Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað www.ils.is | Sími: 569 6900 | Grænt númer: 800 6969 | Borgartúni 21, 105 Reykjavík Kynntu þér lán og aðra þjónustu Íbúðalánasjóðs Lán til íbúðarkaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) Ráðgjöf og úrræði í greiðsluvanda G eirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi fangelsisstjóri á Kvíabryggju, hefur kært Pál Winkel fangelsismálastjóra fyrir þjófnað og brot í opin­ beru starfi. Sjálfur var Geirmundur fangelsisstjóri á Kvíabryggju þar til í lok nóvember 2010, en var sagt upp störfum eftir að rannsókn fangelsis­ málastofnunar leiddi í ljós að hann hafði um árabil misnotað reikninga fangelsisins í eigin þágu. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir fjárdrátt í opinberu starfi með því að hafa á ár­ unum 2008 til 2010 misnotað stöðu sína og dregið sér í 39 tilvikum fjár­ muni í eigu íslenska ríkisins. Hann bíður þess að málið verði tekið fyrir dóm. „Það fauk í mig“ Geirmundur sakar Pál um að hafa selt líkamsræktartæki sem voru í fangelsinu að honum forspurðum og fer fram á að málið verði rann­ sakað. Geirmundur heldur því fram að margir munir í hans eigu hafi orð­ ið eftir á Kvíabryggju eftir að honum var vikið frá störfum og gerir kröfu um að fá þá afhenta. „Það var á síð­ asta ári sem föngum var bannað að lyfta þungum lóðum, þannig að það voru tekin út þung lóð í öllum fang­ elsum á landinu og sett í geymslu. Ég hafði verið starfandi á Kvíabryggju í 25 ár og átti þarna sjálfur svolítið af líkamsræktartækjum. Þar voru með­ al annars lóð sem ég eignaðist tólf ára gamall, sem heita Brooklyn og hafa ekki verið framleidd í 30 ár eða svo. Ég frétti það síðan um daginn að það væri búið að selja fullt af tækjum af Kvíabryggju, svo ég fór að athuga málið og komst þá að því að hluti af því var dótið mitt. Og það fauk í mig“ segir Geirmundur. Lagði til eigin tæki vegna skorts Í kjölfarið fór Geirmundur og spurði settan forstöðumann Kvíabryggju hver hefði gefið leyfi fyrir því að tækin yrðu seld að honum forspurð­ um. „Hann benti á Pál Winkel. Þá lá beinast við að kæra hann fyrir þjófn­ að og það gerði ég. Hann er að selja hluti sem hann á ekki og hann þarf að svara fyrir það eins og ég þarf að svara fyrir mín mál.“ Aðspurður hvers vegna hann geymdi eigin lík­ amsræktartæki í fangels­ inu segir Geirmundur að lítið hafi verið til af lík­ amsræktartækjum á Kvía­ bryggju á sínum tíma og því hafi hann lagt til eigin tæki til afnota fyrir fanga og einnig hafi hann sjálf­ ur notað aðstöðuna til æfinga. „Þetta voru mín tæki þannig að ég æfði þarna á staðnum. Ég er gamall frjálsíþróttamað­ ur og er búinn að æfa alla mína ævi.“ Hann segir að þeir starfsmenn Kvía­ bryggju sem hafi unnið þar til langs tíma hafi vitað að æfingatækin væru í hans eigu. Er leiður yfir þessu Hluti tækjanna var seldur líkamsrækt­ arstöð á Stykkis­ hólmi, en annað var keypt af einstaklingi á nærliggjandi bæ. Geirmundur segir lóðin hafa verið í slæmu ástandi þegar hann skoð­ aði þau á lík­ amsræktarstöð­ inni og þau hafi greinilega ver­ ið geymd á stað í fangelsinu þar sem raki hafi komist á þau. „Þetta var allt orðið ryðgað og ljótt þannig að þeir eru búnir að skemma þetta fyrir mér líka. En þetta var keypt í góðri trú og ég er ekki að falast eftir því að fá tækin aftur. Það er fangelsis­ málastjóri sem þarf að svara fyrir þetta. Ég er bara leiður yfir þessu. Tækin höfðu tilfinningalegt gildi og voru búin að fylgja mér lengi. “ Kæran hefur verið afhent lög­ reglu og fer Geirmundur fram á að málið verði rannsakað sem þjófn­ aður og brot í opinberu starfi. Þá fer hann einnig fram á að Páli verði gerð refsing og fer fram á 400 þúsund í bætur vegna þess tjóns sem hann hafi orðið fyrir. Einkaeigur eiga ekki að vera í fangelsi Páll Winkel fangelsismálastjóri hafði ekki heyrt af kærunni þegar blaða­ maður bar hana undir hann. Það væri hins vegar rétt að hann hafi gef­ ið fyrirmæli um að laus lyftingalóð í eigu fangelsanna yrðu seld, „… en ekki að selja einkaeigur starfsmanna enda eiga þær ekki að vera í fangels­ um ríkisins,“ sagði hann við DV. Geirmundur kærir Pál fyrir þjófnað n Segir fangelsismálastjóra hafa látið selja líkamsræktartækin sín Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Fangelsismálastjóri Páll Winkel fangelsis- málastjóri hafði ekki heyrt af kærunni á hendur sér. Kærir Geirmundur Vilhjálmsson, fyrrver- andi forstöðumaður Kvíabryggju, sakar Pál um þjófnað og brot í opinberu starfi. Hann hefur sjálfur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Líkamsræktartæki Eitt af þeim líkamsræktartækjum sem Geirmund- ur segir að hafi verið í hans eigu. Lóð Hluti af lóðum sem Geirmundur segist hafa eignast 12 ára gamall en hafi verið seld án hans vitneskju. „Tækin höfðu tilfinninga- legt gildi og voru búin að fylgja mér lengi Ríflega 200 fá listamannalaun: 291 þúsund á mánuði Alls ver íslenska ríkið rúmlega 466 milljónum króna í listamannalaun í ár til að greiða 217 einstaklingum mánaðarlegar greiðslur til mislangs tíma. Í ár eru launin rúmlega 291 þúsund krónur en samtals eru 1.600 mánaðarlaun til ráðstöfunar. Þessi fjöldi mánaðarlauna hækk­ aði umtalsvert með lagabreytingum sem núverandi ríkisstjórn gerði á Alþingi í apríl 2009. Þá fjölgaði þess­ um heildarfjölda mánaðarlauna úr 1.200 í 1.600 en á sama tíma hafa mánaðarlaunin hækkað úr rúmlega 266 þúsund krónum í rúmlega 291 þúsund. Með fjölgun úthlutana og mánaðarlauna til ráðstöfunar þýðir það að útgjöld ríkisins hafa hækkað úr 319 milljónum á ári í rúmlega 466 milljónir á ári. Hækkun sem nemur rúmum 147 milljónum króna. Stærstan skerf af úthlutuð­ um mánaðarlaunum fá myndlistar­ menn (435 mánaðarlaun) og rithöf­ undar (555 mánaðarlaun). Katrín Jak­ obsdóttir lét hafa eftir sér í samtali við Morgunblað­ ið, nokkrum mánuðum eftir hrun, í mars 2009 að hún hefði sem menntamálaráðherra verið að leita leiða til að fjölga listamönnum á starfslaunum í „ljósi þess atvinnu­ ástands sem ríkir og bakhjarlar listamanna halda að sér höndum í ljósi aðstæðna.“ Óhætt er að segja að afar skiptar skoðanir séu um listamannalaunin og verða þau árlega að miklu hita­ máli í umræðunni. Það listafólk sem hlýtur þessi laun er án nokkurs vafa vel að þeim komið og vinna þess skilar sér oft og tíðum marg­ falt út í samfélagið. Hafa ber einnig í huga að greiddir eru skattar af lista­ mannalaunum. Einn þeirra sem sér þessa út­ hlutun í öðru ljósi er Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi af Akra­ nesi. Hann hlekkjar á frétt um lista­ mannalaunin á Facebook­síðu sinni og bendir á að nýlega hafi 30 manns verið sagt upp störfum og fjöl­ margir lækkað í launum á Sjúkra­ húsi Akraness þegar deild sem veitir eldra fólki með heilabilun umönn­ un var lokað. „Skýring ráðamanna þessarar þjóðar var sú að ekki væri til fjármagn og þessi niðurskurður óhjákvæmilegur, ég segi bara núna, ja hérna.“ Lista yfir þá sem fá listamanna­ laun má sjá á DV.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.