Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 40
Lífræn hjónabandssæla
n Edda Björgvins gefur uppskrift
Þ
essa vikuna ætlar leikkonan
Edda Björgvinsdóttir að deila
með lesendum uppskrift að
lífrænni hjónabandssælu.
„Þessi er ekki ósvipuð því sem við
Laddi erum að leika í Gamla bíói,“
segir Edda brosandi og á við sýn-
inguna Hjónabandssælu sem er
sýnd í Íslensku óperunni um þessar
mundir.
n 1 ½ dl lífrænn hrásykur
n 3 ¾ dl lífrænt hveiti/heilhveiti/
spelt
n 180 gr kókósfeiti (lífræn)
n 1 tsk. vínsteinslyftiduft (lífrænt)
n ¾ tsk. matarsódi (frá Pottagöldr-
um)
n 3 ½ dl lífrænt haframjöl
n 1 stk. hamingjusamt egg
Blandið öllu saman í hræri-
vélarskál og hrærið varlega þar til
deigið er komið vel saman, ekki
hræra of mikið. Takið 2/3 af deig-
inu og þjappið í smurt tertuform
með fingrunum, vel í botninn og
upp með köntunum. Smyrjið líf-
rænni rabbarbarasultu yfir, magn
af sultu fer eftir smekk hvers og
eins. Rúllið út restina af deiginu og
skerið niður í strimla og raðið yfir.
Bakað við 180°C í um 40 mín-
útur.
40 Lífsstíll 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað
E
inu sinni gerði ég svolítið
sem ég skammast mín frekar
mikið fyrir að segja
frá. Enda fannst
mér gjörningurinn
fáránlegur frá upp-
hafi. En stundum gera
eðlilegar konur með
eðlilegar þarfir óeðlilega
hluti. Ég sem sagt ákvað viljandi
að „gleyma“ hálsmeni heima hjá
ungum manni sem ég var frekar
skotin í.
Þ
etta var þó alls ekki úthugsað
ráðabrugg hjá mér, heldur
þvert á móti algjör skyndi-
ákvörðun.
É
g var að safna saman dótinu
mínu, svona eins og gengur
og gerist eftir næturgistingu
að heiman, og fann ekki háls-
menið mitt. Þetta var reyndar ekki
merkilegt hálsmen en mig langaði
samt ekkert til að glata því. Eftir
nokkra leit kom ég auga á menið
falið undir sokk á gólfinu og fékk
þessa líka fáránlega góðu hug-
mynd.
Í gegnum huga mér flaug skot-
held atburðarás sem mér fannst
tilvalið að setja af stað við þessar
aðstæður. Mig langaði mikið til að
hitta manninn aftur og kynnast
honum betur. Það var sosum ekk-
ert sem benti til að það myndi ekki
gerast, en stundum grípur mann
örvænting. Líkt og þarna.
Til að gulltryggja áframhald-
andi samskipti við unga manninn
breiddi ég sokkinn laumulega aftur
yfir hálsmenið og ýtti undir rúm.
Já, ég gerði það. Svo skutlaði hann
mér heim, án hálsmens.
S
íðar sama dag hélt ég skot-
heldu atburðarásinni gang-
andi. Ég sendi manninum
SMS-skilaboð. „Hæ, getur
nokkuð verið að ég hafi gleymt
hálsmeni hjá þér?“ Svarið fékk ég
um hæl. Hann hafði fundið háls-
menið og sagði að nú hefðum við
allavega ríka ástæðu til að hitt-
ast aftur. Ég yrði jú að fá þetta fína
hálsmen aftur. Jess! Þetta hafði
tekist hjá mér og málið var komið í
réttan farveg.
Næstu mánuðina héldum við
ungi maðurinn áfram að hitt-
ast, alveg eins og ég hafði séð fyrir
mér þegar ég ýtti sokknum undir
rúmið. Oftar en ekki var hálsmenið
notað sem fyrirsláttur fyrir hitting-
unum, sem var fyndið. Alveg þang-
að til maðurinn loksins mætti með
hálsmenið til mín og skilaði því. Þá
vissi ég hvað klukkan sló, þetta var
búið. Ekkert hálsmeninu að kenna,
okkar tími var bara liðinn.
Þ
etta var í fyrsta og eina skipti
sem ég hef leikið þennan leik,
allavega viljandi. Í fyrstu þorði
ég ekki einu sinni að viður-
kenna gjörninginn fyrir vinkonum
mínum, enda höfum við yfirleitt
ekki umburðarlyndi fyrir svona
kjánaskap. Ég veit ekkert hvernig
málin hefðu þróast ef ekki hefði
verið fyrir hálsmensgjörninginn.
Með honum þróuðust þau hins
vegar vel. Ég mæli ekkert endilega
með þessum leik, enda skammast
ég mín ennþá. En stundum geta
skömmustulegar skyndiákvarðanir
gert lífið skemmtilegra. Þó ekki sé
nema í skamman tíma.
Leyndarmáli
ljóstrað upp
Líf mitt
í hnotskurn
Sólrún Lilja
Ragnarsdóttir
Lífræn og góð Edda gefur
lesendum uppskrift að hjóna-
bandssælu sem er lífræn og góð.
1
5
2
6
3
7
4
8
Gubbio Umbríuhéraði, Ítalíu
n Sérlega fallegur miðaldabær í miðju
Umbriuhéraði á Ítalíu. Upplagt að anda að
sér andrúmslofti liðinna tíma, taka þátt í
mikilli árlegri þorpshátíð 15. maí og skoða
keramik.
Árstími: Vor, sumar, haust Flug: Næstu flugvellir eru
Ancona; flug með Ryanair frá London og Fiumicino, Róm;
flug með EasyJet frá London.
Seefeld Tíról, Austurríki
n Skíðabær á veturna, dvalarstaður
göngufólks á sumrin. Fallegur og notalegur
bær, skammt frá Innsbruck. Margir Íslend-
ingar hafa komið þarna við. Skoðunarferð
upp á fjöllin í kring með kláf er skilyrði.
Árstími: Allt árið Flug: Til dæmis með EasyJet frá
London til Innsbruck.
Sardinía Ítalíu
n Næst stærsta eyjan í Miðjarðarhafi og
tilheyrir Ítalíu. Fjölbreytt menning, mannlíf
og saga, heillandi umhverfi og ósnortnar
strandir.
Árstími: Vor, sumar, haust Flug: Til dæmis Ryanair frá
London til borgarinnar Olbia á austurströnd Sardiníu.
Mittenwald S-Þýskalandi
n Sérkennilegt og fallegt þorp í Bæjara-
landi, veggir húsanna skrautlega málaðir
ýmis konar myndum. Þekkt fyrir hljóð-
færasmíð, fiðlur, víólur og selló. Miklir
tréskurðarmeistarar í þorpinu.
Árstími: Allt árið Flug: Til dæmis með EasyJet frá
London til Innsbruck.
Sýrakúsa Sikiley, Ítalíu
n Fæðingarstaður Arkimedesar hins gríska
stærðfræðings. Mikið grísk menningar-
arfleifð, fornminjar og arkitektúr. Gamli
borgarhlutinn algjör gullmoli.
Árstími: Vor, sumar, haust Flug: EasyJet/British Airways
frá London til Cataniu.
St. Neot Cornwall, Bretland
n Fallegt og sérstakt lítið þorp á miðri
Bodmin „heiði“ í Cornwall. Upplagt að gera
þaðan út í gönguferðir um Bodmin Moor
sem býr yfir fjölda jötunsteina sem eru
nokkur þúsund ára gamlar fornminjar.
Árstími: Sumar Flug: Frá London til Newquay Cornwall
með Flybe lággjaldaflugfélaginu eða taka lest eða rútu frá
London til Newquay.
Krk eyja Króatíu
n Stærsta eyjan í Adríahafinu. Hrjóstrug og
sérstök. Margir smábæir og þorp. Mikil saga
enda undir yfirráðum Rómverja, Feneyinga,
Austurríkismanna og Ítala í gegnum tíðina.
Vagga króatískrar menningar engu að síður.
Árstími: Vor, sumar, haust Flug: Með til dæmis Ryanair
frá London til Rijeka og síðan með ferju til Krk.
St. David’s Wales
n Minnsta borg Bretlands í Pembrokeshire í
Wales. Borgin byggðist upp í kringum dóm-
kirkju heilags Davíðs sem var vinsæll staður
fyrir pílagríma að sækja heim á miðöldum.
Góður áningastaður fyrir göngufólk.
Árstími: Sumar Flug: Skemmtilegast að vera á bíl til
dæmis frá London en einnig er hægt að fljúga til Cardiff frá
Glasgow (Flybe).
Margrét Gunnarsdóttir hefur um árabil starfað við fararstjórn
erlendis og heldur úti vefsíðunni ferdalangur.net. Nú hefur hún gefið
út rafbókina Vertu þín eigin ferðaskrifstofa: Einföld ráð til að lækka
ferðakostnaðinn, sem er handbók fyrir þá sem vilja skipuleggja ferðalög
sín á hagkvæman hátt. Margrét hefur tekið hér saman átta spennandi
áfangastaði sem hún mælir með fyrir þá sem huga að ferðalögum.
Átta spennandi
áfangastaðir
Matargerð
Átta uppáhalds