Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 12
Í dópvÍmu meðan sonurinn þjáðist 12 Erlent 20. febrúar 2012 Mánudagur Hjálpaði félaga sínum að deyja n Ástrali dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að útvega félaga sínum svæfingarlyf F immtugur ástralskur kenn- ari, Merin Nielsen, hefur ver- ið dæmdur í þriggja ára fang- elsi fyrir að aðstoða aldraðan vin sinn við að fremja sjálfsvíg. Sam- kvæmt ákæru útvegaði Nielsen manninum svæfingarlyf sem ætl- að er dýrum en lyfið keypti hann á ferðalagi um Mexíkó. Maðurinn sem svipti sig lífi hét Frank Ward og var hann 76 ára. Hann tók inn of stóran skammt af svæfingarlyfinu í júní árið 2009 með þeim afleiðingum að hann lést. Í frétt breska blaðsins Telegraph kemur fram að Nielsen hefði sérstak- lega ferðast til Mexíkó til að nálgast lyfið sem heitir nembutal. Lyfið er ekki fáanlegt í Ástralíu. Nielsen játaði fyrir dómi að hann hefði ferðast til mexíkósku borgar- innar Tijuana að tilstuðlan Franks. Hann sagðist hins vegar ekki hafa útvegað honum lyfið og sagðist við skýrslutökur hjá lögreglu hafa ákveð- ið að hætta við að kaupa lyfið þegar hann var kominn til Tijuana. Þegar hann kom aftur til Ástralíu var Frank búinn að útvega sér lyfið frá öðrum að sögn Nielsen. Það var hins vegar mat dómara og kviðdóms sem var kallaður saman vegna málsins að skýringar Nielsen væru ótrúverðugar. Lögmaður Nielsen sagði fyrir dómi að skjólstæðingur sinn hefði litið á Frank sem föður sinn. Frank hafði þjáðst af krabbameini í blöðruhálskirtli og verið virkur meðlimur í samtökunum Exit Inter- national sem berjast fyrir lögleiðingu líknardrápa. D ómstóll í Ohio í Bandaríkj- unum hefur dæmt foreldra átta ára drengs, Willie Rob- inson, í átta ára fangelsi fyrir að koma honum ekki undir læknishendur þegar hann varð mik- ið veikur. Drengurinn var með Hodg- kins-eitilfrumuæxli en flestir þeirra sem fá sjúkdóminn ná fullum bata fái þeir viðunandi meðferð. Sé sjúk- dómurinn ekki meðhöndlaður áger- ist hann og það var það sem gerðist í tilfelli Willie. Eftir að hafa þjáðst af sjúkdómnum í tvö ár lést drengur- inn. Foreldrarnir, Monica Hussing og William Robinson, voru í mikilli fíkniefnaneyslu á þessum tíma og sýndu enga viðleitni til að koma syni sínum undir læknishendur þrátt fyr- ir að hann hefði þjáðst mikið. Willie lést árið 2009. Æxli eins og tennisbolti „Ef einhver vissi ekki af veikindum hans, þá er eitthvað mikið að,“ sagði dómarinn í málinu, Michael Astrab, þegar hann las upp dómsúrskurð- inn. Hann sagði að myndir, sem rétt- arlæknir tók af líki drengsins, hefðu minnt á myndir úr útrýmingarbúð- um. Hann var með æxli á líkamanum á stærð við tennisbolta. Móðursystir drengsins, Sheila Slawinski, var meðal þeirra fjöl- mörgu sem komu fyrir dóminn sem vitni. Hún grét þegar hún lýsti því hvernig drengurinn bað hana um aðstoð skömmu áður en hann lést. Hann sagði að undanfarnar vikur hefðu verið mjög erfiðar og biðlaði til hennar að koma sér undir lækn- ishendur. „Ég sagði systur minni frá þessu. Ég bauð henni aðstoð mína,“ sagði hún fyrir dómnum. „Hann þjáðist í tuttugu og níu mánuði. Þau höfðu tuttugu og níu mánuði til að hjálpa honum en ákváðu að gera það ekki.“ Neyttu eiturlyfja Þegar Sheila var spurð að því hvers vegna systir hennar hafi ekki aðstoð- að son sinn sagði hún að það hefði verið auðveldara fyrir hana að liggja uppi í rúmi og neyta eiturlyfja. Báð- ir foreldrarnir, Monica og William, neyttu fíkniefna að staðaldri. Þau sögðu fyrir dómi að þau hefðu ekki haft efni á að fara með son sinn til læknis. Monica sagði að þau hefðu beðið félagsmálayfirvöld um aðstoð en þar sem þjónusta læknis á vegum þeirra kostaði 180 dali, eða rétt rúm- ar tuttugu þúsund krónur, hefðu þau hætt við. Þrátt fyrir þetta var bent á fyrir dómi að þau hefðu farið með fjölskylduhundinn til dýralækn- is vegna þess að hann var með flær. Fyrir aðstoð dýralæknis borguðu þau 87 dali, eða tæpar ellefu þúsund krónur. Ætla að áfrýja Fjölskyldan flutti í ársbyrjun 2008 til Cleveland en Willie lést nokkrum vikum síðar, eða þann 22. mars. Tveir læknar sem kallaðir voru fyrir dóm- inn sögðu að veikum börnum væri aldrei vísað frá ef foreldrar væru illa staddir fjárhagslega. Dánardómstjóri úrskurðaði að drengurinn hefði látist úr lungnabólgu sem hafi verið bein afleiðing Hodgkins-sjúkdómsins. Sjúkdóminn er sem fyrr segir hægt að meðhöndla nokkuð auðveldlega en 95 prósent þeirra sem greinast með hann eru lausir við hann innan fimm ára – ef viðunandi meðferð er veitt. Hodgkins-eitilfrumukrabbamein er ein algengasta tegund krabbameins í börnum. Dómarinn dæmdi foreldra drengsins til hámarksfangelsisrefs- ingar en þau játuðu á sig manndráp af gáleysi. Þau ætla að áfrýja dómn- um þar sem þeim fannst dómurinn of þungur. n Vanræktu krabbameinssjúkan son sinn n Fjölskylduhundinum komið til læknis„Þau höfðu tuttugu og níu mánuði til að hjálpa honum en ákváðu að gera það ekki. Erfið barátta Willie lést eftir að hafa þjáðst af eitilfrumukrabbameini í tvö ár. Hann fékk enga læknisaðstoð. Átta ára fangelsi Monica og William, sem er lengst til hægri á myndinni, voru dæmd í átta ára fangelsi vegna málsins. Útvegaði svæfingarlyf Merin Nielsen ferðaðist sérstaklega til Mexíkó til að útvega félaga sínum lyf svo hann gæti svipt sig lífi. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Ótrúlegt atvik í Svíþjóð: Hafði nýlega misst húsið Peter Skyllberg, 44 ára Svíi, sem bjargaðist um helgina eftir að hafa setið fastur í bíl sínum í tvo mán- uði, átti við mikla fjárhagserfið- leika að stríða. Þá hafði kærasta hans nýlega farið frá honum. Skyllberg fannst aðframkom- inn síðastliðinn föstudag skammt frá bænum Umeå í norðurhluta Svíþjóðar. Bíll hans var nánast á kafi í snjó en Skyllberg hafði setið fastur síðan 19. desember. Þótt ótrúlegt megi virðast var Skyllberg á lífi þegar hann fannst en að sögn lækna hefði vart mátt tæpara standa. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Skyllberg hafi misst hús sitt á síðasta ári eftir að hann lenti í miklum greiðsluerfiðleikum. „Hann gat ekki borgað reikn- ingana sína og síðan lét hann sig bara hverfa,“ segir Magnus Jernberg sem bjó í næsta húsi við Skyllberg í samtali við Afton- bladet. „Þegar við sáum fréttirnar grínuðumst við með að þarna væri Skyllberg fundinn. En þetta reynd- ist vera hann,“ segir Jernberg. Læknar segja að það gangi kraftaverki næst að Skyllberg hafi fundist á lífi. Þrátt fyrir það segir Ulf Sagerberg, yfirlæknir á sjúkra- húsinu í Umeå , að þetta sé ekk- ert einsdæmi. „Það geta allir lifað það af að vera án matar í mánuð, að því gefnu að þeir fái vatn að drekka. Ef þú ert með mikla lík- amsfitu geturðu lifað jafnvel leng- ur,“ segir Ulf en sem fyrr segir var Skyllberg án matar í tvo mánuði. Skyllberg er nú á sjúkrahúsi í Umeå þar sem hann er á ágætum batavegi. Líklegt er að hann verði útskrifaður innan fárra daga. Dýrast að búa í Zurich Dýrasta borg heims til að búa í er svissneska borgin Zurich. Þetta kemur fram í úttekt tímaritsins The Economist sem tók saman lista yfir dýrustu borgir heims til að búa í. Nokkur atriði eru lögð til grundvallar, meðal annars verð á vörum og þjónustu auk íbúða- verðs í borgunum. Á listanum í fyrra var japanska borgin Tókýó á toppnum en sterk staða sviss- neska frankans varð til þess að Zu- rich skaust á toppinn. Zurich var í fjórða sæti í fyrra. Á eftir Zurich og Tókýó koma Osló, París, Sydney, Singapore, Frankfurt, London, Madrid og Sao Paulo. Athygli vekur að stórborgin New York er í 47. sæti listans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.