Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 39
39Helgarblað 10.–12. febrúar 2012 „Algjört rokk“ „Gary Oldman sýnir nær fullkomna frammistöðu“ Minus 16 Ísl. dansflokkurinn Tinker Tailor Soldier Spy Uppáhaldsbókin? „Það er bókin Mundu mig eftir Sophie Kinsella. Ég er meira fyrir léttar bókmenntir. Þessi saga er skemmtileg og rómantísk og nær að vera spennandi í leiðinni, gat varla lagt hana frá mér.“ Íris Kristinsdóttir söng- og leikkona Ritstjórn heilans rekin okkur sjálf. Það er stór áskorun fyrir hvern sem er. Því um leið og við stöðvum okkur sjálf í miðju sköpunarferli með rit- skoðun þá er það dæmt til að mistakast.“ „Við höfum líka tilhneigingu til að sýna í staðinn fyrir að vera,“ segir Þorsteinn um enn aðra gryfjuna. „Við þurfum að standa með persónunum sem við leikum. Vera þær. Til að gera það verk auðveldara kennum við nemendum okkar að greina texta. Listina að breyta bleki í raunverulegt líf. Leikarinn þarf alltaf að finna hin raunverulegu markmið. Nemendur okkar fá senur sem þeir vinna með allan tímann og æfa sig með. Þau greina hverja einustu setningu og spyrja sig: Hver er undir- textinn? Er ég að daðra við þig? Eða er ég að hrósa þér? Er ég að hugga þig?“ Leikarar sjá í gegn- um fólk. Eru þeir ekki flinkir í að sjá í gegnum fólk? Og geta þeir nýtt sér það sér til fram- dráttar? „Jú, ég er eflaust orðinn nokkuð lunkinn sálfræðingur,“ segir Magnús með bros á vor. „Ég held að leikarar séu það yfirleitt. Því að þú þarft að geta séð undir yfirborðið og maður gerir það ósjálfrátt. Maður er alltaf að skoða fólk. Þú ert ekki endilega að dæma heldur ert bara orðinn svo vanur að greina karaktera. Út frá aðferð- um og svo því sem við höfum verið að þróa sjálfir og grufla í.“ „Við sjáum oft undir yfirborðið. Auðvitað notum við það sem tæki í lífinu,“ segir Þorsteinn og hlær. „En bara til góðs,“ bætir Magnús við. Ertu hugsandi manngerð eða tilfinning eða vilji? Þeir segja leikurum mikilvægt að horfa í kringum sig, hlusta og greina. Með ákveðnum að- ferðum megi svo nýta sér kunn- áttuna sem tæki. „Michael Chekhov gefur okkur lykla sem við vinnum með. Þegar við sjáum þig fikta í hárinu á þér eða koma við eyr- un þá förum við að greina,“ seg- ir Þorsteinn. „Hvaðan kemur hreyfingin? Michael Chekhov fer með okkur á ákveðið dýpi. Ertu hugsandi manngerð, eða tilfinning eða vilji? Þeir sem eru á tilfinninga- sviðinu hreyfast meira eins og efni, eins og slæða og út frá hjartanu. Þeir sem eru í höfð- inu geta verið stífir í hreyf- ingum. Ég held að hreyfingin sem þú gerir við eyrað byrji í hjartanu. Kannski er hún samt einfaldlega gerð ósjálfrátt af því þú ert samviskusöm og vilt hlusta á okkur. Mér finnst það einhvern veginn meika sens. Þú ert bara að örva eyrað til að heyra betur,“ segir hann og hlær. „Það er ekki nóg að horfa á þetta,“ bendir hann á. „Það þarf líka að skoða hvaða samræmdu kraftar eru að verki. Um það er dramað. Hvað er það sem þessi vill, hvað er það sem hinn vill, af hverju er manni ekki sama og af hverju verður þetta drama? Leiklist þrífst á átökum. Um leið og það er komin hindrun sem er erfitt að fara yfir þá er komið drama. Þetta er það sem grísku heimspekingarnir gerðu. Þeir sýndu fólki fram á það í harmleikjum sínum hversu slæmar afleiðingar það hefur þegar við erum í andstöðu við vilja annarra. Þannig verður til drama.“ Fékk vinnu með útgeisl- unina að vopni Þeir eru báðir sammála um að leiklist geti verið leið til þroska. „Við erum að vinna með slökun og hugleiðslu,“ segir Þorsteinn. „Til þess að geta skapað þá þarftu ákveðna slökun. Helgi Skúlason kallaði þetta alltaf núllpunktinn. Á núllpunktinum getur þú skapað og hann fór alltaf með okkur í slökun áður en við byrjuðum að vinna. Við fylgjum hans fordæmi. Það vita það ekki margir en Stanislavski las austræna heimspeki og tók mikið mið af henni. í tilraunum sínum.“ Einn nemandi þeirra notaði ákveðna aðferð sem hann lærði á nám- skeiðinu í atvinnuviðtali. At- vinnuviðtali sem reyndar gekk svo vel að hann fékk starfið. Það var afar einföld æfing sem hann notaði. „Við kennum fólki að geisla,“ segir Þorsteinn. „Þú getur prófað,“ segir hann og biður blaðamann að loka augunum og ímynda sér að inni í honum sé lítill neisti. Lítið ljós sem breiðist út um lík- amann. Það fer út í hendur og fætur og fyllir út í allan líkam- ann. Hann biður blaðamann að ímynda sér að ljósið fari út fyrir líkamann og auki styrk sinn. „Svo opnar þú augun og treystir því bara að ljósið sé þarna áfram,“ segir Þorsteinn. „Þessi æfing er gríðarlega gagnleg. Það má líka gera það andstæða. Soga til sín ljósið. Þetta er æfing sem má gagngert nota í hvers- deginum. Það hafa allir tekið eftir því hvernig andrúmsloftið verður þegar einhver er í fýlu. Það verður súrt og frekt. Eins verður andrúmsloftið létt og þægilegt þegar einhver glaður smitar út frá sér gleði sinni.“ Heimaverkefnið leyst Eftir viðtalið liggur leið blaða- manns að sjálfsögðu beint á skrifstofu ritstjórans, Reynis Traustasonar. „Ég tek stólinn þinn. Þú getur fengið minn. Ég held að stóllinn þinn hæfi mér betur,“ segir blaðamaður. Ekki ágengur en með krosslagðar hendur þó. Reynir Traustason situr og glottir. „Þú mátt alveg taka stól- inn minn,“ segir hann. „Hafðu það bara eins og þú vilt,“ segir hann og hristir höfuðið. „Ég sit hvort sem er ekkert mikið.“ Þeir sem vilja kynna sér frekar nám í Leiktækniskólan- um geta nálgast upplýsingar á Facebook-síðu skólans eða sent tölvupóst á leik taekniskolinn@ gmail.com. „Ég þurfti að hætta þegar löggan var á leið- inni og kona var við það að setja skó upp í mig til að verja mig meiðslum. Tveir sporðdrekar „Það er bara einn dagur á milli okkar, við erum báðir sporðdrekar,“ segir Þorsteinn og horfir til Magnúsar sem situr við hliðina á honum. mynd siTryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.