Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 46
46 Sport 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað
tekjuhæstu liðin
í knattspyrnunni
n Skýrsla Deloitte yfir tekjuhæstu félögin n Real enn á toppnum n Schalke hástökkvarinn
Real Madrid
Spánn
Tekjur: 77,9 milljarðar króna (9% hækkun) Tekjur í fyrra: 71,3 milljarðar
Sæti í fyrra: 1. Stærsti hluti tekna: Sjónvarpsréttur (38%)
n Real hefur gengið ótrúlega vel að afla sér tekna undanfarin ár þrátt fyrir
að hafa misst völdin í spænsku deildinni í hendur Barcelona. Síðustu fimm
ár hefur Real aukið tekjur sínar um 200 milljónir evra eða sem nemur 32
milljörðum króna. Stærsti hluti tekna Real er tilkominn vegna sjónvarps-
réttar en mæting á heimaleiki liðsins hefur dalað eilítið.
Barcelona
Spánn
Tekjur: 73,2 milljarðar króna (13% hækkun) Tekjur í fyrra: 64,6 milljarðar
Sæti í fyrra: 2. Stærsti hluti tekna: Sjónvarpsréttur (41%)
n Enn eitt árið hækkar Barcelona í tekjum og það eðilega, liðið vinnur titil
eða titla á hverju einasta ári. Þrátt fyrir að drottna yfir Evrópuboltanum
hefur Barcelona þó ekki enn tekist að ná Real Madrid þó það styttist í það.
Einn stærsta ástæða stöðu Barca á listanum í ár er styrktarsamningurinn
sem liðið gerði við Quatar Foundation.
Manchester United
England
Tekjur: 59,6 milljarðar króna (16% hækkun) Tekjur í fyrra: 58,9 milljarðar
Sæti í fyrra: 3. Stærsti hluti tekna: Sjónvarpsréttur (36%)
n Þó það sé ekki mikil hækkun á milli ára eykur Manchester United jafnt
og þétt tekjur sínar. Síðustu fimm árin hafa tekjurnar „bara“ aukist um
52 milljónir evra eða 8 milljarða króna. Hægt og hljótt. United hefur verið
duglegt að bæta við styrktaraðilum en sjónvarpsréttur vegna velgengni í
Meistaradeildinni er enn helsta tekjulind félagsins.
2 31
FC Bayern
Þýskaland
Tekjur: 52,1 milljarður króna (0,76% lækkun) Tekjur í fyrra: 52,5 milljarðar
Sæti í fyrra: 4. Stærsti hluti tekna: Söluvara (56%)
n Það má lítið út af bregða hjá Bayern eins og sést í skýrslunni í ár. Liðið varð
ekki meistari og var í basli við að komast í Meistaradeildina. Bayern er þó
ótrúlega vel rekið og stefnir félagið á að verða skuldlaust vegna byggingar
nýja leikvangsins eftir sex til sjö ár. Fari liðið langt í Meistaradeildinni ár
aukjast tekjur félagsins mikið á þessu ári.
Arsenal
England
Tekjur: 40,7 milljarðar króna (9,3% lækkun) Tekjur í fyrra: 44,5 milljarðar
Sæti í fyrra: 5. Stærsti hluti tekna: Leikdagur (41%)
n Þrátt fyrir nokkra tekjuskerðingu í fyrra heldur Arsenal fimmta sætinu í
peningadeildinni. Það er eina enska félagið á topp tíu sem safnar mestum
peningum á leikdegi, það er í miðasölu, sölu á varningi og veitingum.
Aðaltekjulindin þar er þó miðhæðin á Emirates-vellinum sem er full af VIP-
boxum.
Chelsea
England
Tekjur: 40,6 milljarðar króna (8% lækkun) Tekjur í fyrra: 41,6 milljarðar
Sæti í fyrra: 6. Stærsti hluti tekna: Sjónvarpsréttur (45%)
n Það vantaði aðeins upp á tekjuöflun hjá Chelsea miðað við síðasta ár en
þó hefur súlurit þess verið upp og niður undanfarin ár. Chelsea átti ekki gott
tímabil í fyrra og það endurspeglast í tölunum. Það vekur þó athygli hversu
rosalega stór hluti tekna Chelsea er tilkominn vegna sjónvarpsréttar.
5 64
AC Milan
Ítalía
Tekjur: 38,2 milljarðar króna (3,6% lækkun) Tekjur í fyrra: 39,6 milljarðar
Sæti í fyrra: 7. Stærsti hluti tekna: Sjónvarpsréttur (46%)
n AC Milan er tekjuhæsta liðið á Ítalíu og ætti það ekki
að koma neinum á óvart. Það þurfti þó að sætta sig við
örlítið minni tekjur en í fyrra. Þökk sé tímabilinu í fyrra
því þar sem liðið vann loks aftur ítalska meistaratitilinn
sóttu fleiri heimaleiki liðsins sem skilaði sér í auknum
tekjum. Tekjur vegna söluvarnings drógust þó saman.
Inter
Ítalía
Tekjur: 34,3 milljarðar króna (6,4% lækkun) Tekjur í fyrra: 36,5 milljarðar
Sæti í fyrra: 9. Stærsti hluti tekna: Sjónvarpsréttur (58%)
n Það er kannski eðlilegt að Inter hafi lækkað í tekjum
þar sem liðið toppaði sig í fyrra eftir Meistaradeildar-
titilinn 2010. Tekjur Inter af sjónvarpsrétti yfirgnæfa allt
annað hjá liðinu en vel ríflega helmingur teknanna, 58
prósent, koma þaðan. Þrátt fyrir það minnkuðu tekjur af
sjónvarpsréttinum um 10 prósent á milli ára.
Liverpool
England
Tekjur: 33 milljarðar króna (10% lækkun) Tekjur í fyrra: 36,5 milljarðar
Sæti í fyrra: 8. Stærsti hluti tekna: Söluvara (42%)
n Liverpool fellur um eitt sæti í peningadeildinni en
styrkur félagsins er þó mikill. Liverpool er eina félagið
í topp tíu í peningadeildinni sem keppti ekki í Evrópu-
keppni á síðasta tímabili. Er því magnað að félagið hafi
ekki fallið niður um fleiri sæti. Liverpool er risi um allan
heim eins og sést á helstu tekjulind liðsins: varningi.
Schalke 04
Þýskaland
Tekjur: 32,8 milljarðar króna (45% hækkun) Tekjur í fyrra: 22,7 milljarðar
Sæti í fyrra: 16. Stærsti hluti tekna: Söluvara (45%)
n Hástökkvari peningadeildarinnar í þetta skiptið er
þýska liðið Schalke sem komst alla leið í undanúrslit
Meistaradeildarinnar í fyrra. Það borgar sig heldur betur
því hækkunin á milli ára er 45 prósent og stekkur félagið
upp um sex sæti. Þjóðverjarnir eru duglegir að kaupa
trefla enda söluvarningur helsta tekjulind liðsins.
7 8 9 10