Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Side 34
34 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað S igríður fæddist í Reykjavík en ólst upp í Grundarhverfi á Kjalarnesi en flutti átján ára til Reykja- víkur. Hún var í Klébergsskóla, stundaði nám við Fjölbrauta- skólann í Ármúla og lauk þaðan stúdentsprófum 2002, stundaði síðan nám í félags- ráðgjöf við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-prófi 2008 og MA-prófi 2010. Sigríður sinnti ýmsum aðhlynningarstörfum á námsárunum og starfaði við framreiðslu. Hún var félags- ráðgjafi við þjónustumið- stöð Reykjavíkurborgar frá 2010 og hefur verið félags- ráðgjafi á fjölskyldusviði Mosfellsbæjar frá ársbyrjun 2011. Sigríður situr í stjórn ADHD-samtakanna. Fjölskylda Maki Sigríðar er Árni Björn Guðmundarson, f. 2.9. 1977, vaktformaður við Búðar- hálsvirkjun. Sonur Sigríðar og Árna Björns er Unnar Karl Steph- ensen Árnason, f. 9.7. 2004. Systkini Sigríðar eru Pét- ur Valgarð Pálsson, f. 5.9. 1984; Aldís Bára Pálsdóttir, f. 15.4. 1990. Foreldrar Sigríðar eru Páll Ægir Pétursson, f. 16.7. 1959, skipstjóri, og Helga Bára Karlsdóttir, f. 10.4. 1960, verslunarstjóri. B irna fæddist á Akureyri, ólst upp á Ólafsfirði frá því á fyrsta ári og til 1965, síðan á Akureyri til 1970, þá að Illuga- stöðum í Fnjóskadal þar sem faðir hennar var umsjónarmað- ur orlofshúsa, og síðan að Efri- mýrum í Engihlíðarhreppi þar sem foreldrar hennar stunduðu búskap á árunum 1974–80, er þau brugðu búi og fluttu fyrst til Blönduóss en síðan í Grindavík 1981. Birna var í barnaskóla á Ak- ureyri, að Skógum í Fnjóskadal, í Stórutjarnarskóla og Húna- vallaskóla. Hún hefur síðan sótt ýmis námskeið og stund- aði nám við öldungadeild Fjölbrautaskóla Suðurnesja, stundaði síðan fjarnám í við- skiptafræði við Háskólann á Ak- ureyri og lauk viðskiptafræði- prófi árið 2010. Fjölskylda Birna giftist 26.12. 1981 Jóhanni Þresti Þórissyni, f. 22.11. 1962, vélstjóra, frá Blönduósi. Hann er sonur hjónanna Þóris Heið- mars Jóhannssonar, f. 23.12. 1941, d. 9.2. 2010 og Ingibjarg- ar Kristjánsdóttur, f. 26.6. 1942. Þórir er kjörsonur Jóhanns Teitssonar og k.h., Ingibjarg- ar Sigfúsdóttur en þau bjuggu lengst af á Refsteinsstöðum í Víðidal. Ingibjörg er dóttir Krist- jáns Benediktssonar og k.h., Þorbjargar Björnsdóttur. Þau bjuggu að Hæli í Torfalækjar- hreppi. Börn Birnu og Jóhanns Þrastar eru Þórir Ingi, f. 3.4. 1982, sjómaður en börn Þór- is eru Emma Lív f. 15.6. 2004, móðir hennar er Valgerður Jennýjardóttir og Jakob Hrafn, f. 18.4. 2011 en móðir hans er Hanna Agla Ellertsdóttir; Anna Lilja, f. 22.2. 1983, grunnskóla- kennari, gift Einari Gunnarssyni f. 10.2. 1981, en börn þeirra eru Jóhann Sverrir, f. 21.5. 2008 og Klara María, f. 15.9.2009; Björn Ólafur, f. 25.7.1991, nemi í sam- búð með Öldu Maríu Almars- dóttur f. 21.11.1988. Systkini Birnu eru Ragna Árný, f. 1963, búsett á Blöndu- ósi, gift Birgi Ingólfssyni og eiga þau eina dóttur auk þess sem Ragna missti son af slysförum, Björn Ingvar Pétursson, f. 9.3. 1981, d. 20.1. 1998; Áshildur Eygló, f. 1966, búsett í Njarðvík, hún á fimm syni; Björn Hall- dór, f. 1969, búsettur í Reykjavík, hann á dóttur og tvö stjúpbörn; Aðalheiður Hanna, f. 1976, bú- sett í Njarðvík, gift Halli Krist- mundssyni og eiga þau þrjú börn; Gestur Gunnar, f. 1978, búsettur á Akureyri. Foreldrar Birnu: Björn Gunnarsson, f. 6.7. 1942, nudd- fræðingur, búsettur á Akureyri, og Klara Gestsdóttir, f. 27.11. 1942, d. 4.2. 1993, húsmóðir. Sambýliskona Björns er Sig- ríður Olgeirsdóttir, f. 14.1. 1954, húsmóðir. Ætt Björn er sonur Gunnars, á Ólafsfirði Björnssonar, frá Skeggjabrekku í Ólafsfirði Frið- björnssonar. Móðir Gunnars var Sigfríður Björnsdóttir, b. á Ytri-Gunnólfsá í Ólafsfirði Baldvinssonar, og Kristínar Bjarnadóttur. Móðir Björns er Birna Krist- björg Björnsdóttir, b. í Vík í Héðinsfirði Ásgrímssonar, b. í Hólakoti í Fljótum Björnsson- ar. Móðir Björns í Vík var María Eiríksdóttir, b. á Felli í Sléttu- hlíð Jónssonar. Móðir Birnu var Anna Lilja Sigurðardótt- ir, b. á Vatnsenda í Héðinsfirði Guðmundssonar, b. á Þrasa- stöðum Ásgrímssonar. Móðir Önnu Lilju var Halldóra Guð- rún, systir Ásgríms í Hólakoti. Klara var dóttir Gests, rennismiðs Halldórssonar, b. á Bakka í Öxnadal Jóhanns- sonar. Móðir Gests var Jónína Jónsdóttir, b. á Króksstöðum Jónssonar, og Rósu Sigurðar- dóttur. Móðir Klöru var Hansína Jónsdóttir, skipstjóra Hall- dórssonar og Clöru Bjarna- dóttur, skipasmiðs frá Geirs- hlíð í Flókadal í Borgarfirði Einarssonar. Móðir Clöru var Hansína Zophoníasardóttir, í Hvammi í Eyjafirði Ólafssonar. S veinn fæddist á Selfossi en ólst upp á Drumb- oddsstöðum í Bisk- upstungum. Hann var í Grunnskólanum í Reykholti, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi í rafeinda- virkjun 2008. Sveinn ólst upp við öll al- menn sveitastörf á Drumb- oddsstöðum, starfaði hjá Öss- uri á árunum 2002–2005, var á námssamningi hjá Marel 2007 en hefur starfað hjá Saga Sys- tem ehf frá 2008. Sveinn hefur sungið með kórum frá tíu ára aldri, fyrst með Barnakór Biskupstungna, síðan með Kammerkór Bisk- upstungna, með Skálholts- kórnum, með Karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði og loks með Vox Academica um skeið. Fjölskylda Kona Sveins er Vigdís Rut And- ersen, f. 12.7. 1980, verslunar- maður. Systur Sveins eru Jórunn Svavarsdóttir, f. 18.3. 1971, bóndi á Drumboddsstöðum; Anna Svavarsdóttir, f. 24.10. 1973, húsasmíðameistari í Reykjavík; Dóra Svavarsdóttir, f. 9.3. 1977, matreiðslumeistari í Reykjavík. Foreldrar Sveins eru Svav- ar Ásmundur Sveinsson, f. 6.5. 1942, fyrrv. bóndi á Drumb- oddsstöðum og járnsmiður, búsettur að Gilbrú í Reykholti, og Laufey Eiríksdóttir, f. 16.11. 1944, fyrrv. bóndi á Drumb- oddsstöðum og starfar við hús- hjálp. Ætt Sveinn er sonur Kristjáns, b. í Langholtsparti í Flóa Diðriks- sonar, b. í Kjarnholtum Dið- rikssonar, hreppstjóra í Laug- arási, bróður Þorláks, langafa Önnu, ömmu Björns Bjarna- sonar, fyrrv. ráðherra, Val- gerðar Bjarnadóttur alþm. og Markúsar Arnar Antonsson- ar sendiherra. Annar bróðir Diðriks var Þorsteinn, langafi Sigurðar, föður Egg- erts Hauk- dal fyrrv. alþm. Dið- rik var son- ur Stefáns, b. í Neðradal Þorsteinssonar, b. í Dalbæ Stefánssonar, pr. í Steinsholti Þorsteinssonar. Móðir Þorsteins var Ingibjörg Jónsdóttir, pr. á Ólafsvöllum Erlingssonar, bróður Gísla, afa Eiríks Vigfússonar, dbrm. á Reykjum, ættföður Reykjaætt- ar. Móðir Diðriks í Laugarási var Vigdís Diðriksdóttir, b. á Önundarstöðum Bjarnason- ar og Guðrúnar Högnadóttur, prestaföður á Breiðabólstað í Fljótshlíð Sigurðssonar, langafa Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Stefáns var Guðríður Guðmundsdóttir, b. á Kópsvatni Þorsteinssonar, ættföður Kópsvatnsættar, lang- afa Magnúsar Andréssonar, ættföður Langholtsættar, lang- afa Ásmundar Guðmunds- sonar biskups. Móðir Sveins á Drumboddsstöðum var Guð- ríður Sveinsdóttir. Móðir Svavars var Magn- hildur, dóttir Indriða, b. í Arn- arholti Guðmundssonar, b. í Kjarnholtum, bróður Diðriks í Kjarnholtum. Móðir Indr- iða var Vilborg, systir Gísla, afa Ingveldar, konu Ágústs Þorvaldssonar, alþm., föður Guðna, fyrrv. ráðherra. Systir Vilborgar var Guðrún, amma Vilhjálms skálds frá Skáholti. Vilborg var dóttir Guðmundar, b. á Löngumýri Arnbjörnsson- ar, bróður Ögmundar, föður Salvarar, langömmu Tómas- ar Guðmundssonar skálds. Móðir Vilborgar var Ingibjörg Gísladóttir, b. í Útverkum á Skeiðum Jónssonar. Móðir Magnhildar var Theodóra Ás- mundsdóttir. Laufey er dóttir Eiríks, b. á Eyvindarstöðum í Eyjafjarðar- sveit Elíassonar, og Jórunnar Hrólfsdóttur húsfreyju. S teinar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu og í Vesturbænum. Hann var í Granda- skóla og Hagaskóla, stund- aði nám við Menntaskólann í Hamrahlíð, stundaði nám á blokkflautu og síðar trompet við Tónskóla Sigursveins og síðar við Tónlistarskóla Sel- tjarnarness, stundaði síðan trompetnám við Tónlistar- skóla Reykjavíkur og lauk þaðan 8. stigs prófi árið 2006, stundaði síðan framhalds- nám við Boston Conservatori of Music, Theater and Dance og lauk MA-prófi þaðan árið 2008. Steinar starfaði við sumar- búðirnar við Ástjörn í Keldu- hverfi á unglingsárum, vann auk þess í byggingarvinnu með námi á unglingsárun- um, var vagnstjóri hjá Strætó bs í fjögur ár og ók auk þess langferðabílum og leigubif- reiðum. Steinar er tónlistarkennari við Tónlistarskólann í Garða- bæ og við Tónlistarskólann í Reykjanesbæ. Hann hefur leikið með ýmsum tónlistar- hópum, lék með Lúðrasveit Seltjarnarness á æsku- og unglingsárunum, lék með Lúðra- sveit verka- lýðsins í mörg ár og hef- ur virkur einleikari við ýmis tækifæri um jól og páska, lék með Stór- hljómsveit Seltjarnarness í eitt ár, leikur með Málblást- urssveit Reykjavíkur, er með- limur í Sinfónínuhljómsveit áhugamanna og aukamaður með Sinfónínuhljómsveit Ís- lands, auk þess sem hann hef- ur tekið þátt í margvíslegum tónlistarviðburðum, s.s. upp- töku á afmælislagi RÚV og á jólatónleikum Fíladelfíu. Fjölskylda Bræður Steinars eru Stefán Helgi Kristinsson, f. 6.4. 1979, orgelleikari Njarðvíkurkirkju; Guðbjörn Már Kristinsson, f. 14.5. 1983, nemi í guðfræði við Háskóla Íslands; Gunnlaugur Þór Kristinsson, f. 19.10. 1988, nemi í fjölmiðlafræði við Há- skóla Íslands. Foreldrar Steinars eru Kristinn L. Matthíasson, f. 4.12. 1950, leigubifreiðar- stjóri í Reykjavík, og Droplaug G. Stefánsdóttir, f. 5.1. 1953, hjúkrunarfræðingur. G eir Magnússon fædd- ist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Samvinnu- skólanum 1961. Geir starfaði hjá Fjármála- deild SÍS 1961–84 og var fram- kvæmdastjóri Fjármáladeildar 1976–84. Hann var bankastjóri Samvinnubanka Íslands hf. 1984–91 og forstjóri Olíu- félagsins hf 1991–2001 og síð- an forstjói Kers hf. 2002–2003. Geir hefur átt sæti í fjölda stjórna og félagasamtaka, s.s. Samvinnusjóðs Íslands hf; Vá- tryggingarfélags Íslands hf. og tengdra félaga, Vinnslustöðv- arinnar hf, stjórnarformaður; Samskipa hf, stjórnarformað- ur; Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna; Lindar hf; Kreditkorta hf; Sambands ís- lenskra viðskiptabanka; Sam- vinnulífeyrissjóðsins, stjórn- arformaður, Stjórnunarfélags Íslands; Framsóknarfélags Reykjavíkur og ýmissa félaga á vegum flokksins; Iðnrekstrar- sjóðs; Íslensra aðalverktaka; Sameinaðra verktaka; Starfs- mannafélags Sambandsins; Deildar samvinnustarfsmanna í VR og Ungmennafélagsi- ins Breiðabliks. Þá sat hann í bankaráði Seðlabankans og skólanefnd Samvinnuskólans á Bifröst o.fl. Fjölskylda Geir kvæntist 19.10. 1963 Krist- ínu Björnsdóttur, f. 25.10. 1943, húsmóður. Hún er dóttir Sig- ríðar Rósu Þórðardóttur, f. 28.1. 1915 d. 31.10. 2003, hús- móður, og Björns Markússon- ar, f. 12.4. 1910, d. 26.6. 1991, húsasmíðameistara. Börn Geirs og Kristínar eru Erla Geirsdóttir, f. 23.4. 1964, verslunarmaður, gift Gunn- ari Gunnarssyni framkvæmda- stjóra og eiga þau þrjú börn, Geir Gunnarsson, f. 9.1. 1984 viðskiptafræðingur en sam- býliskona hans er Berglind Guðmundsdóttir, f. 29.7. 1983, Gunnar Gunnarsson, f. 22.9. 1993 og Kristín Eva Gunn- arsdóttir, f.1.1. 1997; Krist- inn Þór Geirsson, f. 27.7. 1966, framkvæmdastjóri, kvæntur Thelmu Víglundsdóttur, þau eiga tvær dætur, Brynju Krist- insdóttur, f. 28.7. 1996, og Krist- jönu Birtu Kristinsdóttur, f. 7.4. 1998; Gunnsteinn Geirsson, f. 2.10. 1980, viðskiptafræðing- ur, kvæntur Gunnhildi Evu Arnoddsdóttur, f. 19.1. 1980, en þau eiga tvær dætur, Júlíu Líf Gunnsteinsdóttur, f. 14.12. 2004, og Ragnheiði Lovísu Gunnsteinsdóttur, f. 30.7. 2007. Systkini Geirs eru: Helgi Magnússon f. 1.11.43, tann- læknir, kvæntur Guðlaugu Guð- jónsdóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn; Sigrún Magn- úsdóttir, f. 17.2. 1951 d. 14.4. 2006, lyfjafræðingur, var gift Jó- hannesi Halldórssyni húsasmið og eignuðust þau fjögur börn. Foreldrar Geirs voru Kristín Þóra Gunnsteinsdóttir, f. í Vest- mannaeyjum 13.8.1919, d. 17.9. 2011, húsmóðir, og Magnús Sig- urvin Magnússon, f. í Hvamms- vík í Kjós 11.3.1918, d. 8.1. 2006, verslunarmaður. Geir Magnússon Fyrrv. forstjóri Sigríður Stephensen Pálsdóttir Félagsráðgjafi, búsett í Reykjavík Birna Kristbjörg Björnsdóttir Viðskiptafræðingur í Grindavík Sveinn Svavarsson Rafeindavirki í Reykjavík Steinar M. Kristinsson Trompetleikari og tónlistarkennari 70 ára á laugardag 30 ára á laugardag 50 ára á sunnudag 30 ára á föstudag 30 ára á föstudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.