Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 54
54 Fólk 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað Berst fyrir frídegi Fréttakonan skelegga María Sigrún Hilmarsdóttir vill að 29. febrúar verði gerður að almenn- um frídegi. 29. febrúar er eins og kunnugt er bara á fjögurra ára fresti. Þessari hugmynd varpaði María Sigrún fram á fésbókarsíðu sinni og fékk heilmikil viðbrögð þar sem fólk var almennt sam- mála þessari nýju tillögu hennar. Viðbrögðin voru svo góð að hún sá jafnvel stefna í fjöldasamtök um frídag þann 29. febrúar. Apar eftir Anítu Briem Bandaríska unglingastjarnan Va- nessa Hudgens leikur aðalkven- hlutverkið í kvikmyndinni Journey 2: The Mysterious Island en ís- lenska Hollywood-stjarnan okkar, Aníta Briem, var aðalkvenstjarna fyrri myndarinnar. Framhalds- myndin er komin í kvikmyndahús og virðist ætla að gera góða hluti. Athygli vekur að Hudgens mætti í fallega lituðum gulum kjól frá Mariu Luciu Hohan á frumsýn- inguna í Grauman’s Chinese-kvik- myndahúsinu í Los Angeles en Aníta mætti einmitt í kjól í sama gula litnum á frumsýningu fyrri myndarinnar í Mann Village-leik- húsinu í Westwood árið 2008. Vill samnorræna sönglagakeppni Í kjölfar umfjöllunar á mannrétt- indabrotum í Aserbaídsjan stingur Stefán Hilmarsson upp á samnor- rænni sönglagakeppni í stað Euro- vision þar sem sú síðarnefnda sé orðið of stórt batterí. „Samnorræn keppni yrði viðaminni, ódýrari og stæði þátttökuþjóðum nærri hug og hjarta. Ég held aukin heldur, með fullri respekt, að slík keppni yrði líklegri til að kveikja áhuga sterkra höfunda sem margir hafa misst áhugann hin seinni ár. Það væri hægt að rótera gestgjafa- hlutverkinu, stærri löndin tækju ca. tvær keppnir á móti einni hjá minni löndunum, Ísland myndi hosta ca. á 10 ára fresti,“ skrifar Stefán meðal annars á fésbókar- síðu sína. L ögreglan á höfuðborgarsvæð- inu er stolt af lögreglufull- trúa sínum, Gísla Þorsteins- syni, og sagði frá því í gær að hann hefði farið 150 sinnum í Blóðbankann í þeim erindagjörðum að gefa blóð. Starfsfólk Blóðbankans kann svo sannarlega að meta gjaf- mildi Gísla og færði honum konfekt- kassa vegna tímamótanna. Starfs- fólkið lét þau orð falla að fáir hefðu gefið blóð jafnoft og Gísli. Sjálfur segir hann að honum finn- ist sjálfsagt að gefa blóð og honum finnist gott að fá að verða að liði. Hann segist ekki hafa nægilega mik- inn pening á milli handanna til að gefa til góðgerðamála en líta á blóð- gjöfina sem sitt framlag. „Þetta get ég gefið og ég er feginn því að hafa heilsu til. Það þarf alltaf að vera mik- ið til af blóði. Þetta er auðvitað banki allra landsmanna. Sá eini sanni.“ Hann segir blóðgjöfina veita góða tilfinningu og stundum bíður fólk blóðgjafarinnar meðan hann er í Blóðbankanum. „Ég gef líka blóð- flögur, þær fara aðallega til krabba- meinsgjafa. Ég er svo heppinn að vera ríkur af þeim. Það er venjulega beðið þessara gjafa og mér líður því eins og ég hafi gefið einhverjum eitt- hvað afar dýrmætt, blóð er dýrmæt- ara en gull,“ segir hann. Gísli segist sjá þörfina fyrir blóð- gjafir í starfi sínu. „Margir aðrir starfsmenn lögreglunnar hafa gefið blóð og munu gera það áfram. Við sjáum klárlega þörfina í störfum okk- ar.“ Gísli vill hvetja þá sem hafa heilsu til að gefa blóð og bendir á að blóðgjafar fái afar góðar upp- lýsingar um blóðhag sinn. „Ef það er eitthvað að þá kemur það í ljós í blóðgjöf. Þannig fá blóðgjafar eitthvað í skiptum fyrir gjafmildi sína.“ kristjana@dv.is Hefur gefið blóð 150 sinnum n Gísli Þorsteinsson lögreglumaður hefur gefið blóð í 40 ár Gísli á bekknum Gísli Þorsteinsson hefur gefið blóð 150 sinnum. S teinunn Ólína Þorsteins- dóttir vinnur ötullega að forsetaframboði sínu um þessar mundir. Fjölskyld- an hefur flutt sig yfir hálfan hnöttinn, frá Los Angeles til Reykja- víkur. Yngstu börn þeirra hjóna eru að sækja landið heim í fyrsta sinn og því er viðbúið að viðbrigðin séu mikil. Hjónin hafa búið í Bandaríkj- unum í sex ár en tóku ákvörðun um að flytja aftur heim til landsins ný- verið og búa nú í leiguíbúð í gamla vesturbænum. Steinunn Ólína segir börnin loks vera komin í íslenska skóla og lífið gangi sinn vanagang. „Yngstu börn- in eru komin á Laufásborg, þá er eitt barna okkar í Landakotsskóla og það elsta í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Það er svo ánægjulegt hvað það gekk vel að koma þeim í skóla. Þau mætti kalla skiptinema,“ segir hún og hlær Hjallastefnan er við lýði á Lauf- ásborg og Steinunn Ólína er ánægð með skólann. „Þetta er frábær skóli, sú eldri er hrifinn en sá yngri er enn að ákveða sig,“ segir hún frá. Bjó til kosningamyndband fyrir 2 dollara Steinunn Ólína hefur litast um eftir kosningaskrifstofu en hún gaf það út á síðasta ári að hún ætlaði sér að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands. Hún var á meðal þeirra sem lesendur DV.is ákváðu að skora á í embætti for- seta. Steinunn Ólína var í þriðja sæti, Ragna Árnadóttir í öðru sæti og Ólafur Ragnar Grímsson efstur. Kosningabarátta hennar hef- ur hingað til farið fram á Facebo- ok-síðu hennar og hún kostar eins litlu til og mögulegt er. Fjölskyld- an vann til að mynda í sameiningu að kosningamyndbandi fyrir Stein- unni Ólínu. Í myndbandinu er fjölskyldan á Bessastöðum í líki leirkalla. „Börnin sáu um listrænt aðhald. Gerð myndbandsins tók þrjá- tíu mínútur og kost- aði tvo doll- ara,“ sagði hún á Facebook-síðu sinni. Það er vonandi að Steinunni Ólínu takist að halda kostnaði kosn- ingabaráttunnar í lágmarki í ís- lenskri dýrtíð en svo virðist sem það kosti hvítuna úr augunum að bjóða sig fram. „Þetta kostar mikla pen- inga, jafnvel milljónatugi að fara í forsetaframboð og eins gott að fólk viti það,“ sagði Halldór Guðmunds- son, stjórnarformaður auglýs- ingastofunnar Hvíta hússins, til að mynda við Pressuna á fimmtudag. Yngstu börnin til landsins í fyrsta sinn n Steinunn Ólína undirbýr forsetaframboð af miklum móð„Það er svo ánægjulegt hvað það gekk vel að koma þeim í skóla. Flutt heim eftir 6 ár Mynd þessi er tekin áður en Stefán Karl og Steinunn Ólína fluttust búferlum til Los Angeles. Þau eru nú flutt aftur til landsins eftir 6 ára búsetu ytra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.