Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 20. febrúar 2012 H agsmunasamtök heimilanna undirbúa prófmál þar sem verður látið reyna á það hvort verðtryggðir lánasamningar til einstaklinga standist neyt- endalöggjöfina þar sem kveðið er á um að heildarkostnaður lánsins komi fram, höfuðstóll og vextir. „Síðan er það þetta sjónarmið að verðtryggð lán eru samkvæmt skilgreiningu afleiða,“ segir Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, for- maður Hagsmunasamtaka heimil- anna, „þar sem þau fylgja vísitölu. Þegar samningur fylgir vísitölu er hann afleiða. Afleiður falla undir regl- ur um fjármálagjörninga á evrusvæð- inu og það má ekki hver sem er skrifa undir slíkan samning, aðeins fagfjár- festar. Þannig að það getur verið að slíkir samningar uppfylli ekki neyt- endalöggjöfina og hina miklu og ríku vernd sem neytandinn á að njóta. Lögum samkvæmt á hann að geta gert sér grein fyrir skuldbindingunni sem fylgir lánasamningnum en það er mjög erfitt þegar um verðtryggð lán er að ræða. Vísitalan er líka eitthvað sem þú getur ekki haft nein áhrif á og þú þarf annað hvort að hafa mikla þekk- ingu til að skilja hvernig hún þróast eða getur þróast eða þá að aðilinn sem veitir þér slíkan samning þarf að geta útskýrt fyrir þér í þaula hvað geti haft áhrif á samninginn.“ Eiga rétt á föstum vöxtum Andrea bendir á að enginn hafi get- að gert sér grein fyrir því hvernig vísi- talan hefur þróast á undanförnum árum og að einstaklingar hafi ekki getað haft nein áhrif á það. Vísitölu- hækkun frá árinu 2008 er 37 prósent vegna uppsafnaðrar verðbólgu. „Fólk er ekki meðvitað eða upplýst um af- leiðingarnar af lánasamningum sem það er að skrifa undir. Svo þarf að skoða fleiri sjónarmið, til dæmis hvað hefur áhrif á þessa afleiðu, það er að segja hvernig vísitalan er reikn- uð. Það er mjög margt sem á eftir að skoða. En það sem ég er að segja er að það þarf að láta reyna á verðtryggðan lánasamning fyrir dómstólum vegna þess að það getur vel verið að lán- takendur, sem eru neytendur og falla undir lög um neytendamál, einstak- lingar, eigi rétt á því að samningurinn sé einhverjum takmörkunum háður og fylgi ekki vísitölu. Höfuðstóllinn sé lánaður með vöxtum líkt og víð- ast hvar annars staðar. Þá færðu bara peninga að láni og greiðir svo ákveðna vexti af upphæðinni. Þá getur þú gert þér grein fyrir skuldbindingunni.“ Lögfræðingar vinna að málinu Þess vegna eru Hagsmunasamtök heimilanna að fara af stað með próf- mál. „Við erum búin að sækja um styrk til að reka mál og erum komin með lögfræðingateymi sem fer yfir þetta með okkur. Við þurfum bara að finna lánasamning. Við erum hins vegar byrjuð að vinna í málinu og það er spurning um einhverjar vikur sem við þurfum að leggja í þetta.“ Niðurstaðan af slíku prófmáli myndi þá gilda fyrir alla. „Það þarf bara eitt mál að fara fyrir Hæstarétt og ef það fellur á þessu þá gildir það um alla verðtryggða lánasamninga til ein- staklinga. Ég er ekki að fullyrða neitt í þessu samhengi en þetta er hugleið- ing sem við erum að velta fyrir okkur. Það þarf að láta reyna á þetta í dóm- salnum.“ Andrea segir að það sé hægt að úr- skurða um ákveðna skilmála í lána- samningi, líkt og gert var í dómn- um um gengistrygginguna þar sem LIBOR-vextir, sem bundnir eru við gjaldmiðlana, voru felldir niður. „Neytandi sem er með aðra vexti en LIBOR-vexti gæti átt annan rétt. Það er ekki þannig að allir vextir falli nið- ur með gengis- eða verðtryggingu. En ef það væri niðurstaðan að verðtrygg- ingin væri felld niður þá myndi lánið lækka sem því nemur.“ Tækifæri til að fella verðtrygg- inguna Ljóst er að ef rétt reynist væri það ansi kostnaðarsamt fyrir ríkið. Andr- ea bendir hins vegar á að það sé ekki spurning hvort einhver geti greitt mis- muninn eða ekki. „Ef lánin eru ólög- leg þá verður viðkomandi bara að finna út úr því.“ Hún segir jafnframt að þær aðgerð- ir sem ríkisstjórnin hefur farið í, líkt og 110 prósenta leiðin og greiðsluhöfn- un, hafi ekki gengið nógu langt. Þær virki bara fyrir þá sem eru yfirveðsett- ir auk þess sem það séu takmarkan- ir á þessum leiðum. „Það má vera að þær kröfur sem við höfum gert fram til þessa gangi allt of skammt miðað við rétt lántakenda. En aftur ítreka ég það að það á eftir að láta reyna á þetta og ég geri þann fyrirvara.“ Að lokum bendir hún á að íslensk stjórnvöld hafi skuldbundið sig EES- samningnum þar sem neytendalög- gjöfin er mjög sterk. „Það ber að lesa öll íslensk lög með hliðsjón af neyt- endarétti, sem er rétthærri í dóms- kerfinu. Ef einhver lög stangast á við neytendalöggjöfina þá ber að taka neytendaverndina framar samkvæmt þeim lögfræðingum sem ég hef rætt við,“ segir Andrea sem bindur miklar væntingar við þetta mál. „Miðað við hvað við höfum oft haft rétt fyrir okk- ur varðandi túlkun á lögunum þá held ég að þarna gæti verið tækifæri innan dómskerfisins til að fella verðtrygg- inguna.“ „Við erum búin að sækja um styrk til að reka mál og erum komin með lögfræðinga- teymi sem fer yfir þetta með okkur. Í mál vegna verðtryggðra lána n Hagsmunasamtök heimilanna telja óvíst að verðtryggð lán samræmist neytendalöggjöfinni Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is R annsóknir á hæfi Gunnars Andersen til að gegna starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins hafa verið ítarlegar og staðið yfir í langan tíma. Á föstudag dró til tíðinda. Það var á stjórnarfundi Fjármálaeftirlitsins sem tekin var ákvörðun um að biðja hann um að láta tafarlaust af störfum. Grund- völlur ákvörðunar stjórnarinnar er þriðja álitsgerð stjórnar FME unn- in af hæstaréttarlögmanninum Ást- ráði Haraldssyni og endurskoðand- anum Ásbirni Björnssyni. Í henni komast þeir að þeirri niðurstöðu að hæfi Gunnars sé ekki hafið yfir all- an vafa því komið hafi fram „upp- lýsingar um atvik sem eru til þess fallnar að kasta rýrð á hæfi Gunnars Þ. Andersen til að gegna starfi for- stjóra Fjármálaeftirlitsins.“ Skýrslu- höfundar taka það sérstaklega fram að um sé að ræða huglægt mat þeirra enda hafi ekkert nýtt komið fram í máli Gunnars. Magnús Guðmundsson, for- maður Félags forstöðumanna, hef- ur tjáð sig um brottrekstur Gunnars og telur mikilvægt að byggt sé á fag- legum atriðum en ekki tilfinningum eða huglægum þáttum eins og raun ber vitni. Hann telur stjórn Fjár- málaeftirlitsins túlka starfsmanna- lög ansi bratt og átelur hana fyrir að gefa Gunnari skamman tíma til að svara fyrir sig en andmælaréttur rennur út á mánudagskvöld. Það eru réttindi opinberra starfs- manna hér á landi að njóta and- mælaréttar og að gætt sé meðal- hófs ef upp koma álitaefni um störf eða hæfi, segir í tilkynningunni. Við mat á hæfi forstöðumanna sé mikil- vægt að byggt sé á faglegum atrið- um en ekki tilfinningum eða hug- lægum þáttum. Þetta sé ekki síst mikilvægt nú þegar forstöðumenn ýmissa stofnana vinni að erfiðum og viðkvæmum verkefnum sem snúa að uppgjöri vegna hruns fjár- málakerfisins hér á landi 2008. Á slíkum tímum þurfi staðfestu, út- hald og stuðning fagráðuneytis og ráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, efna- hags- og viðskiptaráðherra, segist ekki hafa vitað af fyrirhugaðri upp- sögn en sagði ráðuneytið auðvitað fylgjast með málinu. „Það er mikilvægt að truflun og röskun á störfum Fjármálaeftirlits- ins sé sem minnst og samfella og festa í störfum stofnunarinnar verði áfram. Stjórn Fjármálaeftirlitsins mun sjá um að svo sé og ráðuneytið fylgist auðvitað með málinu.“ Lítill tími til andmæla gagnrýndur n Álitsgerð grundvölluð á huglægu mati skýrsluhöfunda Brottrekstur gagnrýndur Gunnar Þ. Andersen lætur af störfum sem forstjóri Fjár- málaeftirlitsins vegna álitsgerðar sem grundvölluð er á huglægu mati. Andrea Ólafsdóttir Formaður Hagsmunasam- taka heimilanna segir að lánasamningar verðtryggðra lána til einstaklinga gætu stangast á við lög um neytendavernd. Neytendur eigi rétt á því að vita heildarkostnað vegna lánsins, hver höfuðstóllinn er og hverjir vextirnir af láninu eru. Myndir sigTryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.