Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 29
Viðtal 29Helgarblað 10.–12. febrúar 2012
staddir eftir svona slys. Svo
er það auðvitað misjafnt
hvernig fólk tekur svona
áfalli.“
Börnin fegin að fá hann
heim
Börnin eru fjögur, tveir
strákar sem eru tveggja og
sex ára og tvær stelpur sem
eru fjögurra og tólf ára. Þau
voru auðvitað glöð að fá
pabba heim. Yngstu börn-
in skilja reyndar ekki al-
varleika málsins og Eiríki
Inga finnst það fínt. „Ég vil
helst að þau séu bara eins
og þau voru. Þetta hefur
verið erfitt fyrir elstu dótt-
ur mína þó að ég reyni
að hlífa þeim öllum sem
mest fyrir þessu. Hún
hefur grátið og vildi ekki
sleppa tökunum af mér þegar ég kom
heim. Hún var ein af mörgum sem
vildi ekki gera það. Ég held að það sé
bara eðlilegt.
Litlu krakkarnir héldu hins vegar
bara áfram að leika sér eins og ekkert
hefði í skorist. Eldri strákurinn kom út
á svalir þegar ég kom heim og kallaði:
„pabbi, pabbi,“ hljóp svo niður gang-
inn þar sem ég tók hann í fangið. Þá
spurði hann: „Pabbi, varstu að berj-
ast við hákarla?“ Ég brosti og sagði
að sem betur fer þyrfti ég ekki að gera
það líka.“
Kaldur krakki
Hákarlar voru einu sinni mikil ógn í
huga Eiríks Inga. Það var eftir að hann
horfði á Jaws. Þá bjó hann úti í Banda-
ríkjunum, en hann ólst upp á Havaí
þar sem hann bjó með móður sinni og
stjúpföður. „Mér hefur alltaf liðið vel í
sjónum, alveg frá því að ég var krakki.
Í gegnum tíðina hef ég lent í alls konar
ævintýrum og veit að það skiptir máli
að vera ekki hræddur í sjónum. En
eftir að ég horfði á þessa mynd var ég
alveg heillengi skíthræddur í sjó. Ég
var alltaf að bíða eftir því að verða ét-
inn. Svo náði ég þessu úr mér þegar
ég byrjaði að kafa.
Þetta var ekki besta myndin til
að horfa á á þessum tíma – og þó,
kannski var þetta bara ágætt því ég
var svolítið kaldur krakki. Nokkrum
sinnum var ég næstum drukknaður
og þurfti að klóra mig eftir botninum
í land þar sem ég lagðist uppgefinn í
sandinn og reyndi að ná andanum.
Brimið var svo rosalegt, svo kom út-
sogið og sogaði mig út, svo veltist ég
um á sandöldum. Ég man alltaf vel
eftir þessu og er því feginn að mamma
vissi ekki hvað ég var að gera af mér
þarna. Klifrandi upp í fimm, sex hæða
há tré og búinn að detta úr þeim
nokkrum.
En þó að ég hafi lent í ýmsu hef ég
aldrei lent í neinu í líkingu við þetta
slys. Ég sá tvo deyja, þó að ég hafi ver-
ið nokkrum sekúndubrotum frá því
að sjá Einar deyja. Hann var kennar-
inn minn, kominn á eftirlaun en hafði
farið túr í vetur svo ég vissi að hann
væri að sigla. Og ég vildi fá einhvern
áreiðanlegan með mér því það er svo
stutt síðan ég byrjaði í þessari sjó-
mennsku.“
Hættir ekki á sjó
Það var árið 2009 sem hann komst
fyrst á launaskrá sem kyndari á hval-
veiðiskipi, var á Níunni eina vertíð.
Þar þurfti hann að sitja á rassinum
yfir mælum allan daginn þar til það
var jagað á hval og hafði lítið gaman
af. „Ég get setið kyrr í brúnni þar sem
nóg er að gera og þú getur alltaf farið
upp að skoða útsýnið. En þar lenti ég í
því að þurfa að fara niður í undiröldu
úti á rúmsjó og skera úr skrúfunni,“
segir Eiríkur sem hefur stundað köfun
frá árinu 1997.
Hann er einnig Stýrimannaskóla-
genginn og á aðeins tvo áfanga eftir
í að klára vélfræðinginn, eða fjórða
stig í vélstjórn. Hann ætlaði sér samt
aldrei að verða sjómaður. „Ég ætlaði
bara að verða stýrimaður til að fá pen-
ing.
Fyrir nokkrum árum ætlaði ég að
kaupa mér skip en hætti við það af því
að það var ekki rétti tíminn fyrir mig
fjárhagslega. Ég mátti heldur ekkert
sigla skipinu og fór því í skólann til að
fá réttindin. En það kemur annað skip
og þá er stefnan að hafa köfunargræj-
urnar um borð. Ég hætti ekki á sjón-
um bara út af þessu,“ segir Eiríkur Ingi
sem ætlar aftur út í bárurnar.
Þýðir ekkert að verða reiður
Hann viðurkennir þó að þótt hugur-
inn sé í lagi viti hann aldrei hvernig
stjórnstöðin, eða litli heilinn, muni
bregðast við þegar það kemur að
næsta túr. „Litli heilinn ræður för og
passar upp á að allt sé í lagi.
Ég fór til dæmis í sund á fimmtu-
daginn. Ég ákvað samt að taka því ró-
lega því ég vissi ekki hvernig stjórn-
stöðin myndi bregðast við. En mér
fannst það bara æðislegt eins og allt-
af.“
Eiríkur er ekki hræddur við sjóinn,
eða vatn. Enda segir hann að sjórinn
hafi ekki gert honum neitt. Ef það væri
hægt að kenna einhverju um þá væri
það hitastigið eða vindurinn. „Samt
var þetta engu og engum um að
kenna. Það þýðir ekkert að vera reiður
út í eitthvað, það hefur engan tilgang.
Ég get heldur ekki verið reiður yfir því
að hafa lent í þessu slysi.“
Missti næstum fótinn
Mamma hans greindi frá því í síð-
asta helgarblaði DV að hún hefði haft
slæma tilfinningu fyrir þessari ferð og
því reynt að tala Eirík Inga ofan af því
að fara. „Það var bara mamma,“ segir
hann og brosir. „Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem hún verður óróleg þeg-
ar ég fer út á sjó eða geri eitthvað,“
segir Eiríkur Ingi sem hefur reyndar
ósjaldan slasað sig. Þegar hann var
tveggja ára lenti hann í áburðarvél
og það átti að taka af honum annan
fótinn. Það var þó ákveðið að gefa
honum séns og sem betur fer. „Ég
átti að vera einfættur,“ segir hann og
sýnir mér örin. Bendir svo á öxlina
þar sem hann sleit liðbandsfesting-
ar í vetur þegar hann var að keppa
í fjallahjólabruni. Það þarf því
kannski engan að undra að mamma
hans verði stundum óróleg, en þau
mæðgin eru afar náin. „Ég er alinn
upp hjá henni og var í rauninni alinn
upp sem einkabarn því bróðir minn
ólst upp hjá ömmu og afa. Og stund-
um hef ég reynt að ala hana upp.
Samt var hún óvenjustygg í þetta
skiptið. Bróður mínum leist heldur
ekkert á þetta.“
Hann fór með Eiríki Inga um borð
og gekk með hann um skipið til að
fara yfir öryggisatriðin. „Ég var búinn
að fara yfir þetta sjálfur,“ segir Eiríkur
Ingi og hlær. Bætir því svo við að hann
fari aldrei í skip án þess að fara yfir
neyðarbúnaðinn og útganga. „Það
skipti máli þegar á reyndi. Þá vissi
„Ég spáði lítið í það
á meðan ég var
úti í sjónum en eftir að ég
kom heim hef ég upplifað
slysið aftur og aftur.
Gleði Börn Eiríks tóku fagnandi á móti honum þe
gar hann kom heim. Þau eru fjögur á aldrinum
tveggja til tólf ára, Selka Sólbjört, Adam Val
geir, Vigdís Sól og Jónatan Jón. Mynd úr e
inKasafni
Jónatan Jón Lífið heldur áfram og yngstu börnin gera sér ekki grein fyrir því hvað faðir þeirra gekk í gegnum. Þetta hefur verið erfiðara fyrir eldri börnin. Mynd úr einKasafni
Erfitt að hitta fólk eftir slysið