Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 20. febrúar 2012 Mánudagur RÚV bætir dreifikerfið Ríkisútvarpið hefur gert áætlun um eflingu FM-sendinga á hinni nýju Vestfjarðaleið og verður byrjað á styrkingu í Ísafjarðardjúpi á næstu vikum og mánuðum. Vonast er til að unnt verði að ljúka framkvæmd- um á yfirstandandi ári. Þetta kem- ur fram í skriflegu svari Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, við fyrirspurn Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingar. Í fyrirspurn sinni spurði Ólína einnig um hver stefna Ríkisút- varpsins varðandi hljóðvarp í jarð- göngum væri. Í svari ráðherra kem- ur fram að Ríkisútvarpið hafi litið svo á að hljóðvarp í jarðgöngum sé á ábyrgð og kostnað framkvæmda- raðila viðkomandi ganga en stofn- unin hafi verið tilbúin til tæknilegr- ar ráðgjafar þar um. Þannig hafi það verið varðandi Hvalfjarðar- göng. Loks spurði Ólína hvort Ríkisút- varpið hafi gert áætlun um endur- nýjun dreifikerfis sjónvarps, sem fyrirséð er að verði úrelt á næstu árum. „Ríkisútvarpið hefur unnið að slíkri áætlun um nokkurt skeið og er að þróa hana áfram. Mark- miðið er sama þekjun og í núver- andi kerfi, það er að að minnsta kosti 99,9 prósent landsmanna nái stafrænum sendingum í framtíð- inni,“ segir í svari ráðherra. Nýtt úrræði fyrir atvinnuleitendur Atvinnutorg fyrir unga atvinnuleit- endur á aldrinum 16–25 ára voru opnuð í Reykjavík og Reykjanesbæ á föstudag. Verkefnið er samstarfs- verkefni velferðarráðuneytisins, Vinnumálastofnunar, Reykjavíkur- borgar, Reykjanesbæjar, Hafnar- fjarðarbæjar og Kópavogsbæjar og hefur að markmiði að veita ungu fólki sem hvorki er á vinnumark- aði né í námi ráðgjöf og stuðning og finna úrræði við hæfi. Aðdraganda verkefnisins má rekja til þess að ríkisstjórnin sam- þykkti í júní á liðnu ári að verja 100 milljónum króna í vinnumark- aðsaðgerðir fyrir ungt fólk sem ekki er tryggt innan atvinnuleysis- tryggingakerfisins. Áætlað er að rúmlega 400 ungmenni muni að jafnaði njóta þjónustu hjá atvinnutorgum um- ræddra sveitarfélaga. Stal fartölvu og náttfötum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fimmtugsaldri í fjög- urra mánaða fangelsi fyrir þjófn- aðarbrot. Konan var ákærð fyrir að hafa, á tímabilinu frá 10. nóvember 2010 til 23. desember 2011, stolið vörum í verslunum fyrir á annað hundrað þúsund krónur. Hún var meðal annars ákærð fyrir að stela fartölvu úr verslun Elko, snyrti- vörum og vítamínum úr lyfjaversl- un Apóteksins, íþróttafatnaði úr Intersport og barnanáttfötum úr verslun Joe Boxer í Smáralind. Konan, sem á sakaferil að baki, játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Hún var dæmd í tveggja mánaða fangelsi í júní 2010 fyrir þjófnaði, fíkniefnalagabrot og umferðarlaga- brot. Dómurinn yfir konunni er óskilorðsbundinn. Á stráður Haraldsson, hæsta- réttarlögmaður og stjórnar- maður í verðbréfafyrirtæk- inu Arctica Finance, fékk tæplega 250 milljónir króna afskrifaðar hjá skilanefnd Glitnis í fyrra. Afskriftin var vegna útistand- andi skuldar Ástráðs við Glitni vegna framvirkra samninga með skuldabréf Kaupþings. Þetta kemur fram í gögnum frá skilanefnd Glitn- is sem DV hefur undir höndum, bæði fundargerð nefndarinnar frá því árið 2010 og eins tölvupóstum starfsmanna bankans frá því haust- ið 2008 þar sem rætt er um málið. Ástráður var einn af mörgum að- ilum sem keypti umrædd skulda- bréf Kaupþings í gegnum Glitni fyrir hrunið 2008. Skilanefnd Glitnis hefur yfirtekið mörg af þeim eign- arhaldsfélögum sem voru stofn- uð vegna slíkra fjárfestinga. Heild- arskuldir þessara félaga hlaupa á milljörðum. Með fjárfestingu sinni í skuldabréfum Kaupþings voru við- skiptavinir bankans að taka stöðu með Kaupþingi, veðjuðu á að bank- inn myndi ekki falla, líkt og hann gerði í byrjun október 2009. Vegna falls Kaupþings varð mikið tap á fjárfestingum þessara viðskiptavina Glitnis og fyrir lá strax um haustið að Glitnir myndi þurfa að afskrifa kröfur sínar á hendur þessum að- ilum. Einn af þessum viðskipta- vinum, sem ekki vill láta nafns síns getið segist einfaldlega hafa haft trú á íslenska bankakerfinu og að þess vegna hafi hann fjárfest í þessum skuldabréfum Kaupþings. Ólíkt mat Ástráðs og bankans „Ég hef ekkert fengið afskrifað, ekk- ert fengið afskrifað,“ segir Ástráð- ur Haraldsson aðspurður um það hvort hann hafi fengið umræddar afskriftir hjá Glitni. Hann segir að hann hafi farið í skuldauppgjör við Glitni sem ekki hafi falið í sér af- skriftir að hans mati. „Ég átti ákveðin viðskipti við Glitni og það var deilt um hvert væri rétt uppgjör þessara viðskipta. Ég taldi að rétt uppgjör viðskiptanna væri að Glitnir skuldaði mér fé en þeirra afstaða var sú að ég skuldaði þeim fé. Niðurstaðan af þessu öllu saman, fyrir milligöngu lögmanns á mínum vegum, var að samið var um uppgjör viðskiptanna. Í því fólst ekki afskrift á kröfum á mig, ekki samkvæmt minni skoðun. Þetta er þannig að ef ég held að þú skuldir mér 100 milljónir og þú heldur að ég skuldi þér 100 milljónir og við semjum síðan um einhverja niður- stöðu í málinu þá getur hvor okkar um sig haldið því fram að hann hafi afskrifað eitthvað á hinn,“ segir Ást- ráður. Ljóst er hins vegar að Glitnir leit ekki svo á málið þar sem rúm- lega 248 milljónir króna voru færðar til afskriftar vegna viðskiptanna við Ástráð. Að öðru leyti segist Ástráður ekki ætla að tjá sig um viðskiptin við Glitni. Ástráður vill ekki ræða hvað fólst í uppgjörinu við Glitni, hversu mikið hann þurfti að greiða bank- anum til baka í formi trygginga og reiðufjár. Afskriftir lagðar til Þann 8. október 2008, degi áður en Fjármálaeftirlitið yfirtók Kaupþing og eftir að sama stofnun hafði tek- ið yfir Glitni, sendi Haraldur Örn Ólafsson, lögmaður á lögfræði- og regluvörslusviði Glitnis, tölvupóst til Harðar Felix Harðarsonar, yfir- lögfræðings bankans, og fleiri að- ila þar sem málið var rætt og far- ið fram á niðurfellingu á skuldum nafngreindra aðila sem keypt höfðu þessi skuldabréf Kaupþings. Í tölvu- póstinum sagði: „Markaðsviðskipti Glitnis eru með opna framvirka samninga um kaup á skuldabréfum í Kaupþingi við eftirfarandi einstak- linga,“ en nafn Ástráðs var þar með- al annars talið upp. Haraldur mat það svo í samn- ingnum að það þjónaði ekki tilgangi að innheimta tapið af framvirku samningunum hjá þessum við- skiptavinum og að þess vegna væri nærtækast að afskrifa skuldir þeirra. Þá kom einnig fram í tölvupóstin- um að ekki hefði verið staðið fylli- lega rétt að viðskiptunum. „Glitnir metur að ekki þjóni tilgangi að inn- heimta tap af samningum þessum á framangreinda aðila vegna eigna- stöðu þeirra. Þá er ljóst að ekki var fyllilega rétt staðið að viðskiptunum m.a. með tilliti til MiFID tilskipun- arinnar. Því er óskað eftir að skila- nefnd veiti heimild til að gera við- skiptin upp þannig að tryggingar verði látnar ganga upp í tap en það sem eftir stendur af kröfunni verði afskrifað.“ Í kjölfar þessa tölvupósts sendi Hörður Felix Harðarson tölvupóst til Árna Tómassonar, formanns skilanefndar Glitnis, þar sem stung- ið var upp á afskriftum þessara skulda. „Þetta barst frá markaðsvið- skiptum og er ósk um niðurfellingu krafna að frádregnum tryggingum.“ Skilanefndin afgreiðir málið Á fundi skilanefndar Glitnis í febrú- ar 2010 var rætt um mál Ástráðs. Þar kom fram að skilanefndin ætlaði að bjóða Ástráði upp á skuldauppgjör sem fól í sér að hann borgaði með- al annars þær tryggingar sem vísað var til í samningi hans um viðskipt- in við Glitni og greiddi þar að auki á bilinu 10 til 20 milljónir króna til bankans. Orðrétt segir í fundargerð- inni: „Að fengnu áliti frá Hákoni Árnasyni hrl. að viðbættum öðrum gögnum í formi tölvupósta og sím- tala er samþykkt að bjóða Ástráði Haraldssyni upp á uppgjör þar sem hann fellur frá kröfum sínum á bankann, borgi þær tryggingar sem vísað var til í samningum, ásamt því að greiða að auki á bilinu 10–20m. kr.“ Ástráður vill ekki greina frá því hvernig hið endanlega samkomu- lag var við bankann. Á yfirliti yfir afskriftir á skuldum viðskiptavina Glitnis, sem DV hef- ur undir höndum, kemur svo fram að þann 26. apríl 2011 hafi rúm- lega 248 milljónir króna verið færð- ar til afskriftar hjá bankanum vegna skulda Ástráðs Haraldssonar. Vís- að er til fundarins frá því í febrú- ar 2010 þar sem upphæðin er færð til bókar. Ársreikningar nokkurra eignarhaldsfélaga, sem einnig fjár- festu í skuldabréfum Kaupþings, sem skilanefnd Glitnis hefur yfir- tekið sýna enn frekar fram á mikið tap og væntanlegar afskriftir bank- ans vegna framvirkra viðskipta með skuldabréf Kaupþings. n Ástráður segist ekki líta á uppgjörið sem afskriftir Fékk 248 milljónir króna afskrifaðar „Því er óskað eftir að skilanefnd veiti heimild til að gera við- skiptin upp þannig að tryggingar verði látnar ganga upp í tap en það sem eftir stendur af kröf- unni verði afskrifað. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Glitnir afskrifaði kröfuna Skilanefnd Glitnis afskrifaði tæplega 250 milljóna króna kröfu sem bankinn átti á hæstaréttarlög- manninn Ástráð Haraldsson vegna viðskipta hans með skuldabréf í Kaupþingi. Mynd 365 / Anton Brink

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.