Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 28
28 Viðtal 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað É g er alltaf hræddur um börn- in mín. Ég er ekki hræddur um eigið líf en ég vil fá að ala börn- in upp,“ segir Eiríkur Ingi Jó- hannsson, hetjan sem sigraði hafið þegar Hallgrímur SI-77 sökk í aftakaveðri við Noregsstrendur. „Það er lágmarkið. Allt annað er bónus og ef ég næ því er ég ánægður. En ég veit að það er ekki sjálfgefið,“ segir Eiríkur Ingi. Gallinn er enn rakur Hann situr á skrifstofu DV í rauðum stól í litlu herbergi og ræðir við blaða- mann og ritstjóra á meðan ljósmynd- arinn smellir af. Við hlið hans er svört íþróttataska og í henni er flotgallinn sem hélt í honum lífinu þessa fjóra klukkutíma sem hann var í sjónum. Gallinn er búinn að hanga uppi á röngunni í viku en er rétt að þorna núna, skórnir á honum eru reynd- ar enn rakir. Enda var ískalt í sjón- um, blautt og kalt. „Ég var gegnblaut- ur. Það er svo mikill kraftur í þessum brotum að í hvert skipti sem það skall á mér alda gusaðist sjórinn niður um hálsmálið. Það er ekki eins og ég hafi verið þurr, þótt ég hefði alveg vilj- að það. Loftið er besta einangrunin og því meira vatn sem fer í gallann því minna er loftrýmið. Ég fékk alveg góða skjálfta inn á milli en einhvern veginn þá tókst mér alltaf að hita mig upp aftur.“ Talið er að ölduhæðin hafi verið um fimmtán, átján og jafnvel upp í tuttugu metra. Þá er verið að tala um meðalhæð. Eins er miðað við með- alsjávarhæð svo að öldurnar verða hærri þegar það myndast dalur undir þeim líka. „Þetta var alveg hrikalegt,“ segir Eiríkur hreint og beint. „Ég spáði lítið í það á meðan ég var úti í sjónum en eftir að ég kom heim hef ég upp- lifað slysið aftur og aftur. En sem betur fer þá sef ég alveg. Ég er ekki þjakaður af sektarkennd eða samviskubiti. Ég hugsa að það sé eðlilegt að fara ítrekað yfir aðstæðurnar í huganum og reyna að meta það hvað hefði gerst ef ég hefði gert þetta eða hitt. Ég er bú- inn að fara í gegnum þetta allt og sé að það var enginn sökudólgur að þessu slysi, hvorki ég né aðrir sem voru um borð. Það hjálpaði mér og nú er ég al- veg búinn að ná sáttum við þetta slys. Þetta var bara svona, röð af óheppi- legum tilviljunum sem enduðu með skelfingu.“ Sjóslys eru alltaf hrikaleg Mikið hefur verið rætt um skipið og ýmsu hefur verið kastað fram, að skip- ið hafi verið orðið gamalt og lélegt, að botntankarnir hafi verið tæmdir eða að brotajárn hafi verið um borð. Ekk- ert af þessu á við rök að styðjast. Skoð- unarmaður fór um borð og tók skipið út. „Þetta skip er búið að vera á sjó í 38 ár. Botntankarnir voru innsiglaðir og enginn laus farmur var um borð. Það hefði verið betra ef það hefði ver- ið einhver farmur um borð. Skip eru ekki hönnuð til að sigla tóm, ekki frek- ar en sendibílar eru hannaðir til að vera ekið tómum. Þegar það er farm- ur í þeim eru þau almennt þægilegri meðferðar og þau láta betur að stjórn. Auðvitað voru vissir punktar sem hefði mátt laga en það á við um svo mörg skip. Öll skip hafa sína veiku bletti og þau geta öll farið svona. Stað- reyndin er bara sú að ekkert skip er ósökkvanlegt. Það þarf bara röð atvika til að svona fari. Ég get bent á ýmislegt sem hefði mátt fara betur en ekkert af því hefði komið í veg fyrir þetta slys. Sjóslys eru alltaf hrikaleg, því þau endast í marga klukkutíma. Ef þú lendir í bílslysi þá tekur það fljótt af. Þótt skipið hafi sokkið á innan við korteri þá þurfti ég að vera í sjónum í fjóra tíma. Það var fyrst þá, eftir að ég var orðinn einn eftir og farinn að reka, sem ég fór að hugsa um sjálfan mig. Þá fyrst fann ég einhverja ró. Fram að því hafði ég engan tíma til að hugsa.“ Horfðu í átt til hvors annars Þá læddist að honum sú hugsun af hverju hann hefði ekki hlýtt skips- félaga sínum, Magnúsi Þórarni Dan- íelssyni, þegar hann var að reyna að reka hann í björgunarbátinn. Eiríkur Ingi neitaði alltaf að fara og vildi frek- ar vera hjá félaga sínum. „Hann vissi alveg hvað hann var að segja. Þótt ég hefði oltið nokkrum sinnum úr bátn- um þá er loftkæling alltaf betri en vatnskæling. Svo ég skammaði mig fyrir að hlusta ekki á hann. Ég ákvað að gefa honum smá andrými rétt á meðan við vorum að átta okkur á aðstæðunum og sá ekki ástæðu til að synda strax til hans og eyða orku í það þegar allt leit út fyrir að vera í lagi. Maggi var ofan á brús- anum og horfði bara í áttina til mín en ég veit ekki hvað hann var að hugsa. Svo kom þarna risabrot sem hann hefur sennilega farið með því eftir það sá ég ekki aftur til hans. Ég hefði séð eitthvað. Kannski hefði ég farið með þessari öldu líka ef ég hefði ekki náð að halda fast í brúsann þótt ég hafi á endanum misst takið. Ég get samt ekki fullyrt það því það getur líka vel verið að brúsinn hafi tekið meira á sig. Það þarf að skoða þetta frá öllum hliðum.“ Neyðarsenda í gallana Fjórir menn voru um borð og þrír þeirra létust, það voru þeir Magnús, Gísli Garðarsson og Einar Gísli Gunn- arsson. „Ég sá tvo deyja,“ segir Eiríkur Ingi. Það er reynsla sem breytir öllu. Og í raun bjóst hann aldrei við að finnast sjálfur. Hann veit nefnilega vel hve ólíklegt það að finna eitthvað svo lítið sem einn mann úti í miðju ball- arhafi. Sérstaklega þegar hann hvarf alltaf á milli ölduhæða auk þess sem ljósið á gallanum brotnaði um leið og átökin hófust. „Ljósið á gallanum var á asna- legum stað því um leið og þú þarft að gera eitthvað ertu lagstur á bringuna og þar með er það brotið. Þess vegna ætti það að vera uppi á öxlunum. Svo væri æskilegt að það væri neyðarsendir í gallanum sjálfum. Þeir kosta svona fimmtíu til sjötíuþúsund kall. Það er ekki mikið fyrir manns- líf. Þeir eru líka með seríunúmer svo björgunarliðið veit strax af flotgalla í sjónum. Þá getur hún flogið beint þangað í stað þess að fljúga að sendi sem losnar frá skipinu þegar það sekkur.“ Gott að hitta ættingjana Eiríkur Ingi sagði frá slysinu í viðtali við Kastljós í síðustu viku. Þjóðin sat á öndinni á meðan hún hlýddi á Ei- rík Inga segja skýrt og skilmerkilega frá lífinu um borð, skipsfélögum sín- um og slysinu. Frá því að hann hóf frásögnina talaði hann í áttatíu mín- útur og lauk síðan sögunni með því að þakka félögum sínum fyrir styrk- inn sem þeir veittu honum. Kastljós var gagnrýnt fyrir að birta þetta við- tal svo skömmu eftir atvikið en Eiríkur Ingi kom sjálfur sáttur frá þessu. „Ég var búinn að tala við alla ættingja fé- laga minna áður en ég fór í Kastljós- ið. Ég gerði það strax á sunnudaginn, byrjaði klukkan hálf eitt um daginn en var ekki búinn fyrr en hálf tvö um nóttina. Mér fannst gott að hitta þá en ég kveið því náttúrulega líka. Ég held þeim hafi liðið eins. Til að þeim liði betur heimsótti ég þá og ég held að það hafi hjálpað þeim helling að heyra söguna. En ég fór í Kastljósið fyrir mig. Bæði til þess að ég þyrfti ekki að end- urtaka mig, ég áttaði mig fyrst þegar þetta gerðist á því hvað ég þekki gríð- arlega mikið af fólki, og þeir allir. Ég vissi það líka að þjóðin ætti að heyra þetta. Ég reyni að horfa á þetta út frá því. Auðvitað finnst mér ég ljótur og asnalegur í sjónvarpinu og rödd- in skrýtin en ég held að flestum líði þannig,“ segir hann og hlær. Hann samdi um það fyrirfram að fá að segja söguna án þess að nokk- ur gripi inn í og truflaði söguþráðinn. „Ég vildi að þetta væri eins og ég væri að segja vinum mínum frá þessu. Sig- mar ætlaði svo að spyrja mig út í at- burðinn eftir viðtalið en þegar ég hafði lokið máli mínu stóð hann bara upp. Ég spurði hvort hann ætlaði ekki að spyrja einhvers en hann vildi það ekki.“ Slökkt á neyðarrásinni Það var samt ýmislegt sem Eiríkur Ingi vildi benda á en kom ekki að. Eins og það að dælur sem hægt væri að færa á milli staða gætu bjargað miklu í svona aðstæðum. „Ein dæla getur gert gæfumuninn. Hún hefði ekki bjargað okkur þarna því við vorum stýrislausir en hún gæti kannski bjargað öðrum. Þá væri hægt að hlaupa með dæluna yfir, henda henni ofan í og dæla út. Í raun þyrftu að vera tvær svona dælur um borð í hverjum bát.“ Annað sem er honum hugleikið er að þegar hann hóf störf sem stýrimað- ur var hann vægast sagt hissa að sjá að slökkt væri á millibylgjunni úti á sjó. „Þessi rás, 2182, er neyðarrás en það er alltaf verið að senda út tilkynning- ar um veður og síðan er vísað á aðra rás. Það sem gerist er að öll Evrópa er að gjamma þarna og allir í einu svo þetta verður óskýrt og menn slökkva á rásinni. Alþjóðafjarskiptastofnanir verða að ákveða sig hvort þetta eigi að vera neyðarrás og notuð sem slík eða veðurstöð. Stór skip sem sigla á þessu svæði geta vel orðið sér úti um veður- fréttir annars staðar. Ef það væri ekk- ert annað en mayday-köll inni á þessu myndu öll skipin hafa kveikt á þessu. Það svaraði okkur til dæmis aldrei neinn. Það hefði auðvitað ekki komið í veg fyrir slysið en kannski hefði það flýtt björgunaraðgerðum aðeins.“ Í raun vissi Eiríkur Ingi ekki hvort hjálparkallið hefði borist. „Ég vissi að björgunarlið yrði sent á staðinn um leið og skipið hætti að sjást á netinu en eins og ég hugsaði margt þar sem ég rak í sjónum kom þetta aldrei upp í huga mér. Ég vissi líka að baujan ætti að losna frá skipinu en björgunarbát- urinn átti náttúrulega að gera það líka en gerði það ekki. Það er svo margt sem getur komið fyrir. Hinn björg- unarbáturinn var náttúrulega allur í köku af því að hann blés upp á vit- lausum stað og búnaðurinn virkaði ekki sem skyldi. Skotgangurinn hefði átt að skjóta bátnum í 130 gráður, þá hefði hann komist fyrir borð, en skaut aðeins í 90 gráður.“ Ætlaði að komast heim Eiríkur Ingi veltir því líka fyrir sér hvort þeir félagar hefðu nokkuð ver- ið betur settir fjórir saman í björgun- arbát í þessu veðri. „Ég held að ef við hefðum komist allir í bátinn hefðum við jafnvel dáið allir saman. Veltingur- inn var svo mikill og í svona litlu rými hefðum við getað flogið af fullu afli á hvern annan. Þetta hefur gerst. Það eru að vísu bönd um borð í bátnum en veðrið var hrikalegt. Þetta voru rosalegar aðstæður. Svo það er ekkert víst að við hefðum allir lifað af þótt við hefðum allir verið í flotgalla og björgunarbát.“ Það þýðir kannski lítið að velta því fyrir sér hvernig þetta hefði far- ið hefði atburðarásin þróast öðru- vísi. Eiríkur Ingi lenti í sjónum og þar vissi hann það eitt að hann vildi kom- ast aftur heim til að hitta börnin sín. Þess vegna fauk í hann þegar hann sá þyrluna fljúga fram hjá og ákvað að synda að henni svo hann ætti ein- hvern möguleika. „Þeir sögðu að þeir hefðu leitað í hálftíma áður en þeir fundu mig. Sem þýðir að ég var búinn að synda í þrjátíu mínútur plús. Ég bjóst líka við því að þeir myndu fara hvað úr hverju en sem betur fer náði ég þeim. Þeir leituðu síðan í korter í viðbót áður en þeir urðu að snúa við vegna eldneytisskorts.“ Laumaðist heim Eiríkur var færður á sjúkrahús í Nor- egi. Eins og gefur að skilja var eigin- kona hans í áfalli hér heima með börnin og mamma hans líka. Þann- ig að Eiríkur ákvað að drífa sig heim. „Þær höfðu ekkert til að snerta þegar ég var ekki hér. Svo ég laumupúkaðist heim, þegar vélin lenti fékk ég að fara niður rampinn og út í gegnum tollinn svo ég þyrfti ekki að ganga í gegnum Leifsstöð. Fjölskyldan skipulagði ferðina heim og það mjög fljótlega eftir að þetta gerðist. Engu að síður var ég hissa á að enginn skyldi hringja að heiman til að segja að hann skyldi passa upp á mig og sjá um að koma mér heim. Það er eitthvað sem verð- ur að laga. Ég á fjölskyldu en það eru menn sem eiga ekki fjölskyldu. Ég get rétt ímyndað mér hvernig þeir eru Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal Hann er ekki mikil flökkukind að upplagi en lífið hefur hagað því þannig að hann hefur sjaldan staldrað lengi við á sama stað, flakkaði á milli herstöðvar í Havaí og Hrútafjarðar. Hann hefur oft komist í hann krappann en aldrei eins og nú þegar Hallgrímur sökk. Eitt hefur hann aldrei gert og það er að gefast upp. Eiríkur Ingi Jóhannsson segir frá æskuárunum, fjölskyldunni og lífinu eftir slysið, en hann er rétt að jafna sig á áfallinu. „Ég hef grátið en ekki brotnað niður. Það kemur að því, von- andi. Því ég veit að ég verð að gera það áður en ég get haldið áfram. Erfitt ð hitta fólk eftir slysið Heimkoman var ljúf Eldri sonurinn hljóp í fangið á Eiríki og spurði hvort hann hefði verið að berjast við hákarla. Eiríkur brosti, feginn að hafa ekki þurft að gera það líka. Það var gott að koma heim. myNd SiGtryGGur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.