krónur. Það sé því ljóst að um háar fjárhæðir sé að ræða fyrir þá örfáu lýtalækna sem starfa hér á landi. Hún bendir á að það sé alls ekki á færi allra þessara kvenna að reiða fram slíka upphæð. Geirvörtur á skinnpjötlum „Þjóðfélagið horfir á okkur allar þannig að við höfum verið með mjög fín brjóst. Kannski ekki stór brjóst en bara alveg temmilega stór brjóst. En við vildum bara risastórar júllur. Það horfa margir þannig á þetta. Það var bara ekkert það,“ segir Kolbrún um viðhorfið í garð kvenna með silíkon- brjóst. „Ég fór þarna 25 ára gömul. Ég hafði fitnað mikið sem unglingur, grenntist aftur og var með geirvört- ur sem héngu á smá skinnpjötlum. Þetta háði mér rosalega, og þá er ég ekki að tala um í sambandi við stráka og kynlíf eða neitt. Þetta snérist bara um það að kaupa sér bol, að fara í sund og allt þetta venjulega,“ segir sú 36 ára gamla sem fannst hún vera afskræmd. Hún vill ekki fara aftur á þann stað, eða jafnvel verri. „Eftir að- gerðina er ég í B-skál,“ bætir hún við. Sú sem er 31 árs er einstæð tveggja barna móðir og segist ekki hafa efni á annarri aðgerð. „Ég verð bara að fara þarna, láta taka þetta úr mér og vera flatbrjósta. Sem er kannski bara allt í lagi en það er ekki það sem ég hefði kosið fyrir sjálfa mig. Hvað þá að Eru Ekki „hégómlEgar pjattrófur“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Mjög ósáttar Konurnar er hræddar um að þurfa að ganga út af Landspítalanum sem hálfgerð flök eftir að PIP-púðar hafa verið fjarlægðir úr brjóstum þeirra. n Konur með PIP-silíkonfyllingar finna margar fyrir sömu sjúkdómseinkennum n Hafa áhyggjur af börnunum sínum n Mælti með púðunum Kona 30 ára, starfar í heil- brigðisgeiranum Sprungnir púðar. Kona 31 árs, nemi Sprungnir púðar. Kona 36 ára, öryrki með menntun í heilbrigðisgeiranum Á eftir að fara í ómskoðun. Kona 44 ára, starfar á sambýli Sprunginn púði öðrum megin. „Ég er búin að sjá sjúkraskýrslur frá þessum konum þar sem þær eru að lýsa sömu einkennunum hjá lækn- um áður en málið komst í fjölmiðla. Þannig að þetta er ekkert ímyndun- arveikur hópur. „Hann dró okkur einfaldlega í dilka. Af hverju ein var valin fram yfir aðra veit ég ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.