Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 46
46 Sport 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað tekjuhæstu liðin í knattspyrnunni n Skýrsla Deloitte yfir tekjuhæstu félögin n Real enn á toppnum n Schalke hástökkvarinn Real Madrid Spánn Tekjur: 77,9 milljarðar króna (9% hækkun) Tekjur í fyrra: 71,3 milljarðar Sæti í fyrra: 1. Stærsti hluti tekna: Sjónvarpsréttur (38%) n Real hefur gengið ótrúlega vel að afla sér tekna undanfarin ár þrátt fyrir að hafa misst völdin í spænsku deildinni í hendur Barcelona. Síðustu fimm ár hefur Real aukið tekjur sínar um 200 milljónir evra eða sem nemur 32 milljörðum króna. Stærsti hluti tekna Real er tilkominn vegna sjónvarps- réttar en mæting á heimaleiki liðsins hefur dalað eilítið. Barcelona Spánn Tekjur: 73,2 milljarðar króna (13% hækkun) Tekjur í fyrra: 64,6 milljarðar Sæti í fyrra: 2. Stærsti hluti tekna: Sjónvarpsréttur (41%) n Enn eitt árið hækkar Barcelona í tekjum og það eðilega, liðið vinnur titil eða titla á hverju einasta ári. Þrátt fyrir að drottna yfir Evrópuboltanum hefur Barcelona þó ekki enn tekist að ná Real Madrid þó það styttist í það. Einn stærsta ástæða stöðu Barca á listanum í ár er styrktarsamningurinn sem liðið gerði við Quatar Foundation. Manchester United England Tekjur: 59,6 milljarðar króna (16% hækkun) Tekjur í fyrra: 58,9 milljarðar Sæti í fyrra: 3. Stærsti hluti tekna: Sjónvarpsréttur (36%) n Þó það sé ekki mikil hækkun á milli ára eykur Manchester United jafnt og þétt tekjur sínar. Síðustu fimm árin hafa tekjurnar „bara“ aukist um 52 milljónir evra eða 8 milljarða króna. Hægt og hljótt. United hefur verið duglegt að bæta við styrktaraðilum en sjónvarpsréttur vegna velgengni í Meistaradeildinni er enn helsta tekjulind félagsins. 2 31 FC Bayern Þýskaland Tekjur: 52,1 milljarður króna (0,76% lækkun) Tekjur í fyrra: 52,5 milljarðar Sæti í fyrra: 4. Stærsti hluti tekna: Söluvara (56%) n Það má lítið út af bregða hjá Bayern eins og sést í skýrslunni í ár. Liðið varð ekki meistari og var í basli við að komast í Meistaradeildina. Bayern er þó ótrúlega vel rekið og stefnir félagið á að verða skuldlaust vegna byggingar nýja leikvangsins eftir sex til sjö ár. Fari liðið langt í Meistaradeildinni ár aukjast tekjur félagsins mikið á þessu ári. Arsenal England Tekjur: 40,7 milljarðar króna (9,3% lækkun) Tekjur í fyrra: 44,5 milljarðar Sæti í fyrra: 5. Stærsti hluti tekna: Leikdagur (41%) n Þrátt fyrir nokkra tekjuskerðingu í fyrra heldur Arsenal fimmta sætinu í peningadeildinni. Það er eina enska félagið á topp tíu sem safnar mestum peningum á leikdegi, það er í miðasölu, sölu á varningi og veitingum. Aðaltekjulindin þar er þó miðhæðin á Emirates-vellinum sem er full af VIP- boxum. Chelsea England Tekjur: 40,6 milljarðar króna (8% lækkun) Tekjur í fyrra: 41,6 milljarðar Sæti í fyrra: 6. Stærsti hluti tekna: Sjónvarpsréttur (45%) n Það vantaði aðeins upp á tekjuöflun hjá Chelsea miðað við síðasta ár en þó hefur súlurit þess verið upp og niður undanfarin ár. Chelsea átti ekki gott tímabil í fyrra og það endurspeglast í tölunum. Það vekur þó athygli hversu rosalega stór hluti tekna Chelsea er tilkominn vegna sjónvarpsréttar. 5 64 AC Milan Ítalía Tekjur: 38,2 milljarðar króna (3,6% lækkun) Tekjur í fyrra: 39,6 milljarðar Sæti í fyrra: 7. Stærsti hluti tekna: Sjónvarpsréttur (46%) n AC Milan er tekjuhæsta liðið á Ítalíu og ætti það ekki að koma neinum á óvart. Það þurfti þó að sætta sig við örlítið minni tekjur en í fyrra. Þökk sé tímabilinu í fyrra því þar sem liðið vann loks aftur ítalska meistaratitilinn sóttu fleiri heimaleiki liðsins sem skilaði sér í auknum tekjum. Tekjur vegna söluvarnings drógust þó saman. Inter Ítalía Tekjur: 34,3 milljarðar króna (6,4% lækkun) Tekjur í fyrra: 36,5 milljarðar Sæti í fyrra: 9. Stærsti hluti tekna: Sjónvarpsréttur (58%) n Það er kannski eðlilegt að Inter hafi lækkað í tekjum þar sem liðið toppaði sig í fyrra eftir Meistaradeildar- titilinn 2010. Tekjur Inter af sjónvarpsrétti yfirgnæfa allt annað hjá liðinu en vel ríflega helmingur teknanna, 58 prósent, koma þaðan. Þrátt fyrir það minnkuðu tekjur af sjónvarpsréttinum um 10 prósent á milli ára. Liverpool England Tekjur: 33 milljarðar króna (10% lækkun) Tekjur í fyrra: 36,5 milljarðar Sæti í fyrra: 8. Stærsti hluti tekna: Söluvara (42%) n Liverpool fellur um eitt sæti í peningadeildinni en styrkur félagsins er þó mikill. Liverpool er eina félagið í topp tíu í peningadeildinni sem keppti ekki í Evrópu- keppni á síðasta tímabili. Er því magnað að félagið hafi ekki fallið niður um fleiri sæti. Liverpool er risi um allan heim eins og sést á helstu tekjulind liðsins: varningi. Schalke 04 Þýskaland Tekjur: 32,8 milljarðar króna (45% hækkun) Tekjur í fyrra: 22,7 milljarðar Sæti í fyrra: 16. Stærsti hluti tekna: Söluvara (45%) n Hástökkvari peningadeildarinnar í þetta skiptið er þýska liðið Schalke sem komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrra. Það borgar sig heldur betur því hækkunin á milli ára er 45 prósent og stekkur félagið upp um sex sæti. Þjóðverjarnir eru duglegir að kaupa trefla enda söluvarningur helsta tekjulind liðsins. 7 8 9 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.